Morgunblaðið - 07.06.1944, Side 16

Morgunblaðið - 07.06.1944, Side 16
16 lorski sendi- krran ambassa- íior á lýðveld- islítílinni NOESKA STJÖRNIN í J íondon hefir ákveðið að skipa sendiiierra sinn, A. Esmarch sjerstakan ambassador. Utan- TÍkisráðlrerra tilkynti J>etta weS eftirfarandi tilkynningu í gær: „Ríkisstjórnin hefir þá á- nægju að tilkynna, að sendi- herra Xorðmanna hefir í dag tjáð utanríkisráðherra, að •rto-rska ríkisstjórnin hefir fal- ið sendiherrannm August Esmarch sem „ambassadör en rrnssion speciale“ að vera full- trúi Norgegs við hátíðahöldin hjer í tilefni af gildistöku 1 yfívol disst jórna rskrárinnar, og við þetta tœkifæri flytja forseta íslands og ríkisstjóm- inni kveðjur og góðar óskir frá Hans Hátign Hákoni VII. Noregskonungi og norsku rík- isstjominni. l’að ber að fagna alveg sjer staklega þeirri vináttu og samhug, sem bræðraþjóðin sýnir íslandi og lýðveldis- síofnuninni rneð þessum að- gjörðum' Sjómannadagurinn í Kefiayík Frá frjettaritara vorum í Keflavík. HÁTÍÐAHÖLD Sjómanna- dagsins hófust í Keflavík kl. 2 e. h. með ræðu, er formaður verkalýðsfjelagsins hjelt. Síðan var gengið niður að hafskipa- t>Tj-„gju. Lúðrasveitin Svanur Ijek fyrir göngunni. Fór þá fram kappróður. Sveil Guðjóns Jóhannssonar, skip- stjór’a, bar sigur úr býtum. — Síöan var gengið á íþróttavöll- inn. Þar mintisi sóknarprestur- inn fallinna sjómanna og Jón G. Pálsson flutti ræðu. Næst fór fram kepni í hlaup- um og knattspyrnu milli Sand- gerðinga og Keflvíkinga. Unnu Kefl víkingar knattspyrnuna með 1:0. — Skemtanir voru í b'áðuni samkomuhúsunum kl. 5 og 3. — Hátíðin fór vel fram og tók þáit í henni mikið fjöi- menni. Vaiurvaiiii2.os3.il. en K.R 4. fl. Nð IjEííA EIí LOKID kepní í. 2,. og 4. flokks mótunum. Vatin Valur 2. og 3. flokk, en K.R 4. flokk. tírslil 2. fi. mótsins urðu þau að Valur hlaut 4 stig, K. R, 2 stig og Frarn ekkert stig. — Úrslit 3. fl. mótsins: Val- ur f> stig, Fram 4 stig, K.R. 3 stíg og l.R. ekkert stig. — ÚrsHt 4. fl. mótsins: K.K. 4 stíg og Valur og Fram 1 stig. Engiu verðlaun voru af- hent að mótunum loknum, að virðid fyrir vanræltslu. omnttb Þeskir menn sijórna innrásinni MENNÍRNIR, SEM hjer sjást á myndinni, eru yfirmenn hersveita bandamanna á landi, í lofti og á sjó. Myndin var tekin á fundi, sem þeir hjeldu nýlega í aðalbækistöðvum yfirherstjórn- arinnar í Englandi. Þeir eru, talið frá vinstri: Tedder marskálkur, yfirmaður flughersins, Dvvight D. Eisenhovver, yfirhershöfðingi als herafla haudamanna og Montgomery, hershöfð- ingi, sem stjórnar landher bandamanna, sem nú hefir gengið á land í Frakklandi. Fyrir aftan þá, stapdandi eru, talið frá vinstri: Bradley hershöfðingi ameríska flugliðsins, Ramsay flota- foringi, sem stjórnar herskipaflota bandamanna, Leight Mallory flugmarskálkur, sem stjórn- ar breska flughernum og Smith hershöfðingi, sem stjórnar landhersveitum Bandaríkjamanna. Fasfar ferðir iil Þingvalla BIFREIÐASTÖÐ ÍSLANDS mun í sumar annast áætlunar- ferðir til Þingvalla. Hefir bif- reioasíöðin fengið sjerleyfi til mannflutninga þangað austur til þriggja ára. — Ferðir verða fyrst um sinn tvisvar á dag iil og frá Þingvöllum, alla daga vikunnar, nema laugardaga og sunnudaga, þá daga eru ferð- irnar fjórar. Fólki til þæginda, verður því gefinn kostur á að kaupa far- miða báðar leiðir, en það þarf að ákveða tíma þanp, er það vill fara að austan. Tími sá, er fara skal að austan, er stimplaður á miðann. De Gaulie ávarpar London í gærkveldi. De (laulle hershöfingi er nú liingað kominn, og heim- sótti liann Churehill forsætis- ráðher-ra í dag. Síðar flutti hann útvarpsræðu til Frakka, og sagði að nú væri úrslita- orustan hafin fyrir alvöru. „Þet.ta er orustan um Prakk- Iand“, sagði De GauIIc. — „orustan fyrir Frakkland“. Kvað De Gaulle ali undir Jv.’í komið fyrir Frakka, að fara eftir þeinr skipunum, sem þeim hærust frá leiðtogum, bandamanna og leiðtogunV leynisamtakanna í Frakklandi sjálfu. — Skoraði De Gaulle á Frakka að forðast ]>að að vera teknir höndum. „Alt er betra, en að vera gorður ó- virkur í baráttunni“ *. sagði hann. — Reuter. Blfreiðaslys á Reykjanesbrauf 1 GÆRKVÖLDI varð bif- reiðaslys á Reykjanesbraut, skamt frá Þóroddsstöðum. —> Vörubifreiðin G- 348 ók á fólksbifreiðina G<-382. Far- þegi í vörubifreiðinní slasað- ist. Bfreiðarnar voru á leið frá Reykjavík er áreksturinn varð. Ók vörubifreiðin aftan á fólksbifreiðina, kastaði lienni fram af vegbrúninni um 11 metra og kom bifreiðin niður á bjólin. VörubifTeiðin fór að hálfu leyti út af veginum. Farjægi í -vörubifreiðinni rak höfuðið út um framrúðuna og blant við það skurð á höfð'i var farið með hann í slysa- stofuna og gert, að sári hans, síðan var hánn fluttur heim. Badoglio segir af sjer, en myndar nýja stjórn Ijondon í gærkveldi. Umberto krónprins, ríkis- stjóri á Italíu, hefir tekið til greina lausnarbeiðni Badog- lios marskálks fyri-r ráðuneyti hans en jafnframt falið honum að mynda nýja stjórn. Fer fráfarandi stjórn með af- greiðslu daglegra mála, uns stjórnarmyndurr er lokið. Þjóðverjar hörfa enn und- an fyrir norðan Róm, beggja megin borgarinnar og veita bandamenn þeim eftirför. Sumsstaðar eru þeir komnir að Tiberfljóti fyrir vestah Róm og ýfir það á einum stað. Alls voru í Rómaborg ellefu óskemdar brýr yfir Tiberfljót- ið. — Reuter. Eeisenhower shornr á hernumdu þjóðirnar að híða rólegar Miðvikudagar 7. júní 1944, Héiíðahöld Sjó- mannadagsins í Eyjum Frá frjettaritara vorum í Vestmannaeyjum. SJÓMANNADAGSHÁTÍÐA- HÖLDIN í Vestmannaeyjum hófust kl. 10 f. h. s.l. sunnudag með leik Lúðrasveitar Vest- mannaeyja við samkomuhús bæjarins. Kl. 10,30 var svo há- tíðin selt. Páll Þorbjörnsson, skipstjóri, flutti ræðu, en karla kór Vestmannaeyja söng nokk- ur lög. Síðan var gengið undir fán- um stjettarfjelaga sjómanna í kirkju og þar hlýtt á messu, sem sr. Sigiurjón Árnason flutti. Kl. 2 e. h. hófst kappróður. Tóku 6 skipshafnir þátt í hon- um. Hlutskörpust var skips- höfn „Glaðs“, skipsljóri Páll Ingibertsson. Kept var um fagran skjöld, sem slysavarna- deildin Eykyndill hefir gefið. Þá fór fram kepni í slakka- sundi og reipdrætti. Stakka- sundið vann Þórarinn Sigurðs- son. Reipdrátturinn var milli skipstjóra, vjelstjóra og hásela, Einnig fór fram kepni í knatt- spyrnu. Armarsvegar voru skip stjórar og vjelstjórar, en hins- vegar hásetar. Unnu hásetar með 5:0. Um kvöldið var svo inni- skemtun. Þar skemli barna- kórinn „Smávinir“ með söng. Fulltrúar allra stjettarfjelaga sjómanna fluttu ávörp. Lúðra- sveitin ljek, verðlaun voru af- hent og dans stiginn til morg- uns. Öll skip á höfninni voru fán- um skreytt ög fáhar dregnir að hún mjög viða um bæinn. —■ Veður var Mð ákjósanlegasta og þátttaka i hátíðahöldunum mjög xnikil. í sambandi við hálíðahöldin voru þrír sjómenn heiðraðir, Stefán Guðlaugsson, skipstjóri, Friðrik Guömundsson, vjelstj., j og Hjöriur Einarsson háseli. Eru þeir elstu starfandi sjó- menn í Eyjum. Einkáskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Eisenhower yfirhershöfð- ingi bandamanna fluttx út- varpsræðu í dag t;í hinna hernumdu Jj.jóða á megmlandi' Evrópu. Ilann kvað nú þá stund upj) renna, að banda- menn hefðu hafist handa um að frelsa hinar undirokuðu þjóðir Evrópu, og bað alla þá í hinum hernumdu löndum, sem fylgdu málstað banda- manna að vera reiðubiiná, er þeir værú hvattir til þess að rísa upp. - „En sú stund er ekki kom- in‘ ‘, sagði Eisenho'wer, og það að gera u]>j>reisn, fyr en kall- ið kemur, getur gert oss eins mikinn óleik, og hitt getur gert gagn, að bíða rólegir, }>ar til kallið kemur. Vjer þurfum; aðstoðar þjóða meginlandsins Jxeiri’a sem nú eiga við kúgun að bíða. Bíðið rólegir, um- frain alt, rasið ekki um ráð fram“. Asmundur vann fimtu skákina Fimla skákin í einvíginu milli Ásmundar Ásgeirssonar og árna Snævarr var tefld í gærkveldi á Hótel Heklu, að viðstöddum fjölda áhorfenda, og lauk eftir tvísýna baráltu með því að Ásmundur vantf. Ásmundur hefir nú 3 vinn- inga en Ámi tvo. Ef Ásmundur vinnur næstu skák, eða gerir jafntefli, er viðureigninni þar með lokið með sigri hans. Vinni Árni hinsvegar, verða enn tefld ar þrjár skákir. Næsta skák verður tefld næsf komandi föstudagskvöld á sama stað. Árni Snævarr hefir hvítt. Kappleik Vals og Víkings freslað ÖÐRUM kappleik íslands- mótsins, seni fara át.ti fram í gærkveldi milli Vals og Vík- ings, var frestað vegna J>c.ss að skilyrði voru ekki viðun- andi. Fer leikurinn að forfalla lausu fram í kvöld kl. 8,30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.