Morgunblaðið - 13.08.1943, Side 8

Morgunblaðið - 13.08.1943, Side 8
MORéUNBLAÐlÐ Föstudagur 13. ágúst 1943. SKUGGI CHURCHILLS Grein þessi birtist í ný- útkomnu hefti enska tímaritsins World Dig- est. W. H. Thompson, lögreglu foringi í Scotland Yard, sem sagður er hafa stáltaugar og missir aldrei marks með. skombyssunni sinni, hefir gætt Mr. Churchills í meira en tólf ár af þeim erfiðasta og hættulegasta tíma, sem hann hefir gengt áberandi störfum. Þegar styrjöldin braust út, fjekst Thompson við ræktun grænmetis og æfi- söguskrif eftir langt og vel unnið starf. Hann var hætt- ur að hafa ofan af fyrir sjer með hinum ónæðisömu störf um, þegar hann varð jafnvel að hafa annað augað opið meðan hann blundaði, eins og þegar hann verndaði og gætti þeirra Mr. Lloyd Georges, Mr. Churchills, Mr. ,,Jimmy“ Thomas og fleiri. En þegar Mr. Winston Churchill tók við fiotamála- ráðherraembættinu í ráðu- neyti Chamberlains, var Thompson lögregluforingja sendur sjerslakur boðskap- ur og hann spurður hvort hann vildi taka aftur við starfi sínu sem „eftirlitsmað ur frá Scotland Yard“ um óákveðinn tíma. Thompson lagði þegar í stað frá sjer pennann, hætti við grænmet isræktunina í miðju kafi og skundaði út í mesta ævin- týrið, sem hann hefir nokk- urn tíma komist í. ★ AÐEINS einu sinni hefir hans verið getið í opinberri tilkynningu um ferðir Mr. Churchills, en það var þeg- ar ráðherrann ferðaðist til Moskvu á árinu sem leið. Það er ekki og verður ekki hægt um nokkurt skeið að segja nokkuð um ævintýri þau, sem þessi maður hefir lent í síðustu fjögur árin. En í stöðu sinni fyrir stríð- ið, þegar hann gætti Mr. Churchills, komst Thomp- son í ævintýri víða í heim- inum. Thompson minnist sjálfsagt hinna erfiðu og við burðaríku daga frá árinu 1921, þegar hann ferðaðist í fylgd með forsætisráðherr- anum til Egyptalands og landanna við sunnanvert Miðjarðarhafið. Mr. Chur- chill heimsótti þá ásamt T. E.l jLawrence, Lprd Trenc- þard pg, Sir Archibqld Sinclair Egyptaland og Pal- estínu, en hann var um það leyti nýlendu- og flugmála- ráðherra. Þegar Mr. Churchill var staddur í Cairo, ók hann í bifreið ásamt Allenby hers- höfðingja til þess að heim- sækja Egyptalandskonung. Thompson var, gegn vilja sínum, settur í bifreið, sem „Skuggi Churchills" í Reykjavík. Maðurinn ler.gst til vinstri á myndinni er Thompson. ók næst á eftir bifreið ráð- herrans. Bifreið Mr. Chur- chills var alt í einu um- kringd af hópi æpandi stú- denta, en þeir komust þó klakklaust gegn um hliðið inn í innri hallargarðinn. Bifreið Thompsons stöðvað- ist nálægt hermannaverðin- um fyrir utan hliðið. Múg- urinn lokaði hliðinu, kastaði múrsteinum og æpti smán- aryrði. Varðmennirnir ljetu þegar undan síga og skildu Thompson og liðsforingja úr R. A. F. eftir fyrir utan hlið ið til þess að bjarga sjer eins og best þeir gátu. Þeir stóðu upp og ljetu hnefahöggin dynja á þeim, sem þustu að bifreiðinni og stukku upp á aurbrettin. Fremstu árásar- mennirnir lágu eins og sköt- ur og fjelagar þeirra drógu sig í hlje æpandi andstyggi- legar glósur. ★ EFTIR að Sinn Fein mað- ur hafði mýrt Sir Henry Wilson á Eton Square, voru menn hræddir um að Mr. Churchill yrði næsta fórn- ardýrið, þar sem hann bar ábyrgð, sem nýlendumála- ráðherra, á meðferð írsku málefnanna. Honum var fengin bynvarin bifreið til afnota, þá sömu, sem Sir John French hershöfðingi hafði haft til afnota í heims- styrjöldinni. Bifreiðin var varin með hálfs þumlungs- þykkum stálplötum og vóg tvær og hálfa smálest. ÞEGAR RÓMVERJAR Framh. af 5. síðu. vart, en það var stærsta steinvarpa, er nokkru sinni hafði verið búin til. Henni var komið fyrir á sex bát- um, sem bundnir voru sam- an, og gat hún þeytt stein- um inn yfir borgina langt utan af hafi. En meðan Rómverjarnir stefndu þess- um samtengdu bátum sín- um, sem knúðir voru áfram af hundruðum ræðara, í átt- ina til Syracusa og töldu sig ennþá utan skotmáls, kom alt í einu sex hundruð punda 1 steinn þjótandi gegn um ' loftið og braut einn bátinn. Annar og þriðji steinninn setti steinvörpu Rómverja alveg úr skorðum, og ljetu þá bæði flotinn og landher- inn undan síga. Marcellus gat sjer þess þá til, að Syracusumenn hafi sett alt sitt traust á kraft- mikil og langdræg vopn, og myndu því ekki vera búnir undir viðureign á stuttu færi. í skjóli næturinnar fluttu Rómverjar svo litlar steinvörpur, brynbrjóta og önnur hergögn upp að veggj um borgarinnar. En rjett er þeir höfðu lokið þesgum jflujningqm, ( ;k(jm f yfjr\ þá heil demba sex hundruð punda steina og braut allar vjelarþeirra. Jafnhliða þess ari skothríð, kom ægilegur skúr smáskeyta gegn um göt á veggjunum, sem árás- armennirnir höfðu ekki kom ið auga á. Markhæfni slöngvivjela þesara getur vel bent til þess, að Archi- medes hafi með útreikning- um sínum fundið hagnýtar stærðfræðilegar reglur, sem hann hafi hjer getað hag- nýtt sjer. PLUTHARK skýrir einn- ig frá öðrum óvæntum og dularfullum slysum, sem rómverski flotinn hafi orð- ið fyrir. Sum skipanna dróg ust á dularfullan hátt, gegn vilja skipshafnanna, til staða, þar sem hermenn Syracusu biðu þeirra, reiðu búnir að éyðileggja skipin. Önnur löskuðust á ein- kennilegan hátt, svo að sjór rann inn í þau, og von bráð- ar hurfu þau í öldur hafs- ins. Sumum þeirra var lyft J upp úr sjónum og þeim hvolft. Þessi fyrirbrigði minna helst á kafbátahernað nútímans, en vel getur ver- j ið, að sagnaritarinn hafi hjer látið hugmyndirnar hlaupa með sig í gönur. Hvernig sem þessu hefir verið háttað, þá er það víst, að vígvjelar Archimedesar lömuðu algerlega baráttu- kjark rómversku hermann- anna, sem flýðu skelfingu lostnir í hvert sinn sem kað- all eða. trjd sást koma upp fyrir veggi ! borgarinnar. Marcellus ákvað því að draga máttinn úr borgarbú- um með því að svelta þá inni, enda hepnaðíst hontim það. En Rómtverjar gátu aldrei hagnýtt sjer til fulls það, sem þeir l?erðu við Syracusu. Þeir náðu vjelum Archimedesar, en án hans léiðbeininga voru þær þeim gagnslausar. Marcellus ætl- aði að heiðra þennan merki lega andstæðing og gaf skip un um, að honum skyldi gef ið líf, en rómverskur her- maður drap hann, þar sem hann var að útreikningum sínum. ★ FORNMENN skorti flug- vjelar, en þeir höfðu tæki, sem líktust eldsprengjum þeim, er nú eru notaðar. Voru þal hol prik, eða pok- ar, fyltir með tjöru, brenni- steini, hampi og sagi úr grenitrjám. Var kveikt í þessu og varpað yfir óvin- inn með steinvörpu. ★ ARCHIMEDES, sem var um það bil sjötíu og fimm ára gamall, er setið var um Syracusu, var sonur stjörnu fræðings, Pheidiasar að nafni, og var skyldur Hiero, konungi í Syracusu. Kon- ungurinn hvatti Archimed- es til þess að halda áfram útreikningum sínum, og vísindamaðurinn bygði upp kerfi trissuhjóla, sem voru sett saman á svipaðan hátt og talíur nú á dögum, og var með hljáp þeirra hægt að dragp jmiklð hla’ss. Full- hlöðpu, þrímöstruðu versl- unarskipi var hleypt á land til þess að reyna þetta á- hald. Með trissuútbúnaðin- um gat konungur látið draga skip yfir þurrlendi án mikilla erfiðleika, og var hann svo hrifinn af þessu, að hann gaf Archimedesi skipun um að útbúa allar þær vígvjelar, sem honum gæti hugkvæmst. Thompson fjekk þann starfa að vera fremstur í flokki bifhjólareiðmanna, sem gættu bifreiðarinnar. * ★ Eitt sinn er þeir óku gegn um Hvde Park eftir Bays- water Road, tók lögreglu- foringinn eftir tveimur grunsamlegum náungum sem stóðu út við veginn. Annar þeirra virtist gefa fjelaga sínum, sem var dá- lítið framundan, merki, um leið og bifreiðin rann hægt að fjölförnum gatnamótum. En Mr. Churchill tók einnig eftir mönnunum. Mr. Chur- chill sneri sjer að Thomp- son, sem greip til skamm- byssunnar, reiðubúinn að hleypa af, ef nauðsyn krefði, og sagði eins og ekk- ert hefði í skorist: „Stöðvið bifreiðina. Ef þá langar í vandræði skulu þá fá þau“. ★ ÞAÐ var ekki í hans verkahring, að láta eftir dutlungum annara, jafnvel ekki sjálfs ráðherranns, sem af hefði getað leitt handa- lögmál eða bardaga í Hyde Park, og þess vegna kallaði Thompson til bifreiðarstjór- ans: „Setið á fulla ferð og akið eins og skrattinn sjálf- ur væri á hælum yðar!“ Bif- reiðarstjórinn ók út á miðj- an veginn, jók hraðann sem mest hann mátti og skaust með leiftur hraða framhjá hinum grunsamlega náunga. Það kom ekkert fyrir! ★ Árið 1931 fylgdi Thomp- son lögregluforingi Mr. Churchill á fyrirlestraferð hans um Bandaríkin. Um þetta leyti ógnuðu viss ind- versk leynifjelög Mr. Chur- chill. Það bar við í Chicago þegar hann var í einkavið- ræðum við hóp manna eft- ir fyrirlesturinn, að vel klæddur Indverji flýtti sjer inn í salinn og gekk beina leið í áttina til Mr. Chur- chills. Thompson greip til skammbyssunnar og gekk á móti Indverjanum, en hann hikaði andartak, sneri sjer alt í einu við og flýtti sjer til dyra, þar sem hann lenti beint í fangið á tveimur leynilögreglumönnum. Akureyringar kaupa gistihúsið á Þjórsártúni. 'ö-á fv.játjtititara vorum á: jÁkjireyri. ÞEIR Stefán Gunnhjörn Egilsson, ráðsmaður Menta- skólans á> Akureyi'i og Olver Karlsson/ b.ifreiðarstjóri hafa fest kauþ á yeitingahúsinu að Þjórsártúni í Rangárvalla- sýslu. Í;.,.-'/ Gera þeir ráð fyrir að flytja þangað austur og starfrækja gistihúsið fram- vegis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.