Morgunblaðið - 09.01.1945, Side 6
6
MORGUNULAFTÐ
Þriðjudagur 9. janúar 1945
Útg.: H.f Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Simi JL600-
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands.
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Staðin að verki
STJÓRNARANDSTAÐAN í lýðfrjálsu landi er næsta
eðlilegt fyrirbrigði. Þar, sem hugsun er frjáls, eru skoð-
anir skiftar og eigi um sakast. Þar, sem þingræðis-
stjórnskipun á hvað lengsta þroskabraut að baki, nýtur
stjórnarandstaðan á hverjum tíma virðingar og fullkom-
ins tillits.
Á þetta var formaður Framsóknarflokksins, Hermann
Jónasson, að benda nýlega, og vitnaði til, að í Bretlandi
væri talað um hina „konunglegu stjórnarandstöðu”.
Nú er nokkuð sinn siður í landi hverju. Menn minn-
ast þess, að þegar flokksofstæki Framsóknarflokksins
var í algleymingi, á stjórnartíð núverandi formánns
'flokksins, sást ekki á, að þeim góðu valdhöfum Fram-
sóknarflokksins þætti stjórnarandstaðan mjög „konung-
borin”. Var þó staðreynd, að þáverandi stjórnarandstaða
studdist oftast við meira kjósendafylgi en sjálf ríkis-
stjórnin, þótt það kjörfylgi nyti ekki rjettmætra áhrifa á
Alþingi, — vegna ranglátrar kjördæmaskipunar og kosn-
ingalaga.
Enn er það svo, að hin vanalegu lögmál þingræðisins
hafa alsstaðar orðið að verulegu fyrir áhrifum þeirra ægi
legu átaka, sem.nú eiga sjer stað í heiminum í styrjöldum
þjóða í milli. Þessi áhrif lýsa sjer fyrst í því, að þjóðirnar
hafa á slíkum tímum kappkostað að samræma eftir föng-
um hinar mismunandi þjóðmálaskoðanir með pólitísku
samstarfi flokka meðan á stríðinu stendur. Hefir þá einn
ig haggast nokkuð viðhorf manna til þess, hversu „eðal”-
borin sú stjórnarandstaða er sem á slíkum tímum skerst
úr leik, þegar reynt er að skapa alsherjar pólitískt sam-
starf þjóðanna.
Er ekki ósanngjarnt, að metin sjeu framangreind við-
horf, áður en að því dregur að ávarpa háttvirtan formann
Framsóknarflokksins sem hinn „konunglega” stjórnarand
stæðíng.
En svo er enn á eitt að líta. Hvernig er núverandi stjórn
arandstaða Framsóknarflokksins til komin og hvers eðlis
er hún? Það er rjett, að hún sjest lítt fyrir í dómum sín-
um um ríkisstjómina og stefnu hennar. En stöldrum nokk
uð við:
Forsætisráðherra upplýsti í eldhúsumræðum frá Al-
þingi í desember, að 14. sept. s. 1. hefði Sjálfstæðisfl. gert
hinum þingflokkunum skriflegt samstarfstilboð þar sem
dregnir voru frumdrættirnir að þeirri nýsköpunarstefnu
ríkisstjórnarinnar, sem nú er kjarni stefnu hennar, hefði
Framsóknarflokkurinn svarað þessu tilboði játandi
— svohljóðandi: „Gerð sje áætlun um, hvaða atvinnu-
tæki þurfi að fá til þess, að sem flestir landsmanna geti á
venjulegum tíma haft vinnu við sem arðvænastan at-
vinnurekstur. Og ennfremur hvaða framkvæmdir skuli
gerðar með hliðsjóð af því, að atvinnuleysi skapist ekki í
landinu. Ríkisvaldið hlutist til um það, að nauðsynleg
atvinnutæki verði keypt utanlands eða gerð innanlands
svo fljótt sem fært þykir. Skulu atvinutæki þessi seld
einstaklingum, fjelögum eða rekin af ríkinu, ef starf-
semi þeirra er þýðingarmikil fyrir þjóðarheildina, eða
mikinn hluta hennar. Skulu fjelög til þess að reka at-
vinnutækin stofnuð að tilhlutan hins opinbera, ef þörf
reynist. Að svo miklu leyti, sem fjármagn til þeirra
framkvæmda fæst ekki með venjulegum sköttum og eðli-
legri eignajöfnun, skal það fengið með lántökum, e. t. v.
skyldulánum eða eftir atvikum skylduhluttöku í atvinnu
tækjum”.
Þannig söng þá í Framsóknarflokknum meðan ekki var
útsjeð um, að hann kynni einnig að standa að samstjórn
flokkanna.
Þessa sömu stefnu kalla Framsóknaremnn nú „nýju
fötin keisarans”, og Hermann Jónasson segir, að hún
miði að því, „að koma öllum þjóðarbúskapnum í sjálf-
heldu”.
Stjórnarandstöðu, sem þannig er síaðin að verki, er
erfitt að krýna með „konunglegu” titlatogi. —
— Gunnþórunn
Framh. af bls. 2.
hrærðust í brjósti leikkonunn-
ar.
Síðan mælti hún nokkur orð
til leikhúsgestanna, þar sem
hún m. a. kvaðst ekki géta
komið orðum að því þakklæti
öllu, er hún á þessari stundu
bæri í brjósti til samverka-
fólksins síns á undanförnum
áratugum, bæði lil þeirra, sem
hún nú hefði þá ánægju að
starfa með og eins til hinna, er
horfnir væru af sviðinu, svo og
til leikhúsgestanna fyr og síð-
ar, sem hefðu sýnt sjer um-
burgarlyndi og kærleika, þegar
hún hefði ekki getað uppfylt
þær kröfur, sem hún og aðrir
hefðu með rjeltu gerl til henn-
ar.
Jeg þakka ykkur öllum, sagði
frk. Gunnþórunn og bið Guð
að blessa ykkur öll.
Nú hvarf leikfólkið af svið-
inu, en úr öllum áttum voru
henni borin blóm og þeim rað-
að umhverfis hina fimmtugu
leikkonu, svo hún var ao lok-
um umkringd blómum, serrt töl
uðu sínu máli um vinsældir
hennar og góðar óskir bæjarbúa
í hennar garð.
★
Kvöldveislan.
Um kvöldið hjelt Leikfjelag-
ið og Fjelag ísl. leikara sam-
sæti í Iðnó frk. Gunnþórunni.
Var áhorfendasalurinn í Iðnó
fullskipaður.
J Borðhaldið hófst kl. 8V2. For
maður Leikfjelagsins, Brynjólf
yr Jóhannesson stjórnaði hóf-
inu. Hann ávarpaði heiðursgest
, inn með nokkrum orðum og
bauð gestina velkomna.
Aðalræðuna fyrir frk. Gunn-
þórunni hjelt formaður Fjelags
ísl. leikara, Þorsteinn Ö. Step-
hensen.
Aðrir ræðumenn voru þess-
ir: Ævar R. Kvaran, Harald-
ur Björnsson, Magnús Sigurðs-
son bankastjóri, Lárus Pálsson,
Friðfinnur Guðjónsson, frú
. Guðrún Indriðadóttir, Sveinn
V. Stefánsson, formaður Leik-
'fjel. Hafnarfjarðar, Jón Norð-
fjörð leikari frá Akureyri,
Helgi Helgason, frú Anna Guð-
mundsdóttir. Öll sneru þau máli
sínu til frk. Gunnþórunnar. En
frú Guðrún Jónasson talaði um
íslenska leikara, þrotlaust
starf þeirra í þágu ísl. leiklist-
ar og þakkaði þeim fyrir mörg
, unnin afrek og óskaði þeim
blessunar í framtíðinni.
j Að endingu flutti heiðurs-
gesturinn snjalla ræðu . og
þakkaði fyrir sjer sýndan sóma
og velvild alla.
| Þá var lesinn fjöldi heilla-
'óskaskeyta. Voru mörg þeirra
skemtileg og hlýleg.
Síðan hófst dans, er stiginn
var með mjög miklu fjöri til
kl. 4. Var heiðursgesturinn
lengst af á dansgólfinu allan
tímann og ljet ekki á neinni
þreytu bera, þrátt fyrir 72 árin.
in.
\Jííueí'jL ilripar:
'll’ ilcKjíecja lípinu
Raketta eyðir sex húsum
LONDON: Fimm manns fórust
nýlega og margir særðust, er
rakettusprengja fjell bakvið
íbúðarhúsaröð í Suður-Eng-
landi. Sex hús hrundu til
grunna og urðu íbúarnir und-
ir rústunum. — Bráðiega tókst
að bjarga flestu af fólkinu.
Spilafje.
EINHVERN TÍMA um þetta
leyti í fyrravetur skýrði jeg frá
, því, að" spilaklúbbur einn hjer
:í bænum hefði ákveðið að vera
^spilafje vetrarins til góðgerðar-
Istarfsemi. Mjer var kunnugt um,
að eftir að frá þessu var skýrt
ákváðu fleiri klúbbar að verja
jöllu spilafjenu til einhverrar góð-
gerðarstarsemi hjer í bænum.
J Nú er spilatíminn upp á sitt
hæsta. Víðast hvar er ekki um
'háar upphæðir að ræða, sem
safnast i spilasjóðina. Menn spila
á spil til að skemta sjer, en ekki
til að græða fje. Áður fyr var það
siður, að spilafjelagar gerðu sjer
glaðan dag fyrir spilafjeð eftir
veturinn og mun svo vera viða
ennþá. En mjer er kunnugt um,
að þeir spilaklúbbar, sem hafa
tekið upp þann sið, að gefa fjeð
til góðgerðarstarfsemi hafa haft
af því fult eins mikla ánægju eins
og að nota það sem eyðslufje í
eigin þarfir.
•
Skemtilegir dagar.
UDANFARNIR góðviðrisdagar
hjer í bænum og nágrenninu hafa
verið skemtilegir. Þeir, sem not-
uðu helgina til að fara á skíði sáu
ekki eftir þv. Aðrir notuðu góða
veðrið til að fara í gönguferðir
um nágrenni bæjarins. Það er
yndislegt hjer umvherfis bæinn á
slíkum góðviðrisdögum. Menn
gleyma skammdeginu, rokinu og
rigningunni. Það er ekki lengur
nöldrað yfir því, að ísland sje
land, sem „ekki sje lifandi í“,
eins og stundum heyrist.
Nýlega átti jeg tal við útlend-
ing, sem dvalið hefir hjer í 2 ár.
Hann hafði heyrt þetta nöldur
í íslendingum um veðráttuna. En
hann sagðist heldur vilja íslenska
veðráttu með öllum hennar göll-
um, en veðrið heima hjá sjer. —
Þar sem hann á heima er þó ekki
jafn stormasamt og í Reykjavík
og sumrin eru heitari.
„Heima hjá mjer“, sagði þessi
útlendingur fjekk jeg kvef við
og við. En hjer á íslandi er loft-
slagið svo hreint og heilnæmt, að
jeg hefi enn ekki fengið kvef,
hvað þá meira“.
Það gerir ekkert til þó nöldr-
ararnir heyri þetta.
©
Óhreinindin koma í
Ijós.
NÚNA ÞEGAR daginn er farið
að lengja kemur ýmislegt í ljós
í bænum, sem menn veittu ekki
athygli í skammdegismyrkrinu.
Óhreindin og óhirðan koma í ljós
í birtunni. Óhreinar gluggarúður,
sóðaskapur á götunum og úm-
hverfis hús manna. Það fer að
verða tími til að gera hreint fyr
ir sínum dyrum. I fyrravetur og
vor fór þrifnaðaralda um bæinn.
Töldu margir, að lýðveldishátíð-
in, sem þá var í vændum ætti
drýgstan þáttinn í öllu því hrein
læti. En nú má ekki láta staðar
numið, þó engin þjóðhátíð í sje
í vændum.
Reykvíkingar hafa sjeð hve
bærinn þeirra getur verið snyrti
legurmg þá er að halda því áfram
að hafa bæinn snyrtilegan.
En hreinlætið í bænum er kom
ið undir hverjum einstökum. —
Það verða allir að vera sammála
og samhentir um, að hafa bæinn
hreinan.
manna hjer í bænum. Hafa marg
ir menn unnið að því í alt sum-
ar og haust. Mun því starfi nú að
mestu lokið í þili.
En það eru fleiri verkefni fyr-
ir þessa menn, en að hirða lausa
ruslið. Nú ætti að hefja alsherj-
ar herferð gegn ólöglegu skúrun-
um, sem alsstaðar eru til öprýði
i og víða til skammar fyrir þá er
hróflað hafa upp þessum skúrum.
Fróðir menn telja, að það sjeu
um 400 ólöglegir skúrar við hús
hjer víða í bænum, og mjer er
sagt, að ekki þurfi nema leyfi
lögreglustjóra til þess að hægt
sje að ganga að því, að rífa þá
alla niður.
Hjer er vissulega nýtt verk-
efni fyrir hreinlætissveitina.
Leigubílaverðlagið.
NÝLEGA settu bifreiðastjórar
upp verð fyrir leigu á bílum sin-
um. Verð lagsstjóri telur þetta ó-
leyfilegt með öllu og enda mun
hann hafa kært bifreiðastjórafje
lagið, sem taxtana hækkaði og
ennfremur eru komnar fram kær
ur á marga einstaka bifreiða-
stjóra, sem þykja hafa tekið ó-
leyfilega hátt verð fyrir bíldleigu.
En hvað sem því máli líður, þá
er annað atriði í sambandi við
bílaleiguna, sem er alveg óþol-
andi og hefir ekki breytst eftir
að bílstjórar hækkuðu leiguna.
Það er ósamræihið í leigu. Það
kemur varla fyrir, að tveir bií-
stjórar taki sama verð fyrir að
aka sömu vegalengd á sama tíma
dags. Það bendir alt til þess, að
bílstjórar fari ekki eftir neinum
föstum reglum heldur slumpi á
leiguna og fer þá venjulega eftir
því í hvernig skapi viðkomandi
bílstjóri er í, hvað hann setur
upp.
•
Þarf að bæta úr.
HJER er á ferðinni misræmi,
sem þarf að jafna hið allra fyrsta
með einhverjum ráðum. Verð-
mælar eru sagðir ófáanlegir. En
þá er enn eitt ráð, sem t. d. er
notað í Washington í Bandaríkj-
unum. Þar er borginni skipt nið-
ur í ákveðin „leigusvæði", eins
og sagt er að hjer eigi að gera.
En til þess að leigubílfarþegar
geti fylgst með hvað þeir eiga að
greiða, er hengdur upp uppdrátt-
ur af leigusvæðunum í bílnum,
i þar sem menn geta fylgst með,
I hvað þeir eiga að greiða. Væri
ekki hægt að koma einhverju
slíku á hjer?
! •
Skíðafjelag Reykja-
víkur.
KRISTJÁN SKAGFJÖRÐ, for-
maður Skíðafjelags Reykjavíkur
biður mig að gefnu' tilefni að
geta þess, að Skíðafjelagið geti
að jafnaði flutt 150—200 manns
í skíðaferðir um helgar. Fjelags-
menn ganga fyrir'öðrum um far
í bílum, sem fjelagið hefir á leigu,
en þá verða þeir að sækja miða
fyrir kl. 4 á laugardögum.
Bannað að dansa í París.
París: — Hjer hefir nýlega
verið bannað algjörlega að
dansa, og Ijet borgarstjórinn
svo um mælt, að slíkt sæmdi
Jekki, þar sem þrjár miljónir
jFrakka væru stríðsfangar og
jþúsundir fjellu í styrjöldinni
Jdaglega. Hafa háar sektir ver-
ið lagðar við brotum á banni
þessu, og ef það sannast, að
Þarft verk.
' ÞAÐ VAR þarft verk, sem bæj
aryfirVöldin og lögreglan Ijetu
hefja á s. 1. vori, er sjerstökum j
| lögregluþjóni var fengið það jum stað, verður þeim skemti-
starf, að hreinsa til á lóðum .stað lokað.
dansað sje á nokkrum opinber-