Morgunblaðið - 12.12.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.1944, Blaðsíða 1
tnuHa 31. árgangur. 254. tbl. — Þriðjudagur 12. desember 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. Breytinga- laust á Vest- urvígstöðv- unum London í gærkveldi: Enda þótt bardagar hafa ver ið allmiklir víðsvegar um Vest urvígstöðvarnar, eru breytingar á vígstöðunni sáralitlar eða engar. Bandaríkjamörtnum hef ir.miðað nokkur hundruð metra í áttina til Diiren, og komist al- veg að Ruhr-ánni á dálitlum kafla í viðbót við það sem þeir höfðu náð áður af bökkum h'enn ar. Snjókoma er all-mikil á þessu svæði, en lengra norður frá, á Hollandsvígstöðvunum, er.u vatnsflóð og ekki barist hið minsta. í Saarhjeraðinu eru bardag- ar enn harðir, en breytingar engar, sunnar verjast Þjóðverj ar. af krafti í Maginotvirkjunum frönsku, og enn sunnar hafa franskar hersveitir náð borg- inni Agnot í Elsass eftir miklar orustur. Orustuflugvjelar bandamanna hafa reynt að að- stoða herinn eftir megni, en flugveður hefir verið erfitt. — Reuter. •» HARÐNANDI VIDNAM m amerískar SKÆRULIDA í AÞENU Þeir skjóta á Rauða kross farartæki London í gærkveldi. Einkaskeyti tií Morgun- blaðsins frá Reuter. BARÁTTA Elas-skæruliðanna í Aþenu heldur áfram jafnt og þjett, og láta þeir engan bilbug á sjer finna, þótt sprengjum hafi verið Varpað á stöðvar þeirra. Er talið að þeir hafi aukið lið sitt í borginni og hafi þar nú _um 25000 manna. í dag skutu Elas-menn á vagna Rauða Krossins, sem voru að færa mjöl í brauðgerðarhús og matvæli til sjúkrahúsa. Bardagar eru harðir víða um borgina. Breskur floti iil Kyrrahafsins London í gærkveldi: Bretar hafa sent flotadeild, til þess að berjast gegn Japön- um á Kyrrahafi og mun hún hafa bækistöðvar í Astralíu. — Yfirmaður hennar er Bruce- Frazer flotaforingi, og er for- ystuskip hans orustuskipið Howe, eitt af nýjustu orustu- skipum Bjeta. Einnig eru sögð vera í flota þessum allmöfg önn ur orustuskip og flugvjelaskip. Bruce-Frazer flotaforingi mun herja undir yfirstjórn Niémitz, flotaforingja Bandaríkjamanna á Kyrrahafi, og sagði hann blaðamönnum í dág, að' hann væri kominn til að berjast við meginflota Japana. — Reuter. Voroshilov settur frá embætti. London: Voroshilov mar- skálkur hefir verið settur af embætti sínu sem meðlimur varnarráðsins rússneska, að því er opinberlega var tilkynt í Moskva 22. nóv. s, 1. — „Bulg anin hershöfðingi heitir sá, sem skipaður var í stöðuna í stað- inn. Virðist nú svo, sem Voroshilov hafi ekki lengur neitt embætti í stjórn Sovjet- ríkjanna. (Daily Telegraph). — Reuter. Sforza svarar Churchill London í gærkveldi: NI-'ORZA greifi, hinn ítalski st.jónmiálainaður, hefir í dag látið í lj(3si skoðun sína á þefrri afstöðu Breta, að hann yrði ekki utanríkisniálaráð- lien-a ítala. — Sagði Sforza, að hann liefði alls ekki róið tódír gcgn Iíadoglio, eitis og Churchill hjelt fram, heldur hefði ]>að verið frelsisráð Rómnborgar, seni þessu olli. ¦— En Sforza sagði, að er hann var í Englandi og ræddi við ChurchiII, het'ði verið Iagt hart að sjer, að styðja Victor Emanuel konung, en hann hefði sagst vera homini and- vígur. Bretar hafa fengið nokkurn liðsauka og vinna að því., að hreinsa nokkur hverfi borgar- innar, en ¦ mótspyrna er altaf jafnhörð. Sprengja Elasliðar hús i loft upp' og nota þau til þess að hlaða götuvígi. Itiiuði krossinn. Sænsku og svissnesku Rauða kross-nefndirnar í Aþenu hófu í dag að flytja matvæli til sjúkrahúsa og einnig mjöl til brauðgerðarhúsa, en fólk hafði mjög skort brauð í borginni. — Var byrjað á þessum flutning- um, en þeim bráðlega hætt, þeg ar skæruliðar skutu á flutninga vagnana. Ráða öllu í Saloniki. Skæruliðarnir ráða öllu í borginni Saloniki, þar hefir als- herjarverkfallinu verið aflýst, og talið að kyrrt sje að mestu í borginni. Einnig stefna skæru- liðar til Epirus, en þar hefir ann ar skæruliðaflokkur, andstæður Elas, bækistöð. Mun eiga að ráð ast á hann. — í Patras hafa El- as-liðar náð öllum völdum í sínar hendur. Herskipin aðstoða herinn. Herskipaliði Breta hefir bor- ist liðsauki allmikill til Piræus, og skjóta skipin nú á stöðvar skæruliða. Þrátt fyrir herskip- in hafa skæruliðarnir lítt látið undan síga og vinnst lítt á í baráttunni við þá. Horthy, ríkisstjóri Ungverja er sagður koníinn til Sviss. Ævi Lenins. London: Rússneska stjórnin krafðist nýlega opinberlega, að upptækt yrði gert rit, sem út hafði verið gefið í Rómaborg í heftum og nefnt Ævi Lenins. Herstjórn bandamanna neitaði Spánverjar byggja upp. London: Síðan kyrrð komst á áSpáni eftir borgarastyrjöld- ina 1936—1939, hefir verið var- ið se msvarar 34 milj punda, (885 milj. ísl. kr.) til þess að byggja upp það, Sem eyðilagð- ist í styrjöldinni. London: Nýlega beið borgar- stjórinn í Swansea bana með þeim hætti, að vörubifreið ók yfir hann, þar sem hann var á göngu niður við höfnina. Var borgarstjóri þessi nýtekinn við embætti. Fær miljóníkaup flugvjelar styðja herinn London í gærkveldi: Mesti fjöldi amerískra flug- vjela, sem nokkru sinni hefir gert árásir á Þýskaland í einu, aðstoðaði í dag herina á Vestur vígstöðvunum með4 árásum á samgönguleiðir Þjóðverja að baki víglínunni. Voru í fÖrinni 1600 stórar sprengjuflugvjelar og*með þeim 800 orustuflugvjel ar. Als voru yfir 16.000 manns á flota þessum, en flugvjela- flokkarnir voru í einu á 300 mílna, 480 km. leið. Árásirn- ar voru aðallega gerðar á tvær járnbrautarstöðvar í illu veðri. Engar þýskar flugvjelar sáust. Ekki hefir enn verið tilkynnt, hversu margar amerískar flug- vjelar fórust. — Aðrar flug- vjelar amerískar, frá bækistöðv um á ítalíu, rjeðust á bæina • Vínarborg, einnig á bæinn Graz í Austurríki, en breskar flug- vjelar heimsóttu Ruhr-hjerað í nótt sem leið. — Reuter. Þetta var kauphæsti maSur Bandaríkjanna árið 1943. Fyr- ir aðalstarf sitt fjekk hann 104,000 dollara, en í auka- sportslur hvorki meira nje minna en 1 milj. 34,492 doll- ara. Maðurinn er Louis B. Mayer, einn af kunnustu kvikmyndaframleiðendum Bandaríkjanna. Málverk af svifsprengjvi. Hörð gagnáhjaup Þjóðverja á ífalíu London í gærkveldi. ITARÐAR orustur hafa orðið norðan Lamoneárinnar á Italra, þar sem bandamemi sækja fram. Þjóðverjar sendu fram iirvalshei*sveit til á.- hlaups, og henni tókst að hrek.ja framsveitir áttunda. hersins afturábak um ri'iman kílómeter. Er níi barist þarna af mikilli hörku og ofsa. en, aðstæður hafa ekki hreyst neitt að ráði. Talið er að von s,je á hörðum bardögum næstu daga. — Reuter. London: Breska ríkið hefir keypt málverk eftir S. W. Haines, slökkviliðsmann og og málara. Sýnir málverk þetta svifsprengju koma fljúgandi. Sama daginn sem Haines lauk við málverkið, beið hann bana af völdum svifsprengju. um. Bonomini myndar sfjórn Bonomini hefir nú aftur myndað stjórn á ítalíu, og er til nýlundu um hana, að varafor- sætisráðherrarnir eru tveir, Rodini, forseti kristilega jafnað armannaflokksins og kommún- istinn Togligiatti. — Jafnaðar- menn og annar af stærstu stjórn málaflokkunum eru andstæðir stjórn þessari. Sæmilega er þó kyrrt í stjórnmálalífinu á Italíu þessa dagana. — Reuter. Handtökur í Oslo í TILKYNNINGU frá Oslo ¦ er skýrt frá því, að Þýsk öryggis lögregla hafi komið í öll veit- eingahús í miðbænum þ. 27. fyrra mánaðar. Um leið og lögreglubílarnir stönsuðu fyrir framan veitinga húsin, stóðu borgaraklæddir njósnarar, sem voru þar inni upp og gættu þess að enginn slippi út. Voru margir ungir menn teknir höndum og fluttir- til aðalstöðva Gestapo. Aðeins * nokkrir þeirra voru látnir laus ir aftur. (Frá norska blaðafull- trúanum). Hershöfðingjaskipti í Kína. Japanar viku fyrir nokkru Shunroku Hata m«rskálki frá stjórn herja sinna í Kina, en við stöðunni tók Okamura hershöfð ingi, sem'hingað til hefir stjórn að setuliði Japana í Norður- Kína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.