Morgunblaðið - 13.08.1943, Page 1

Morgunblaðið - 13.08.1943, Page 1
Vikublað: ísafold. 30. ár., 180. tbl. — Föstudagur 13. ágúst 1943. Isafoldarprentsmiðja hf. ÞJÓÐVERJAR BYRJA BROTT- FLUTNING FRÁ SIKILEY Verjast þó enn af hörku við Randazzo London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FRJETTARITARAR Isíma í kvöld, að glögt megi sjá þess merki, að Þjóðverjar hafi byrjað brottflutning að minsta kosti birgða frá Sikiley, og sjeu nú smáskip og bátar stöðugt á ferð yfir Messinasundi, mjög hlaðnir, en en áköf loftvarnaskothríð sje stöðugt yfir sundinu, bæði úr byssum skipanna og eins úr fjölmörgum stórum loft- varnabyssum beggja megin sundsins. Ekki hefir þesst brottflutnings enn verið getið í herstjórnaAskynningum bandamanna. Willkie hygst sigra í kosningum Rushwille, lndiana í gærkv. WENDELL WILLKIE sagði hjer í dag, er hann var að íæða kosningahorfur við aðra leiðtoga Republikanaflokks- íhs, að flokkurinn ætti' að sýna raunhæfa utanríkispóli- tík, og sýna vilja sinn til þess á alla lund. Sagði Willkie, að flokkurinn gæti og skyldi vinna næstu forseta- og þing- kosningar, jafnvel þótt enn yæri stríð, er þær færu fram. Flugvirki ráðast á Bonn London í gærkveldi. TILIvYNT var í bækistöðv- um ameríska flughersins í Rretlandi, að amerísk flug- vírki hefðu í björtu í dag gert árásir á þrjár borgir í Þýskalandi, og var aðalárás- in gerð á Bonn, en einnig var ráðist á Gelsenkirchen. Mótspyrna þýskra orustu- flugvjela var öflug alla leið- ina, enda komu 25 af virkj- unum fljúgandi ekki aftur. Um 20 þýskar orustuflugvjel- ar voru skotnar niður. Einnig var loftvarnaskothríð hörð. Breskar og amerískar or- ustuflugvjelar fóru til móts við virkin, er þau komu aftur, og vörðu þait á síðasta kafla heimleiðarinnar. Þær lentu einnig í bardögum við þýsk- ar orustuflugvjelar. Aðallega er framleitt bensín úr kolum á stöðum þeirn, er ráðist var á. — Reuter. Gibson ætl- ar að kenna Quebes í gærkveldi. •GIBSON flugforingi, sá er stjórnaði árásinni á Eider- og Möhne-stíflugarðana í Þýska landi, og sem kom hingað yest ur með Churchill, sagði við blnðamenn, að hann ætlaði að lá'ta flUgmenn í Kanada og Bandaríkjunum njóta góðs af reynslu sinni í lofthernaði, en hann hefir farið 174 flugferð- ir yfir óvinaland. Eftir dvöl sína í Kanada mun Gibson ferðast um Bandaríkin í mán- aðartíma. — Reuter. MANNTJÓN í BRETLANDI. Skýrsla hefir verið gefin út um manntjón í júlímánuði af völdum þýskra loftárása, og hafa samkvæmt henni 167 menn fafist í Bretlandi, en 210 særst svo, að þurft hafi að flytja þá í sjúkrahús. Stúlka slasast í óbygðum ÞAÐ SLYS vildi t il á Landmannaafrjetti, að stúlka, sem var þar á ferð ásamt öðru fólki, skarst svo mikið á fæti, að hún gat ekki gengið. Samferðafólk hennar hafði engin tök á því að koma henni til bygða, svo að lögreglunni í Reykjavík var gert aðvart. — í gær lögðu svo læknar og lög- regluþjónar ásamt fleirum, af stað til þess að sækja stúlkuna. IMæturfrost spilla görðum SVO KALT hefir verið hjer undanfarnar nætur að næturfrost hafa stórlega spilt kartöflugrasi. Einkum hefir kartöflugras farið illa, sem náð hefir minstum vexti er þetta áfall kom. — Má búast við að í sumum görðum verði kartöfluupp- skera sáralítil. Þar sem grasið stóð vel, áður en þessi frost komu, stendur það mikið af því, að enn getur ræst úr uppsker-1 unni, ef vel viðrar hjer á eftir til haustsins. Eftir veðurfregnum að dæma af Norðurlandi, má búast við, að kartöfluupp- skera bregðist alveg í mörg- um sveitum. Breskt vopn gegn innrás London í gærkv. TILKYNT var hjer í dag, að breski herinn hafi í fór- um sínum ágæta fallbyssu, sem ekki er þó eins fræg og „sexpundarinn", sem þektastur er orðinn úr Af- ríkustyrjöldinni. Þessi bvssa hefir sömu hlaupvídd, og hefir nú í nokkur ár verið til taks, ef Þjóðverjar skyldu reyna innrás í Bret- land, en þetta er strand- Framh. á bls. 12. STJÓRNAR INNRÁS Þetta er Patton hershöfð- ingi sem stýrir 7. her Banda ríkjanna á Sikiley. Finnar fá auk- inn brauðskamt Stokkhólmi í gærkveldi. TILKYNT hefir verið í Ilelsinki, að vegna góðrar uppskeru í sumar, bæði í Finn landi og öðrum Evrópulönd- um, verði brauðskamturinn í landinu hækkaður um 50% ( mjög bráðlega. — Reuter. Japanar hörfa á I\lýju-Georgiu Washington í gærkveldi. -♦JAPANAR halda enn und- an á Nýju Georgíu, og eru nú Bandaríkjamenn eigi allfjarri Vaurukoo-höfn, en umhverfis hana hafa Japanar ramgerv- ar stöðvar. Er álitið, að vorn þeirra muni haröna, eftir því sem nær dregur meginstöðv- unum. Japanar hafa verið að draga birgðir til varnarliðs síns þarna, og hefir tekist að sökkva nokkrum innrásarbát um, sem voru í slíkum ferðum — Reuter. MORÐINGI HANDTEKINN. Frjettaritari svissneska blaðsins „Neiie Ziiricher Zeit- iuig“ segir í skeyti frá Milano að Dumini, einn af þeim, er forðum myrti Matteotti, hafi verið tekinn fastur á Italíu, eftir að hafa farið lengi huldu höfði. Churchill í Bandaríkjunum Ottawa í gærkveldi. CIIURCHILL forsætisráð- herra fór frá Quebec í morg- un í einkalest ásamt frú sinni j'g dóttur. Ilann fór yfir landamæri Bandaríkjanna við Niagara Falls og skoðaði Niagarafossana. Síðan hjelt hann áfram inn í Bandaríkin, ‘og var hermt, að hann myndi hitta Roosevelt, en énginn staður var nefndur í þessu sambandi. Síðar m-un svo Chiircþills snúa aftur til Que- bes til viðræðnanna við Roosevelt, og er ekki útilok- að, að þeir verði samferða þangað. Ekkei’t hefir verið látið uppi um það, hvenær viðræðurnar byrja. — Reuter. Ráðist á Kuril-eyjar London í gærkveldi. JAPANSKÁR fregnir segja frá því, að amerískar Libera- tor sprengjuflugvjelar hafi ráðist á ýmsa staði á Kuril- eyjum, en það er eyjaklasi, sem liggur milli Kamts- chakta-skaga og Japan. Einu sinni áður hefir verið ráðist á bækistöðvar Japana á eyj- um þessum, og voru þá éinn- 'ig Liberator-flugvjelar að verki. — Reuter. 3 skipum sökt. ÞÝSKA frjettastofan til- kynti í dag, að þýskar flug- vjelar hefðu í gær sökt 3 skip um bandamanna við Sikiley, samtals 12.000 smálestum, en laskað eitt skip. — Reuter. Við Randazzo er enn bar ist af mestu hörku og hafa bandamenn nú nálgast bæ- inn svo, að þeir geta skotið á hann af fallbyssum. Ekk- ert dregur úr vörn Þjóð- verja þar, nje heldur á víg- slóðum áttunda hersins, er hefir átt í hörðum bardög- um í dag, en tekist að sækja nokkuð fram, meðal annars var tekið þorp eitt 2000 m. uppi í hlíðum Etnu. NÝ LANDGANGA Bandaríkjamenn hafa enn sett lið á land að baki víg- línu Þjóðverja á norður- ströndinni, eigi allfjarri Or- landohöfða. Voru Þjóðverj- ar þarna viðbúnir og sló í hina hörðustu orustu. — Bandaríkjaherskip, bæði beitis'kip og tundurspillar studdu landgönguliðið með fallbyssum sínum. Bardag- ar munu standa þarna enn, en sumt af landgöngusveit- unum virðist hafa komist í samband við meginher Bandaríkjamanna á þess- um slóðum. — Þjóðverjar segja frá annari landgöngu- tilraun, sem hafi verið ger- samlega hrundið. Arásir Á ÍTALÍU Fljúgandi virki rjeðust í gær á borg eina á Mið-ítal- íu, mikla flutningamiðstöð, og vörpuðu sprengjum á járnbrautarstöðvar þar. — Sagt er, að mikið tjón hafi orðið. ítalir segjast hafa skotið niður 12 flugvjel- anna. Ennfremur var ráðist á Reggio di Calabria, og fleiri staði á suðurenda ít- alíuskagans. MANNTJÓN ÍTALA ítalska frjettastofan gaf Framh. á 2. síðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.