Morgunblaðið - 14.12.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.12.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 14. des. 1944 fttmtittiMðMfe Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Stefnulausir tala um stefnu < ÞAU TIÐINDI hafa gerst siðustu dagana, að þeir, sem skrifa Tímann tala mikið um „s t e f n u”. Þetta er ekki mjög undarlegt. Það byggist- á alkunnu fyrirbrigði úr ferðalífi íslendinga. Þeir. sem villast í þoku, hríð eða náttmyrkri, hugsa og tala meira um stefnu en allt annað. Þeir eru áttaviltir og vita ekki hvert halda skal. Sjeu þeir í samfylgd með mönnum, sem halda rjett- um áttum, þá finst hinum viltu, að slíkir fari æfinlega í öfuga átt við það, sem rjett er. Nú eru Tímamenn komnir í þetta áttavilluástand og þá er skiljanlegt, að þeir tali og hugsi um stefnu, og^eðlilega tala þeir mest um annara stefnu. Raunar hafa þessir menn aldrei haft aðra „pólitíska” stefnu en þá, að „spekúlera” í því, hvað dygði best til að ginna kjósendur, svo að fyrir- liðarnir gætu haft völd. í þeirri stefnu hafa þeir sýnt undraverða fimi og snúningslipurð um margra ára skeið. Á hverju flokksþingi hafa þeir'soðið saman mikinn sæg af tillögum, sem þeir kalla stefnu. Hefir þar verið að finna hinn furðulegasta hrærigraut af afturhaldskendustu hug- myndum eignarrjettarmanna, öfgafylstu kommúnista kenningum og flestu, sem þar er á milli. Þetta hefir gengið ótrúlega vel í vanþroskað fólk og ekki nóg með það. Mjög margir greindir menn hafa trúað því, að þetta væri stefna. Þeir hafa ekki áttað sig á því, að undarlegasti hrærigrautur af funda-tillögum og stjórn málastefna er tvent ólíkt. ★ En nú hefir forystumönnum Tímaliðsins líka brugðist bogalistin í þessu efni. Þeir eru búnir að braska svo lengi, snúast og bregðast svo oft. að bæði þeirra eigin menn og aðrir, eru búnir að sjá í gegnum allan vefinn. Þeir hafa tapað valdaaðstöðunni og fá hana aldrei aftur, sem Fram- sóknarmenn, og síðan hafa öll einkenni áttaviltra manna birst í fari þeirra eins og eðlilegt er. Nú hugsa þeir og tala um frægð liðinna daga eins og gamlir bragðarefir, sem fyrir elli sakir eða óhappa, hafa komist út úr starfslífinu og skemta sjer við það, að segja grobbsögur og útmála heimsku, stefnuleysi og lítilmensku þeirra manna, sem standa þeim að öllu framar og vita hvað þeir eru að fara. Eitt af hinum fyrstu og ókveðnustu leiðarmerkjum um það er verða vildi á þessu sviði, kom fram í afstöðu Reyk- víkinga til Framsóknarmanna. Fyrir nokkrum árum höfðu þeir 2 menn í 15 manna bæjarstjórn. Nú hafa þeir engan og geta aldrei vænst þess, að fá mann kosinn framar. Á tímabilinu hafa þeir þó altof oft haft völd. Þeir hafa sett á fót fjölda stofnana, flutt mjög marga sína liðsmenn utan aT landi til hátt launaðrar atvinnu og auk þess trygt liði sínu innanbæjar hið sama. Með öllu þessu setuliði hefði fylgi þeirra átt að vaxa til stórra muna hjer í bænum, ef eigi væri óþefur af vistarföngunum. Þetta hefir brugðist og orsökin er auðvitað sú, að Reyk- víkingar komast ekki hjá því, að sjá og heyra það sem gerist í hinu „pólitíska” lífi. Þeir átta sig því fljótar á hlutunum heldur en hinir, sem búa víc5 örðugar samgöng- ur úti á landsbygðinni. Þegar 2 af hverjum 5 larídsmanna eru búsettir í höf- uðborginni, er hver stjórnmálaflokkur dauðadæmdur, sem ekki getur með hlutfallskosningu komið manni í 15 manna bæjarstjórn. Það hefðu allir átt að sjá, sem hafa tengt vonir við Framsóknarflokkinn. 'k Nú er þetta að sannast af reynslunni. Þegar stefnulaus braskflokkur eins og Framsóknarflokkurinn, missir valda aðstöðu, þá eru hans dagar brátt taldir. Þá skilja það allir menn, sem hafa treyst því, að í skjóli valdanna gætu þeir notið fríðinda, að þetta er búið að vera. Fyrir bændur og sveitamenn er nauðsynlegt, að átta sig á þeim sannleika og breyta samkvæmt því, eins og flestir aðrir hafa þegar gert. Jón Þórðarson formaður, Traðarholti. fæddur 6. apríl 1864. Dáinn 22. nóv. 1944. ~ -• t * ■ rt Þegar hervald brims og boða biltist fram með tignarsvip, stjórnvöl tókstu styrkri hendi, stöðugt varðir menn og skip. Lausnarinn var leiðarmerki, lýsti þjer á hverri för, þar til lentir fögru fleyi farsællega heim í vör. Háar öldur brims og boða bak þjer eru, vinur minn. Nú þarf ekki lags að leita lending í svo komisl inn. Þú munt aldrei oftar leggja út á tímans kalda sjá. Nú er unaðsfyling fengin frioar-björtu-landi á- Minningar vjer margar eigjm - margt er atvik liðið hjá - vara þær, þótt vinir deyi, verða kærri okkur þá. Trúföst skulum vaka, vona, viðbúin á hverri stund, þegar hinsta kallið kemur kveðju með á Drottins fund. Endurminning áslvinanna örugglega geyma ber. Að þá fáum fundið aflur, framar öllu þráum vjer. Löngun há skal leiða okkur landið þráða friðar á, þar, sem Guðs-börn eilífð alla una sínum föður hjá. Elsku faðir, afi, bróðir, allir vinir tengdir þjer þakka heitt af hjartans grunni hlutverk þitt, sem lokið er. Hvíli vært á hinsta beði holdið þitt — og verði rótt. Ond þín vígð er æðra heimi, elsku vinur. Góða nólt. Far þú í friði, friður Guðs þig gevmi. Kristur þig krýni kórónu lífsins. Guftjón Pálsson. Grikkland Framh. af bls. 1. að ofan greinir, borin upp. Var hún samþykkt með yf- irgnæfandi meirihluta, eða atkvæðahlutfallinu 20:1. Skæruliðar streyma að Talið er að Elas-skærulið arnir hafi fengið verulegan liðsauka í dag. Einnig ger- ast þeir nú mjög uppi- vöðslusamir í Patras og fleiri hjeruðum, og í Aþenu læðast leyniskvttur þeirra stöðugt inn á sv'æði þau, er Bretar hafa, og gera alla um ferð þar ótrygga. Er illt að sjá við slíku. Síðustu frjettir: Seint í kvöld hafði Bret- um tekist að hrekja Elas- skæruliðana úr herbúðum þeim, sem þeir ruddust inn í í morgun. Hatramir bar- dagar geisa um alla borgina. Skæruliðar hafa tök á vatnslindum borgarinnar og er erfitt fyrir borgarbúa áð fá vatn. Allar búðir eru lokaðar og verður að kaupa mat'allan af ökrunum á göt- um úti. Eitt egg kostar'á slíkum markaði 7-6 (um 10 kr. ísl. pen.) og 10 enskar cigarettur 12-6 (um 16 kr.) XJííuerii ilripar: íLiafeqa ií^inu Jólaannir. ALLIR, sem vetlingi geta vald ið, eru á kafi í jólaönnum þessa dagana. Það má sjá þetta hvar sem gengið er. Göturnar eru full ar af iðandi fólki. Allir eru á fleygiferð. Verslanir eru troð- fullar af fólki, sem er að leita að jólagjöfum, eða kaupa eitt- hvað inn til jólanna. Á heimilun um eru ungir sem gamlir í óða- önn að undirbúa hina miklu kær- leikshátíð. Alt þarf að vera fág- að og hreint fyrir jólin. Enginn má fara í jólaköttinn. Hver og einn þarf að fá einhverja jóla- gjöf. En það má enginn vita, hvað hann fær fyrr en á aðíanga dagskvöld og þessvegna eru ótal leynistaðir fundnir á hverju heimili til að fela jólagjafirnar. Alt eru þetta kunnar staðreynd- ir og gamlar venjur. Þannig hef- ir það gengið til mann fram af manni og þannig verður það. Það er gleðilegt til þess að vita, að nú skuli svo margir geta veitt sjer þægindi og keypt fallega hluti. Það hefir árað vel fyrir okk ur einu sinni enn og flestir hafa nóg að bíta og brenna — en því miður ekki allir. Gleymum ekki þeim bágstöddu. HINN MARGUMTALAÐI „stríðsgróði“ hefir ekki náð til allra. Hjer í Reykjavík er fjöldi fólks, sem verður að neita sjer um margt, sem flestum finst sjálfsagt um jólin. Qamalmenni, sem ekki geta lengur unnið og eiga enga að. Farlama fólk, ein- stæðingsmæður, sem enga fyrir- vinnu hafa. En það vill svo vel til, að þetta fólk þarf ekki að fara algjörlega varhluta af hinni veraldiegu jólagleði. Til er hjer í bænum þörf og góð stofnun, sem með hjálp þeirra, er eitt- hvað geta látið af mörkum, hugs ar fyrir hinum bágstöddu og send ir þeim jólaglaðning. Stofnun þessi er Vetrarhjálpin, sem enn einu sinni biður Reykvíkjnga að muna eftir bágstöddum meðborg urum. Vetrarhjálpin hefir aldrei þurft að verða bónleið á Reykvík ingum. Þeir hafa ávalt brugðist vel við og best þegar mest reið á. • Nú koma skátarnir í kvöld. SKÁTAFJELAGSSKAPUR- INN hjer í bænum, hin ágætu samtök æskumanna, hefir undan farin ár hjálpað Vetrarhjálpinni 'við söfnun á fje fyrir jólin. Söfn un þeirra hefir gengið vel. Nú koma þeir í kvöld og berja að dyrum hjá íbúum í Mið- og Vest- urbænum. Það ætti ekki að þurfa að hvetja menn til að leggja eitt- hvað af mörkum er skátarnir koma — stórt eða smátt, eftir ástæðum. Næstu kvöld munu svo skátarnir heimsækja fólk, sem býr í öðrum bæjarhverfum. — Reykvíkingar góðir! Takið vel á móti skátunum og munið að korn ið fyllir mælirinn. Þeim aurum eru vel varið, sem gefnir eru til Vetrarhjálparinnar, þeir veita einhverjum gleðileg jól. © Jólasveinarnir og börnin. ÞESSUM pistlum er ekki ætlað að vera leiðbeining í barnaupp- eldi. En þó get jeg ekki stillt mig að segja frá litlu atviki, sem jeg var sjónarvottur að hjer á göt- unni á dögunum. Ung kona gekk fram hjá leikfangaverslun með lítinn laglegan snáða sjer við hönd. „Nei, sko jólasveininn“, sagði snáði, er hann sá jólasveina í búðarglugganum. En móðirin var augsýnilega ekki í neinu jóla- sveinaskapi, því hún hastaði á drenginn og sagði eitthvað á þá leið, að þetta væri vitleysa, það væru engir jólasveinar til. Drenghnokkanum líkaði þetta augsýnilega miður. Hann hafði orðið fyrir sárum vonbrigðum. Hvað móður og syni fór á milli eftir þetta, veit jeg ekki. En jeg var að hugsa á eftir, hvað þetta hafði verið ónærgætið af móður- inni, að lofa ekki snáðanum að vera í þeirri trú, að jólasveinar væri eitthvað, sem er til og sem stendur í sambandi við jólin. Jólasveina-hugmyndin er börn unum svo mikils virði, að það er synd, að taka hana frá börn- unum fyrr en þau hafa aldur og þroska til að skilja hana betur sjálf. • Nærgætni. ÞAÐ HEFIR oft verið fundið að ])VÍ, að afgreiðslufólk í versl- unum og skrifstofum kæmi ekki ávalt fram af þeirri kurteisi, sem krefjast verður af mönnum í slíkum stöðum. En það kemur sjaldnar fyrir, að afgreiðslufólkið kvarti undan viðskiptavinunum og er þess þó oft þörf. Nýlega var jeg staddur í verslun hjer í bænum, þar sem inn komu tveir unglingar, sennilega skólapiltar úr einhverjum framhaldsskólan- um hjer. Þeir höguðu sjer rudda lega mjög. Sþurðu með frekju eftir því, er þeir þóttust ætla að kaupa og voru með ónot í garð afgreiðslustúlkunnar, er varan var ekki til í versluninni. Á leið inni út ruddust þeir fram hjá fólki, sem var í búðinni og ann- ar pilturinn gaf stúlku olnboga- skot, að því er virtist vegna þess að hún var fyrir honum. Aldrei er lögð eins mikil' vinna á afgreiðslufólk eins og fyrir jól- in þegar mikið er að gera. Það ætti því ekki að vera til of mik- ils mælst við þá, sem versla í búðunum, að þeir komi fram af nærgætni og kurteisi við af- greiðslufólkið og ljetti því hið erfiða starf þess. Kurteisin kost- ar enga peninga, segir máltækið og menn geta gert alveg jafn góð kaup og fengið jafnmikið fyrir peningana sína, þó þeir komi kurteislega fram, eins og þó þeir hafi ruddaskap í frammi. Ný bók: Leit jeg suðurtil landa Nýlega er komið út á forlagi Máls og menningar safn af ís- lenskum helgisögum og ævin- týrum með nefninu „Leit jeg suður til landa“. Þetta er allstór bók, full af skemtilegum helgi- sögnum og ævintýrum frá mið- öldum, þar á meðal helgisögn- um um biskupana Þorlák helga og Guðmund góða. — Dr. Einar Ólafur Sveinsson, háskólabóka- vörður hefir safnað efni bókar- innar og er hún rjettnefnd upp- spretta fallegra sagna og skáld legra! Myndi marga vart hafa grunað að miðaldir vorar hefðu verið svo fjölskrúðugar á slíkt efni, og er ánægjulegt að þett.a skuli vera komið lestrarfúsum almenningi nútímans í hendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.