Morgunblaðið - 09.01.1945, Síða 12
12
íriðjudagur 9. janúar 1945
Jkótta” H
eggja fiskimála-
nefnd niður
AÐALFUNDUR Skipstjóra-
og stýrimannafjelagams -Grótta
var haldinn hjer i bae s.l.
sunnudag.
Ýmsar breytingar voru gerð-
ar á st jóm f jelagains. Úr stjórn
mni gengu þeir Agnar Hreins-
eon formaður og Gísli Jónsson
g-jaldkeri. í þeirra stað voru
ftesíir ménn kosnir: Auðunn
Hermannsson form. og Halldór
tfai -dórsson gjaldkeri, en Agúst
SiiæbjÖrnsson ritari var endur
feði'.nn. Meðstjórnendur voru
ftðsnir þier: Ingvar Pálmason
og Sveinbjörn Einansson.
Á fundinum voru sarnþyktar
btféytingar á lögum fjelagsins.
Váf samþykt, að íjelagið stófn
aði deild fyrir fjelagsmenn á
Suðurnesjum. en deild þessi og
fjelagið starfi sem heild að öll-
tiE stærri málum f jeiagsins.
Þá var og samþykt að senda
neírerandi rikisstjóm traust-
yfirlýsingu fjelagsins.
Svohljóðandi tiilága, er kom
fram á fundinum, var samþykt
beinu hljóði: Að skora á Al-
tíiíiK i að leggja niður Fiski-
móianefnd og fá Fiskifjelagi
Íídands störf hennar til úrlausn ’j
ar. J
Almennur áhugi ríkti á fund
«**«-• mum endurþyggingu fiski-
efeipaflotans og önnur velferð-
armái sjómannastjettarinnar.
Fjelagssvæði Skipstjóra- og
fctýrimannafjelagsins Grótta
►tær um Reykjavík, Hafnar-
fjwrð og Suðurnes, en fjelagar
eru einungis menn með hinu
mírsna fiskimannaprófi, á áður
weíndu svæði, og eru fjelagar
«hs.Iíí 150 og 160,
með virðuiegum
ijöfum
í FYRRADAG fiutti sr. Sig-
urbjörn Einarsson dósent guðs-
þ.f irustu í Dómkirkjunni, þar
sem hann kvaddi Hallgrímssöfn
uð, en hann hefir verið prestur
Isess safnaðar um fjögurra ára
ekeið.
í tilefni þess, að hann lætur
af prestsstarfi hjá Hallgríms-
söfnuði, voru honum og konu
h'&tis færðar góðar gjafir.
Stjórn Kvenfjelags Hallgríms-
sóknar færði þeím prestshjónun
um silfurborðbúnað fyrir kaffi,
hihn dýrasta grip. Sóknar-
nefndin færði sr. Sigurbirni
skdfborð, afargóðan grip, smið
aðan af Olafi Guðmundssyni
trjesmið, Er nafn sr. Sigur-
björns skorið á borðið með.
höfðaletri og ennfremur: „Frá
Hallgrímssöfnuði 1944“. Yfir-
leitt er borðið völundarsmíð.
— Þá færði söngflokkur og
meðhjálpari prestinum stand-
larnpa úr íslensku birki, skor-
jnn 1 líki svans, sem hefur sig
til flags, einnig ágætasta gr'n*
Frá orustaniti um Tarava
Einhver harðasta orusta, se n landgöngusveitir Bandaríkjaflotans hafa nokkru sinni lcnt í,
var þegar innrásin var gerð á e.vna Taráva í Kyrrahafinu. Stríðsmálari einn hefir reynt að
Ivsa viðureigninni hjer á jnyndinni að ofan. I bardaga þessum fjellu rúmlega 1000 Banda-
ríkjanienn en 2.557 særðust.
Sjálfstæðismenn
unnu kosningu
í Ölafsfirði
FYRSTU bæjarstjórnarkosn-
ingar Ólafsfjarðar fóru svo, að
Sjálfstæðismenn sigruðu, fengu
þeir þrjá fulltrúa kjörna.
Við kosningarnar komu fram
þrír listar, B-Iisti frá Sjálfstæð
ismönnum, C-listi frá Sósíalist
um og A-listi fra Framsóknar-
mönnum.
Atkvæði fjellu þannig: B-
listinn fjekk 139 atkv. og þrjá
fulltrúa kjörna, þá Ásgrím
Hartmannsson kaupm., Sigurð
Baldvinsson útgerðarm. og Þor
stein Þorsteinsson útgerðarm.
C-listinn fjekk 111 atkv. og tvo
fulltrúa kjörna, Sigurstein
Magnússon skólastjóra og Sig-
ursvein Kristinsson skrifstofu-
mann. A-listinn fjekk 76 atkv.
og tvo fulltrúa kjörna: Árna
Valdimarsson útibússtjóra og
Björn Stefánsson kennara.
Á kjörskrá voru 483 manns.
en kosningarjettar neyttu 342.
ógildir og auðir seðlar voru 16.
Fjársöfnun Sjálfstæðisflokksins
FJÁRSÖFNUNARNEFND Byggingarsjóðs Sjálfstæðisflokks-
ins ákvað fyrir jólin að fresta þá söfnuninni i bili fram yfir
áramót.
Þá höfðu safnast 115 þúsund krónur.
Nú er söfnunin á ný hafin og nefndin beinir þeim óskum til
þeirra, sem enn hafa söfnunargögn með höndum, að gera nú skil
við fyrstu hentugleika.
Eins og menn muna, var sá
háttur við hafður, þegar fjár-
söfnun Byggingarsjóðs hófst,
um mánaðamótin nóvember og
desember s.l., að allir skráðir
meðlimir Sjálfstæðisfjelaganna
hjer í Reykjavík voru þá brjef
lega hvattir til þess að vinna
að söfnuninni og hverjum ein-
stökum send nokkur styrktar-
skjöl ásamt söfnunarlistum.
Enn er það svo, að nær 1500
meðlimir hafa ekki fram að
þessu gert skil. Af eðlilegum
ástæðum hefir þetta dregist hjá
mönnum vegna hátíðanna.
Nú ættu menn á ný að hafa
hentugri kringumstæður til að
sinna söfnuninni og eru það vin
samleg tilmæli fjársöfnunar-
nefndar, að menn nú hraði eft-
ir föngum að standa skil á söfn
unargögnum.
Fjárframlögum til byggingar
sjóðs er veitt móttaka daglega
á skrifstofum Sjálfstæðisflokks
ins í Thorvaldsensstræti 2.
Kaupir ríkið
Fríkirkjuvcg 11?
FJÁRVEITINGANEFND hef-
ir skilað áliti um þingsályktun-
artillögu Jónasar Jónssonar,'
um að ríkið kaupi húseignina
við Fríkirkjuveg 11.
Leggur nefndin til, að tillag-
an verði samþykt svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að heimila
ríkisstjórninni að kaupa ríkinu
til handa húseignina nr. 11 við
Fríkirkjuveg í Reykjavík, ef
viðunanlegir samningar takast
um verð og greiðsluskilmála“.
Frk. Gunnþórunn Halldórsdóttir á sviðinu í Iðnó á sunnudags-
kvöldið, eftir að öll blómin höfðu verið borin inn til hennar.
(Sjá grein á bls. 2)
Frjetlir frá Noregi
Frá norska blaðafull-
trúanum.
NORÐMAÐUR einn er nýkom
inn til Stokkhólms frá Osló, að
því er segir í fregn frá norsku
frjettastofunni í London. Hann
segir, að óskundaverk Norð-
manna hafi gert Þjóðverja í
Osló taugaóstyrka mjög.
Nýlega var skotið á þrjá frið
sama borgara á götu í Osló, og
síðan tóku Þjóðverjar þá að
sjer.
Hann kvaðst hafa orðið fyr-
ir því hvað eftir annað, að
Þjóðverjar hafi ráðist að sjer
á götu og leitað á sjer. Eitt sinn
varð kunningi hans fyrir slík-
um aðförum þrisvar á 15 mín-
útna göngu. Eitt sínn var þessi
heimildarmaður frjettastofunn
ar við 14. mann á gangi á Karl
Johansgötu, er þeir allir voru
teknir fastir og leitað á þeim
hátt og lágt.
Kemur það víða í ljós, nve
erfitt er fyrir Þjóðverja í Nor-
egi að hafa stjórn á sjer.
Prestar í varðhaldi.
Quislingar halda áfram að
taka presta höndum og flytja
þá í fangavist. Áður var þeim
safnað saman í Lillehammer.
En nú eru prestafúðirnar flutt-
ar til Helgöyja í Mjösen. Þar
er fjöldi presta undir ströngu
eftirliti.
★
FREGNIR frá Stokkhólmi
um loftárásina, er gerð var á
Osló á gamlársdag, herma, að
75 manns hafi farist, en auk
þess hafi 50—60 særst.
23 hús skemdust, en af þeim
gereyddust 6.
LONDON: Nýlega hefir Eli-
ot Roosevelt, sonur Roosevelts
forseta, gengið að eiga kvik-
myndaleikkonuna ungfrú Emer
son. Hún hefir verið gift einu
sinni áður, en hann tvisvar.
Bifreið lendir út af
bryggju
Menn sakaði ekki
' Stykkishólmi, mánudag.
Frá frjettaritara vorum.
í DAG um tvöleytið lenti bif
i-eiðin P-8 út af hafnargarðin-
um í Stykkishólmi og fjell í
sjóinn. Slys varð ekki á mönn-
um.
Bifreiðin, sem er vörubifreið.
var að flytja vatn um borð í
skip. Þegar henni var ekið á
hafnargarðinum, rann hún til,
lanti á grindverki, sem þar er,
braut það, fjell í sjóinn og
lenti þar á hliðinni. Mikil ís-
ing er á hafnargarðinum og
mjög hált. Mun það vera orsök
að þessu öhappi.
Tveir menn voru í bifreið-
inni, bílstjórinn og bróðir hans,
og lentu með henni í sjóinn.
Komust þeir út um glugga og
sakaði eklci að öðru leyti en því.
að bifreiðarstjórinn, Snorri
Þorgéirsson, skarst lítið eitt á
hendi.
í dag var unnið að því að ná
bifreiðinni upp og tókst það.
Var hún mikið skemd. Eigandi
bifreiðarinnar er Gunnar Ól-
afsson bifreiðarstjóri.
Fjöldi manns á
skíðum um helgina
UM HELGINA fóru margir
á skíði hjeðan úr bænum upp
á Hellisheiði. Var færi gott og
ágætis veður. Á vegum Skíða-
fjelagsins eins var á annað
hundrað manns.
Nokkrum örðugleikum var
bundið að komast upp eftir og
til baka vegna ófærðar á veg-
um. Urðu bílarnir fastir hvað
eftir annað, en mannafli var
mikill og tókst að losa þá jafn-
harðan. <