Morgunblaðið - 13.08.1943, Blaðsíða 5
5
Föstud&gur 13. ágúst 1943.
k obgúnbiIaðið
SSjálistæðismálið)
Á undanhaldi.
ÞEGAR því var hreyft í
fyrstu, að íslendingar ættu
að nota þann rjett, sem þeir
höfðu öðlast, til þess að
losna við sambandslaga-
samninginn og slíta kon-
ungssambandinu, risu und-
anhaldsmennirnir upp til
handa og fóta og lýstu yfir
því, að þeir efuðust um, að
sá rjettur væri fyrir hendi.
Þegar Bjarni Benedikts-
son, borgarstjóri, hafði sýnt
fram á, með tilvitnunum í
rit hinna frægustu þjóð-
rjettarfræðinga vorra tíma,
er um svipuð mál hafa fjall-
að, að rjettur vor til samn-
ings- og sambandsslita væri
tvímælalaus, hættu undan-
haldsmennirnir að klifa á
því, að þessi rjettur vor
væri vafasamur.
Þeir neyddust til þess að
hörfa úr fremstu varnar-
línunni.
Nú þykjast þeir hafa bú-
ið um sig á nýrri varnar-
línu. — Nú minnast þeir
ekki á það framar, að þeir
efist um hinn lagalega rjett
íslands til þess að rifta sam-
bandslagasamningnum. Og
nú þreytast þeir ekki á að
lýsa yfir því, að þeir vilji
— eins og allir aðrir — losna
við sambandslögin og kon-
ungssambandið — en aðeins
ekki strax, ekki fyr en eftir
stríðslok, ekki fyr en talað
hafi verið við Dani.
Frestun er fjarsíæða.
HAFA mennirnir á und-
anhaldinu gert sjer það
•ljóst, hvað af því mundi
leiða, ef samnings- og sam-
bandsslitum yrði frestað
fram yfir stríðslok?
Það er talið vafasamt, að
þessi rjettur vor til samn-
ingsslita — riftingarrjettur-
inn — sje lengur í gildi en
á meðan það ástand helst, er
skapaði hann: að hann falli
niður þegar Danir losna við
hernámið og geta endurnýj-
að diplomatiskt samband
sitt við aðrar þjóðir, sjerstak
lega Bretland og Bandarík-
in, ef hann er eigi notaður
fyrir þann tíma. Hitt er þó
talið ennþá-vafasamara, að
vjer höfum nokkur lögleg
ráð til þess að slíta konungs
sambandinu, ef vjer frest-
um'því þar til samgöngur
við D^mpiöi’ku eru komnar
í það horf, að kpnungur- geti
farið með könungsvald á ís-
landi.
Svo getur farið, að þer-
náminu ljetti af Danmörku
fyrir stríðslok, ef til vill
löngu áður en stríðinu lýk-
ur. Og sama er að segja um
samgöngur milli íslands og
Danmerkup.
En ef það er rjett, að rjett
ur vor til riftingar á samn-
Eftir Guðmund Benedikts
nsrmm fnlli niðnr nm c\;in- 1 nm tii •rrill lnncrn f\rrir I com Kprct f\rrir
að
ingnum falli niður um svip-
að leyti og hernámi Dan-
merkur líkur, hlýtur af því
að leiða,
1. Að sambandslögin
kæmu aftur í gildi. Vjer
yrðum að breyta stjórnar-
skránni, t. d. því ákvæði
hennar, að atkvæði meiri
hluta kjósenda nægi til þess
að fella sambandslögin úr
gildi. Eftirleiðis yrðum vjer
þá að búa við það ákvæði
j sambandslaganna, að vjer
I gætum eigi losnað við þau
' eða hið danska ok, ef fullur
fjórðungur kjósenda í land-
inu sýndi af sjer það tóm-
læti að taka ekki þátt í at-
kvæðagreiðslunni um afnám
laganna, eða ef fullur fjórð-
ungur atkvæða væri greidd
ur á móti afnámi þeirra.
Allir hljóta að sjá, að það
er margfalt auðveldara að
I losna við okið, ef ákvæði
' stjornarskrarinnar eiga að
' gilda um atkvæðagreiðsl-
una, heldur en ef fara verð-
ur þar eftir ákvæðum sam-
bandslaganna.
2. Að vjer yrðum að
setja ríkisstjói’ann af og fá
Danakonungi aftur kon-
ungsvald yfir íslandi.
3. Að vjer yrðum að til-
kvnna sendiherrum og öðr-
um diplomatiskum sendi-
mönnum erlendra ríkja, sem
hjer ei’u, að þeir verði að
fara hjeðan og til Danmerk-
ur, til konungsins, af því að
vjer hefðum engan rjett til
þess að tala við þá framar
um stjórnmál eða viðskifta-
mál.
4. Að vjer yrðum að til-
kynna stjórn Breta, Banda-
i’íkjamanna, Norðmanna og
Svía, að vjer afsöluðum oss
viðui’kenningu þeirra á
sjálfstæði voru, er m. a. felst
í því, að þeir hafa sent hing-
að sendiherra og aðra diplo-
matiska sendimenn.
5. Að vjer yrðum að
kalla heim sendiherra vora
og konsúla frá öðrum lönd-
um (Bretlandi og Banda-
ríkjunum) og fá Danmörku
í hendur meðferð mála vorra
í þessum löndum.
6. Að vjer hefðum fyr-
ii’gert rjetti vorum til þess
áð rnega niæta á.væntan-
'legri friáarráðstefnu og
gæta þar hagsmuna vorra.
Danski utanríkismálaráð-
herrann (eða umboðsmenn
hans) hefði einn rjett til
þess að mæta þar fyrir ís-
lands hönd.
Allar þessar ráð-
stafaniryrðum vjer að
gera jafnskjótt og Danir
losnuðu úr hernámsfjötr-
um, ef til vill, löngu fyrir
stríðslok.
En jafn vel þó að rjettur
vor til riftingar kynni að
haldast lengur en á meðan
Danmörk er hernumin, þá
kemur alt í sama stað niður
að því er undanhaldsmenn-
ina snertir, að minsta kosti.
Það er harla ólíklegt, að
þeir menn, sem ekki vilja
nota hinn skýlausa lagalega
i’jett, sem jafnvel þeir verða
að viðurkenna að sje fyrir
hendi, til þess að rifta sam-
bandslagasamningnum og
slíta konungssambandinu,
verði fáanlegir til þess að
rifta samningnum eftir
stríðslok, á forsendum, sem
þá verða ekki lengur til, eða
að gera stjórnarbyltingu til
þess að losna við konung-
dóminn. Það tiltæki þeirra
væri vai’la samrýmanlegt
norrænum sambúðarvenj-
um, eins og þeir lýsa þeim
nú.
ÞJÓÐIR þær, er barist
hafa til sjálfstæðis, hafa
gripið tækifærin, þegar þau
hafa borist þeim í hendur,
ef þær hafa þá ekki bein-
línis skapað þau. Þær hafa
ekki haldið að sjer hönd-
um, þó að kúgarar þeirra
hafi átt við einhverja erf-
iðleika að stríða. Og þær
hafa ekki slept góðum tæki-
færum úr greipum sjer af
einhverskonar kurteisis-
ástæðum.
Þessar þjóðir hafa orðið
frægar í sögunni. Kjarkur
þeirra og viljafesta hefir
aflað þeim virðingar annara
þjóða.
Vjer íslendingar höfum
, búið við erlenda áþján í
‘ nærri 7 aldir og háð lengri
sjálfstæðisbaráttu en flestar
aðrar þjóðir. Ef vjer erum
nú með misskildar kurteis-
isvangaveltur, sem eru öllu
fremur ókurteisi en kurteisi,
og sleppum góðu og lög-
legu tækifæri úr greipum
vorum af þeim ástæðum,
hygg jeg að íslensku þjóð-
inni verði ekki virt það til
manndóms, heldur vesal-
dóms.
Á engu ríður oss meira
nú, æn að njój:a yirðipgar
annafa þjó^a., P,g henpar
getum vjer ekki aflað oss
með öðru móti en því, að
sýna öðrum þjóðum — ekki
hvað síst vinum vorum —
að sjálfstæðismálið sje alr
vörumál og að vjer munum
aldrei sætta oss við annað
en að vjer ráðum einir mál-
um vorum og landi voru.
Það er auðvelt að sýna
með dæmum, að lítil þjóð,
sem berst fyrir sjálfstæði
sínu, verður að taka upp
þessa háttu, ef hún á að geta
gert sjer von um sigur.
Eitt dæmi skal nefnt því
til sönnunar.
Mazaryk, hin fræga þjóð-
hetja Tjekka og fyrsti for-
seti þeirra, dvaldi í löndum
bandamanna á styi’jaldarár
um 1914—1918. — Ættjörð
hans hafði lotið Austurríki
um margar aldir. Stjórn-
málahæfileikar Mazaryks
greiddu honum götuna til
mestu valdamanna banda-
manna. Hann — og læri-
sveinn hans og eftirmaður,
dr. Benes, notuðu tækifær-
in, sem þannig buðust, til
þess að fá vilyrði banda-
manna fyrir því, að Tjekkar
yrðu sjálfstæð þjóð. En þrátt
fvrir það þorðu þeir ekki að
bíða eftir friðarsámningun-
um. Þeir vildu ekki að land
þeirra væri eins og óráðstaf-
að ,,góss“ eða stjórnlaust
rekald, þegar til friðarsamn
inga kæmi, jafnvel þó
son þeir hefðu fengið loforð
urvegaranna fyrir sjálfstæði
bess. Þeir vissu að aðsfaða
þess. Þeir vissu að aðstaða
þeirra var sterkari, ef þeir
voru orðnir sjálfstæð þjóð
áður en gengið var að
samningaborðinu.' Þess
vegna gerðu Tjekkar byli-
ingu, þegar Austurríki var
sigrað.
Mazarvk var vitur mað-
ur: Hann var mikill stjórn-
málamaður. Hann var ná-
kunnugur æðstu mönnum
bandamanna, og eitthvað
svipað má segja um Benes.
Undanhaldsmennirnir ís-
lensku virðast hafa aðra
skóðun á málunum. Þeir
vilja láta ísland vera eins og
stjórnlaust rekald þegar til
friðarsamninga kemur.
★
EF undanhaldsmennirnir
hafa íhugað þær afleiðing-
ar, sem fjjestun málsins fram
yfir styrjaldarlok getur haft
í för með sjer, er erfitt að
verjast þeirri hugsun, að
þeir vilji alls ekki skilja við
Dani, hvorki nú nje síðar.
Guðm. Benediktsson.
Þegar Rómverjar
sátu um Syracusu
Eftir John O’Neill
Fyrir tvö þúsund árum]
síðan var Sikiley stríðs-
vettvangur eins og hún
er nú. í grein þessari
segir frá því, hvernig
hugvitsmaðurinn Archi
medes varði þá borgina
Syracusu með hug-
kvæmni sinni.
MARGAR þær hernaðar-
vjelar, sem beitt er í þessari
styrjöld, virðast vera nú-
tíma uppfinningar, en sann-
leikurinn er sá, að fvrir-
myndir þeirra oru fundnar
upp fyrir rúmlega tvöþús-
und árum, er Syracusa var
varin með vjelum, sem út-
búnar höflðu verið af Archi-
medes. Með hjálp þessara
frumstæðu vjela tókst að
verja borgina í alllangan
tíma árið 212 f. Kr. gegn
ái’ásuin rómyprska (hersins,
íbæði af ájó og la,ndi.
Sagnaritarinn Pluthark
segir, að Archimedes hafi
verið faðir frumstæðrar sam
setningar ,,dauðageisla“ og
,,eldvarpna“. Áhaldi þessu
var lýst sem ramma, er í
væru settir margir speglar,
sem þannig væri komið fyr-
ir, að endurvarp geislanna
frá þeim lenti alt í sama
depli. Allir sem reynt hafa,
munu hafa oi’ðið varir við,
hversu mikinn hita jafnvel
lítið brennigler getur fram-
leitt, og því er auðvelt að
ímynda sjer undrun Róm-
verjanna, þegar reiðar skipa
þeirra fuðruðu alt í.einu upp
á lejmdardómsfullan hátt.
Ef til vill hafa líka sumir
ræðararnir á skipunum ver-
ið bi’endir með þessu risa-
áhaldi.
★
STÓRSKOTALIÐ, sem
hafði að vopni brynbrjóta
og steinvörpur, var tíðum
notað í hernaði á þessum
tíma. Brynbrjóturinn var
venjulegast þungur ti’já-
drumbur, sem boi’inn var af
eins mörgum mönnum og
gátu komist að honum, og
var hann notaður til þess að
sprengja upp borgai’hlið eða
fjúfa skörð! í Vifkisveggi.
Steinvörpurhar1 vorxi lítil
trje, sem voru. sveigð eins
mikið og hægt var, steinar
lagðir á þau og þeim síðan
skyndilega slept, svo að
steinarnir þeyttust langar
leiðir.
Rómverski hershöfðing-
inn Mai’cellus hafði útbúið
vígvjel mikla, sem koma
skyldi Syracusubúum á ó-
Framh. á 8. síðu.