Morgunblaðið - 06.06.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.06.1944, Blaðsíða 1
81. árgangur. 122 tbl. — ÞriSjudagur 6. júni 1944 tiafoldarprentsmiðja huf. Bandamenn sækja hratt fram eftir töku Rómaborgar á Norður-Frakkland London í gærkvöldi. Amerískar sprengjuflugvjelar frá Bretlandi, um 750 að tölu hafa í dag haldið uppi árásum á stöðvar handan Ermarsunds, aðallega þó Boulogne og Calais. Á eftir þeim fóru meðalstórar sprengjuflugvjelar, og gerðu at- lögur að flugvöllum og ýmsum öð.rum hernaðarstöðvum. Varnir Þjóðverja voru ekki miklar og flugvjelatjón mjög lít.ið. Ekki var farið í neinar á- rásarferðir til Þýskalands í dag. — Reuter. Framsókn á Biak. Washington í gærkveldi: Her lið Bandaríkjamanna á Biak- eyju hefir sótt nokku fram i mjög erfiðu landslagi og tekið stpðvar af Japönum. Verjast Japanar af mikilli hörku og beita steypiflugvjelum Þýsk sfcíp um Dardanellasund London í gærkveldi: Breska stjórnin hefir borið frám hörð mótmæli við Tyrkjastjórn, vegna þess að Tyrkir hafi leyft nokkrum þýskum skipum að fara frá Svartahafi til Miðjarð arhafsins gegnum Dardanella- sund. Telja bandamenn að þetta sje ekki leyfilegt að al- þjóðalögum, jafnvel þótt skip- in hafi verið afvopnuð, þar sem Þjóðverjar munu ætla að vopna þau og nota til hernaðar á Mið jarðarhafi. — Reuter. ríklssfjóra annadagmn 502 kyrrsettir flug- menn. Stokkhólmi: — Hjer hefir verið tilkynnt, að hingað til hafi als 502 amerískir hermenn verið kyrrsettir í Svíþjóð, eftir að flugvjelar þeirra hafi nauð- lent þar, hrapað, eða verið neyddar til að lenda. — Reuter. Kíkissljóri íslands, Svcinn Bjömsson, flytur ávart á Sjó- mannadaginn, er hann hafði lagt hornsteininn að hinum nýja sjómannaskóla. (Sjágrein á bls. 2)". — Ljósm.: A. D. Jónsson. Sendiherrar stórveldanna ambassadorar á lýuveldishátíDinni Sjerslakir fulltrúar Roosevelts og Georges Bretakonungs ÞJÓÐHÖFÐINGJAR BANDARÍKJANNA OG BRETLANDS. Roosevell forseti og George VI. Bretakonungur, hafa tilkynt, að sendiherrar þeirra hjer á landi hafi verið útnefndir ambassadorar dagana sem þjóðhátíðin vegna lýðveldisstofn- uríarinnar sterldur yfir. Er þetta mikill sómi, sem íslensku þj'óðinni er'með þessu sýndur. Vilhjálmur Þór, utanríkisráðherra, skýrði blaðamönnum frá þessu á sunnudag og í gærkveldi, eða jafn óðum og honum bárust fregnir um, að þetta hefði verið ákveðið. Ráðherrann mint'ist á það við blaðamennina, að þetta væri ríkisstjórn og þjóðinni í heild mikil gleðitíðindi. Eftirfarandi tilkynningar voru birtar: ..Ríkissljórnin hefir þá ánægju að tilkynna, að sendiherra Breta hjer á landi hefir í kvöld tilkynt utanríkisráðherra, að Hans Hálign Georg VI. Brelakonungur hafi ákveðið að skipa breska sendaherrann i Reykjavík, Herra Edward Henry Gerald Shepherd, sjerstakan fulltrúa sinn sem „special ambassador" við hátiðahöldin út af gildistöku lýðveldisins hjer á landi. Þelta ersamtímis lilkynt almenningi og blöðum í Bretlandi, lil birtingar að morgni þ. 6. júní". Fregnin um að Roosevell forseti hefði skipað Mr. Dreyfus ambassador kom á sunnudag og var á þessa leið: „Rikisstjórnin hefir þá ánægju að tilkynna, að sendiráð Banda- ríkjanna hefir tjáð utanríkisráðherra að forseti Bandaríkjanna hafi tilnefnt Dreyfus sendiherra sjerstakan fulltrúa sinn sem ambassador ad hoc við hátíðahöldin út af gildistöku lýðveldis- ins hjer á landi,.sem ráðgerð er 17. júní n. k. Þetta hefir i dag verið tilkynt samtímis almenningi í Bandaríkjunum". Japanar hraktir frá Kohima . London í gærkveldi: Japanar hafa nú verið hrakt ir af mestum hluta Kohimasvæð isins, en hafa þó á sínu valdi enn nokkrar rammgervar stöðv ar milli Kohima og Impal og er álitið að erfitt verði að hrekja þá úr þeim stöðvum. — Hafa Japanar farið úr bænum sjálfum, en hafa hæðir rjett þar hjá á sínu valdi. Við Impal eru nokkrir bardagar háðir, en miklu minni en að undanförnu. — Reuter. Mannerheim 77 ára Stókkhólmi í gærkveldi: Mannerheim marskálkur varð 77 ára í dag og heimsótti Ryti forseti og Valdén hermálaráð- herra hann við vígstöðvarnar af því tilefni. Sæmdi forsetinn Mannerheim stóíkrossi Hvítu rósarinnar f insku með sverðum og liljum. Síðan var veisla hald in fyrix Mðsforingja úr herráði marskálksins og hermennina í aðalbækistöðvum hans. — Nokkrir bardagar urðu í borginni, en engar teljandi skemdir London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ^ RÓMABORG ER NÚ Á VALDI BANDAMANNA og streyma hersveitir þeirra- um borgina, til þess að veita Þjóðverjum eftirför norðan borgarinnar, en beggja megin hennar eru orustur enn afar harðar. Skemd-ir hafa því nær engar orðið í borginni, þar' sem aðeins litlir götu- bardagar urðu í sumum úthverfum hennar, en amerískar vjelahersveitir brutust inn í borgina sídegis í gær. Hörf- uðu Þjóðverjar þá yfir Tiberfljótið. Fregnritarar herma, að íbúar Rómaborgar hafi fagnað vel herjum bandamanna og alt hafi verið í uppnámi í borginni í dag. Síðdegis kom Páfi fram á svalir Vatikan- hallarinnar, blessaði lýðinn og flutti ræðu. Viktor Eman- úel ítalíukonungur hefir nú formlega afsalað sjer völd- um, til handa Umberto syni sínum, eins og hann hafði áður tilkynt. ____________________________Þjóðverjar hörfa til f jalla. 1 Þýsku hersveitirnar fyrir norðan og austan Rómaborg hörfa nú í áttina til Viberto ög Appenninafjallanna, en sveitirnar, sem nær eru sjó, munu nálgast Tiberósa og veita bandamenn frá Anzio- svæðinu þeim hraða eftiríör og sækja að Ostia, hafnar- borg Rómar. — Á Adriahafs ströndinni hefir ekki orðið breyting á aðstöðunni, þar sem Þjóðverjar í Miðítalíu- fjöllunum hafa ekki hörfað neitt enn, en þar gerir nú áttundi herinn áhlaup og er búist við allsherjar undan- haldi bráðlega. Sönglagasamkepni um hátíðaljóð DÓMNEFND sú, er kjörin var til þess að dæma um lög við hátíðaljóð þau, er verðlaun hlutu, héfir nú lokið störfum. Verðlaunin hlaut Emil Thor- oddsen fyrir lag við kvæði Huldu „Hver á sjer fegra föð- urland". Als bárust 59 lög frá 29 höf- undum. Dómnefndina skipuðu Árni Kristjánsson, Páll ísólfs- son og dr. Viktor Urbantsc- hitsch. Sú aðferð var höfð, að öll lögin voru afrituð af einum manni áður en þau voru fengin dómnefndinni í hendur. Næstbest voru talin lög þeirra Árna Björnssonar og Þórárins Guðmundssonar og verða þau einnig birt. Kafbátar Brefa mikilvirkir London í gærkveldi. Breska flotamálaráðuneytið hefir gefið út tilkynningu um nikinn árangur breskra kafbáta gegn skipum óvinanna í Mið- jarðarhafi og Eyjahafi. Var sökt þar tveim stórum skipum, tveim meðalstórum og mörgum minni. Annað stórskipið var hlaðið skotfærum á leið til Krít ar. Smáskipunum var flestum sökt með fallbyssuskothríð. Einnig voru nokkur hjálparher- skip löskuð. — Reuter. Ræða Páfans. Snemma í dag tók múgur og margmenni að streyma til Vatikanhallarinnaf, eins og fólkið vissi að þar myndi eitthvað ske. Það brást held ur el?ki, því eftir skamma stund kom Páfi fram á sval- irnar, blessaði mannfjöld- ann og mælti síðan: „Jeg þakka Guði fyrir að Róm hefir verið hlíft við •~~ i~"v~t-r\ I /~t nVtTm _ o lv i j cuual Iim- ar. Jeg þakka báðum hern- aðarilum. Vjer skulum sýna þakklæti vort í miskunnar- verkum. Látum alla leggja af hatur og taka upp mann- úð í hugsjm og starfi". Emanúel undirskrifar. Viktor Emanuel ítalíukon- ungur nndirskrifaði í kvöltl tilskipan, sem felnr ITmbcrtoi ríkiserfingja ríkisstjóravald i' ltalín, en konungnr dregur Framh. af 1. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.