Morgunblaðið - 09.01.1945, Side 1

Morgunblaðið - 09.01.1945, Side 1
STÓRHRÍÐ Á VESTURVÍGSTÚÐVUIMUM Handaríkjamenn biíast við hefndarskothríð hráðlega London í gærkveldi: ' BANDARÍKJAMENN búast við því, að Þjóðverjar muni ef-tir svo sem einn til tvo mán- uði, byrja áð skjöta hefndar- vopnum á borgir og staði á austurströnd Norður-Ameríku, sagði Ingram flotaforingi, yfir- maður Atlantshafsflota Banda- ríkjanna í dag við frjettamenn. Hann kvað flotánn gera allar hugsanlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir þetta, og sagði, að álilið væri, að Þjóð- vérjar myndu senda skeytin annað hvoi't af skipum, úr flug vjelum, eða kafbátum. Sagði hánn, að enn hefðu Þjóðverjar um 300 kafbáta á Atlantshaf- inu, en Bandaríkjamenn væru ákveðnir í að reyna að hindra þá í að komast í skotfæri við strendur landsins, eða að minsta kósti að sjá um að þeir sendu ekki frá sjer margar svifsprengj ur. ■—Reuter. Bretar elta Elasmenn London í gærkveldi: BRESKAR hersveitir halda áfram að elta Elasmenn, sem flýja til norðausturs og suð- austurs, og hafa bresku her- sveitirnar hreinsað til auk þess á mest öllum Attikuskaga, víð- ast hvar gegn mjög lítilli mót- spyrnu. í norðausturátt eru framsevtir Breta komnar um 35 km frá Aþenu, en bæði í höfuðborginni og Piræus er alt rólegt í dag. Ýmsir fregnritarar telja, að Elasmenn muni ætla að setja á laggir sjerstaka stjórn í Salo niki, eða einhverri annari borg í norðurhluta landsins, þar sem enginn vafi geti talist á því, að Elas eigi miklu fylgi að fagna víðast hvar í Norður-Grikk- landi. Scobie hershöfðingi hefir hrósað mönnum sínum mjög fyrir hreystilega baráttu þeirra í Aþenu. \ Sagði sig úr nefnd. London: Nýlega hefir fulltrúi Bandaríkjanna sagt sig úr nefnd þeirri, sem fjallar um mál stríðsglæpamanna. — Talið er að hnnar verði skipaður. Þýsk þrýstiloftsflugvjel V . » iHIWHH'l, ÆLflW Hjer birtist fyrsta myndin af einni hinna nýju þrýstilots- knúðu orustuflugvjcla, sem Þjóðverjar eru farnir að nota. Eru Messerschmitt 262, en þær hafa tvp þrýstiloftslircyfla undir þær óhemju hráðfleygar. Þessi vjel er talin vera af tegundinni vængjunum. Myndin var tekin af amerískum orustuflugmanni. Rússar inni í Budanest Þjóðverjar né aftur borg í 32 km. fjarlægð London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. RUSSAR tilkvntu í herstjórnarfregnum sínum í kvöld, að her- sveitum þeirra hefði enn orðið talsvert ágengt í sókn sinni í Budapest og tekið þar hina miklu og fÖgru þinghöll. All’s ségjast þeir hafa náð 103 húsasamstæðum í borginni. Þjóðverjar hafa tekið aftur borgina Esztergom i sókn sinni seluliðinu í Buda- pest til hjálpar og gera stöðugt ákafa'r aráSir gegn Rússum um 30 km frá Budapest. Rúsar segja, að Þjóðverjar beiti feikna mörgum stórum skriðdrekum og flugvjelum í gagnsókn sinni og skeyti lítt um tjón. Bardagar eru mann- skæðir. .— Þjóðverjar sækja þarna suður með Dóná að vest- an, en Rússar norður með henni að vestan. í Budapest verjast Þjóðverjar og Ungv. af ákaf- legri hörku og ofstæki, enda eygir nú varnarliðið vonir um að því verði komið til hjálpar. Annars staðar á Austurvíg- stöðvunum urðu engar merki- legar breytingar að sögn Rússa. Þjóðverjar hafa nú rofið þögn- ina um gagnsókn sína í nánd við Budapest og segjast í henni hafa eyðilagt 159 skriðdeka fyr ir Rússum. Framsókn í Burma. London í gærkveldi. FRAMSÓKN bresku herj- anna í Burma er enn allhröð og er henni stefnt í þrem fylk ingum í áttina til Mandalay. Hefir einn herinn tekið bæinn Swebaw, sem er þýðingarmik- il samgöngumiðstöð. — Önnur fylking sækir að Mandalay úr norðvestri meðfram járnbraut einni, og er sú fylking nú rúma hundrað kilómetra frá borg- inni. Japanar hafa ekki mikl- ar varnir á þessum slóðum, en eftirförin er Bretum erfið, vegna þess, hve land er ilt yf- irferðar. — Reuter. Bandamenn hafa unnið á og hrakið Þjóðverja austur yfir IViaas aftur London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. A XORÐANVERÐUM Vesturvígstöðvunum er nú stór- hríð, og ímjög erfitt um hardaga, en þó liefir verið baristi ákaflega mikið í dag, en breytingar hafa orðið heldur litlar. Þó hafa bandamenn unnið talsvert á norðan á Ardennafleygn- um og getað þaf rofið annan aðalaðflutningaveg Þjóðverja til vígstöðvanna. Að sunnan hafa hermenn Pattons hnmdið áhlaupum Þjóðverja og unnið nokkuð á.. Á bökkum Rínar fyrir svmnan ög nórðan Strasburg segjast Þjóðverjar ver.a; byrjaðir sókn að Strasburg. Annarstaðar í Elsas er sókril Þjöðverja að mestú leyti stöðvuð. Þar sem Þjóðverjar komust vesturfyrir Maas í Ilollandi, hafa þeir verið reknir yfir aftur. Iaarós ó Luzoney New York í gærkveldi. JAPANAR segja í útvarpi sínu í kvöld, að Bandaríkja- menn hafi gert innrás á Luzon- ey, hina helstu Filipseyja. — Heyrðist hjer, að sagt var í japönsku útvarpi, að talið væri að Bandaríkjamenn hefðu þeg- ar sett á land um eitt herfylki við Lingayen-flóa, en þar rjeð- ust Japanar á land á Luzon, er þeir lögðu undir sig eyjarnar. Þessi fregn Japana hefir ekki verið staðfest enn af banda- manna hálfu. — Reuter. • • Ongþveiti i Póliands- málunum London í gærkveldi: MESTA öngþveiti ríkir nú í Póllandsmálunum, og mun fæsta furða á því, þótt svo sje, er þeir hafa lesið eftirfarandi skýringu sjórnmálafregnritara vors, sem segir svo: — Eins og stendyr er helmingur Póllands á valdi Rússa, helmingur á valdi Þjóðverjá. Pólsk stjérn, sem Bretar og Bandaríkjamenn og yfirleitt allir bandamenn viðurkenna, silur í London, en í Lublin er einnig stjórn, sem Rússar einir viðurkenna. Bret- ar eru algerlega á öðru máli um þessa hluti, en Rússar. En nú vill svo einkennilega til, að Bretar, Rússar og Lublin nefndin virðast vera nokkurn- veginn á einu máli um landa- mæri Póllands eftir stríðið, þ. e. Curzonlínuna, en pólska stjórnin í London vill ekki heyra þetla nefnt. ( — Reuter^ Illviðri og óvissa. Marshall Yarrow frjettarit- ari vor á Vesturvígstöðvunum, símar í kvöld, að veður hafi aldrei verið jafnilt þar, síðan bardagar byrjuðu. Segir hann, að bandamenn hafi tekið 5 þorp á norðurhluta Ardennafleygs- ins. I Elsass segir hann að bet- ur líti út, en hitt sje ekki þar með sagt, að baráttan um Ar- dennaskóginn sje unnin, og hættan við Strasburg er enn ekki liðin hjá, þar sem Þjóðverjar auká árásir bæði að sunnan og norðan. Montgomery hrósar Rundstedt. Montgomery marskálkur hef ir rætt við blaðamenn, eins og vjer höfum fyrr getið um. Sagði hann, að Rundstedt. væri tví- mælalaust snjallasti hershöfð- ingi Þjóðverja, en sókn hans hefði lítið ógagn gert banda- mönnum. — Jeg hlustaði sjálf- ur á Montgomery, segir Yarr- ow, og hann var mjög rólegur að vanda. Eins gengur öll sókn hans rólega. Hraktir yfir Maas. Sint í kvöld berast fregnir um það, að Bretum hafi tekist að hrekja þýsku framsveitirn- ar, sem komust yfir Maasfljót- ið nærri Venlo, aftur yfirum ána. Var barist af miklum móði í ofsaroki og skafhríð þarna við ána. — Þjóðverjar eru mjög á ferli norðan Maasfljótsins. Ráðist á skæruliða. London: — Franska frjetta- stofan tilkynnir, að nýlega hafi sprengjum verið varpað og skotið af vjelbyssum á herbúð- ir frönsku heimahersveitanna (F. F. I.) í Marseilles. Tjón hlaust af, en tilræðismenn sluppu. Þá var einnig ráðist á aðrar stöðvar nærri Marseilles, sem F.F.I.-menn voru í. L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.