Morgunblaðið - 29.03.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.03.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 29. mars 1944 Bændaskólinn og rafveitumálin austan fjalls NOKKRU fyrir þingfrestun bar Eiríkur Einarsson fram í Ed. Alþingis fyrirspurnir til landbúnaðar- og atvinnumála- ráðherra um gang þeirra 2ja málefna, er að ofan greinir, og svaraði Vilhjálmur Þór ráðh. fyrirspurnunum síðan í þing- deildinni. Eru málin bæði hin merki- legustu og síst að furða, þótt þeim er þar eiga einkum hlut að máli, leiki hugur á að vita eitthvað um viðhorfið og hvers vænta megi. — Skal því farið nokkrum orðum um hvort málið fyrir sig og þær upplýs- ingar, er fengust með fyrir- spurnunum. Bænclaskóli Suðuriands. Bændaskóla þeim, er reist- ur verður á Suðurlandsundir- Jendinu samkvæmt lögum frá 1942, skal ákveðinn staður af landbúnaðarráðuneytinu, að fengnum tillögum frá Búnað- arfjelagi íslands. Valdi Bún- aðarfjelagið nefnd þriggja manna til að gera þessa tillögu: Steingrím búnaðarmálastjóra, Jón alþm. á Reynistað og Guð- mun Þorbjarnarson á Hofi á Rangárvöllum, formann Bún- aðarsambands Suðurlands. Er almenningi kunnugt að nefnd þessi klofnaði. Að athuguðu máli lögðu tveiri hinir fyrr- nefndu til, að skólasetrið yrði Skálholt í Biskupstungum, en hinn síðastnefndi mælti með Káifholti í Asahreppi í Rang- árvallasýslu, Voru tillögur Búnaðarfjelags íslands þannig lagðar í hendur ríkisstjórninni til úrskurðar. Verður að viðurkenna að land- búnaðarráðherra átti úr nokk- uð vöndu að ráða. er nefndin gat ekki orðið á eitt sátt, enda er biðin orðin í lengra lagi um 'ákvörðun skólaseturs, og sunn lenskir bændasynir langeygðir eftir áttavísun, er farið skal að heiman til að búa sig undir lifs starfið. Laut fyrirspurn Eiríks að því, hvað öllu þessu liði um á- kvörðun bændaskólaseíurs Suð urlands. Ljet hann þess getið, ef fyrirspurnin var rædd 1 Ed., að fyrir sjer vekti það eitt, að sá staður einn yrði ákveðinn, er fullnægði þeim skilyrðum, «r nálægir tímar krefðust: fjöl brevtni á námsakri jarðarinn- ar með hliðsjón til búnaðar- hát+a þeirra hjeraða, er að skól anum eiga að búa. Þannig full- yrti hann, að allir betri menn austtan fjalls mundu hugsa. — Sýslupólitíkin ætti ekki aðra formælendur en þá, er dagað befðu uppi í fornlyndri kergju. Að þessu athuguðu skifti engu máli, hvort skólinn yrði reistur í Arnes- eða Rangárvallasýslu. Svar ráðherra við fyrirspurn inni var, sem von var til, að ákvörðun um skólasetur hefði tafist vegna klofnings nefndar- innar og yrði ráðuneytið að gera nokkrar athuganir með ferð á skólasvæðið, er veður og snjóúlög hefðu hamlað síðan nefndin skilaði álitum sinum, skömmu fyrir 3Íðustu áramót, en yrði framkvæmt svo fljótt, sem færð leyfði og snjóa leysti. Eftir þær athuganir kvað ráð- herra ■ skólasetrið bráðlega verða ákveðið. Svör rdðherra við iyrirspurnum Eiríks Einurssonur Væntum vjer að þar muni gifta fylgja góðu málefni. Rafveitur til kauptúnanna í Árnessýslu. Önnur fyrirspurn Eiriks Ein arssonar var um það, hvað efniskaupum og útflutningsleyf um til rafveiu. frá Ljósafossi til kauptúnanna í Arnessýslu liði. Svo sem kunnugt er, var þingsályktun gerð á Alþingi 1943, er heimilaði ríkisstjórn- inni að greiða efni það, er út- flutningsleyfi fengist fyrir til rafveita á Islandi. Vpr það auð vitað miðað við þær rafveitur, er næstar lágu til framkvæmda. Gerði Alþingi þessa samþvkt sjer til sálubóta eftir forgangs- aðstöðu þá, er Keflavík hafði verið veitt. Við umræður, er þá urðu á Alþingi um þau mál- efni, ljet fyrirspyrjandinn (E. E.) það fyllilega 1 ljósi, að íbú- um kauptúnanna eystra, er ættu Ljósafoss að næsta ná- granna, þætti hart, er aðrir hreptu frumburðarjettinn, fólk ið þar sæi Ijósadýrðina álengd- ar, en yrðu að sitja í myrkri. Væri þetta því verra, er áætlað hefði verið um rafleiðslu til kauptúnanna, og hún sem vænta mátti talin rjettmæt og arðvænlegt fyrirtæki. Kvað Eiríkur nú mikinn áhuga á stöð um þeim í Árnessýslu, er áætl- upin tekur til, að fræðast um viðhorfið í trausti þess, að mál- inu verði flýtt til framkvæmda svo sem auðið má verða. Fyrirspurninni svaraði ráð- herra á þá leið, að ekki liti sjerstaklega vel út um að efni frá Ameríku fengist fljótlega til þessara rafveitna i Árnes- sýslu. Kvað hann hafa verið ástæðu til að ætla, að útflutn- ingleyfi á efni til Keflavíkur- veitunnar fengist í október s. 1., en hvorki að svo komnu til Húsavíkur- nje Árnessýsluraf- leiðslu. Þegar á reyndi fór svo um útveganirnar til Keílavík- ur, að enn sem komið er, sje aðeins fengið leyfi fyrir 35 þús. dollara verðmæti handa Kefl- víkingum af þeim 150 þúsund doilurum, er miðað var við lil efniskaupa frá Ameriku, í þá línu. Myndi Keflavikurlínan þó að líkindum fást, þótt sein- lega gengi og örðuglega. Ljet ráðherar þá skoðun í ljós, að lítil von væri til, að út- vegað yrði í Ameríku nú næstu vikur eða mánuði efni til Ár- nessýslulínunnar, vegna þeirra erfiðleika, sem við er að stríða. Tjáði ráðherra sig þó hlyntan því, að sú rafveita kæmist upp sem fyrst. Þessari skýrslu til viðbótar ljeí ráðherra þess getið ,að hann hefði spurst fyrir um mögu- leika til efniskaupa þessara frá Svíþjóð, og samkvæmt þeirri eftirgrenslan bjóst hann við að verðlag á umræddu efni myndi reynast þar miklum mun ódýr ara en í Ameriku. Yrði nú þessi möguleiki nánar athugaður, og gæti þá reynst ástæða til að snúa kvæðinu í kross og kaupa efnið frá Svíþjóð, enda gæti vel svo farið, af stríðinu lyki fyr en seinna, að það sem'til rafveitunnar þarf, fengist eins fljótt frá Svíþjóð sem frá Amer íku. ★ Virtist ráðherra hafa góðan vilja og áhuga fyrir framgangi þeirra mála er spurst var fvrir um. enda eru þau bæði þess makleg, að þar lendi ekki við oi'ðin tóm. Kvöldvaka í Kennaraskólanum Rússland Framh. af 1. síðu. en þau hafi verið endurtek- in þar eftir nokkurra daga hlje. Sveitir Konievs eru nú sagðar hafa á sínu valdi um 110 km. langan kafla af aust urbökkum Pruthfljótsins. Þá segir tilkynning Rússa í kvöld frá því, að enn hafi allmargir bæir milli Dni- ester og Pruth verið teknir. Gulur herpresiur Þessi maður hefir nýlega verið skipaður í herprestsem- bætti af Bandaríkjastjóm. Hann er af japönsku foreldri fæddur og heitir Higouchi. Þetta er annar Japaninn, sem verður herprestur í Banda- ríkjahernum. Laugarkvöldið 18. mars var kennurum Kennaraskólans og gestum þeirra, boðið að vera við staddir kvöldvöku, sem nem- endur skólans (einkum þriðju- bekkingar), gengust fyrir. Kvöldvakan hófst með því, að tvær námsmeyjar úr þriðja bekk ljeku fjórhent nokkur lög á píanó. Að því búnu var Hall- grímur Jónasson, kennari, kvaddur til að segja sögu. Hóf hann ferðasögu um för nýút- skrifaðra þriðjubekkinga austur á Síðu fyrir nokkrum árum, við rómantíska rökkurbirtu frá hjartalagaðri rafmagns-„kam- ínu“, sem stóð uppi á borði. Sámkvæmt frásögn hans, var þetta all æfintýraríkt ferðalag. Ýms slys hentu ferðafólkið og sum með nokkrum ólíkindum. Alt fór þó vel á endanum, og skemtu menn sjer vel við sög- una. Nú kom einn söngvinn þriðjubekkingur fram á sjónar sviðið og söng' undir ljúfum lög um gamanvísur (einskonar paliadóma) um flesta kennara skólans, eftir einn bekkjarbröð- ur sinn. Þess var getið áður en söngurinn hófst, að hárafar kennaranna hefði allmikið breytst síðan vísurnar voru ortn ar. Þóttu vísurnar hnyttnar og hittnar og urðu mikið hláturs- efni hlustendum, ásamt tilheyr- andi tilburðum söngvarans, sem mörgum fanst þeim kann- ast við. Þegar hlátui’shviðunum linti, las einn þriðjubekkingur upp frumsamda frásögn eftir sig um Þormóðssker, en þar hafði hann unnið að vitabygg- ingu. Að þessu búnu var borin fram hressing, er námsmeyjar skólans höfðu tilreitt. Og áður en því var lokið, kvaddi ,,háð- fugl“ þriðjabekkjar sjer hljóðs og söng palladómsvísur um bekkjarsystkinin sín og sig, eft- ir tvær skáldkonur úr þriðja bekk. Ein vísa var um hvern nemanda, og kynti háðfuglinn þann, sem vísuna átti jafnan með nafni og viðurnefni. Stund um ljet hann formála, eftir- mála, eða skýringar fylgja vís- unum. Mörg voru viðurnefnin gamansöm. Vísur þessar voru sungnar við óstöðvandi hlátur allra viðstaddra, ef til vill þó stundum, „að undanteknum amtmanninum eða þeim, sem í hlut átti, í það og það sinnið. Enda var oft nærri höggvið og tvíræð orða- tiltækin, þó græskulaust væri. Einn var t. d. þannig vaxinn, að sálin var lengri en líkaminn, og fylgdu slíkum orðatiltækjum stundum viðeigandi látbragðs- túlkanir. * Þessum þætti kvöldvökunnar lauk með því, að enn einn þriðjubekkingur las upp „Hug- vekju“, er hann hafði ort um „háðfuglinn". En nú fluttu menn sig í aðra stofu, fóru þar í alskonar gamal kunna leiki og stigu dans fram eftir nóttu. Allir skemtu sjer hið besta, og fóru glaðari og reif ari af þessum fundi en þeir höfðu komið. Þótti þessu unga upprennandi kennarafólki hafa tekist giftulega um val og fyr- irstöðu þessarar heilbrigðu og heimafengnu skemtunar. Nem- endur Kennaraskólans hafa haft kvöldvöku áður í vetur. Og sagt er, að efna eigi til einnar enn, þrátt fyrir prófannir og ,,preskrekk“. En þessar línur eru ritaðar þeim til þakkar, er fyrir kvöldvökunni stóðu og öðrum skólum til fyrirmyndar. — Það er og sjerstakt ánægju- efni, að íslensk æska skuli enn- þá unna ljóðment og iðka hana. Þökk sjo kennaranemum fyr- ir að hafa tekið upp þennan vinsæla, forna sið í skóla sínum, Þess má vænta, að æskumenn, sem sýna, að þeir geta með sóma staðið fyrir slíku í skóla sínum, muni sem æskulýðsleið- togar geta haft áhrif um skemti val æskunnar í landinu, þegar þeir eru komnir að sínu köllun- arstarfi og setstir að í ríki sínu, í. J. Japanskir kafbáts- menn myrða sjómenn Frá norska blaðafulltrú- anum. NORSKUR SJÓMAÐUR, sem nýlega er kominn til Colombo, hefir skýrt frá því hvernig jap- anskir kafbátsmenn myrtu skipsfjelaga hans á andstyggi- legan hátt. Þetta skeði í Ind- landshafi. Sjálfur hjelt hann lífi fyrir dugnað sinn og snar- ræði. Norski sjómaðurinn segir svo frá: „Skip okkar klofnaði í tvent, er árás var gerð á það með tundurskeyti. Annar hluti skipsins sökk strax. Það var rökkur og kafbáturinn kom úr kafi og sökti hinum hluta skips ins með fallbyssuskotum. I einum björgunarbátnum vorum við 7 saman, fyrir utan skip- stjórann. Kafbátsmenn kölluðu á okkur á ensku og við rerum að bátnum. Skipstjóri okkar fór um borð í kafbátinn, Nokkru síðar heyrðum við að hann hljóðaði ógurlega. Nokkr- ir Japanar komu síðan á þilj- ur og höfðu vjelbyssur með- ferðis. Þegar jeg sá það', kast- aði jeg mjer útbyrðis og ieg heyrði, að Japanar hófu skot- hríð á hjálparlausa fjelaga mína. Þeir dóu allir. Jeg sá, að einn Japananna tók kvik- mynd af þessu. Jeg synti í kafi, þar til jeg var kominn hinum megin við kafbátinn og hjelt mjer þar föstum þar til þeir hættu að skjóta. Jeg kafaði svo á ný og komst í björgunarbát- inn. Vjelstjórinn okkar var á fleka þarna nálægt. Hann kall aði til kafbátsmanna, en þeir skutu hann“. Bresk Catalina-flugvjel fann síðar norska sjómanninn, þar sem hann var á reki í björg- unarbátnum, sem var háiffull- ur af sjó, og þar var einnig skipshundurinn lifandi. Flug- mennirnir sendu breskt herskip til að bjarga Norðmanninum BEST AÐ AUGLÝSA t MORGUNBLAÐINU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.