Morgunblaðið - 21.07.1943, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvíkudágur 21. júlí 1943.
Attræðisaf mæli
Guðmundar á Stóra-Hofi
FYRIR OG UM síðustu
helgi geisaði einhver mesta
stórrigning á Suðurlandi,
sem kemur á þessum tíma
árs, og stóð óslitið í full
þrjú dægur. Veður var því
enn mjög tvírætt á mánu-
dagsmorguninn, þungt í
lofti og drungalegt, þó
nokkuð væri farið að rofa
til þegar menn á Suður-
landsundirlendinu hugðu
til brottferðar í því skyni
að heimsækja Guðmund
bónda Þorbjarnarson á
Stóra-Hofi, sem var áttræð
ur þennan dg. En- þegar
gesti bar að garði á Stóra
Hofi, að aflíðandi hádegi,
var komið glampandi sól-
skin og hlý og mild vestan
golan bar unaðsríkan töðu
ilminn að vitum gestanna
frá sætum og bólstrum á
hinu stóra og sljetta túni
bóndans á Stóra-Hofi.
Það er fallegt á Stóra-
Hofi. Bærinn stendur í
fögru umhverfi á vestri
bakka Eystri Rangár. Er
fjallasýn þaðan dásamleg.
Það þarf ekki glöggt
gestsauga til að sjá þá at-
orkusemi sem þar hefir
verið að verki á undan-
förnum árum og þann
myndar- og snyrtibrag sem
þar er á öllu úti og inni.
Jörðin er hýst með ágæt-
um og húsaskipun öll hin
prýðilegasta. Fallegur
trjágarður er á hlaðinu,
umgirtur grasigrónum torf
veggjum á þrjá vegu. í
miðju garðsins er upphlað-
inn grasigróinn sporöskju.
lagaður hálfhringur með
sætum innanvert. Byrjað
var að gróðursetja trje í
garðinum fyrir tuttugu ár-
um. Hefir reyniviðurinn
teygt sig allmikið upp yfir
birkirunnana og haft meiri
hraða á um vöxt og við-
gang. f garðinum eru og
skrautblóm auk þjettskip-
iaðra ribsrunna, sem báru
merki þess að gefa mundu
góða berjauppskeru þrátt
fyrir vorkuldana.
Það er mjög til prýði á
Stóra-Hofi, að svæði næst
bænum er afmarkað með
grasigrónum torfgarði. Með
sama hætti eru hlaðnir
garðar undir vírgirðingarn
ar um hina nýju ræktun
víðsvegar. Setur þetta svip
á landið og er til mikils
fegurðárauka á sljettiend-
inu meðan görðunum er vel
við haldið og eigi koma
glompur í gróðurinn. Ekki
koma öll kurl til grafar
um stærð og víðáttu hins
mikla og fallega túns, sem
Guðmundur hefir ræktað á
Stóra Hofi heiman frá
bænum að sjá. Vestan
brekku þeirrar sem bær-
inn stóð á áður fyr — Ein_
ar, Benediktsson skáld
flutti bæinn nokkuð til er
hann bygði þar upp 1907
— er komið stærðar tún og
er sýnilega eigi slegið slöku
við ræktunina. f stórri sáð
sljettu, sem unnin hafði
verið á s.l. vori, voru frjó_
angarnir að teygja sig upp
í sólarljósið endurnærðir
af steVpiregni undanfar.
inna dægra.
Breitt og óslitið gras-
belti er frá bænum og upp
á hinn örfoka Rangársand,
sem tekur yfir mikið svæði
af hinu kostaríka Rangár-
vallahjeraði. Hefir Guð-
mundur girt mikið svæði
af sandinum, hið næsta
gróðurlendinu, og sjást
þess, þar sem annarsstað-
ar, glögg og ócvíræð merki,
hve friðunin f lýtir fyrir
gróðrinum á hinum blásnu
svæðum. Nokkrar grastó-
ar, gróðurinn mest tún-
vingull, eru um ^mikið af
hinum ógirta sandi og sæk
ist nokkuð í áttina fyrir
þeim að breiðast út sums_
staðar, einkum hin síðari
ár, segja kunnugir menn á
þessum slóðum. Nú hefir
hinn ötuli kornræktarmað
ur, Klemens Kristjánsson
á Sámsstöðum, ásamt Guð
mundi á Stóra.Hofi og
fleirum, hafið ræktun á
söndunum og hefir reynsl
an fært þeim heim sann-
inn um það, að þarna eru
góð ræktunarskilyrði, eink
um og sjer í lagi til gras-
fræræktunar.
Meðfram brekkunni aust
an við bæinn á Stóra-Hofi
rennur uppsprettulækur,
sem á upptök sín nokkuð
ofan við bæinn. Þennan
læk hefir Guðmundur
beislað og komið þar upp
myndarlegri rafstöð, sem
auk þess að lýsa upp bæ-
inn úti og inni og penings
hús öll nægir til suðu og
nokkurrar hitunar á hinu
stóra íbúðarhúsi. Sökum
þess hve lækurinn er halla
lítill varð að gera stíflu
mikla og uppistöðu til þess
að fá viðhlítandi fallhæð.
Vann Ágúst sonur Guð-
mundar ,að þessu, en hann
hafði áður lært til slíkra
verka af hinum Skaft-
fellska brautryðjanda á
þessu sviði, Bjarna sál. í
Hólmi í Landbroti. Er
Ágúst hinn mesti hagleiks
maður á smíðar og hvers-
konar verkleg tækni ligg-
ur honum í augum uppi.
Hjer hefir nokkuð verið
lýst hversu umhorfs er á
Stóra-Hofi á áttræðisaf-
mæli Guðmundar bónda
Þorbjarnarsonar, sem þar
hefir, ásamt sinni ágætu
konu, Ragnhildi Jónsdótt-
ur gert garðinn frægan um
þrjátíu og fimm ára skeið.
Guðmundur bóndi var
nú, sem endranær, góður
heim að sækja, glaður og
reifur, með bros á vör tók
hann, ásamt börnum sín-
um, á rpóti gestahópnum,
sem bar þar að garðji þennan
dag. Var þar gestkvæmt
mjög, sem vænta mátti,
því hugur bænda beindist
eðlilega mjög til Guðmúnd
ar á þéssum merkisdegi í
lífi hans, slíkur brautryðj-
andi sem hann hefir verið
og er enn í baráttunni fyr
ir fjelagslegum samtökum
bænda á þessu svæði til
þess að hrinda í fram-
kvæmd margháttuðum
framfaramálum búnaðar.
ins.
Eitt þótti þó á skorta við
þessa heimsókn, að • hin
mikilhæfa húsmóðir staðar
ins, Ragnhildur kona Guð
mundar, gat eigi verið við
stödd heimsókn þessa, en
hún dvelur um þessar
mundir í Reykjavík undir
læknishendi.
Eftir að gestir höfðu árn
að Guðmundi heilla og
skeggrætt nokkuð saman,
var sest að dýrðlegum
veislufagnaði í hinum rúm
góðu húsakynnum-á Stóra
Hofi. Undir borðum hófust
brátt ræðuhöld og söngur
að þjóðlegum sið. Voru
Guðmundi þar færðar árn
aðaróskir og gjafir frá
ýmsum fjelogum sem hann
hefir haft á hendi for-
mensku fyrir og starfað í.
Formaður Búnaðarf jelags
íslands, Bj;arni Ásgeirsson,
færði Guðmundi frá fje-
laginu leirvasa mikinn, sem
stóð á áletruðum trjefætiy
fyltan blómum. Vasann
hafði gert hinn kunni leir
kerasmiður Guðm. Einars-
son frá Miðdal. Var vas-
inn svo gerður, að hann
var frá, stofni til efstu
blómknappa tákn um starf
semi Guðmundar á sviði
búnaðarmála, bæði í einka
búrekstri og fjelagsmálum.
Þá færði formaður Slát-
urfjelags Suðurlands, Ágúst
Helgason, honum að gjöf
frá fjelaginu gullúr áletr-
að. Einn stjórnarnefndar.
manna Búnaðarsambands
Suðurlands, Dagur Brynj-
ólfsson, en form. Sambands
ins er Guðmundur, og hef-
ir verið lengi, flutti Guð-
mundi kveðju frá Sam-
bandsmönnum og tilkynti
honum, að Sambandið
hefði falið Einari Jónssyni
myndhöggvara frá Galta-
felli að gera mynd af hon
um, er afhent yrði síðar.
Skúli Thorarensen á Mó-
eiðarhvoli færði Guðmundi
kveðju frá Kaupf jelaginu
Þór, en Guðmundur hefir
verið formaður þess frá
byrjun. Fjelagið hefir
starfað í átta ár og hefir
vöxtur þess verið mjög
hraður undir stjórn Guð-
mundar og hins ötula og
þróttmikla kaupfjelags-
stjóra, Ingólfs Jónssonar
alþm. á Hellu. Þá flutti
sjera Erlendur Þórðarson
í Odda Guðmundi kveðju
frá hreppsbúum. Var
kveðjan í ljóðum, þróttmik
ið kvæði, þar sem s,aman
var tengd fortíð og nútíð.
Skutu menn saman nefjum
pm það,, að, sjera Erlendur
rþundi vera höfundur kvæð
isins. Allir viðstaddir þektu
sjera Erlend að því að vera
gáfu- og mælskumann mik
inn, en fæstir að því að
hann væri slíkt skáld sem
kvæðið benti til. Var þessu
líkt við það er dr. Jón
Þorkelsson þjóðskjalavörð-
ur gaf, öllum eða flestum að
óvörum, út ljóðabók eftir
sig, er setti hann á bekk'
með góðskáldunum. Gat
sjera Erlendur þess, að
hreppsbúar myndu færa
Guðmundi minningargjöf
síðar, en af sjerstökum á-
stæðum gat hún ekki ver-
ið tiltæk á afmælisdaginn.
Þá flutti Kolbeinn Högna
son Guðmundi gott kvæði,
þar sem meðal annars voru
dregnar fram minningar
frá söguöldinni, sem tengd
ar eru við Stóra-Hof og
viðburði ýmsa í Rangár.
þingi. Fjölmargir aðrir
hjeldu og ræður fyrir
minni Guðmundar og Ragn
hildar konu hans. Síðast-
ur talaði í hófi þessu Helgi
Haraldsson bóndi á Hrafn
kelsstöðum. Er hann snjall
ræðumaður, hugkvæmur og
orðslyngur og svo sögufróð
ur, að hann getur þulið
heila þætti og samtöl orð_
rjett upp úr sjer úr forn-
sögunum. Ljet hann gamm
inn geysa og tengdi með
slyngum hætti saman við-
burði fornaldar og vorra
daga og dró af því hnytti
legar ályktanir. Guðmund.
ur þakkaði mönnum fyrir
sóma þann sem honum v,ar
sýndur, með ítarlegri ræðu
þar sem hann lýsti ýms_
um þáttum úr lífi sínu og
starfsaðferðum, hversu öllu
miðaði áfram þó oft væru
torfærur á leiðinni og færð
in þung að settu marki.
Mintist hann samstarfs-
manna sinna með þakk-
læti fyrir drengilega sam-
vinnu, en einkum og sjer
í lagi kvað hann sjer skylt
að minnast konu sinnar,
hins trygga tförunautar,
sem ávalt stóð við hlið
hans í lífsbaráttunni styrk
og uppörfandi. Hvíldi þeim
mun meiri þungi á henni
í umsjá bús og heimilis,
sem hann varð að verja
meiri tíma til fjelagslegrar
starfsemi utan heimilis í
þeim fjelögum sem hann
veitti forstöðu eða var með
starfsmaður í. Kvaðst hann
aldrei geta fullþakkað
þann þátt sem hún hefði
átt í lífsafkomu þeirra
hjóna og þann stuðning
sem hún hefði látið honum
í tje og umönnun alla sjer
til handa og börnum þeirra.
Skýrði Guðmundur frá því
að eitt af nýjustu fram-
kvæmdum í R,angárhjer_
aði, sme hann var viðrið-
inn, væri stofnun veiðifje-
lags, er tæki til Rangánna
beggja auk Þverár. Skyldu
menn sanna til, að eftir
20—25 ár þyrftu Rangæ..
ingar eigi að sækja lax út1
í Ölfusá eins og nú — Guð
mundur hafði nefnilega lax
á borðum. í veislunpi — ,þá
yrði slíkt góðgæti dregið I
upp úr þeirar eigin vötn.
um.
sleðar. Draga hestarnir
bólstrana upp á sleðana
og af þeim inn í hlöðu eins
og altítt er í Borgarfirði.
Nokkuð stendur þó sá um-
búnaður til bóta. Nota þeir
feðgar þrjá hesta fyrir
sláttuvjelina og þykir það
mun notadrýgra en að hafá
tvo htesta eins og algeng-
ast er. Þá skoðuðu gestir
rafstöðina og margt ann-
að, sem vert er að sjá og
kynnast á þessu fyrirmynd
arheimili. Sátu menn við
gleðskap mikinn fram á
kvöld og minnist sá mikli
fjöldi manna, sem þarna
var saman kominn hjá hjer
aðshöfðingjanum Guð-
mundi Þorbjarnarsyni, á-
reiðanlega þess ánægjulega
dags.
—Eddur og
fornsögur
Framh. af 5. síðu.
á fslandi við útjaðar hins
bygða heims. Sköpun mik-
ils skáldskapar er jafnan
að einhverju leyti undur.
Og hjer eru höfundarnir
ekki einu sinni kunnir að
nafni. En verki þeirra er
kunnur: bókmentir einstæð
,ar að fyllingu og lifandi
hlutlægum auði, hinar einu
sem vjer eigum frá forn-
öld þjóðbálks vors, og þar
sem vjer kynnumst lífi og
athöfnum forfeðra vorra
og frænda í einstaklings-
legri myndsköpun, svo að
vjer skynjum og skiljum
hvernig þeir hugsuðu og
fundu til, og getum, einnig
vjer, eygt nokkuð af Ijóma
þeirra leiðarstjarna seni
vísuðu þeim veg: frelsis,
sæmc]ar 0g trygðar.
Þannig verða hin ís-
lensku kvæði einnig hetju
ljóð vor og sögurnar sögur
fornaldar vorrar. íslandi
ber einu heiðurinn að hafa
borgið fornaldararfinum
og fullkomnað hann. En
einnig vjer eigum hlutdeild
í honum — í sameign við
allar þjóðir Norðurlanda.
Einnig af oss er krafist að
vjer látum oss ant um arf
inn og skilum honum á-
fram, hefjum hann ávalt
á ný upp í dagsljósið.
Geijer og samtíðarmönnum
hans fanst krafan sterk og
knýjandi. Á vorum dögum
er hún brýnni en nokkuru
sinni.
| HÚSIÐ ER TRAUST. |
1 Til íbúðar laust. |
Í Drcfjið í haust.
Eftir að staðið var upp 1
frá borðum, lituðust gest- 1
irnir nokkuð upp á óðali i
Guðmundar. Sýndi Ágúst i
sonur Guðmundar mönn- i
um vinnuaðferðir þeirra 1
feðga við eyöflun. Eru þar i 1
vjelar allar og tæki af nýj § Salan í fullum gangi. |
ustu gerð, sláttuvjel, rakstr 1 1
arvjel, snúningsvjel og hey'
Hvaða hús?
HAPPDRÆTTISHÚS
LAUGARNESKIRKJU.