Morgunblaðið - 13.08.1943, Side 6

Morgunblaðið - 13.08.1943, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 13. ágúst 1943. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj Sigfús Jónsson Ritstjórcr: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Auglýsingar: Ámi Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrœti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Frelsis-h ugsjónin ÍSLENSKIR HAGFRÆÐINGAR eru um of hljedrægir. Þeir gera of lítið af því, að rita alþýðlegar fræðigreinar um þjóðfjelagsleg vandamál. Sennilega stafar þessi hlje drægni mest af því, að það vrll oft reynast erfitt að rök- ræða þessi mál hjer á landi, vegna ásóknar af hálfu póli- tískra skriffinna, sem eru jafnan tilbúnir að ráðast á hvern þann, sem leyfir sjer að hagga einhverju í þeirra pólitísku trúarjátningu. Ungur hagfræðingur, Ólafur Björnsson dósent, hefir nokkrum sinnum ritað hjer í blaðið ágætar alþýðlegar fræðigreinar um þjóðfjelagsmál. Hafa greinar hans jafn- an verið lesnar með óskiftri athygli, enda eru þær rök- fastar og skilmerkilegar, og. lausar við alla áreitni. ★ í tveim síðustu blöðum hefir birst grein eftir Ólaf, er hann nefnir: „Þjóðnýting og þegnlegt jafnrjetti“, og birtist niðurlag þeirrar greinar hjer í blaðinu í dag. — Hjer tekur ÓlafUr til athugunar það brennandi spurs- mál, hvort frelsis- og jafnrjettishugsjóninni verði betur fullnægt í ríki sósíalismans, eða í þjóðskipulagi því, sem við búum nú við. Niðurstaða hagfræðingsins verður sú, að okkar þjóðskipulag hafi öll skilyrði til þess, að full- nægja betur frelsis- og jafnrjettishugsjóninni, heldur en ríki sósíalismans, þar sem þjóðnýtingin er æðsta boð- orðið. Bendir og hagfræðingurinn rjettilega á, að í því landi, Rússlandi, þar sem sósíalisminn er kominn á, hafi þegnarnir miklu minna frelsi, heldur en þegnar lýðræðisríkjanna hafa. Sama hafi orðið uppi á teningn- um í Þýskalandi og Ítalíu, eftir valdatöku nasismans og íasismans' í þessum löndum. * Auðvitað dettur Ólafi Björnssyni hagfræðingi ekki í hug að halda því fram, að frelsis- og jafnrjettishugsjón- inni sje fullnægt út í æsar, í því þjóðskipulagi, sem við búum við. Hann bendir einmitt á hið gagnstæða. En þar fyrir sje staðreyndin sú, að auðveldara sje að ná því tak- marki, sem allir frjálsbornir menn keppi að, undir okk- ar þjóðskipulagi, heldur en ríki sósíalismans. ★ Hjá kommúnistum er sósíalisminn trúaratriði. Rök- færsla kemst þar ekki að. En æskilegt væri, að komm- únistar vildu upplýsa, hvort það er í anda frelsis- og jafn- rjettishugsjónanna, að ríki sósíalismans leyfir ekki starf- semi stjórnmálaflokka, sem eru andstæðir valdhöfunum og að prentfrelsi er þar ekki til? Þessum spurningum þýðir ekki að svara með útúrdúr, eins og þeim, að í Rúss- landi sje ekki til nema einn flokkur og að öll stjetta- skifting sje þar afmáð. Þetta er bull, enda vitað, að þess- ar frelsisskerðingar eru komnar á með valdboði og að það er valdið eitt, sem heldur þeim við. Tíminn tapar minni TÍMINN minnist á skæruhernað kyndaranna í rík- isverksmiðjunum á Siglufirði. Segir blaðið, að Morgun- blaðið hafi brugðist öðruvísi við aðförum kyndaranna nú, en skæruhernaðinum í fyrra, enda hafi Ólafur Thors þá farið með völdin í landinu. Hjer er Tímatetur harla minnissljór, sem oft endra- nær. Morgunblaðið fordæmdi skæruhernaðinn í fyrra, á sama hátt og nú. En hver var það, sem beinlínis hvatti menn út í skæru- hernaðinn í fyrra? Er Tíminn búinn að gleyma því? — Hver var það, sem kom fram í útvarpinu í júlímánuði 1942 og eggjaði menn að gera kaupkröfur, því að nú væri tækifærið? Er ritstjóri Tímans búinn að gleyma þeirri eftirminnilegu ræðu Hermanns Jónassonar? Hún er þó prentuð í Tímanum. Nei. Tími sæll. Skæruhernaðurinn er verk Hermanns Jónassonar og kommúnista. Hermann lagði á ráðin, en kommúnistar sáu um framkvæmdirnar. I IVIorgunblaðinu fyrir 25 árum MIKIL kolaekla var hjer í lok síðasta stríðs og kol mjög dýr. Var það til þess, að ríkið ljet vinna að kola- vinslu á Tjörnesi og víðar. Áhugi var og mikill fyrir því, að fá rannsakað sem víðast, hvort kol væru hjer í jörðu. Um það segir m. a. í fregn frá ísafirði: 29. ágúst. „Olsson, verkfræðingur sá, sem unnið hefir við kolanámu landssjóðs á Tjörnesi, er nú kom inn hingað á Vestfirði, og karin- ar hjer fjöll og hæðir fyrir kol- um. Ennfremur hefir hann rann sakað surtarbrandsnámurnar á Ströndum, í Bolungavík og í Súgandafirði". Áhugi var að vakna fyrir því, að koma upp heilsuhæli á Norðurlandi. Segir svo: 29. ágúst. „Svo virðist, sem töluverð al- vara sje vöknuð nyrðra um að koma á fót berklahæli norðan- lands, undir eins og því verður við komið. — Á fjölmennum, sameiginlegum fundi, er ung- mennafjelögin í Eyjafirði, fram- an Akureyrar, hjeldu að Grund 23. júní síðastliðinn, til þess að ræða saman ýms áhugamál sín, var samþykt í einu hljóði eftir- farandi tillaga: „Fundurinn lítur svo á, að berklaveikin sje einhver skæð- asti óvinur þjóðarinnar, og þó sjerstaklega okkar Eyfirðinga. — Þar sem reynslan hefir sýnt, að eitt berklaveikrahæli nægir ekki öllu landinu, þá sje brýn þörf og sanngirni, að reisa annað hæli á Norðurlandi, hið allra fyrsta. Skorar fundurinn því á öll U. M.*F. í Eyjafirði, að beita sjer fyrir málinu með fjársöfnun og fleiru. Málinu til undirbúnings kýs fundurinn fimm manna nefnd“. Tillögu í sömu átt samþykti sambandsfundur norðlenskra kvenna tveimur dögum síðar“. Inflúensa virðist hafa ver ið farin að gera vart við sig. 30. ágúst. „Inflúensan er töluvert að magnast þessa síðustu daga. Að minsta kosti heyrist að margir liggi veikir“. ERLENDAR FREGNIR. 30. ágúst. „Sú fregn barst til Khafnar síðast í júlímánuði, að Ilja Re- pin, hinn heimsfrægi, rússneski listamálari, hefði látist þá nokkr um dögum áður úr hungri í bæn- um Kuokhana, á landamærum Finnlands. — Nokkru áður hafði það frjest til Khafnar, að hinn frægi málari sylti í Finnlandi. Gerðu nokkrir listelskir menn í Danmörku þegar ráðstafanir til þess, að koma matvælum og pen ingum til hans, og var ráðgert að flytja hann til Danmerkur, ef þess væri nokkur kostur. — En hjálpin kom og seint. Hinn heims frægi Repin var látinn af hungri. Repin var fæddur árið 1844 í Charkov, og var kósakkasonur, og var þanníg 74 ára gamall“. Á Laugaveginum í gær mætti jeg Gunnari frá Selalæk í sólskinsskapi á Lauga veginum. — Gengur vel búskapurinn?, segi jeg við Gunnar. Hann er farinn að búa á fornum slóðum austur í Bjólu, eins og menn vita — Ágætlega, segir Gunnar. — Tolli hvergi annarstaðar en þar eystra. Vanræki skyldustörf í bænum af brennandi áhuga fyr ir búskapnum. Tuttugu kýr og tvær ráðskonur. — Þú værir nú til í að snúa því við, ef jeg þekki þig rjett, þegar tímarnir breytast. — Og? — Hafa tvær kýr og tuttugu ráðskonur. — Og veistu hvað, segir Gunn ar, svo var jeg svo heppinn, að eiga þrenn vaðstigvjel í stígvjela leysinu, en ein voru heldur stór á mig. Svo jeg ljet aðra ráðs- konuna fá þau. En þau voru held ur lítil á hana. Mjer varð litið ofan á fæt- urna á Gunnari, og giskaði á að hann brúki númer 46. Til þess að láta ekki samtalið falla niður, spyr jeg hann. — En hversvegna hefir þú 2 ráðskonur þarna eystra? — Önnur þeirra, skal jeg segja þjer vildi nefnilega ganga út. — Ganga út? — Já, skilurðu það ekki, hún vildi heldur ganga að slættinum, svo hin er inni við. — Hún er líkast til nokkuð útgengileg,. til heyvinnu, ef það er sú, sem fekk hjá þjer stíg- vjelin. Mynd til sönn- unar. SVO mætti jeg Gísla Jónas- syni kennara. Hann var að sýna kunningja sínum merkilega Ijós- mynd. — Það er gott að þú komst, segir Gísli. — Hjerna hefi jeg mynd af því, sem Morgunblaðið segir að sje ekki til. — Hvað hefi'r blaðið sagt um það, segi jeg. — Að ekki hafi fæðst þríbur- ar hjer á landi síðan á Hellis- sandi um árið. En þarna eru þrí- burar, sem systir mín eignaðist fyrir rúmlega tveim árum í júní 1941. — Þú tekur of djúpt í árinni Gísli minn. Þó Morgunblaðið minnist ekki á einhvern atburð eða merkisfólk, þá er það ekki sama sem að viðkomandi sje þurkaður út úr tilverunni. En hitt er það, að viðkunnanlegra væri, að þú hefðir sagt mjer þetta fyrir tveim árum. En betra seint en aldrei. Gísli ljet mig fá myndina, er birtist á öðrum stað hjer í blað- inu. Myndin er tekin af systr- unum þrem á afmælinu þeirra, er þær voru tveggja ára. Þær hafa verið frískar og fjör ugar alla sína æfi, sagði móður- bróðir þeirra, og eru hinar efni- legustu eftir aldri, þó þeirra hafi ekki verið getið hjer í blaðinu fyrri en nú. © Tækni kvik- myndamia. FLESTIR kvikmyndahúsgest- ir undrast oft hina fullkomnu tækni, sem snjöllustu leikstjór- ar bestu kvikmyndafjelaganna beita í sumum myndum. — Þó kemur það ekki oft fyrir, að venjulegir leikhúsgestir geti ráð ið í, hverjum brögðum er beitt til þess að sýna á eðlilegan hátt sum áhrifamestu atriðin í mynd- unum. Mætti skrifa langt mál um sumar myndir, sem eru sann kölluð meistaraverk tækninnar af hendi leikstjóranna, og hafa margar slíkar myndir verið sýndar hjer í bæ. Sæ-haukurinn. TJARNARBÍÓ sýnir þessa dagana eina af þessum stórfeng- legu myndum, Sæ-haukinn, þar sem Errol Flynn og Brenda Marshall leika aðalhlutverkin. Myndin er gerð af Warner Brothers-fjelaginu og hefir slyngasti leikstjóri þess fjelags, Michael Curtis, stjórnað mynda- tökunni. T’il myndarinnar var varið 2 miljónum dollara. Myndin gerist á dögum Elísa- betar Englandsdrotningar og lýs ir viðureign enskra víkinga við Spánverja. — Einn áhrifamesti þáttur í myndmni er bardagi milli spænskrar galeiðu og ensks víkingaskips. Oftast eru sjóor- ustur sýndar þannig, að smálík- ön eru gerð af skipunum og myndirnar stækkaðar svo skipin virðast í eðlilegri stærð. í þess- ari mynd er sýnd orusta á þil- fari galeiðunnar, og varð þessu gamla bragði því ekki komið við. Leikstjórinn ljet því srníða tvö skip í fullri stærð, 13.6 feta langa galeiðu og víkingaskip 135 fet á lengd. Viðureign skipanna fór fram innanhúss. © Rúmsjór innan- húss. GERT var leiksvið, jafnhátt 6 hæða háu húsi, og þar komið fyr ir einskonar stöðuvatni. Á þessu sviði er hægt að sýna ferlegar úthafsöldur jafnt sem lygnan sjó. Ekki er þó djúpt á sviðinu, því að skipin hvíla á sleðum úr járnbentri steinsteypu rjett und- ir vatnsborði, og eru sleðarnir hreyfðir með vjelum, en engan skyldi gruna, að skipin hreyfð- ust ekki fyrir seglum og árum. Sjóndeildarhringurinn virðist í órafjarlægð, en í raun rjettri er hann hringtjald í 20 feta fjar- lægð frá skipunum. Er svo sagt, að þetta sje í fyrsta skifti, sem kvikmynd af skipum í rúmsjó sje tekin innanhúss. Þrátt fyrir það mundi engan gruna, sem á myndina horfir, að skipin væru ekki úti á reginhafi. ÞJÓÐVERJAR í NISSA. London í gærkveldi. BLÖÐ í Zuricli skýra frá því í dag, að þýskar hersveit- ir sjeu nú koirmar tiþ borg- anna Nissa og Cannes á Mið- jarðarhafsströnd Frakklands, og taki við þeim borgum úr höndum ítalska setuliðsins, sem þar hefir ve^-ið síðan suð- urhluti Fraltklands var her- numinn. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.