Morgunblaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 3
Sunnudag'ur 24. des. 1944. MORGUNBLAÐIÐ 3 Ísafoldarprentsmíðja h.f HALLDÓR Á HOFI Framh. af bls. 2. brauðs hið sama vor, 1841. Þá byrjaði síra Halldór á níu ára starfi sínu í Skagafirðinum. — Hann fluttist að Hofi í Vopna- firði 1850, og tók þar við af síra Guttormi prófasti Þorsteinssyni sem dó 1848. Hann kom að Hofi fertugur og var þar síðan 1il dauðadags, 31 ár. Þá er Alþingi hið nýja skvldi halda í fyrsla sinn, 1845, áttu meðal annara að mæta þar tveir menn konungkjörnir fyrir hina andlegu stjett í landinu og voru það þeir Sleingrímur biskup og Helgi Thordersen dóm- kirkjuprestur. Síra Halldór var skipaður varaþingmaður. Þeg- ar Steingrímur biskup dó,-vor- ið 1845. var síra Halldór kvadd ur til þings í hans stað. Sat hann síðan á hinum fyrstu þremur þingum, sem konung- kjörinn, 1845, 1847 og 1849. Síra Halldór var með í öllum undirbúningi, sem gerður var á undan þinginu sem aldrei var haldið — 1850 — tók þátt í þjóðfundinum hjerna í Reykja- vík, þar sem Trampe sleit fund inum á hinn eftirminnilega hátt. Selli Halldór nafn sitt óhræddur undir kærubrjefið, sem 36 þingmenn sendu kon- ungi 10. ágúst 1851. Það er enn í minnum hvernig farið var með suma embættis- mennina, sem voru svo djarfir að undirskrifa það brjef, eða að taka þátt í hreyfingunni, sem Jón Sigurðsson var einn aðal- leiðtoginn fyrir. Síra Halldór naut vinsam- legra ummæla prófessora í Höfn. svo að ekki var reynt að koma honum frá sem presti — en, vel að merkja samt, stað- festi konungur ekki veitingu hans fyrir Hofi fyr en 27. mars 1854, og var þáð talinn und- arlegur dráttur, þar sem hann fluttist að staðnum og starfinu 1850. Halldór hefði eflaust ver- ið kosinn á næsta þing, en kon- ungur bannaði 1852, að veila nokkrum þeim embættismanni þingfararleyfi til næsiu þing- setu, er skrifað hafði undir kæruskjalið 1851. Hann var því eigi á hinum næstu þremur þingum. En þá er næst var kosið, 1858, var hann kosinn þingmaður fyrir Norður-Múla- sýslu, og endurkosinn 1864. •— Oftar gaf hann ekki kost á sjer, því að eftir þar er kom fram um 1870, fór hann að kenra heilsubrests. Það ber vott um þá virðingu og traust, sem fólk bar til síra Halldórs í stjórn- málum, að hann var kosinn í allar fjórar nefndir, er störf- uðu á þjóðfundinum 1851, og í stjórnarskipunarmálinu fekk hann flest atkv. næst Jóni Sig- urðssyni — 34 af 40. Hann var kosinn forseti þings 1863. ★ ÚR ÞVÍ maður er kominn út í það, að minnast á ýms megin atriði í æfisögu þessa merka manns, þá er erfitt að stytta frásögnina. — Það er margt, lærdómsrikt í æfisögummerkra manna. Það var það, sem mjer fanst best við Óðinn. sem Þor- steinn heit. Gíslason gaf út, í þeim gömlu árgöngum sem jeg komst yfir fyrir vestan •— æfi- ágrip ýmsa manna, og greinar um afrek þeirra. Um síra Hall- Legsteinn síra Halldórs i Hofskirkjugarði. dór — svo vikið sje aftur að efninu — þar sem kristileg hugsjón á sjálfsagt að vera meginn. þráður hverrar ræðu, sem flutt er í Dómkirkjunni — má með sönnu segja, eins og norska skáldið Björnstjerne Björnson segir í allt öðru sam- bandi — ,.þar sem góðir menn ganga, þar eru guðs vegir“. •— Þetta mætti sanna með svo mörgum tilvitnunum í starfs- feril hans. Aðeins örfá orð um fjöl- skyldu sr. Halldórs, þó ekki sje öllum Reykvíkingum eins anl um ættfræði eins og okkur eldri Vestur-Islendingum. Hall dór misti fyrri konu sína, Gunn þórunni, 1856, frá átta börnum ungum. Þau börn voru: Þór- unn Elísabet, gift Pjetri Guð- johnsen verslunarstjóra á Vopnafirði •— innan sviga mætti segja að það var uppi á lofli í Guðjohnsens versluninni á Vopnafirði, sem Kristján Jónsson, Fjallaskáld, andaðist, 27 ára, og er hann jarðaður í Hofskirkjugarði; Gunnlaugur, prestur að Breiðabólstað í Vesturhópi, faðir Halldórs lækn is í Vestmannaeyjum, faðir Gunnlaugs Halldórssonar arki- tekts hjer í Reykjavík; Jón prestur að Skeggjastöðum; Lárus, Frikirkjuprestur, faðir frú Guðrúnar og Pjeturs Al- þingisritara; Ingibjörg, er dó 16 ára, 1868; Þorsteinn, preslur í Mjóafirði, faðir Halldórs og Ólafs hjer í Reykjavík, sem nota Halldórssonar föðurnafn- ið; Ólafur, sem var aðsloðar- maður í íslensku stjórnardéild inni í Höfn; og Gunnþórunn, gift Ólafi Gunnlaugssyni Odd- sen. Að þremur árum liðnum, árið 1859, kvæntist Halldór aft- ur og gekk að eiga Valgerði, dótfur 'Ólafs Finsení kammer- ráðs. Börn áttu þau ekki, nema einn son, er fæddist andvana. En þessi síðari kona hans gekk ekki eingöngu átta börnum í móðurstað, heldur tóku þau hjónin líka að sjer tíu fálæk börn til fósturs. Flest fóslur- börnin dóu áður en þau náðu fullorðinsaldri, og varð það þeim hjónum mikill harmur. ★ í ÆFISÖGU sinni um síra Halldór segir Einar heit. Jóns- son prófastur, að þegar Halldór misti fyrri konu sína, þá hafi Gísli læknir Hjálmarsson kom- ið heim til síra Jakobs á Hjalta stað — afa Vigfúsar Einars- sonar í stjórnarráðinu hjer í Reykjavík — og sagt frá al- burðinum. „Jeg hefi aldrei sjeð neitt eins guðdómlegt", sagði læknirinn, „eins og að sjá síra ruL jf (jlekhij jót! «cr () O. H. Helgason & Co. 4k*>A<tXí 4<s <í 4-4 4A X Halldór með harm sinn, þegar kona hans hafði gefið upp önd- ina — og að heyra hann þá hugga barnið sitt, sem hjá hon- um var — svo gagntakandi og yndisleg orð hefi jeg eigi heyrt af nokkurs manns vörum“, bætti hann við. Það má lika segja með sönnu að maðurinn er aldrei líkari skapara sínum, en þegar hann líður kristilega. Það er ekki smekklegt, að vera að leika á viðkvæma strengi mannshjartans á tím- •um sorgar og saknaðar. En í þessu sambandi getur mjer ekki annað en dottið í hug dæmi, er menn sáu, þegar það reiðarslag dundi yfir íslensku þjóðina, að Goðafoss var skot- inn niður rjett uppi við land- steinana fyrir aðeins rúmum mánuði. Jeg sá sjálfur þá hvern ig móðir — ein sú sannkristn- asta kona, sem jeg býst nokk- urn tíma við að hitta á lrfsleið- inni — bar harm sinn við soh- armissiA Þjáð sjálf af hættu- legúm sjúkdómi, með lífsvon stundum svo tæpa, að talið var best að kalla son hennar heihi frá Ameríku, íók þessi kona frjetlinni um dauða sonar síns rjett við strendur landsins •— þar sem þráin eftir að sjá drenginn sinn kæra hafði hald- ið henni uppi vikum saman — með þeim hetjuskap, stillingu og ró, að maður skammast sín að kvarta nokkurn tima um þá smámuni, sem gert er mikið úr í daglega lífinu. Hún, á sjúkra- beðinum sjálf, styrkti alla aðra aðstandendur.Jeg mintist á það við hana, hve erfitt hefði verið fyrir aðra fjölskyldu, sem jeg þekti, að bera þetta áfall. Með ró krisfilegs friðar í augum, sagði hún:„Það þarf ekki nema að leita styrks hjá Guði“. Svona menn og konur hefir ísland átt, og þennan kjark og þennan styrkleika í trúnni finn ur maður kannske í fleiri til- fellum en þann dag í dag en nokkurn mundi gruna, á þess- um dögum nútíma-menningar og ímyndaðs þroska. ♦ JEG HEFI vikið frá efninu lítilsháttar, en bara sem inn- skot og skýring á því, að við undrumst líka þann dag í dag, áð sjá þetta guðdómlega sem austfirski læknii'inn sá, fyrir meir en sextíu árum, þegar hann talaði um hvernig kristin sál, ber harm sínn. Það væri margt annað, sem mætti segja um þennan mann, sóma sveitar sinnar og lands, sem byrjaði á víðtæku og miklu starfi fyrir meir en öld síðan. En jeg vil Framb. á 4. síðu. (jLkLcj jóf! Efnagerðin Stjarnan. QLkiecj jót! Vera Simillon, Snyrtivöruverksmiðja. QLkteq jót! Svannr h.f. 4 (jLJecj jót! Verslun Sigurðar Haildórssonar, Öldugötu' 29. Cjídiíecj jóí! Prentmyndagerðin Ól. J. Hvanndal. (jL&iLcj jót! Sláturfjelag Suðurlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.