Morgunblaðið - 22.08.1943, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.08.1943, Blaðsíða 4
4 MORGUNBI.ÁÐIÐ Sunnudagur 22. ágúst 1943. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Auglýsingar: Ámi Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrœti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Jón og Hambro EINN AF MINNI SPÁMÖNNUM Alþýðublaðsins, Jón Blöndal, var svo óheppinn að skrifa eina skítlegustu und- anhaldsgrein sína í sjálfstæðismálinu einmitt á afmælis- degi Jóns Sigurðssonar, 17. júní s. 1. Þetta varð að vonum til þess að mönnum varð á að bera saman þessa tvo Jóna. Sást þá, að þeir áttu aðeins eitt sameiginlegt, — sem var nafnið, — en regindjúp var staðfest milli málefnaafstöðu þeirra í sjálfstæðis- málinu. Jón forseti stóð altaf eins og bjarg á rjetti þjóð- arinnar gegn konungsvaldinu, en Jón Blöndal reynir að fikra sig áfram með því að gera lítið úr rjetti þjóðarinnar þegar annars vegar eru ,,hagsmunir“ stórveldanna. Jafnvel Jóni Blöndal sjálfum hefir vafalaust ekki dul- ist ólánið, sem henti hann, að álpast fram á ritvöllinn, einmitt þegar minningin um Jón forseta var efst í huga þjóðarinnar. Þess vegna hygst hann nú, í Alþýðublað- inu í gær, að skipa sjálfum sjer Ábekk með öðru stór- menni, ef það mætti betur lánast. Nú er það forseti norska stórþingsins, Hambro, sem orðið hefir fyrir valinu. Segir Jón, að „rúmum mánuði eftir að hann hafi skrifað greinar sínar“ um sjálfstæðismálið, hafi birst í Vísi grein eftir Hambro. Og „þessi norski íhaldsmaður hjelt fram nákvæmlega sömu skoðun og jeg“, segir Blön- dal. Það, sem Jón Blöndal vitnar í eftir Hambro, er, að „enginn geti ábyrgst“ hve lengi viska formælanda sjálfs- ákvörðunarrjettar smáþjóðanna fái að ráða. Sjá væntan- lega allir, að sitthvað er þetta eða hitt, sem Jón Biöndal gerir sig sekan um, að telja „rjett 120 þúsund manna ljettvægan, — þegar hann er borinn saman við raunveru- lega hagsmuni jafn margra miljóna11. Þetta innlegg Jóns Blöndal í sjálfstæðismálinu verður til þess að skipa hon- um varanlega á hinn óæðri sess, svo að óþaft er honum að reyna að tilla sjer á skör með stórum mönnum. Fleiri spurningar ÞESS VAR GETIÐ hjer í gær, að með öðru brjefi for- manns Sjálfstæðisflokksins til formanns Alþýðuflokks- ins, varðandi sjálfstæðismálið, væri deilunum um þetta mál markaður bás, þar sem formaður Alþýðuflokksins væri spurður slíkra beinna spurninga, að ekki yrði farið í kringum þær, en spurningarnar vörðuðu einungis kjarna málsins. í gær var vakin athygli á því, að fyrir formanni Alþýðu- flokksins lægi m. a. að leysa úr þeim spurningum, hverju það sætti, að Alþýðublaðið og vissir ráðamenn Alþýðu- flokksins vildu nú um fram alt skjóta á frest og út í óvissuna sambandsslitum og lýðveldisstofnun, gagnstætt fyrri stefnu Alþýðuflokksins. En í öðru lagi spyr formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors, formann Alþýðuflokksins, Stefán Jóhann, um afstöðu hans alment og óháð því, sem á undan er gengið, til þess hvort hann telji sambandsslit fyr eða síðar líklegri til öryggis. Sú hlið málsins er einnig athygl- isverð. Ólafur biður Stefán að svara sjer þessu: „Hvort telur þú öruggara, þegar að friðarborðinu kem- ur, að búið sje að stofnsetja lýðveldi á íslandi og kjósa forsetann, með fullkomu samþykki Bandaríkjanna, eða að ísland verði þá enn í þessu millibilsástandi og lúti samkvæmt bókstaf stjórnarskrárinnar sama konungi og Danir, vegna þess að íslendingar töldu sjer ekki sæm- andi að ljúka þeim málum nema að undangengnum samn- ingum við Dani?“-----„Mjer skilst“, segir Ólafur, „að vilji einhver bregða fæti fyrir okkur, sje hægara að segja við hikandi þjóð, sem ekki enn hefir hagnýtt samnings- bundinn rjett sinn: haldið þið konunginum, — heldur en að skipa einbeittri þjóð, sem þekti sinn vitjunartíma, að reka forsetann og taka upp konungssambandið að nýju“. Nú er eftir því beðið, að formaður Alþýðuflokksins upp- lýsi einnig viðhorf sitt til þessa atriðis. ÞingvallaferH- irnar og stjórn- arvöldin iteveril ilripar: duafe i i v V cicjstecjsCi Ííj'inu ÞAU ERU EKKI mikið að hirða um það, blessuð stjórn m' Þvi arvöldin okkar, þótt almenn ingur verði fyrir óþægind- um og á honum sje traðk- að, þegar einhverjum, sem meiri máttar er, þóknast að hafa það svo. Þetta sanna best aðgerðir — eða öllu heldur aðgerðaleysi — stjórnarvaldanna gagnvart því tiltæki sjerleyfishafa á Þingvallaleiðinni, að stöðva allar ferðir fyrir almenning um helgar, fyrir það eitt, að að því var fundið rjettilega, að skipulagið á þessum ferð um væri óhafandi og því vrði að breyta. Það er nú liðinn meira en hálfur mánuður síðan sjer- leyfishafinn tilkynti opin- berlega, að þessar sunnu- dagaferðir yrðu lagðar nið- ur. Hið eina, sem heyrst hef ir frá handhafa sjerleyf- Stríðshjónabönd. EITT af vandamálum styrj- aldarinnar er stríðshjónabönd- anna (póst- og símamála- ar hefir hermálaráðuneytið 1 breska ekki fengist til að gefa stjóra) í sambandi við til- kynningu sjerleyfishafa var það, að honum væri ekki skylt að fara þessar ferðir; hann væri því í sínum fulla rjetti, að leggja sunnudaga ferðirnar niður. Reyndar þurfti ekki póst- og símamálastjóra til að upplýsa það, að engin laga- leg skylda hvíldi hjer á sjer leyfishafa, þar sem sunnu- dagaferðirnar voru undan- skildar sjerleyfunum. En almenningi fanst nú samt, að sjerleyfishafi hefði ( sið- ferðislega skyldu til þess, að halda þessum ferðum tíð gert, og notið fríðinda á móti (í hækkuðum far- gjöldum). Og almenningi fanst satt að segja, að hand hafi sjerleyfanna (póst- og símamálastjóri) hefði þá aðstöðu gagnvart sjerleyf- ishöfum yfirleitt, að hann þyrfti ekki að þola það, að farið væri með fólkið eins og hjer var gert og er enn. Póst- og símamálastjóri virðist og hafa það á til finningunni, að ekki muni hjer alt vera í stakasta lagi, því að hann ljet eitt blað hafa það eftir sjer á dög- unum, að hann myndi fara fram á það við ríkisstjórn- ina, að sjerleyfislögunum yrði breytt „á næstunni“, til þess að tryggja það, að almenningsferðir til Þing valla fjellu ekki niður í sunnudögum. En hvað tefur framkvæmd ir í þessu efni? Hví ekki að fá þessar nauðsynlegu breytingar strax, með bráða birgðalögum? Sjerleyfishafi virðist ekki hafa mikla trú á röggsemi valdhafanna í þessu efni, Framhald á bls. 6. miður munum við ís- lendingar ekki sleppa alveg við petta vandamál, sem ekki er heldur við að búast, þar sem fjölment setulið hefir tekið sjer bólfestu í landinu. Ensk og am- erísk blöð hafa skrifað mikið um stríðshjónaböndin. Einkum vara þau við hættunni á fjolkvæni. Hermenn, sem dvelja erlendis og kynnast þar stúlkum láta oft svo, sem þeir sjeu ógiftir og kvænast á ný á dvalarstaðnum. Vitanlega eru slík hjónabönd ólögleg og það er hinni ógæfu- ,sömu stúlku lítil huggun nje stoð þó fjölkvænismaðurinn fái hegningu að lögum, því sjáif or hún rjettlaus. Nýlega las jeg í ensku blaöi grein ' um stríðshjónabönd. Þar segir, að amerísk og kánadisk yfirvöld hafi varað breskar stú1 k. ur við að giftast hermönnum fyr en þær hafi fullvissað sig um að hermennirnir sjeu ekki giftir í heimalandi sínu. Hinsvtg út opinberlega síka aðvörun. Hjer á íslandi hefir ekki verið rætt neitt að ráði um þetta vanda mál opinberlega og hvergi hefi jeg rekist á opinberar skýrslur um, hvort mikil brögð eru að stríðshjónaböndum. En það ligg ur í augum uppi að þetta er mál, sem þarf að rannsaka. • Barnsmæður er- lendra her- manna. ANNAÐ vandamál, sem hjer skapaðist .við hernámið og, sem er ennþá erfiðara heldur en sjálf hjónaböndin eru óskilgetnu börn uppi, eins og hann hafði alla in’ sem hermenn eiSn með ís- lenskum stúlkum, en að því *»M«*4«*****«H«**«**»****>»**í*****»4****W* getin börn hermanna, sem fæðast á íslandi njóti sama rjettar og önnur óskilgetin börn. • Myrkvaður bær. FYRIR nokkru mátti lesa í dagblöðum bæjarins að nú væri farið að kveikja á götuljósker- um á götunum í Reykjavík. En það hlýtur eitthvað að hafa skol- ast hjá fregnriturunum um þessa ljósadýrð. Að minsta kosti er hún ekki sjáanleg vegfarendum, sem um göturnar fara, eftir að farið er að skyggja. Það mun hinsvegar rjett, að fyrir nokkru er sá tími kominn, að kveikja skuli á götuljósker- um, en ennþá eru heil bæjar- hverfi Ijóslaus. Ekki er gott að segjá hverju verður um kennt. Kannske það sje hægt að skrifa þessa myrkv- un sumra bæjarhverfa á reikn- ing Hitaveitunnar? En að öllu gamni slepptu, þá mætti halda, að auðvelt væri að hafa götu- lósin í bænum í lagi. Einkum fyrst á haustin. Frá því í maí- mánuði og þar til í ágúst er ekki kveikt á götuljósunum og mætti því nota þann tíma til að lag- færa þau og sjá um að þau sjeu í standi að haustinu, þegar ljósa- tími er kominn. En einmitt nú er þörfin fyrir góða götulýsingu meiri en nokkru sinni fyrr, vegna þess ástands, sem margar götur eru í » Góð regla. BÆJARBLÖÐIN birtu í gær dóma þá, sem herrjettur hafði dæmt í máli tvegja setuliðs- manna, sem rjeðust á konur hjer í bænum um síðustu mánaða- mót. Setuliðsstjórnin og sendi- sveit Bandaríkjanna hefir tekið hjer upp nýja stefnu, sem von- andi verður að fastri reglu, en það er að draga ekki á langinn, að birta dóma yfir þeim setuliðs- mönnum, sem brjóta af sjer gagn vart íslendingum. íslendingar hafa verið óánægð ir með það, að fá ekki að vita fyrr en eftir dúk og disk hvaða hegningu þeir hermenn fá, sem brjóta hjer lög og velsæmi á munu meiri brögð, en menn al- mennt gera sjer ljóst. Venjulega standa þær óláns- stúlkur, sem verða fyrir því, að eignast barn með erlendum her- manni, algjörega einar uppi með barnið. Sumar hafa ef til vill ekki hugmynd um hvað faðir- inn heitir. Hann hefir kallað sig ' íslenskum borgurum. Stundum Bill, eða Jim og er farinn út í veður og vind löngu áður en barnið fæðist. Jeg leitaði mjer einu sinni upp lýsinga um þessi mál hjá Mæðra styrksnefnd. Fjekk jeg þar það svar, að það væri sáralítið hægt að gera. Að vísu hefði fulltrúi einn í stjórnarráðinu eitthvað hefir liðið ár eða meira frá því, að hermenn hafa framið ódæði og þar til dómar yfir þeim hafa verið birtir. „Sá, sem valdið hefir .. “. MARGIR menn hringdu til með slík barnsfaðernismál að , Morgunblaðsins í gærmorgun og gera, eða rjettara sagt tæki á ^ spurðu hvort það gæti verið, móti kvörtunum og beiðni um að Steindór Einarsson hefði sjálf aðstoð, en sjaldan eða aldrei ur beðið um auglýsingu, sem hafði hafst neitt upp úr slíkum kvörtunum. Islenskar stúlkur og óskilgetin börn Islendinga njóta verndar íslenskra laga, eins og vera ber. Faðirinn verður að sjá um upp- eldi barns síns, þó það sje ó- skilgetið eða hreppur mannsins, ef maðurinn er ekki fær um það sjálfur. Það ætti að krefjast þess, að erlend stjórnarvöld, sem hjer hafa her manns, settu einhverja trygghigu fyrir því, að óskil- birtist hjer í blaðinu í gær frá honum. Já, handritið var stimpl- að með stimpli Bifreiðastöðvar Steindórs og fangamark hans undir til frekari staðfestingar. Auglýsingin var svona: „Engar Þingvallaferðir á sunnudögum. Hjer talar sá, sem valdið hefir og bílana, Steindór". Fimmtug er í dag frú Guð- jónsína Andrjesdóttir, Vestur- braut, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.