Morgunblaðið - 07.06.1944, Qupperneq 9
Miðvikudagnr 7. juní 1944.
MORGÖNBLAÐIÐ
9!
Frá aðalfundi Eimskipafjelagsins
AÐALFUNDI Eimskipafje-
lagsins var ekki lokið, er blaðið
fór í prenlun á laugardag.
Hjer birtist framhald af frá-
sögninni um fundinn:
Eftir að formaður fjelagsins,
Eggert Claessen hæstarjettar-
lögmaður hafði farið yfir
skýrslu fj elagsstjórnarinnar og
skýrt ítarlega helstu atriði
hennar, flutti framkvæmda-
stjóri fjelagsins Guðm. Vil-
hjálmsson ræðu þá, sem hjer
fer á eftir:
Ræða framkvæmdastjóra.
NÚ UM HRÍÐ hefir um fátt
verið meira rætt manna á með-
al en reksturshagnað Eimskipa-
fjelagsins síðastliðið ár. Blöðin
hafa einnig gert þetta mál að
umtalsefni. Uramæli sumra
blaðanna hafa verið sanngjörn
og vingjarnleg, en önnur hafa
aftur á móti verið á þann veg,
að þau hafa lítt verið til þess
fallin, að almenningur fengi
rjettar upplýsingar um málið,
þannig að hægt væri að mynda
sjer sjálfstæðar skoðanir um
rekstur fjelagsins.
Jeg mun nú leitast við að
skýra í stuttu máli viðhorf þess
ara mála, eins og það lítur út
frá mínu sjónarmiði, í þeirri
von, að mjer takist að bregða
upp öfgalausri mynd af starf-
semi fjelagsins, efnahag þess og
framtíðarfyrirætlimum.
Jeg vil þá fyrst geta þess, að
á árunpm 1940, 1941 og 1942
græddist fjelaginu samtals kr.
4.732.457.00, og er þá búið að
draga frá afskriftir. Á árinu
1943 var hagnaður fjelagsins
kr. 18.286.146.00 og er þá einnig
búið að draga frá afskriftir.
Hagnaður þessara fjögurra ára
verður því samtals kr. 23.018,-
603, eða með öðrum orðum tæp-
ar 6 miljónir króna að meðal-
tali á ári. Hjer er ekki tekið
tillit til Sjálfsáhættusjóðs, sem
nemur kr. 6.802.154.51, enda
verður enn ekki sjeð, hvort sjóð
ur þessi á eftir að verða fyrir
áföllum.
Þetta kann nú fljótt á litið að
virðast allhá upphæð, en þegar
athugað er, hvað fyrir þessa
peninga fæst, miðað við ný-
byggingar skipa, þá verður
augljóst, að upphæðin nægir
enganveginn fyrir þeim skip-
um, sem þjóðinni er brýn nauð-
syn á að bygð verði strax að
stríðinu loknu. Tel jeg, að
nauðsynlegt verði að fá 5 mót-
orskip bygð eins fljótt og auðið
verður að stríðinu loknu, og
verði þau 2500—3000 DW.
smálestir að stærð hvert, og öll
með allmiklu frystirúmi. Eng-
in ábyggileg gögn liggja fyrir
um by ggingarkostnað skipa,
en jeg tel ekki ólíklegt, að, skip
þessi myndu kosta um 10—12
miljónir króna hvert, að með-
altali. Af þessu verður augljóst,
að eignir fjelagsins — þrátt
fyrir þann mjög umtalaða hagn
að þess á síðasta ári — hrökkvi
skamt til þess að eignast slík-
an flota, þegar þess er gætt, að
full þörf muni verða á alldigr-
um varasjóði til að standast
áföll, sem óhjákvaémileg munu
verða að stríðinu loknu.
Þegar jeg tala hjer um að
byggja 5 skip, þá miðast það
eingöngu við, að haldið verði
uppi föstum skipaferðum af ís-
lands hálfu milli nýja lýðveld-
isins og þeirra landa, sem vjer
höfum lengi skift við, en nú er
það alþjóð Ijóst, að íslensk sjó-
mannastjett stendur ekki að
baki sjómannastjett nokkurrar
annarar þjóðar, og þessvegna
virðist það liggja ljóst fyrir, að
við Islendingar reyndum
að eignast öll þau skip,
sem þprfa til þess að annast
alla flutninga til og frá land-
inu. Það er ömurleg tilhugs-
un, að þegnar hins nýstofnaða
lýðveldis þurfi að eiga líf sitt
undir því komið, að ef til styrj-
aldar skyldi enn koma í heim-
inum, að landið verði annað-
hvort hernumið eða hervernd-
að, og þannig komið í veg fyr-
ir, að þjóðin svelti.
Til þess að sýna, hvernig
verðgildi krónunnar hefir
breyst síðustu árin, miðað við
verð og aðgerðir skipa, vil jeg
benda á, að fjelagið keypti e.s.
„Fjallfoss" árið 1941 fyrir 2
milj. kr. og þótti það þá all-
mikið fje. Aðeins tveimur ár-
um síðar fór fram flokkunarað-
gerð á e.s. „Lagarfossi“, sem
kostaði um 1 milj. 600 þús. kr.
Enda þótt þessi upphæð sje
svona há, þá fór þó fjarri, að
endurnýjað væri alt það, sem
þörf gat talist á, enda varð skip
ið að fá aðgerð í New York eft-
ir fyrstu ferð yfir hafið, og kost
aði hún nokkuð á annað hundr-
að þúsund krónur. Þetta sýnir,
að nærri því sáma upphæð hefir
farið í flokkunaraðgerð „Lag-
arfoss“ og fjelagið greiddi fyr-
ir gott vöruflutningaskip fyrir
tveim árum.
Mörg stór orð hafa fallið um
það, sem sumir telja hinn
hneykslanlega gróða Eimskipa-
fjelagsins síðastliðið ár. Hefir
bæði fjelaginu og Viðskiftaráði
verið legið á hálsi fyrir þenna
gróða. En þegar mál þetta er
athugað gaumgæfilega, þá virð
ist það skiljanlegt, hversu erf-
itt er að gera áætlanir um svona
rekstur. Mönnum verður eðli-
lega fyrst fyrir að byggja á
réynslu þeirri, sem á undan er
fengin, en á stríðstímum er alt
sífeldum breytingum undir-
orpið. Þegar Viðskiftaráð leyfði
■flutningsgjaldahækkun á árinu
1943, þá var hún bygð á hinni
ljelegu afkomu árið 1942. Það
ár voru miklar tafir á sigling-
unum. Einnig töfðu verkföll
(hinn svokallaði skæruhernað-
ur) siglingarnar. Aftur á móti
hafa siglingar skipanna árið
1943 gengið mjög greiðlega,
sem sjest meðal annars á því,
að 3 tímaleiguskip, sem árið
1942 fóru aðeins 9 ferðir, fóru
á árinu 1943 15 ferðir.
En úr því reynt er að byggja
áætlanir fyrir framtíðina á feng
inni reynslu, þá skyldi maður
ætla, að Viðskiftaráð hefði lagt
til grundvallar að minsta kosti
tveggja ára reynslu, sem sje
1942 og 1943, en ráðið virðist
hafa talið hentara að gleyma
árinu 1942, en leggja aðeins ár-
ið 1943 til grundvallar, þegar
það ákvað að lækka flutnings-
gjöldin svo gífurlega, sem al-
þjóð er kunnugt. Jeg skal játa
það hreinskilnislega, að jeg
horfi með nokkrum kvíða til
framtíðarinnar. Mjer finst það
hrygðarefni að þurfa að nota í
„aprekstur fje, sem full þörf er
á að nota íil endurnýunar skipa
flotans.
Komið hafa fram raddir um
það, að flutningsgjöldin hefði
átt að ákveða svo lág, að eng-
inn hagnaður hefði mátt verða
á siglingunum, en ef taprekst-
ur hefði orðið, þá hefði ríkið
átt að greiða hallann. — Ef að
þessu ráði hefði verið horfið,
þá myndu engir sjóðir hafa
myndast til endurnýjunar flot-
ans. — Menn þeir, sem svona
líta á þetta mál, munu vera fá-
ir, sem betur fer. — Hinu má
hiklaust ganga út frá, að allar
þorri manna viðurkenni, að hið
unga lýðveldi verði að eignast
álitlegan nýtísku kaupskipa-
flota. — Til munu vera all-
margir menn, sem vilja halda
því fram, að það opinbera eigi
Sð annast állar siglingar, en
þessir menn hafa ekki komið
fram með neinar tillögur. um,
að ríkið legði neitt í sjóði til
skipabygginga, en vitaniega
yrði ríkið þá að taka fjeð af al-
menningi í sköttum.
Jeg hygg, að fullyrða megi,
að meginhluti þjóðarinnar líti
svo á, að forustan í siglinga-
málunum verði farsæíust í
höndum þess fyrirtækis, sem
stofnað var af alþjóð fyrir 30
árum. —
A síðari árum hafa nokkrir
menn reynt að breiða það út á
meðal landsmanna, að Eim-
skipafjelagið væri orðið eign
fárra manna, sem notuðu fyrir-
tækið að fjeþúfu og hygðust að
leysa það upp, þegar þeim hent
aði. Hvað er nú hæft í þessu?
Tala hluthafa í fjelaginu
hefir hæst verið 14609, en nú
er hluthafatalan 13724. Er af
þessu augljóst, að engin tilraun
hefir verið gerð til að safna
hlutafjenu á fárra manna hend-
ur. Jeg hygg, að það muni reyn
ast erfitt að telja þjóðinni trú
um, að hluthafar Eimskipafje-
lagsins sitji á svikráðum við
hana. Ef það væri rjett, sem
nýlega hefir verið haldið fram
í einu Reykjavíkurblaðinu, að
fjelaginu væri stjórnað af fá-
einum harðsvíruðum kaupsýslu
mönnum, væri þá ekki líklegt,
að þessir menn myndu hafa
notað sjer aðstöðu sína sjer til
hagsbóta á undanförnum ár-
um? Hluthafar fjelagsins fá nú
eins og nokkur undanfarin ár
4% í arð af hlutabrjefum sín-
um. Svarar þetta til þess, að
þeir fengju af hagnaði
ársins 1943 eða með öðrum
orðum 25 aura af hverjum 100
krónum sem græddust.
Til fróðleiks má geta þess að:
Reksturságóði 1918, miðaður
við magn útfluttra og innfluttra
vara, var eftir núverandi pen-
ingagildi kr. 225.14 fyrir hverja
smálcst.
Árið 1943 var magn út-
flultra og innfluttra vara 97.415
smálestir. Ef hagnaður á hverri
smálest hefði verið hinn sami
og 1918 (kr. 225.14 eftir núver-
andi peningagildi) þá • hefði
reksturságóði fjelagsins 1943
orðið kr. 21.932.013.10 eða tæp-
ar 22 miljónir króna. Árið 1918
blöskraði engum þessi hagn-
aður fjelagsins.
Loks vil jeg leyfa mjer að
benda á þessi atriði:
1. Hagnaður fjelagsins síð-
astliðið ár stafar frá leiguskip-
unum, en ekki af rekstri eigin1
úkipa, sem rekin hafa verið
með stórtapi. Ennfremur hefir
það stutt að hinni góðu afkomu,
að flutt var meira inn af svo-
kölluðum hátaxtavörum' en
gert var ráð fyrir jafnframt
því, sem. vátryggingargjöld
stórlækkuðu. I sambandi vio
leiguskipin vil jeg vegna blaða-
skrifa upplýsa, að þegar full-
trúi fjelagsins í New York byrj-
aði árið 1941 að leitast fyrir um
útvegun leiguskipa, þá kom í
ljós, að formsins vegna varð
íslenska ríkisstjórnin að telj-
ast leigjandi þeirra. — Ríkis-
stjórnin gaf því sendiherranum
í Washington fyrirmæli um að
framkvæma þetta formsatriði.
2. Hagnaðinum verður var-
ið, að svo miklu leyti, sem hann
ekki fer til að mæta taprekstri,
til þess að endurnýja kaup-
skipaflota fjelagsins, sem nú er
orðinn gamall og úr sjer geng-
inn í siglingum stríðsáranna.
3. Flestar brýnustu nauð-
synjar landsmanna, svo sem
skömtunarvörur, fóðurvörur,
tilbúinn áburður o. fl., hafa
undanfarin ár verið fluttar með
stórtapi, en ónauðsynlegri vör-
ur verið látnar bæta það upp.
4. Hluthafarnir sætta sig við
að fá aðeins 4% í arð, enda þótt
hagnaður sje á rekstrinum. —
Hinsvegar er þeim mikið áhuga
mál, að fjelaginu takist sem
fyrst að eignast nýtísku kaup-
skipaflota til að fullnægja öll-
um þörfum landsmanna. Á
þann hátt vinnur fjelagið þjóð-
inni mest gagn. Hitt tel jeg
mjög varhugavert, að flutnings
gjöld miður nauðsynlegrar vöru
skuli hafa verið lækkuð svo að
stórhætta sje á því, að tap verð?
á rekstrinúm og þar af leiðandi
torveldað að endurnýja flot-
ann.
Gróði þjóðarinnar.
Sigurjón Jónsson fyrverandi
bankasíjóri tók þá til máls, og
lagði höfuðáherslu á þá stað-
reynd, að gróði þessa fjelags
væri fyrst og fremsti gróði þjóð
arrinar allrar, en að hverfandi
leyti einkagrfði hluthafanna.
Lýsti h .r.n ánægju sinni yfir
rekstrinum, og taldi sig sem
hluthafa alls ekki telja ágóð-
ann sína eign og kvaðst áreiðan
lega geta mælt fyrir munn
gömlu hluthafanna sem fyrir
30 árum lögðu fje sitt til stofn-
unar Eimskipafjelagsins, að
þeirra hugsjón var ekki að
safna auði, heldur að hrinda af
stað þjóðþrifafyrirtæki.
Engar raddir hafi til þessa
heyrst frá hluthöfum fjelags-
ins um aukna hlutdeild í arði
fjelagsins, og meðan svo væri
taldi hann óþarfi fj’rir þá, sem
utan hjá stæðu að ætla þessum
mönnum illar hvátir um gróða-
söfnun og því um líkt. Þetta
sjónarmið hluthafanna vildi
hann að kæmi fram á þessum
aðalfundi, þegar svo mjög væri
reynt að láta líla svo út, að hjer
væri um venjulegan hluthafa-
gróða að ræða. Lífsnauðsyn
væri fyrir þjóðina að eiga
sterkt Eimskipafjelag og þjóð-
in gæti ekki ialist sjálfstæð
nema hún ætti skip til að ann-
ast flutninga að og frá landinu,
en það væri undirslaða allrar
framleiðslu í landinu. — Við
hluthafarnir gerum okkur Ijóst,
lauk Sigurjón Jónsson ■ mál
sínu, að ágóði fjelagsins er ekki
okkar gróði, enda fáum við
ekki nerna sem svarar 1,%% i
vexti af hlutafje okkar, ef íékið
er tillit lil verðgildis pening-
anna samkvæmt vísitölu, og er
þó alls ekki á það litið hve mik
ið krónan hafði lækkað að verð
gildi síðan hluthafarnir lögðw
fram fje sitt, þangað til 1939, er
vísitölureikningur hófst.
Skipting arðsins.
Tillögur stjórnarinnar um
skiftingu arðsins, svo og reikn-
ingur fjelagsins, voru samþykt
ar í einu hljóði. Samkvæmí
þessum tillögum verður nú lagt
í Byggingarsjóð skipa 10 miíj.
kr. í varasjóð, 6.2 milj. kr. til
byggingar vörugeymsluhúsa,
sem er orðin knýjandi þörf. 1
milj. kr. í Eftirlaunasjóð fje-
lagsins 500 þús. kr. Til hluthafa
greiðist 4% í arð af hlutaíjenu,
eða kr. 67.230.00 o. s. frv.
í stjórn var kosinn af hálfu
Vestur-íslendinga, Ásm. P. Jó-
hannsson og af hálfu innlendra
hluthafa gengu úr stjórn Egg-
ert Claessen, Richard Thors og
Guðm. Ásbjörnsson, og voru
þeir allir endurkosnir. Endur-
skoðendur voru sömuleiðis end-
urkosnir.
Víkkað starfsvið.
Þá var tekin fyrir tillaga fje-
lagsstjórnarinnar um breytingu
á samþyktum fjelagsins. Fram’-
kvæmdastjóri fjelagsins mælti
fyrir tillögunum, sem ger gu f
þá átt, að heimila fjelaginu að
reka flugferðir jafnframt sig'l-
ingunum, svo og að reisa og
reka gistihús þegar fjelags-
stjómin teldi slíkt tímabæt. —
Kvað hann svo gagngerðar
breytingar hafa orðið á sam-
göngum bæði hjer á landi og
annarsstaðar í heiminum, eink
um eftir að flugferðir hafi rutt
sjer meira og meira til rúms að
fjelagsstjórnin teldi það bein-
sinna þeim málum, en til þesa
línis í verkahring fjelagsins að
þyrfti viðauka við þá grein
samþyktanna sem fjallaði urn
tilgang fjelagsins. Sama máli
var að gegna um rekstur gisti-
húss. Það væri mál, sem bæði
skipafjelög og járnbrautarfje-'
lög annarsstaðar Ijetu sig mjög
varða, og teldi hann að Eim-
skipafjelagið ætti einnig að
sinna því máli.
Urðu nokkrar umræður uin
tillögur þessar og breýtingatil-
lögu frá Jóni Ásbjömssyni
hæstarjettarlögm. sem gekk i
þá átt að fjelagið gæti einnig
gerst þátftakandi í byggingi*
og rekstri gistihúss, en með þvt
að aðalfundur þessi var ekki
nógu fjölmennur til þesS að
hægt væri að greiða atkvæði
um tillögurnar nú, fór engin at-
kvæðagreiðsla fram á þessum,
en aukafundur mun verða halct
inn síðar til þess að afgreiða
málið.
Onnur mál.
Þá var tekin fyrir tillaga frá
fjelagsstjórninni um að aðal-
fundur heimilaði henni að
greiða alt að 100 þús. kr. til ráð-
stöfunar fyrir landsnefnd lýð-
veldisatkvæðagreiðslunnar í.
Framhald á bls. 12