Morgunblaðið - 21.07.1943, Side 4

Morgunblaðið - 21.07.1943, Side 4
4 MORQTJNBL Aí>I Ð Miðvikudagur 21. júlí 194d. I I ! ! • I i Afkoma þjóðarinnar og hagur Landsbankans árið 1942 ISLAND á meira undir !>ví en flest önnur lönd, við hvaða k.jör viðskiftin út á við eiga sjer stað, vegna þeirrar þýð- ingar, sem utanríkisverslunin hefir fyrir rekstur þjóðarbú- skaparins. Verður ekkki sagt annað en síðasta ár hafi ver- ið hagstætt hvað þessu við- kemur. Sala á útflutningsvör- um, öðrum en sauðfjárafurð- um, gekk mjög vel. Á miðju ári tókst að sel.ja Láns- og leigustofnun Bandaríkjanna alla útflutningsframleiðslu sjávarútvegsins fram á mitt næsta ár fyrir hagstætt verð. Ekki voru teljandi örðugleik- ar á því að koma útflutnings vörunum á markað.og ekki síst skifti það miklu máli, að allur útflutningur til Stóra Bretlands á árinu fjekst greiddur í Bandaríkjadollur- um. Þegar leið á fyrri hluta ársins tóku af þessu ástæð- um að safnast inneignir í dollurum, þótt jnörfin fyrir Bandaríkjagjaldeyri væri mikil vegna vaxandi við- skifta við Ameríku. Gjaldeyr isskortur fyrri ára, er svo mjög hafði hafði komið við sögu, hvarf að því er Bret- land snerti á árinu 1940, en dollarar voru áfram af mjög skornum skamti, uns þessi breyting varð á. — Eins og tvö árin á undan var verð- hlutfall inn- og útfluttrar vöru landinu í vel, en á því varð j)ó nokkur breyting til liins verra á síðastliðnu ári. Vegna síaukinna örðugleika á útvegun vara í Bretlandi, var ekki annars rirkosta en að hef'ja kaup í Bandaríkjunum á vörum, sem fram að þessu höfðu fengist í Bretlandi, við hagstæðara verði og lægra flutningsgjaldi en þær voru fáanlegar frá Bandaríkjun- um. I þessu liggur falin rýrn- un á aðstöðu landsins út á við, sem er þó ekki stórvægi- ]eg enn sem komið er. Hins vegar verður að gera ráð fyr- ir, að þessi þróun haldi áfram. Engin von er til þess, að þau kjör, sem landið hefir átt við að búa í erlendum viðskift- um frá því skömmu eftir að stríðið byrjaði, geti haldist til lengdar. Iljer hljóta að koma umskifti fyr eða síðar, og verður þá mikið komið undir því, hve fljótt og vel tekst að laga framleiðslu og neyðslu 'til samræmis við breyttar aðstæður. Viðskifti landsmanna við hin erlendu setulið, sem í landinu dvelja, eru ineðal hinna ytri skilyrða, er þjóðar Itúskapurinn á nú við að búa, Eins og árið áður, hafði setu- liðið í þjónustu sinni mikið af yinnuafli og framleiðslu- tækjum. Áttu sumar atvinnu greinar því örðugt með að fá nægan vinnukraft til fram- leiðslustarfa. H.jer er j)ó uiil tiltölulega smávægilegt at- riði að ræða, í samanburði við hin hættulegu röskun á, atvinnuskiftingu Uitidsmaima sem setuliðsvinnan hefir í för með sjer. Hækkun verðlags á árinu sem leið stendur og í nánu sambandi við setuliðs- vinnuna og þær aðrar að- gerðir setuliðsins, sem hafa fjárhagslega þýðingu. Iljer er þó ekki nema um aðra hlíð málsins að ræða, því að taka verður tillit til þess. að þjóð- artekjurnar hafa áukist m.jög mikið vegna setuliðsviðskift- anna. Hjer er rauuverulega Reikningur Landsbankans fyrir árið 1942 kom út í gær. Honum fylgir, eins og endranær, mjög ítarleg greinargerð um atvinnuvegi, viðskifti og fjárhagsafkomu þjóðarinnar. — Hjer birtist yfirlit eða inngangur þess- arar merku skýrslu, svo og aðal niðurstöðutölur um fjárhag bankans á síðastliðnu ári. óbreyttur frá árinu áður að öðru leyti en því, að innborg uð var áður afskrifuð skuld, kr. 689.50. Gengisreikniilgur hækkaði um kr. 854.285.95. Eigið fje bankans, hækkaði úr 9.4 milj. kr. í 11.9 milj. kr. um útflutningsstarfsemi að ræða. Á j)ví þarf ekki að vera mikill munur, hvort ís- lensk framleiðsluöfl eru seld erlendis í vöruformi, eða hvort um beina sölu á þjón- ustu þeirra er að ræða, Vera má, að síðara sje ekki eins arðvænlegt, ef í staðinn væri hægt að nýta jæssi fram- leiðsluöfl til aukinnar fram- leiðslu á útflutningsvörum. En hvernig sem því kann að vera háttað, hefir hvort tveggja þessi starfsemi í för með s.jer tek.jur í erlendum g.jaldeyri. M. a. af þesum sök um er övarlegt að Jjygg.ja mikið á j)ví, að halli verði á verslúnarjöfnuði ársins. Þótt svo hafi orðið, hefur greiðslu jöfnuðurinn verið jákvæður með tugum mil.jóna króna, eins og erlendar inneignir bankanna bera vott um. — Þegar á alt er litið, verður ekki annað sagt, en að landið hafi á árinu sem leið notið vrða, enda þótt gætt hafi ó- heppilegra hliðaráhrifa í sam bandi við setuliðsviðskiftin. Atvinna og viðskifti á ár- inu Voru m.jög mótuð af þeim ytri skilyrðum, sem nú hefir verið að nokkru lýst. Þjóðar- tek.jurnar hafa náð hámarki árið sem leið, enda hefir at- vinnustarfsemin aldrei verið rekin af meira. kappi. Vinnu- aflsskortur jókst m.jög, er leið að miðju ári, og leiddi það m. a. til þess, að laun- þegar fengu framgengt kröf- um um hærra grunnkaup og aðrar kjarabætur. Vörueft- irspurn neytenda var mjög mikil alt árið, með þeim af- leiðingum, að verslunarvelta fór enn vaxandi. Handiðnað- ur og ið.ja höfðu ekki undan að fullnægja eftirspurninni, enda var komið á fót mörg- um ný.jum iðnfyrirtækjum. Yfirleitt má seg.ja, að allar atvinnugreinar hafi búið við ágæt reksturskilyrði, að und- anskilinni þeirri landbúnaðar framleiðslu, sem bygt hefir afkomu sína á erlendum markaði. Með s.jerstökum ráð stöfunum hefir verið s.jeð fyr ir því, að hún yrði ekki út- undan. Þegar á árið leið fór bó að halla mjög undan fæti hjá vissum greinum titvegs- ins. 'Stórfeld hækkun á kaup "'ialdi og öðrum framleiðslu- kostnaði varð til þess, að nær öll hraðfrystihúsin hættu starfsemi um haustið. Var og talið líklegt, að smábátaút- vegurinn mundi ekki geta risið undir hinum stóraukna tilkostnaði og væri því viðbú- ið, að framleiðsla hans dræg- ist saman. Um mitt ár var samið um‘ sölú á fiskfram- leiðslúrini næstu 12 mánuði. fvrir verð, sem var vel við- unandi miðað við framleiðslu kostnað, eins og hann var við undirskrift samningsins. Þá. var vísitalan 183, en í desem- bcr var hún komin upp í 272. Á sama tíma urðu verulegar grunnkaupshækkanir. Hjer hafði jjví á skömmum tíma skapast algerlega nýtt við- horf. Aldrei áður hefir verið eins mikið um húsbyggingar og aðrar meiriháttar fram- kvæmdir, en auk þess voru í undirbúningi margar aðrar verklegar framkvæmdir, sem fyrirs.jáanlega myndu verða mjög ‘kostnaðarsamar. Verður að telja, að hjer sje farið út á. varhugaverða braut. Að öðru jöfnu er æskilegt, að ekki s.je gert mikið að því að ráðast í kostnaðarsamar fram kvæmdir, jægar vinnuafl og ef'tiivörur eru af skornum skamti, bæði til þess að fram kvæmdirnar verði ekki of dýr ar, og eins til l)ess, að at- vinna verði sem jöfnust. Með núverandi ástandi á vinnu- markaðinum, og eins og til- kostnaður er orðinn, fer best á því, að hið opinbera og einkaaðilar láti verklegar framkvæmdir, sem ekki eru óumflý.janlegar, bíða betri tíma. Til þess .ligg.ja einnig- þau rök, að núverandi ástand atvinnu og viðskifta er m.jög 'óáreíSanlegur mælikvarði á það, hverjar framkvæmdir borgar sig til lengdar að leggja í. Ef óvarlega er far- ið í þessu efni, verður afleið- ingin óh.jákvæmilega sú, að mikil verðmæti fara forgörð- um, og koma töpin ekki að- eins niður á þeim, sem stofn- að hafa til framkvæmdanna, heldur einnig, og ekki síður á þ.ióðfjélaginu í heild. REIKNINGAR BANKANS. Aðalupphæð efnahagsreikn ingvs seðlabankans var síðast- Iþðið ár kr. 333 018 850 38, en árið þar áður kr. 195 014 990 60. Ilefir hún því hækkað um 138 mil.j. kr. eða 71%. Aðal- orsök þessarar miklu ú.t- j)enslu er, cins og tvö árin á undan, kaup á erlendum gjaldeýri, en skuldamegin vegur á móti henni hækkun á seðlum í umferð og hlaupa- reikningslánirm. Innelgn hjá erlendum bönkum, erlendir víxlar og ávísanir og erlend verðbrjef hafa hækkað sam- tals rúmlega 112.milj. kr., og var verulegum hluta þess komið fyrir í erlendum verð- brjefum, að mestu í amerísk- um ríkisskuldabrjefum til stutts tíma. Árið áður var að- allega um að ræða breska þrig.gja mánaða „treasury bills“. Eiginleg útlán (víxl- ar, I'án í hlaupareikningi og reikningslán) seðlabankans hafa, eins og j)egar var orðið árið á undan, hverfandi þýð- ingu miðan við aðra liði efna hagsreiknings, þar sem þau nema ekki nema 5,7% af aðalupphæðinni. Þetta á s.jer- staklega . við um víxlf|pa., Yfirdráttarlán í hlaupareikn- ingi hafa tvöfaldast, en jrnss er gæta, að þau eru m.jög breytileg frá mánuði til mán- aðar og jafnvel frá degi til dags. rTil útlána má tel.ja skuldir viðskiftamanna vegna á- bvre-ða. setn hafa meira en þreffaldast. Þetta er afleið- ing af stórauknum vörukaup- um í Ameríku. Notkun banka ábyrgðar við vörugreiðslur hefir farið m.jög vaxandi sam fara því, að viðskifti hafa færst yfir á Ameríku. Skuldamegin hafa seðl- ar í umferð rúmlega tvö- faldast, og innstæður í hlaupareikningi og reiknings- lánum samtals hækkað um 63%. Þessi aukning er bein afleiðing af hækkun erlendra inneigna á eignahlið efna- hagsreiknings. Inneign sparisjóðsdeildar hækkaði um 15,5 mil.j. kr. Er það minni hækkun en árið áð ur og stendur í sambandi við, að misræmið milli starfsfjár sparisióðsdeildarinnar og möguleika til að hagnýta það var ekki eins. mikið og áður. Ábyrgðir vegna viðskifta- manna eru nær eingöngu bankaáb.yrgðir vegna vöru- kaupa erlendis, sem ekki er bííið að borga Tit, og sem líka eru óuppgerðar við inn- flytjendur, samanber jafnhá- an eignalið. lljer er 'um að ræða skuldbindingu bank- ans í erlendum gjaldeyri og kemur upphæðin því itil frá- dráttar hinni erlendu inneign bankans. Þó koma aldrei all- ar ábyrgðir til útborgunar að fullu. Inneign erlendra við- skiftainanna í erlendum g.jaldeyri er innborgað trygg ingarfje, sem ér g.jaldgræft í erlendum gjaldeyri. TEKJUR SEÐLABANKANS. Tek.jur seðlabankans námu á áriitu kr. 4 368 152 86, þar með talin vaxtayfirfærsla frá fyrra ári, ’kr. Í3 031 07. G.jldin ngmu þannig kr. 2 364 012 31. Varð því 'af- gangs af tekjunum kr. 2 004 140 55, eti auk þess var kr. 328 726 82 tek.juafgangur ■fluttun frá fyrra gri. Tek.juafgangi var ráðstaf- að þannig, að kr. 150.000.00 var varið til afskrifta af hús- eignum, kr. 180.000.00 voru greiddar ríkissjóði í vexti _a,f stofnfje, og kr. 1.700.000.00 voru lagðar í varsjóð. Óráð- stafaður tekjuafgangur, flutt ur til næsta árs, er þá kr. 302.867.37. Afskriftarreikningur var SPARISJÓÐS- DEILDIN. Aðalupphæð efnahagsreikn ings sparisjóðsdeildarinnar á- samt útibúum var í árslok kr. 148.696.179.54, eu árið áður kr. 95.484.039.63. Hækkunin nam því 53.2 milj. kr., sem er talsvert minna en h.já seðla bankanum, eins og við er að búast. Hjá seðlabankanum er orsök útþenslunnar í eigna- hliðinni, en hjer er hún skulda megin. Það er hækkun á inn stæðufje, sem hefir valdið því, að eignaliðir sparisjóðsdeildar innar hafa þanist út. Aðalbreytingarnar eigna- megin eru þessar: Vixlar hafa hækkað um 26.5 milj. kr., inn eign hjá seðlabanka 15.5 milj. kr. og innlend verðbrjef 10.2 milj. kr. Samtals eru þetta 52.2 milj. kr., og samsvarar bað nokkurn veginn hækkun aðalupphæðar, 53.2 milj. kr. Hækkun og lækkun á öðrum liðum jafna sig því upp. Til- tölulega litlar brevtingar hafa orðið skuldamegin, nema a snarisjóðsinnstæðum, sem hafa hækkað um 44 milj. kr., og á hlaupareikningsinnstæð- um (í útibúunum), sem hafa meir en tvöfaldast. Tekjur sparisjóðsdeildarinn ar ásamt útibúum námu alls kr. 4.383.032.90, ‘þar með talin vaxtayfirfærsla frá fyrra án kr. 282.903.97. Samtals námu gjöldin kr. 2.918.428.41. Varðl því afgang ur af tekjunum kr. 1.464.604- 49, en auk jiess var kr. 678.569.20 tekjuafgangur frá fyrra ári. Á afskriftareikning voru færðar kr. 80.128.84, þ. e: sama upphæð og notuð hafði verið til afskrifta á árinu- Var hann því óbreyttur í ars- lok. I varasjóð voru lagðar kr. 1.400.000.00 og er hann nú kr. 2.400.000.00. öráðstafaður tekjuafgangur, fluttur fil næsta árs, varð þá kr. 663.044.85. Eigið fje sparisjóðsdeildar- arinnar hækkaði úr 2.7 i.nil.l- kr. í 4,1 milj. kr. Innstæðufje í útibúunum nam í árslok kr. 30.554.613.47, á móti kr. 20.056.813.83 árið áður. FLUGVJELASKIP FYLGJA SKIPALESTUIVI Bandamenn eru nýlega farnir að láta flugvjelamóöurskip fylgja skipalestum um Atlanshaf og hafa skipalestirnar ],il stöðugt flugvjelavernd. Síðan þessi aðferð var tekin upP Iiefir skipat.jón af völdum kafbáta minkað mjög. Á myndmui sjást tvö flugvjelaskip, sem höfð eru til að fylgja skipn- lestum. Þau heita Biter og Avenger.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.