Morgunblaðið - 07.12.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.12.1943, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐie >riðjudagur 7. des. 1943. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar GuðmUndsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eihtakið, 50 aura með Lesbók. Matarást og sjálfstæði í HINNI FRÓÐLEGU og snjöllu ritgerð Magnúsar Jónssonar, prófessors, um sjálfstæði íslands, er birtist hjer í blaðinu 1. desember, vekur hann m. a. athygli á einu verulegu atriði, sem undarleg glámskyggni virðist ríkja um meðal sumra, jafnvel mætustu manna. Að við megum ekki gefa okkur tíma til að ráða fram úr sjálf- stæðismálinu og því sem lýtur að fullum sambandsslitum og stofnun lýðveldis hjer, meðan önnur „miklu meiri sjálfstæðismál“ sjeu í ólestri, svo sem dýrtíðarmálin og annað það á sviði efnahagsmála, er lýtur að „lífsöryggi komandi daga“. Magnús Jónsson sýnir svo rjettilega fram á, að „sjer- kenni þessa 1. desember tímabils (þ. e. tímabilsins frá 1. des. 1918) eru fleiri «n breytingin, sem varð á stjórn- málaháttum í landinu. Tímabilið er mótað af geysilega hraðri þróun á öllum sviðum þjóðlífsins, fjölgun og vexti atvinnuvega, fjelagsmálalöggjöf, breyttum lífskjörum al- mennings, samböndum út um heim, andlegum og efna- legum“. Hjer er bent á þá augljósu staðreynd, sem saga þjóðar vorrar fyrr og síðar vitnar um, að frelsinu og aukinni sjálfstjórn fylgja framfarir, — efnaleg og andleg þróun. Þessu megum við ekki gleyma. Auðvitað skiftir megin máli, að vel sje sjeð fyrir efnahagsafkomu þjóðarinnar. Og sannarlega veitir ekki af, að þar rofi til. En halda menn virkilega, að stofnun lýðveldis í landinu myndi verða steinn í götu framfara og velgengni á efnahags- sviðinu? Eða skyldi ekki frekar mega vænta, að þau tímamót, sem lýðveldisstofnun markar, kynnu. að verða líkleg til þess að örfa til meiri tilþrifa og nýrra úrræða á sviði efnahags- og fjármála, svo sem á öðrum sviðum þjóðlífsins, og þjóðinni er nú full nauðsyn á? „ Umbótamálin “ ÞEIM SMÁÞOKAST áfram í þinginu „umbótamálun- um“, sem „bændavinirnir“ eru að streitast við að koma fram í þágu bænda landsins. Eitt þessara mála, „framlög til kynnisferða sveitafólks“, var samþykt í neðri deild í gær. Málið hafði áður verið í Ed., en þar sem Nd. gerði breytingu á því, þarf Ed. að fjalla um það aftur. Samkvæmt frumvarpinu, eins og Nd. gekk frá því, skal greiða sjerstakt gjald, er nemur %% af heildsölu- verði á kjöti og innveginni mjólk til mjólkurbúa, og eru það framleiðendur sjálfir, sem eiga að greiða gjald þetta. Skal gjaldið renna í sjóð, er nefnist „ferðasjóður sveita- fólks“. En Búnaðarfjelag íslands skiftir hinum árlegu tekjum sjóðsins milli búnaðarsambandanna. Styrk úr ferðasjóði skal svo aðallega verja „til þess að standast kostnað við hópferðir sveitafólks til að kynnast fjar- lægum hjeruðum, búnaðarháttum þar.og búnaðarfram- kvæmdum". Þannig er þetta „umbótamál“ í aðaldráttum, eftir að það hefir gengið gegnum hreinsunareld beggja þing- deilda. Um afdrif þess verður ekki sagt með vissu ennþá, þar sem það á eftir eina umræðu í Ed. Annars hefir þetta verið eitt af stórmálum „bænda- vinanna“ á Alþingi. Þeir hafa verið með málið á tveimur undanförnum þingum, en ekki fengið það lögfest. Og það einkennilega er, að bændur landsins hafa ekki kunn- að að meta þessa miklu umhyggju í þeirra garð. Þeir bændur, sem hafa látið frá sjer heyra opinberlega um málið, hafa haft megnustu skömm á því og frábiðið sig allri slíkri umhyggju. Þeir hafa sagt sem svo, að bændur vildu ráða sjálfir skemtiferðum sínum og þyrftu enga aðstoð löggjafarís í þýf’éfni Þetta eiga „baendavinirnir“ á þingi'effítt með“ áð skílja og er það síst að undra, svo mikið sero þeir hafa fyfir málihtl háft. Bók um tónlist. — Theódór Árnason: Tónsnlllingaþættir Það mun því miður mega segja, að meginið af þeirri fræðslu um tónlist, sem aimenn ingur hjer á landi hefir orðið aðnjótandi í ræðu og riti, hafi ekki átt því láni að íagna, að verða vinsæl. Því er sem sje svo farið, að enda þótt hin svo- kallaða æðri tónlist sje mörg- um hlustendum æði seinmelt, þá eru þó skýringarnar oft og tíðum enn torskildari, þeirrar, fræðilegar vangaveltur, sem svæfa tónlistaráhugahn í stað þess að vekja hann. Það er vissulega þörf á fræðslu, sem er betur við hæfi alþýðu, sem er svo aðgengileg og skemtileg að efni og formi, að jafnvel þeir, sem lítið hafa hugboð um hina fræðilegu hlið málsins, geti notið hennar. Eitthvað þessu líkt mun hafa vakað fyrir Theódór Árnasyni, höfundi bókarinnar „Tónsnill- ingaþættir”, sem nýkomin er á bókamarkaðinn. í formála bók- arinnar kveður höfundur til- gang sinn vera ,,að glæða á- huga alþýðu manna, og þá ekki síst æskulýðsins, á því að kynn ast góðri tónlist og tónsnilling- um og opna augu manna fyrir (með orðum Carl Nielsen) hinn hárfína, en þó sterkara sam- hengi milli listarinnar og lífs listamannsins“. Eftir lestur bók arinnar hlýtur maður að kom- ast að þeirri niðurstöðu, að höf- undi hafi tekist mjög vel að ná þessum tilgangi sínum. Hjer er um að ræða ævisöguágrip 36 helstu tónskálda, sem uppi hafa verið fram að 1900, stutt- lega rakinn æviferill þeirra og getið helstu verka þeirra og sögulegustu atriði í lífi þeirra, og þess jafnan gætt, að atburð- ir þeir, sem sagt er frá, standi í nánu sambandi við listræna þróun hvers og eins. Það er sjer staklega eftirtektarvert við bók þessa, hversu miklu og fróð- legu efni er þjappað saman í tiltölulega stutt mál, hversu skemtilega er á efninu haldið og æ vel fært í stílinn, enda er Theódór Árnasoh þegar kunn- ur að því að vera ekki aðeins afbragðs vel ritfær og slyngur á íslenskt mál, heldur og flest- um mönnum hjer á landi fróð- ari um tónlistarmál. Þegar tök verða á, mun vera von á öðru bindi af bók þessari, og á það að fjalla um elstu tónskáld 20. aldarinnar, svo og fræga hljóðfæraleikara og söngvara, og má þá vænta þess, að þessi tvö bindi verði mjög handhæg og nauðsynleg hand- bók útvarpshlustendum og Öðrum, sem vilja fræðast á skemtilegan hátt um tónlist og tónlistarmenn. Frágangur „Tónlistarþátta” ber vott um það, hversu vand- virkni og smekkvísi íslenskra iðnaðarmanna er komin á hátt stig, en blaðamyndamótin, sem notuð eru, skemma nokkuð heildáfsvip þóssar'ar útgáfu; se'rrr annars ‘ fnundi méga telja 'í fierhstu röð. E. Th. Ef Reykjavík væri myrkvuð. MENN, sem dvalið hafa lang- dvölum í borgum ófriðarþjóð- anna í þessu stríði hafa sagt mjer að ekkert sje eins þreytandi eins og loftvarnamyrkvunin. Það sje hægt að þola loftárásir, loftvarna byssuskothríðina, sprengjuílið og önnur óþægindi samfara loftárás um, en hin sífelda myrkvun sje jafnvel verri en allt þetta. — Þegar ísland var hernumið ótt- uðust margir, að til þess kæmi að hin erlendu hernaðaryfirvöld myndu heimta loftvarnamyrkvun í landinu. Úr þessu varð þó akki, sem betur fór. En það hefir komið fyrir, að hjer hefir orðið bráðabirgða- myrkvun í bænum. — Ein slík myrkvun varð síðastl. laugar- dagskvöld, er rafmagnið bilaði og miðbærinn varð ljóslaus um tíma. Þegar myrkrið skall á voru hundruð manna í Austurstræti. Langmestur hluti þessa fólks var ungt fólk í sparifötunum sínum. Yfirleitt prúðir unglingar, að því að sjeð varð á meðan ljósin hjeld ust. Ennfremur var reitingur af erlendum hermönnum á götunni En svo þegar ljósið hvarf varð það svart. Ekki einungis myrkr- ið í miðbænum, heldur framferði unga fólksins. Það var eins og' villidýrum hefði allt í einu verið sleppt lausum á götuna. Öskrin og óhljóðin ætluðu allt um koll að keyra. Met, seni enginn getur verið hreykin af. ÞARNA í myrkrinu setti reyk vískur æskulýður met, sem hann getur sannarlega ekki verið hreykinn af. Piltarnir rifu í stúlk urnar með ópum og skrækjum. Þær skríktu með. Það var allt annað en gaman að vera áhorf- andi að þessum látum út um glugga fyrir ofan. Bifreiðar óku hægt eftir götunni og sumir, sem voru í þeim stungu höfðunum út um bílgluggana og kölluðu klámyrði til vegfarenda. En metið var þetta: Reykvíski æskulýðurinn á götunni í myrkr inu „sló amerisku hermennma út“ í ólátum. Amerískir her- menn hafa orð á sjer fyrir að vera all og stundum um of gáska fullir. Mörgum þykir nóg um á stundum. En nú stóðu þeir flest- ir sem steini losnir yfir fram- ferði fólksins á götunni og gátu ekki komið upp orði. Það þarf enginn að vera hreykinn af þessu ,,meti“. Hvar geymir fólkið flöggin sín. ÞAÐ var hátiðabragur yfir Reykjavík á fullveldisdaginn. — Margar verslanir höfðu smekk- legar og þjóðlegar gluggasýning- ar, sem bæði vöktu athygli og hlýjaði mörgum vegfarenda um hjartaræturnar. — Sjerstaklega voru gluggasýningarnar viðhafna miklar hjá Verslun Ragnars H. Blöndal og í Haraldarbúð, en aðr- ar voru líka góðar, Öll islensk skip, sem í höfninni lágu voru skreytt fánum stafna á milli. Þetta er ekki í fyrsta skifti, sem sjómennirnir okkar sýna, að þeir eru manna þjóðlegastir. En víða um bæinn 'mátti sjá 'fúllvéldísfánanh, sefn þenna dág Menn, sertv'hafa byggf sjér glæfei leg hús og ekki gleytrit flágg- stöngunum, -gleymdú að' dfaga fyrsta verk er hann kom á fætur, að draga fána að hún — Varla hefir verið eins ástatt fyr- ir öllum, sem höfðu flaggsteng- ur sínar naktar þenna dag, eins og vini mínum, sem aldrei hefir gleymt að flagga í 25 ár. Það er sama hvort það er gamall og kannske lítið kunnur Reykvík- ingur, sem deyr, eða að það er hátíðisdagur, aldrei hefir hann gleymt að láta það verða sitt fyrsta verk, er hann kom á fæt- ur, að draga fána að hún — eða í hálfa stöng, ef það átti við. Honum þykir svo vænt um fána lands síns og er stoltur af að eiga hann. Nágrannar hans hafa haft það til marks hvort flagga ætti, ef hann hefir dregið upp sinn fána. — En svo var það hjer á dögunum, að vinur minn varð fyrir mikilli sorg. Það slitnaði línan í flaggstönginni. Hann Ijet ekki standa á sjer, að kalla á menn, fá lánaðan nógu stóran stiga til að kippa þessu í lag. Hann varð að reisa stigan í ann- ars manns porti og fanst ekkert athugavert við það. En ér menn irnir komu til að setja nýja flagglínu á stöngina kom eig- andi portsins, sem hafði valdið og eignarjettin og sagði: „Út úr mínu porti“, og þar við sat. — Jeg get ekki lýst því hvað vini mínum þótti innilega sárt að geta ekki flaggað á fullveldisdaginn. • Morgunblaðið með morgunteinu — í Skotlandi. UNGUR REYKVÍKINGUR, sem nýlega fjekk tækifæri til að fljúga til Bretlands og er nú aftur kominn heim loftleiðis sagði mjer eftirfarandi sögu: „Við lögðum af stað í flugvjel snemma dags. Áður en jeg lagði af stað um morguninn kl. 4 kom jeg við á afgreiðslu Morgunblaðs ins og keypti mjer Morgunblað- ið. Um 10 leytið vorum við komn- ir til Skotlands og þar fengum við okkur morgunte og jeg las Morgunblaðið mitt með morgun- teinu í Skotlandi, í stað þess, að venjulega les jeg það með morgunkaffinu í Reykjavík". Þetta minnir mig á aðra sögu, sem skeði fyrir nokkrum árum. Islenskir flugmenn fóru í gömlu sjóflugvjelinni ,,Haferninum“, frá Reykjav ík til Raufarhafnar, að mig minnir. Þeir komu þang- að kl. 10 um morgun og höfðu Morgunblaðið sama dags með- ferðis. Það varð uppi fótur og fit í þorpinu, ekki svo mikið út af komu flugvjelarinnar, heldur hinu, að fá tækifæri til að lesa Morgunblaðið sem hafði komíð út í Reykjavík sama morguninn. Tveimur árum síðar, þegar sömu flugmenn komu aftur til sama þorps voru þeir mintir á þessa sömu sögu. Kunningjar þeirra í þorpinu sögðu: „Munið þið eftir þegar þið komuð með Morgun- blaðið. Þá var nú líf í tuskun- un“. En svona fleygir samgöngun- um fram. Það verða vonandi ekki mörg ár þangað til, að flug samgöngur verða komnar í svo gott horf, að afskektustu þorp á landinu geta fengið sitt Morgun blað með morgunkaffinu, eins og höfuðstaðabúarnir. — Einnig má vænta þess, að eftir stríð geti íslendingar, sem búsettir verða í Englapdi ifepgijcþ «itt.j ísj.enska Morgunblað með morgunteinu. V,Þá verðúr nú1 líf í tuskúhrtm", má ségja rrkeð imönnunum á Raúf arhöfn,', * fttife (féÍBírí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.