Morgunblaðið - 14.07.1943, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 14. júlí 1943.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkv.stj. Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Auglýsingar: Ámi Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði
innanlands, kr. 10.00 utanlands.
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Sinnaskifti
AUMINGJA ALÞÝÐUBLAÐIÐ! Síðastliðinn laugar.
dag var rakið hjer í blaðinu lið fyrir lið, hvernig hið
læpulega undanhald Alþýðublaðsins í sjálfstæðisrnálinu
að undanförnu stríddi algjörlega gegn allri fyrri af-
stöðu blaðsins, Alþýðuflokksins og skrifum og tillögum
aðal leiðtoga hans. Síðan hefir blaðið naumast á heilu
sjer tekið.
Þegar pienn eru innikróaðir, grípa þeir oft til fárán-
legustu ráða í öngþveitinu. Þetta sannaðist á Alþýðu-
blaðinu í gær, þegar það hugðist að hefja gagnsókn gegn
Morgunblaðinu, og innrammar í gleiðgosalegum tvídálki
fyrirspurn um það, hvað valdi sinnaskiftum þess í sjálf-
stæðismálinu! Alþýðubl. vitnar í 21. apríl 1940,
„ellefu dögum eftir að Danmörk var hertekin“, þar sem
því er haldið fram, út af tillögum, sem þá komu fram
um sambandsslit samstundis, „að alþjóð sje áreiðanlega
andvíg því, að hafa sjálfstæðismálið á oddinum nú, þegar
frændþjóð okkar, Danir, eru í sárum“. Að vilja síðan
sambandsslit 17. júní 1944, fjórum árum síðar, eftir að
samningstímabil sambandslaganna er auk þess á enda,
og margar aðrar aðstæður hafa stórbreyst, eru svo
sinnaskiftin, sem Alþbl. spyr, hvað valdí. Slíku verður
ekki svarað með öðru en því að aumkva sig yfir veslings
spyrjandanum.
Alþýðublaðinu, sem ekki þótti sambandsslit koma til
álita, fremur en Morgunblaðinu, á samri stundu og
Danmörk var hernumin, var orðið þess sinnis, að sam_
bandsslit væru tímabær á miðjum vetri 1941, sbr. um-
mæli blaðsins 29. mars 1942, þar sem sambandsslit
1941 eru gerð að umtalsefni og sagt: „Það stóð ekki
á Alþýðublaðinu". Það barðist fyrir sambandsslitum
árið 1942 og harmaði mjög, að ekki varð úr, eins og
Mbl. sýndi fram á með óyggjandi tilvitnunum í Alþbl.
Þegar svo Alþýðublaðið hefur áróður fyrir því nú
allt í einu, að öllu verði slegið á frest um ófyrirsjáan.
legan tíma, þá er orðið tímabært að tala um sinnaskifti,
og krefja frekari sagna um, hvað sinnaskiftunum valdi.
Ödrengileg ummæli
„ENGINN VEIT hvað átt hefur, fyr en mist hefur“.
Þessi gömlu og sígildu sannindi munu íslendingar fá
að reyna, ef svo skyldi fara, sem líkurnar benda til, að
þjóðarbrot íslendinga vestan hafs þurkast út með öllu.
Við, sem heima eigum á gamla Fróni höfum alt fram
á síðustu árin verið ótrúlega fáfróðir um þá þrotlausu
baráttu, sem landar okkar vestra hafa háð til varð-
veislu tungunnar og þjóðlegrar menningar.
Ekki ér því að neita, að hjer fyr meir hafi stundum
andað fremur kalt til Vestur-íslendinga frá heimaland-
inu. Sá kali er nú, sem betur fer, horfinn með öllu,
enda hafa Frónbúar oft og mörgum sinnum komist að
raun um, að meðal landa okkar vestra eru sannir ætt-
jarðarvinir.
Nokkrir þessara ágætu landa að vestan hafa dvalið
hjer hjá okkur um skeið og gegnt hjer mikilsvarðandi
störfum í þágu heimalandsins. Meðal þeirra eru synír
Gunnars Björnsonar skattdómara. Þeir. sem kynst
hafa þessum bræðrum, munu hafa sannfærst um, að
einlæigari og þjóðlegri í^lendingar finnast ekki hjer
heim,a. Er það ómetanlegt happ fyrir íslensku þjóoina,
að einmitt þessir ágætu landar okkar skyldu hafa ver-
ið ’valdir til þess að gegna trúnaðarstörfum hjer hjá
okkur, á þessum tímum.
Með þessa staðreynd fyrir augum gegnir furðu, að
eitt blað hjer (Þjóðviljinn 10. þ. m.) skuli vera með
úylgjur og aðdróttanir í garð þessara landa okkar,
þar sem þeim er borið á brýn, að þeir sjeu hingað send-
ir í áróðursskyni. Slík ummæli eru ómakleg, ódrengi-
leg og ósæmileg með öllu.
Landkynning vor
SVEINN Sigurðsson rit-
stjóri minnist í greinabálk.
inum „Við þjóðveginn“ á
mál, sem við íslendingar
vanrækjum mjög, þ. e. land
kynningin. Hann segir:
„En í sambandi við sýn-
ingu þá, sem áður er getið
(þ e. listsýning „The Brit-
ish Council“, verður manni
á að spyrja, hvernig sé
háttað landkynningu vorri.
Því ljóst má það vera, að
smáþjóð, eins og vjer er-
um, íslendingar, á að miklu
leyti tilveru sína undir því,
að hún kynni sig vel og að
góðu meðal sjer stærri og
voldugri þjóða.
Landkynning er vita-
skuld ekki bundin við það,
út af fyrir sig, að auglýsa
landið og þjóðina erlendis.
Hún er miklu meira bund-
in við það hvernig lands.
menn koma fram heima
fyrir gagnvart þeim er_
lendu gestum, sem hingað
koma og öðrum út í frá.
Eins og menn vita, þá er
um þessar mundir gest-
kvæmara í landinu en
nokkurntíma áður, síðan
sögur hófust. Tækifæri til
landkynningar hafa því ver
ið fleiri en nokkru sinni
fyrr. Vitaskuld hefir margs
konar landkynning átt sjer
stað, en því miður hefir
hún ekki ætíð verið þjóð-
inni til sóma. Blaðamanna
fjelag Islands hefir unnið
allmikið að því að kynna
landið og þjóðina út á við,
og þarf sú starfsemi að
aukast. Ríkisútvarpið er á-
gætt tæki til landkynning.
ar, en það hefir enn sem
komið er gert lítið að því
að kynna landið og þjóð-
ina út á við. Undanfarið
hefir öðru hvoru farið fram
landkynning í útvarstím-
um bresku og amerísku
herjanna hjer á landi, t. d.
að því er snertir íslenska
tónlist. Yfirleitt hefir þetta
verið vel af hendi leyst.
Væri ekki vel við eigandi,
að ríkisútvarpið hefði, þótt
ekki væri nema einu sinni
til tvisvar í viku, útvarps-
tíma eingöngu til landkynn
ingar og sambands við ís.
lendinga og vini íslands er
lendis? Sams konar land.
kynning þjóða er víðast
fastur liður í dagskrá er.
lendra útvarpsstöðva“.
DAGLEGT UPPLAG
D ANSKRA LAUN-
BLAÐA 120 000.
I FREGNUM frá Stokk-
hólmi er skýrt frá því, að
blaðamenn,' sem gefa iit blöð
á laun í Danmörku, hafi hý-
lega liaídið með sjer lands-
þing í Kaupmannáhöfn. Var
þar margt manna saman kom
ið og ráðstefnan fór skipu-
legt fram.
Þar var skýrt frá því, að
daglega kæmu út 120.000 ein-
tök af launblöðum í Dan-
mörku. Eitt blaðið hefir efnt
til samkepni og er vrlimgur-
inn frí ferð með fvrstu flug-
vjelinni. sem fer frá Kaup-
mannahöfn til London að ó-
friðnum loknum.
'Uíhuerji áhrijc
4.
J/Jr claqíecia Ííjinu
íslendingaf je- i
lagið í London.
I STMBANDI við hið ágæta
brjef Björns Björnssonar, sem
jeg birti í gær, datt mjer í
hug, að segja lítilsháttar frá
íslendingaf jelaginu í London.
Björn hefir verið aðalmaður-
inn í að stofna þann fjelags
skap og hefir nú tekist að
ganga formlega frá stofnun
fjelagsins. Sjálfur er Björn
formaður fjelagsins, enda eng
inn betur til þess fallinn.
Það, sem vakir fyrir Islend
ingum, sem stofnuðu þetta fje
lag er bæði að halda við sam
bandi milli íslendinga, sem
dvelja í London, eða þar í
grend, og svo hitt, að halda
við sem best sambandinu við
ísland. í þeim tilgangi hefir
Björn komið því til leiðar, að
íslendingafjelaginu í London
eru nú send flest eða öll dag
blöð hjeðan úr Reykjavík.
Fjelagið hefir fengið húsa-
kynni, þar sem blöðin liggja
frammi og þar sem íslending
ar koma til að lesa þau og
fylgjast með frjettum að
heiman. En fjelagið er ekki
auðugt og á bágt með að stand
ast straum af kostnaði við
blaðakaup. Dagblöðin hafa því
gengist inn á að senda fjelag
inu blöðin ókeypis. Færi vel
á því, ef fleiri blöð og tímarit
sæju sjer fært að senda fje
laginu ókeypis eintök. Ef ein
hver skyldi óska eftir upplýs
ingum um þessi mál, þá er jeg
fús að veita þær.
9
Nafnlaus brjef
verða ekkí birt.
DABLEGA berst mjer mikill
fjöldi brjefa, en sá galli er á,
að mörg þeirra eru nafnlaus,
eða með einhverjum. dulnefn
um, sem ekki er hægt að átta
sig á Mjer er þökk í því, að
menn sendi mjer brjef um á-
hugamál sín, en jeg verð að
vita hver þa.ð er sem skrifar.
Vitanlega er sjálfsagt, að
birta brjefin undir dulnefni og
jeg mun telja, að þagnarskylda
hvíli á mjer um að segja ekki
frá nöfnum þeirra, sem kunna
að skrifa mjer. En af ýmsum
orsökum get jeg ekki birt
nafnlaus brjef.
Mörg þessara brjefa eru
prýðilega skrifuð og málefnin
góð, sem þau fjalla um. en svo
getur verið, að í þeim sje eitt
hvað, sm jeg þarf að vita
nánar um áður en jeg get birt
brjefin og þá get jeg ekki náð
til rjetts hlutaðeiganda.
Þess vegna, góðu brjefritar
ar, látið nafn ykkar og heim
ilisfang fylgja með brjefum,
sem þið skrifið mjer og getið
þess um leið hvort þið viljið
láta nafns ykkar getið, eða
ekki.
©
Akurnesin gar
ræía um
gatnanöfn.
BLAÐIÐ Akranes birtir í
síðasta blaði grein eftir Árna
Árnason lækni um gatnanöfn.
Ejallar greinin aðallega um-
nöfn gatna á Akranesi, en
vegna þess, að þar er minst
á götunöfn í Reykjavík, birti
♦
•>
♦x-:-x-x-x-:-x-:-x->
jeg hjer örlítinn kafla úr
grein Árna læknis:
„Húsanöfn hjer á Akranesi
eru yfirleitt lagleg; það kveð-
ur ekki að orðskrípum eða
ónöfnum. Aftur á móti varð
jeg dálítið hissa á gatnanöfn
unum, þegar jeg kom hingað.
Þau eru flest úr goðafræðinni.
Það má fyrst láta sjer detta
í hug, að hjer sje slíkur skort
ur á örnefnum og minjum, að
þess vegna hafi orðið að velja
þessi nöfn út úr vandræðum.
En við nánari athugun verður
ekki sú reyndin. Og ekki er
stærðinni um að kenna
Reykjavík er orðin tiltölulega
stór og göturnar margar. Það
er skiljanjegra, að þar hafi
veið orðinn hörgull á nöfnum,
og þess vegna hafi verið grip
ið til goðafræði og íslendinga
sagna En það eru engin með
mæli. Það getur vel átt við,
að velja enistök nöfn þannig.
í Reykjavík á t.d. Ingólfsstræti
vitanlega fullan rjett á sjer.
Hitt orkar tvímælis, hversu
rjett er og fagurt. að helga
Loka eina götuna. Ef líku held
ur áfram, er hætta á, að veg
farandinn verði þar áður en
varir farinn að reika um Helj
arslóð eða Kölslcasund (§br. sög
una af Sæmundi fróða). Þegar
íarið er að nota hin fornu
nöfnin víða og hópum saman,
þá verða þau hversdagsleg og
þvæld og ná ekki tilgangi sín
um. Það er þá eins heppilegt
að kenna göturnar, eins og
húsin, við einhverja merka.
menn, sem hafa lifað og starf
að á staðnum, fyrr eða síðar“.
9
Skipasmíðar
Islendinga.
í brjefi frá „Garnla" er
þessi uppástunga, sem er þess
verði, að henni sje gaumur
gefinn:
„Menn tala mikið um að
reisa hjer miklar skipasmíða
stöðvar. Hvernig væri að senda
nú til Ameríku svona 30—40
menn, sem komið væri í vinnu
á hinum miklu skipasmíða-
stöðvum þar? Er þeir kæmu
svo heim aftur gætu þeir tek
ið að sér ýerkstjórn og um
sjón. Það hefir oft verið lagt
í meiri vitleysu, þó ríkissjóð
ur kostaði þar nokkru til“.
9
Nauðsynlegt að
spara vatnið.
MARGIR kvarta yfir því, að
vatlisskortur sje nú í húsum,
sem liggja hátt í bænum. Hef
ir það komið fyrir undanfarna
daga, að ekkert vatn hefir ver
ið í húsum á Skólavörðuhæð,
Laugavegi og Hverfisgötu.
Verulegur vatnsskortur hef
ir ekki verið í bænum frá því
snemrna í vor, þar til nú. Það
eina, sem hægt er að gera til
að bæta úr vatnsskortinum, er
að allir gæti hinnar mestu
sparsemi í vatnsnotkun. Láti
ekki renna vatn að óþörfu og
gæti þess að hvergi sje leki á
leiðslum, t. d. vatnssalernum.
Nú er margt manna úr
bænum og ætti ekki að þurfa
að vera vatnsskortur á meðan
jafn fátt fólk er í bænum og
nú er