Morgunblaðið - 07.12.1943, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.12.1943, Blaðsíða 11
Þriðjudag'ur 7. des. 1943. MOEGUNBLAÐIÐ 11 VÍCKI MUlíí ásmdtopfti Bobbie“, Sagði hún fljótmælt. „Reyndu að herða þig upp í fáeinar mínútur. Aftur hröðuðu þau sjer burt í miðju kafi og særðu með því tilfinningar fylgdarmanns síns. Það var tekið að rökkva, þegar bifreiðin ók með þau af stað og skilaði þeim af sjer á flugvell- inum. Dr. Chang fór síðan með þau upp í litla flugvjel, sem beið þeirra þar. Bobbie var svo aðframkom- inn að hann mátti eigi mæla. Meðan þau flugu yfir hina miklu borg sáu þau ljósin fyrir neðan sig í rauðleitri móðu. — Bobbie heyktist niður í sætið eins og skotin skepna. Helen spurði og spurði, en dr. Chiang svaraði eftir bestu getu. Helen var engu að síður ekki viss um, að nokkrar upp- lýsinganna, sem henni tókst að afla, væri þess virði, að hún ljeti þær í tje leyniþjónustunni í London. Hún hafði það á til- finningunni, að hún væri einsk- is nýt í starfinu. Alla ævi hafði hún baríst við að ná fullkomn- un í öllu því, er hún tók sjer fyrir hendur. Hún haföi verið ágætur nemandi í skóla, besta saumastúlkan og besta sýning- arstúlkan í Leibel-tískuhúsinu, fegursta hópdansmærin, fransk ari en alt sem franskt var í París. í hinu stutta og óham- ingjusama hjónabandi hennar og Majór Alden hafði henni tekist að temja sjer siðu snskra hefðarkvenna, og hún stóð eins vel í stöðu sinni sem frú Russ- el og best var á kosið. Henni gramdist því, að henni skyldi mishepnast hlutverk hins slynga njósnara. Hún var stödd í landi, þar sem styrjöld var háð og Englendingar áttu mjög mikilla hagsmuna að gæta. Það hlutu því mikilvæg- ar upplýsingar að vera fyrir hendi, en hanni tóst eigi að afla þeirra. Hún hafði því aðeins farið í þennan leiðangur með Kínverjanum, að Madame Tis- saud, hin lifandi alfræðiorða- bók Shanghai-borgar, hafði' sagt henni, að dr. Chang væri altaf til staðar, þar sem eitt- hvað væri á seyði í Kína. Hún reyndi að setja á sig tolu og þjóðerni herskipanna á skipa- læginu, og vissi þó jafnframt, að það var heimskulegt. Hún reyndi að komast að niðurstöðu um, hvað lægi að baki hinnar óbifanlegu kurteisi Kínverjans, en henni tókst það ekki. Bobbie tók upp vindlingaöskjuna sína, en hann var svo skjálfhentur, að það sloknaði á eldspýtunni. Hann horfði eymdarlega á Helen. Hún tók vindlinginn, kveikti í honum og stakk hon- um milli vara hans, sem voru nú algerlega litlausar. Dr. Chang leit undan til þess að látast ekki sjá þessa aumkvun- arverðu sjón. Loks lenti litla flugvjelin og Bobbie reikaði inn í bifreið- ina, sem beið þeirra. „Nú förum við til Imperial- klúbbsins og fáum okkur sjúss“, sagði Bobbie og brosti aumlega. Dr. Chang ræskti sig, því að Kínverjum var bannað- ur aðgangur að Imperial- klúbbnum. „Leyfist mjer að ráða yður frá því að drekka áður en þjer takið þátt í kínverskum mið- degisverði. Það fer ekki alls- kostar vel saman“, sagði hann fljótmæltur. „Við erum rjett ókomin til gistihússins, þar sem konan mín og aðrir gestir bíða okkar. Yður mun geðjast vel að heitu hrísvíni, hr. Russel; það þori jeg að ábyrgjast“. Við skulum vona það, hugs- aði Helen. Bifreiðin nam stað- ar í þröngu stræti, þar sem fán ar og ljósker hjengu á hverju húsi. Þar úði og grúði alt af Kínverjum, sem gengu hljóð- lega á flókaskóm. „Jeg er hræddur um, að frú Russel sje orðin þreytt", sagði Bobbie í örvæntingu sinni. Helen var í þann veginn að varpa allri kurteisi fyrir borð og samþykkja orð manns síns, þegar Frank Taylor kom í ljós í gistihúsdyrunum. Hann stóð þar milli tveggja stórra Ijós- kera, sem á voru málaðar stór- ar, rauðar, kínverskar myndir, og brosti vandræðalega. Helenu virtist hann á þessu augnabliki líkjast innfæddum Suðurhafs- eyjabúa, í senn frumstæður og barnslegur, opinmyntur, svo að skein í snjóhvítan tanngarðinn. Hann hraðaði sjer til þeirra og opnaði hurðina fyrir þau.» „Jeg get ekki lýst því, hvað jeg hlakka til þessa kvölds“, sagði hann, um leið og dr. Chang draslaði Bobbie út úr bifreiðinni. Augnabliki áður hafði Helen verið full viðbjóðs á öllu saman; nú fjekk um- hverfið alt í' einu á sig annan blæ. „Komið þjer sælir“, sagði hún og rjetti fram hendina. Hann hjelt í hana dálitla stund, eins og hann væri í vafa um, hvað hann ætti að gera við hana. Síðan beygði hann sig alt í einu niður og kysti á hana. „Jiins og Frakki“, sagði Helen gletnislega og virti fyr- ir sjer hnakka hans. „Að því einu leyti líkjumst við Frökkum, að bestu versl- anirnar og gistihúsin setja metnað sinn í að láta sem minst yfir sjer“, sagði dr. Chang og Helen kom aftur til sjálfs sín. Eitt augnablik hafði henni fundist hún vera ein með Frank. Hún brosti með sjálfri sjer. „Jeg er enn eftir mig, eftir alt, sem við höfum sjeð. Komdu nú, Bobbie, þú hefir gott af að fá þjer að borða“. Hún gekk á eftir Frank upp þröngan stigann, sem lá upp að gistihúsinu, án þess að gefa eiginmanni sínum ráðrúm til að mótmæla. Gildvaxinn yfirþjónn í hvít- um jakka tók á móti henni í efsta þrepinu og bauð hana velkomna. Þau gengu fram hjá mörgum herbergjum, þar sem hurðirnar voru í hálfa gátt, og í hverju þeirra sat hópur Kín- verja við drykkju. Dr. Chang vísaði Russels-hjónunum inn í herbergi það, er hann hafði leigt til veisluhaldanna. Þegar lijer *var komið sög- unni var Bobbie RÚssel orðinn svo reiður, að hann virti hina gestina ekki viðlits. Andlit hans, sem bar að jafnaði svip ungs Englendingsins af góðum ættum, var afmyndað af gremju og gerði hann einna líkastan geðvondum úlfalda. Þannig komst að minsta kosti skáldið Liu að orði við Pearl, sem var klædd að sið útlend- inganna við þetta tækifæri. Hún kæfði niður í sjer hlát- urinn og kynti gesti'na, upp með sjer yfir því að eiga tvo hvíta kunningja. „Dr. Hain, hinn frægi starfs- bróðir minn“, sagði hún. Og dr. Hain hneigði sig stirðlega fyrir Helen. „Herra Liu, besti vinur okkar og mikill rithöf- undur. Ungfrú Liu Ying, Greta Garbo okkar Kínverja. Herra Teylor þekkið þjer þegar“. Herbergið var ekki búið nein um húsgögnum, nema kringl- óttu borði og stólum með hvítu hör-áklæði. Þjónn kom inn með körfu, sem í voru rök handklæði, vafin upp, og líkt- ust pylsu í lögun. Bobbie horfði tortrygnislega á þau, en þegar alt hitt fólkið þurkaði sjer í framan með þeim, reyndi hann það einnig. Handklæðið var heitt og rakt og ákaflega þægilegt. Liu leit snöggvast á hann og kom síðan til hans. „Jeg þekti bróður yðar tölu- vert“, sagði hann. „Við vorum saman í mentaskólanum í Lin- coln. Hann var betur að sjer í alþjóðalögum en í cricket. Var ekki svo?“ „Bróðir minn var enginn íþróttamaður“, sagði Bobbie snúðugur. „Faðir herra Liu var sendi- herra í London“, sagði Pearl. Kínverskur drengur stóð skyndilega við hlið Bobbie og helti einhverju í glas hans. „Verið ekki hræddur“, sagði Liu. „Það*r á bragðið eins og sherry“. ' Grunnhyggnu kerlingarnar Æfintýr eftir P. Chr- Ásbjörnsen. 5. hestinum, þá sagði hann: „O, jeg sendi honum Pjetri heitnum hann líka, mjer fanst ekki nógu gott handa hon- um að vera að skrölta í kerru milli bæja í Himnaríki, en nú getur hann selt kerruna og keypt sjer vagn og beitt báðum hestunum fyrir hann“. „Æ, þakka þjer fyrir, aldrei hefði jeg haldið, að þú værir svona góður maður‘V sagði kerlingin., Þegar maðurinn, sem hafði fengið sex hundruð dalina, kerruna, hestana, fötin og peningana, kom heim, sá hann að allir akrarnir voru plægðir og sánir. Það fyrsta, sem hann spurði kerlu sína um, var það, hvaðan hún hefði fengið sáðkorn. „Æ,“ sagði hún, „jeg hefi aldrei heyrt, að sá, sem ein- hverju sái, hann fái líka eitthvað, svo jeg sáði saltinu sem jeg fjekk úr skipinu, sem strandaði hjerna fyrir neðan á dögunum, og bara, ef hann rignir bráðum, þá held jeg að það hljóti að koma upp og vaxa vel“. „Grunnhyggin ertu, og það verðurðu meðan þú lifir“, sagði maðurinn, „en það er nú sama, því hinar eru ekki vitund betri en þú“. E N D I R . Strákurinn, sem Ijek ■ á tröllkarlinn u Æfintýri eftir Jörgen Moe. EINU SINNI var fátækur maður, sem átti þrjá syni. Þegar hann dó, lögðu eldri synirnir báðir af stað út í heiminn, til þess að leita gæfunnar, en vildu alls ekki hafa þann yngsta, með sjer. „Hvað ætli við sjeum að flækjast með þig“, sögðu þeir, „þú, sem aldrei hefir nent að gera ærlegt handtak“. „Þá verð jeg bara að fara einn“, sagði pilturinn yngsti. Nú lögðu þeir tveir af stað og komu að konungshöll nokkurri, þar fengu þeir vinnu, annar hjá hestahirðinum, hinn hjá skógmeistaranum. Yngsti bróðirinn fór líka af stað og tók með sjer stórt trog, sem var það eina, sem þeir bræður höfðu erft eftir foreldra sína, en sem hinir tveir höfðu ekkert ekært sig um. Það var þungt að bera, en hann vildi nú samt ekki skilja það eftir. Þegar hann hafði gengið nokkuð lengi, kom hann að konungshöllinni líka og bað um vinnu. Honum var svarað, að það væri Hún: Hvað heldurðu að jeg geri marga menn óhamingju- sama, pegar jeg gifti mig? Hann: Hvað ætlarðu að gift- ast mörgum? ★ — Menn taka mig oft í mis- gripum fyrir dóttur mína. — Er það virkilega? Áttu dóttur, sem er orðin svo ellileg? ★ Kennarinn: Hvernig er eyrir í fleirtölu? Tommi: Króna. ★ Maður nokkur sá, hvar lítill drengur van að sjúga á sjer þumalfingurinn. — Heyrðu, góðir drengir sjúga aldrei á sjer þumalfing- urinn. — Gefðu mjer þá sígarettu, svaraði snáði. ★ — Hvað er jeg oft búin að segja þjer, að þú mátt ekki slást við Petersen-drengina. I þetta skifti mistirðu tvær tennur. — Nei, mamma, jeg hefi þær hjer í vasanum. — Sagðirðu pabba, að þú ætt ir 5000 krónur í bankanum? — Já. . — Hvað sagði hann þá? — Hann fjekk þær lánaðar. ★ Þjónninn (við samverka- mann sinn): Maðurinn þarna í horninu bað um nýlagað kaffi, en láttu hann bara bíða með að fá það gamla í 15 mínútur. ★ — Hvað er orðið af vini þín- um, honum Guðmundi? . — Hann hafði margt fyrir stafni síðasta ár. Fyrst gaf hann út víxla, síðan ók hann of hart, svo fór hann á hausinn, og nú situr hann í „Steininum“. kr Gamlir kunningjar mættust í Austurstræti „á rúntinum11. — Hefirðu heyrt það, að Siggi vinur okkar hefir neitað að viðurkenna barn konu sinn- ar sem sinn eigin son. — Nei, er það virkilega! — Hvernig stendur á því? — Vegna þess, að það er stúlka. — Hvenær hefirðu það erf- iðast? — Á morgnana fyrir moi'g- unverð. — Hvernig stendur á því? — Ja, þá þarf jeg að fara á fætur. Hún (ásakandi): Þjer hafið ritað bók um Indíána — en þjer hafið aldrei komið í heimkynni þeirra sjálfur. Skáldið: Álítið, þjer, að Dante, í eigin persónu, hafi verið í helvíti? 'k Landeigandinn (vondur); — Með leyfi að spyrja, hvað eruð þjer að gera hjer á minni landareign? Prófessorinn: Afsakið, herra, en Fauna og Flora hafa heillað mig. Jeg gat ekki stilt mig um að koma hingað. Landeigandinn (enn verri): — Nú, það er það, sem þjer viljið, en jeg vil alvarlega vara yður við að leita ásta þeirra kvenvera, sem vinna á mínum búgai'ði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.