Morgunblaðið - 07.06.1944, Síða 14

Morgunblaðið - 07.06.1944, Síða 14
14 MORGDNBLAÐlf) Miðvikudag-ur 7. júní 1944, 1ÁJ JJomeríet JfjauqL \am: LARRY DERFORD í leit að lífshamingju 10. dagur — ,.Já, en Larry“, tók hún fram í fyrir honum í örvæntingu. „Sjerðu ekki, að þú ert að biðja mig um það, sem jeg er alls ekki hæf til, hefi engan áhuga á og kæri mig ekki um að hafa áhuga á? Ó, Larry, jeg elska tfig. Alt annað eru smámunir. Komdu með okkur aftur til A.meiíku!“ ,,Jeg get það ekki, ástin mín. Það yrði minn bani. Það væri svúkræði við sál mína“. „Hvers vegna talarðu svona, Larry? Svona tala aðeins móðursjúkir kvenmenn. Hvaða þýðingu hefir þetta? Enga. ALls enga“. „Það er mjer alt“, sagði Larry, og augun glömpuðu. Hún andvarpaði. „Fyrst þú ekki vilt ^taka þ'essu skynsamlega, er víst ekkert meira að segja“. Hún tók trúlofunarhringinn Itægt af fingri sjer. Hún hjelt dálitla stund á honum í lófan- um og horfði á hann. „Gjörðu svo velv Larry“. „Jeg hefi ekkert að gera við hann. Viltu ekki eiga hann, til minningar um vináttu okkar? pú getur haft hann á litla fingrinum. Vinátta okkar er cöm og áður, er það ekki?“ „Mjer mun altaf þykja vænt um þig, Larry“. „Geymdu hann þá“. Hún hikaði andartak, en cetti hann síðan á litla fingur hægri handar. „Hann er of stór“. „Láttu þá minka hann. Við skulum koma niður á Ritz og £á okkur eitthvað að drekka“. „Já“. ★ Hún var dálitíð rugluð yfir, að alt skyldi hafa gengið svona vel. Hún hafði ekki grátið. Alt virtist óbreytt, nema nú átti hún ekki að giftast Larry. Hún gat varla trúað því, að öllu væri lokið. Það lá við, að henni þætti leitt, að þau skyldu ekki hafa rifist. Þau höfðu rætt þetta jafn tilfinningalaust og þau hefðu verið að tala um veðrið. Hún var dálítið von- cvikin, en um leið ánægð yfir, að þau skyldu hafa hagað sjer þannig, eins og siðuðu fólki sæmdi. Hún hefði viljað gefa mikið til þess að vita nákvæm- íega, hvernig tilíinningar Larry voru. En það var ekki auðvelt. Sljett, mjúkt andlit hans og dökk augun voru gríma, sem jafnvel hún gat ekki skyggnst á bak við. Hún hafði tekið af sjer hattinn og lagt hann á stól. Nú stóð hún fyrir framan speg- ilinn og lagfærði hann aftur. „Jeg hefði gaman af að vita dálítið", sagði hún og lagaði á sjer hárið. „Vildir þú slíta trú- íofun okkar?“ „Nei“. „Jeg hjelt ef til vill, að þig hefði langað til þess að losna vrið mig“. Hann svaraði engu. Hún sneri sjer við og brosti glaðlega til hans. „Þá er jeg til“. Þau óku í leigubifreið að Ritz og fengu sjer þar að drekka. Þau ræddu saman um daginn og veginn, án nokkurr- ar þvingunar, að því er virtist, eins og gamlir vinir, sem hitt- ast oft. Síðan keyrði Larry hana heim-. Þegar bifreiðin stað- næmdist fyrir framan dyrnar, sagði hún glaðlega við hann: „Gleymdu ekki, að þú átt að borða með okkur hádegisverð á morgun“. „Nei, því gleymi jeg áreið- anlega ekki“. Hún rjetti honum kinnina, til þess að kyssa á, og hvarf síðan inn um dyrnar. ★ Jeg var nú kominn heim frá Austurlöndum og dvaldi um skeið í Lundúnum, einmitt um þetta leyti. Um það bil hálfum mánuði eftir atburði þá, sem jeg hefi nú skýrt frá, hringdi Elliott morgun einn til mín. Jeg var ekkert hissa á að heyra í honum, því að jeg vissi, að hann var vanur að koma til Englands um þetta leyti. Hann sagði, að frú Bradlake og Isa- bel væru með sjer, og væri þeim mikil ánægja að- því, ef jeg vildi líta inn til þeirra um sex-leytið það sama kvöld. Þær dvöldu í gistihúsinu, þar sem Elliott bjó. Jeg bjó þá skamt þar frá, og gekk því í hægðum mínum niður Park Lane og í gegnum hinar rólegu og virðulegu götur Mayfair, þar til jeg kom að gistihúsinu. Elliott bjó í sínum venjulegu herbergjum. Voru þau mjög vistleg og þægileg. Hann var einn, þegar jeg kom þangað. Frú Bradlake og Isabel höfðu farið út í búðir og átti hann von á þeim á hverri stundu. Hann sagði mjer, að Isabel og Larry hefðu slitið trúlofun sinni. Elliott, sem hafði rómantíska en mjög vanabundna skoðun á því, hvernig fólk ætti að haga sjer undir vissum kringumstæð um, hafði ekki verið allskost- ar ánægður með framkomu unga fólksins. Larry hafði ekki aðeins komið til hádegisverðar daginn eftir að þau slitu trú- lofuninni, heldur hagað sjer eins og ekkert hefði í skorist. Hann var jafn kátur og kurteis og venjulega. Og Isabel virt- ist heldur ekkert niðurdregin. Elliott botnaði ekkert í þessu, . Við fyrsta tækifæri rædd hann málið við systur sína. i „Þetta er ósæmilegt“, sagði hann. „Þau geta ekki sýnt sig saman, eins og þau væru ennþá trúlofuð. Þú ættir að tala um þetta við hana“. | „Góði minn, Isabel er nú orð- ! in tvítug, og hún er leikin í að segja manni þannig að skifta sjer ekki af því, sem manni komi ekkert við, að maður get- ur ekki móðgast af og verður orðlaus“. „Þá hlýturðu að hafa alið hana mjög illa upp, Louisa. Og auk þess kemur þjer þetta við“. „Það er nú hlutur, sem þið Isabel eruð áreiðanlega ekki sammála um“. „Þú reynir á þolinmæði mína, Louisa“. „Góði Elliott, ef þú ættir 'gjafvaxta dóttur, vissirðu, að leikur einn væri að ráða við ! ótemju í samanburði við hana. Og það er aldrei hægt að vita, hvað fram fer hið innra með henni. Þess vegna er best að láta sem maður sje sá gamli og fávísi kjáni, sem hún áreiðan- lega heldur að maður sje“. Það var þá, sem hann kom fram með ráðagerð, sem átti að koma í veg fyrir, að Isabel gæti haldið áfram að hitta Larry, en það háttalag særði velsæmis- kend hans svo mjög. Samkvæmistímabilið í París var nú nær á enda. Alt „besta“ fólkið bjó sig undir að fara til baðstaðanna eða til Deauville, þar sem það dvaldi, þar til lok- ið var viðgerðum á hinum fornu höllum þeirra í Touraine, Anjou eða Brittany. Venjulega fór Elliott til Lundúna í lok júnímánaðar, en ættrækni hans var mikil og ást hans á systur sinni og Isabel einlæg. Hann hefði verið fús til þess að fórna sjálfum sjer og dvelja í París, þótt alt „besta“ fólkið væri farið það- an, ef þær hefðu óskað þess. En nú var hann í þeirri nota- legu aðstöðu að geta gert það, sem þeim var fyrir bestu, og um leið þægilegt fyrir hann sjálfan. Hann stakk því upp á því við frú Bradlake, að þau þrjú færu til Lundúna þegar í stað, þar sem samkvæmislífið væri enn í fullu fjöri, og ný áhugamál og nýir vinir myndu draga athygli Isabel frá þessari leiðinlegu flækju. Hann hafði einnig sjeð í blöðunum, að hinn mikli sjer- fræðingur í sjúkdómi frú Brad- lake dveldi nú í höfuðborg Bretlands, og ósk henpar eftir að leita ráða hjá honum myndi vera góð og gild ástæða fyrir hinni skyndilegu brottför þeirrá. Frú Bradlake fjelst á þetta.' Hún var dálítið óróleg vegna Isabel. Hún var ekki á því hreina með, hvort hún var eins áhyggjulaus og hún leit út fyr- ir, eða hvort hún var að reyna að hylja særðar tilfinningar sínar. Hún var því sammála Elliott um, að nýtt umhverfi og nýir kunningjar myndu hafa góð áhrif á hana. Elliott flýtti sjer því að sím- anum, og þegar Isabel, sem hafði verið í Versailles allan daginn með Larry, kom heim, gat hann sagt henni, að hánn hefði talað við hinn fræga lækni, og ætlaði hann að veita móður hennar viðtal að þrem dögum liðnum. Hann sagðist ennfremur hafa beðið um her- bergi á gistihúsi sínu, og myndu þau leggja af stað innan tveggja daga. Frú Bradlake horfði á dóttur sína, á meðan Elliott skýrði henni frá þessu, en á henni var engan vonbrigðasvip að sjá. Ef I^oftur tretur það ekki 1 — há hver? $1 T óbaks-str ákurinn Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 3. komu þangað og kerlingin, sem þar bjó, fjekk að vita, að hann hefði hjálpað systur hennar yfir sundið, þá mátti hann fá hvað sem hann vildi. „Æ, jeg vil helst ekki annað en gamla dúkinn, sem ligg- ur á eldhúshyllunni“, sagði pilturinn. „Þú hefir nú ekki tekið það upp hjá sjálfum þjer, að óska hans“, sagði skessan. ,,Nú verð jeg' að fara um borð aftur, til þess að ljúka við að sjóða matinn handa mönnunum, sem fóru í kirkju“, sagði strákur. „O, vertu ekki að því“, sagði kerling, „hann sýður sig sjálfur, meðan þú ert í burtu“, sagði hún. „Vertu heldur hjá mjer, þá skaltu fá betra kaup, jeg er búin að standa og bíða þarna við sundið í hundrað ár, og enginn skifti sjer af mjer fyrr en þú komst“. — Svo bað hún hann að koma með sjer til annarar systur sinnar. Þar átti hann að biðja um gamla sverðið, sem hafði þá náttúru, að ef því var stungið í vasa, þá varð það að hníf, en aftur að stóru sverði um leið og það var tekið upp. Ef beitt var þeirri egg á sverinu, sem svört var, fjell allt dautt, sem til var höggvið, en þegar hvítu egginni var beitt, vaknaði allt til lífsins aftur. Svo þegar þau komu til hinnar tröllkerl- ingarinnar og hún fjekk að vita, að pilturinn hafði bjarg- að systur hennar, þá varð hann að fá laun fyrir það, hvað sem hann vildi. „O, jeg vil ekki annað en gamla sverðið, sem liggur uppi á skemmulofti, sagði hann. „Einhver hef- ir sagt þjer að biðja um það“, kvað skessan. „Komdu enn með mjer“, sagði fyrsta kerlingin, sú ,sem hafði staðið við sundið, „jeg hljóðaði í hundrað ár og enginn hjálpaði mjer fyrr en þú gerðir það, nú verðurðu að fá meira að launum, komdu með mjer til þriðju systur minnar“. Þar átti hann að biðja um gömlu sálmabókina, og hún var þannig, að ef einhver var veikur og piltur söng sálm, sem átti við sjúkdóminn, þá varð hinn veiki aftur heilbrigður. — Jú, þau komu til þriðju systurinnar, og þegar hún heyrði, að piltur hefði hjálpað systur hennar yfir sundið, fannst henni hann ætti skilið laun fyrir það, og spurði hvað hann vildi helst fá fyrir. — „Æ, jeg vil nú ekki annað en gömlu sálmabókina þína“, sagði piltur. „Ein hver hefir nú sagt þjer að biðja um hana“, sagði kerling. Þegar piltur kom aftur út í skipið, var skipshöfnin enn ekki komin frá kirkju. Þá reyndi piltur dúkinn og breiddi rjett úr einu horninu, hann vildi fyrst sjá, hvaða gagn væri að honum, áður en hann setti hann á borðið. Jú, það kom bæði matur og drykkur á dúkshomið, svo mikið að það var áreiðanlega nóg handa skipshöfninni. Piltur fjekk sjer rjett bita, og gaf svo skipshundinum eins mikið og hann gat í sig látið. Læknir: — Þegar þjer mælið hitann í henni tengdamóður yðar, þá er nægilegt að láta hitamælirinn liggja í tvær mín- útur undirtungurótum hennar. — Það er vonandi ekki nauð synlegt að hann liggi þar kyr? ★ — Ó, læknir, jeg var að leika á munnhörpu og svo hrökk hún ofan í mig. — Þjer voruð heppinn að vera ekki að leika á píanó. ic — Hversvegna heilsaðirðu manninum, sem við mættum, en hann tók ekki kveðju þinni? — Það er samherji minn. __ 9 — Jú, hann skrifar undir þau brjef, sem jeg vjelrita. ★ Hún: — Er það ekki árelð- anlegt, að sauðlcindin sje heismkasta skepna jarðarinnar? Hann: — Jú, lambið mitt. Nágranninn keraur hlaupandi inn. „Heyrið þjer, frú“, hrópaði hann, „vinnukonan yðar datt niður stigann áðan með mjólk- urkönnu og skar sig illilega“. „Var hún á leið upp eða nið- ur stigann?1* „NiðurA „Guði sje lof, þá hefir mjólk urflaskan verið tóm“. ★ „Hversvegna rákuð þjer manninn út áðan?“ „Vegna þess að hann var full ur“. „A hverju sáuð þjer það?“ „Jú, hann notaði blaðið sem ,servíettu“ og las á dúknum“. ★ — Hefurðu nokkurn tíma staðið manninn þinn að því að kyssa ógifta stúlku? — Já. -— Og hvað gerðirðu þá? — Jeg giftist honum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.