Morgunblaðið - 21.07.1943, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 21. .júlí 1943.
Útg.: H.í. Arvakur, Reykjavík
Framkv.stj Sigtús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Auglýsingar: Ámi Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600. t
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði
innanlands, kr. 10.00 utanlands.
f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Varanleg íramþróun
og tvísýn uppstytta
VIÐ ÍSLENDINGAR höfum lengst af verið blásnauð
þjóð efnalega. Fátt er það, sem ber þessari staðreynd
frekar vott, en það, sem fram kemur í hinni athyglis-
verðu grein Guðm. Hannessonar, prófessors, hjer í
blaðinu í gæjr, um íslenska húsagerð. Þar segir m. a.:
„Um síðustu aldamót mátti með nokkrum rjetti segja,
að landið væri óbyggt. Þá voru hjer aðeins örfá hús úr
varanlegu efni“.
Þannig var það um aldamótin! Síðan hefir að vísu
átt sjer stað róttæk þróun í þessum efnum. En okkur
hefir hætt til að vera glámskyggnir á framfarirnar.
Sumum hætti til að líta á hin nýtísku steinsteypuhús
aðeins sem „luxus“ eyðsluseggja. Þetta viðhorf öfund-
arinn’ar og misskilhings á þróun, sem þjóðarinnar beið,
fjekk samt ekki inni, ekki einu sinni í hrörlegustu
moldarkofunum, og varð því úti, meðan aukin fram.
takssemi þjóðarinnar við bætt atvinnuskilyrði nýrra
tíma hjelt áfram að leggja til efnivið í ný og fleiri hús'
úr vönduðu efni og af varanlegri gerð.
En það er sitt hvað að þykja nóg um „luxusinn" eða
sjást ekki fyrir, þegar eitthvað rofar til á efnahags-
sviðinu. Það öfugstreymi höfum við einnig orðið varir
við. Síðustu árin hafa skilað mörgum nýjum skilyrðum
og óvæntum efnahagslegum möguleikum. Yfirstand-
andi efnahagsuppstytta er að vísu viðsjárverðari en
margur kann að hyggja. Við vitum ekki hvenær kem-
ur skúr eftir skin. Þeim mun meiri þörf er varúðar og
fyrirhyggju. En það eru því miður alt of mörg dæmi
þess, að okkur skorti hvorttveggja í alt of ríkum mæli.
Eins og við eigum ekki að láta okkur vaxa í augum
framkvæmdir, sem eru byggðiar á heilbrigðum grund-
velli og hafa varanlegt framtíðargildi, megum við held-'
ur ekki láta blinda okkur sýn stundar velgengni, sem
er þess eðlis, að raunverulegt gildi hennar er alt annað
en sýnast kann á ytra borðinu.
Eins og naut í flagi
ÞAÐ ER MEIRA EN STÓRFURÐULEG afstaða AL
þýðublaðsins í sjálfstæðismálinu. Dag eftir dag er blað-
ið með skæting og skammir í garð annara blaða og
einstaklinga fyrir afstöðu þeirra í sjálfstæðismálinu. En
alt er þetta með þeim hætti, að mest líkist aðförum
nauts í flagi, því að blaðið er í raun og veru altaf að
stangast við sjálft sig, þar sem þær skoðanir, sem það
er að átelja aðra fyrir, eru nákvæmlega sömu skoð-
anirnar og Alþýðublaðið barðist af mestum móði fyrir
í fyrra.
Hjer í blaðinu var vikið iað Alþýðublaðinu tveim
spurningum s.l. laugardag. Það er altaf að furða sig
á dónaskapnum, að vilja ekki bíða þangað til við get-
um talð við Dani. Hafði Alþýðublaðið hugsað sjer að
viðtal færi fram við Dani í fyrra? Að þessu var spurt.
Ekkert svar! Að því var líka spurt, hvernig Alþýðu.
blaðið gæti nú talið gagnstætt „norrænum sambúðar-
venjum“ að láta sambandsslit fara fram á næsta ári,
þar sem blaðið hafi sjálft viljað láta sambandsslit fara
fram í fyrra, jafnvel áður en samningsatímbil sam-
bandslag,anna var á enda, — eða hvort blaðinu hefði
áskotnast einhver nýr vísdómur um hinar „norrænu
sambúðarvenjur“? Ekkert svar! En blaðið heldur á-
fram að hnoða, að stangast eins og naut í flagi við
sínar fyrri skoðanir í sjálfstæðismálinu.
Þeir, sem hafa sjeð aðfarir nautsins, sem kemst í
kast við sjálft sig í moldarflaginu, geta ekki ályktað
annað, en að nautinu sje ekki sjálfrátt. Manni verðíur
á að álykta, að hin lánlausa framkoma Alþýðublaðsins
sje því ekki sjálfráð.
í Morgunblaðinu
fyrir Z5 árum
Bandaríkjaher í Frakk-
landi.
9. júlí.
„I fyrra mánuði var ár liðið
frá því er fyrstu herdeildir
Bandaríkjana komu til Frakk-
lands.
í tilefni af því sendi forseti
Frakka skeyti til forseta Banda-
ríkjanna og segir þar m. a.:
„í dag er ár síðan Pershing
ylirforingi steig hjer fæti á land
með fyrstu herdeildum Banda-
ríkjanna og vil jeg ekki að þessi
dagur líði svo að jeg ljeti ekki
1 ljós við yður aðdáun mína á
því mikilfenglega afreksverki,
scm hið mikla systurlýðveldi
hefir síðan unnið og færi jeg
yður jafnframt hlýjar heillaósk-
ir í tilefni af þeim hreysíiverk-
um, sem yðar hraustu ágætu
hermenn hafa daglega unnið“.
Hvenær skyldi slíkt ársaf-
mæli haldið að nýju.
★
Hjer eru nokkur orð um
Þingvelli áður en staðurinn
var friðaður:
10. júlí.
„þingvellir eru heilög jörð í
hugum margra íslendinga. ....
Margir hafa viljað láta lands-
stjórnina taka jörðina að sjer og
sýna henni þann sóma, sem
henni hæfir. þetta er ekki enn
oiðið og verður ekki á meðan alt
ei í hershöndum. Hitt er vanda-
laust að sjá svo um, að staðurinn
fái að vera í friði og óáreittur,
en fjarri fer að svo sje....
.... Síðastliðinn sunnudag
voru 20 bifreiðar á þingvölluin.
þegar þær sneru heim, voru
margar þeirra þaktar skógviðar-
hríslum, sem ferðafólkið hafði
slitið upp.
þessar hríslur hafa líklega
átt að vera tákn þeirrar lotning-
ar, sem þessi lýður ber fyrir
söguhelgi þingvalla “.
★
Hjer er samþykt er Alþýðu
sambandið gerði sambands-
málinu, þar sem krafist er
sambandið gerði í sambands-
r j ettar.
12. júlí.
„Sambandið milli íslands og
Danmerkur lialdist sem frjálst
samband milli fullvalda (suve-
ræn) og jafnrjetthárra þjóða og
sjeu skýr ákvæði um, hvernig
samningunum megi breyta, ef
þörf krefur. Fæðingarrjetturinn
sje sameiginlegur, sem frá sjón-
armiði verkamanna verður að
álíta undirstöðuatriði undir
sönnu þjiiðasambandi".
'k
12. júlí.
„57 eru bifreiðarnar og biíhjól-
in hjer í Rcykjavík orðin. Og
þc nokkuð margar eiga heima
i Hafnarfirði".
★
15. júlí.
„Hernaðarskýrsla um vikuna
sem lauk 11. júlí:
Að undanteknum fáum minni-
liáttar útrásum, allar gerðar með
góðuni árangri og sem banda-
menn áttu frumkvæðið að, er
það merkilegasta, sem fiá er að
segja um vikuna sem lauk 11.
júlí, að enn dregst sókn þjóð-
verja, sem nú er talið að áreið-
anlega muni hefjast innan
skams".
Kvartað yfir
skemdum mat.
„REYKVÍSK HÚSMÓÐIR"
skrifar mjer ítarlegt brjef um
tilbúinn kjötmat og fleira. Jeg
hefi enga ástæðu til að rengja
brjefritarann um, að satt og
rjett sje skýrt frá og finnst
því sjálfsagt að birta brjefið
í heild. Þa5 fer hjer á eftir:
„Fyrir nokkrum vikum
kvartaði ung húsmóðir yfir
kjötfarsi, sem henni líkaði ekki,
en svarið kom, að tilbúinn
kjötmatur væw undir eftirliti
og það væri alt í lagi. En
það er ekki alt í lagi með til-
búinn mat hjer hjá okkur.
Nýlega keypti peg reykt
bjúgu, matreiddi samdafegurs,
þau voru óæt, því að þau voru
úldin. Svo fórum við heima-
fólkið að athuga þau, skárum
þau í sundur, og efnið í þeim
var hreinasti óþverri, sem ekki
er boðlegt fólki til átu. Sinar
og úrgangur úr stórgripakjöti.
Tveimur dögum síðar keypti
jefg miðdagspylsur, og þegar
búið var að sjóða þær reynd-
ust þær súrar og auðvitað ó-
borðandi. Sama má segja með
kjötfars, það er oft súrt, og
afar illa tilbúið, er líkast að
maður eje með ógeðslega
þvottadruslu í munninum en
ekki kjötrjett.
Þetta verðum við húsmæð-
ur að kaupa — rándýru verði
— því lítill fiskur og mjög ein
hliða hefir verið á markaðin-
um í lengri tíma og frosna
kjötið er orðið heldur slæmt
nú. Það er talað um, að við
reykvískar húsmæður höfum
það þægilegt, að geta fengið
tilbúinn mht, en þetta er ekki
matur, sem nein hreinleg og
hugsandi kona getur borið
fyrir fólkið sitt.
m
Um skyr.
HAFIÐ ÞIÐ athugað hvaða
sælgæti vel tilbúið skyr er, og
berið svo saman það skyr, sem
er hjer daglega á markaði.
Það er oftast fult af kekkjum
og glært. Kekkirnir koma af
óvandvirkni (of mikið hituð
mjólkin).
Stundum fær maður þó gott
skyr frá Borgarnesi í Kaupfje-
lagi Borgfirðinga. Annar lit-
ur er á því og kekkjalaust
stöku sinnum. Er reykvískum
húsmæðrum alveg sama hvað
þeim er boðið upp á. Af hverju
mótmæla þær ekki þessu? Jeg
hefi verið að bíða eftir því,
að mjer færari konur skrif-
uðu um þetta nauðsynjamál.
Mjer finst skemmdi og illa til-
búni maturinn tala fyrir sig,
að eftirlitið sje ekki í höndum
þeirra sem nógu samviskusam
ir eru til þess starfa. Því er
eftirlitið ekki fengið í hendur
vel færum. konum, sem við eig
um ábyggilega nóg af. Ment-
aðar og hreinlegar konur
myndu ekki standa ver í stöðu
sinni þar en annarsstaðar sem
þeim er trúað fyrir opinberu
starfi, sem alt of sjaldan er.
•
í sambandi við tilbúinn kjöt
mat dettur mjer oft í hug
kjöt- og pylsugerð Dana, áem
jeg þekti dálitið til fyr. Mikill
er sá munur. Hvernig getur
nokkur hugsandi maður ímynd
að sjer að framleiðsla á mat
og öðru geti þróast hjer meðan
óvandvirknin fylgir hverju
starfi“.
Nú er Tjörnin
falleg.
Meira vatn er þessa dagana
í Tjörninni heldur en verið
hefir áður í vor og sumar,
enda er mikill munur að sjá
Tjörnina og umhverfi hennar
og sannarleg ánægja, að ganga
meðfram henni í góða veðr-
inu.
Því hefir verið haldið fram,
að ekki sje hægt að hafa
vatn í Tjörninni í sumar vegna
þess, að verið sje að leggja
skolpræsi í Tjarnargötu, en
menn, sem daglega eiga 'leið
meðfram Tjörninni, sjá sjald-
an menn við vinnu í þessu
skolpræsi; í hæsta lngi eru
þar 4—5 menn einhvern hluta
úr degi. Væri ekki ástæða til
að reyna að flýta þessu verki
eins og hægt er, ti) þess að
Tjörnin geti komist í sitt eðli
lega lag? Á hinn bóginn, ef
verkamíinnaskortur hamlar
verkinu, er þá nokkur ástæða
tii að hleypa úr Tjörninni fyr
en nægilegur mannafli er fyrir
hendi til að ljúka verkinu á
skömmum tíma?
©
Skátar og fán-
inn.
SKRIF mín um fánann og
meðferð hans hafa vakið
mikla eftirtekt, eftir brjefum
þeim að dæroa, sem jeg hefi
fengið um það mál. Virðist
vera mikill áhugi fyrir fána-
málinu. Eitt þeirra brjefa.
sem fjalla um fánann, er fra
„Bangsa“. Hann minnir rjetti
lega á, að skátar hafa altaf
haft fánann í heiðri og þeim
er kent að virða hann °£
hvernig þeir eiga að fara með
hann.
Bangsi segir meðal annars.
„Nú vil jeg gera að tillögu
minni, að yfirvöldin feli skát-
unum að kenna almenningi
rjetta og virðu-lega meðferð
þjóðfánans. Einnig ætti að
veita þeim rjettindi til
krefjast þess, að fánar yrði
teknir niður, ef *þeir á ein-
hvern hátt fara illa, eða í
þeim eru röng hlutföll. Einnig
ætti að fela skátunum, að sjá
um að fánar hangi elcki a
stöng eftir sólsetur o. s. frV-
Jeg tel mig þekkja það mikið
til skátahreyfingarinnar, a^
jeg er viss um, að forystu-
menn hennar myndu bregðast
vel við tilmælum í þessa átt
og leysa þetta verkefni, sem
önnur, prýðilega af hendi“.
HEFIR SIGLT 150.000
MÍLUR ÁN ÓHAPPS
ATTLEE, varaforsætisráð-
herra Breta, skýrði frá 1>V' *
gær, að skipstjóri einn 1
breska kairpskipaflotanum
hefði frá ófriðabyrjun sigR
150.000 rnílur, án þess, að
nokkuð óhapp hefði koniið
fyrir skip hans, eða hann
hefði mist einn einasta manin