Morgunblaðið - 08.02.1945, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.02.1945, Blaðsíða 12
12 áur á konii ÖKUNÍÐINGUR gerðiat sek ui' um svívirðilegt athæfi í gær, er hann ók bifreið sinni á konu, og meiddist hún nokkuð, en bíl stjórinn hugði ekkert að hinni sldsuðu konu, heldur ók á l>nrtu, eins og hann hefði ekki hugmynd um gjörðir sínar. — Konan er frú Olga Þórhalisdótt ir, til heimitis t sumarbústað við Selás. Slys þetta vildí til um kl. 12.15 á hádegi í gær. Var frú Olga á leið norðuir Brávalla- götu. er fólksbifr. kom með mik iHUferð eftir hægrt vegarbrún, og skifti engum- togum, að bif-. retðinni var ekið á konuna og Glengdist hún í götuna, — Frú Olga tók ekki eftir númeri bif- iseiðai'innar, en telur Iíana hafa verið dökka að lit. Ennfremur negist hún hafa heyrt konu, er saí: í aftursæti bifreiðarinnar, upp hljóð, er slysið varð. Rannsóknarlögreglan heitir á alla þá, er einhverjar upplýs- á'vtí^-geta gefið, að tala við sig M-ð fýráta. Var fhrit til Bandaríkjanna f-rwrik Sigurbjorns- <;on vann í GÆR fóru fram úrsiitin I- Badmintonkepninni,' sem Tenn - og Badmintonfjelag Reykja Víkur gekst fyrir. Sígurvegari varð Friðrik Sigurbjörnsson, or vann Jón Jóhannesson eftir »r-)jög harðan og tvísýnan leik, er stóð i heila klukkustund. —- Betl-dr (game) fóru þannig: Ihiðrik—Jón: 15:13; 14:17; 15; 10. Bikarinn, sem um var kept, vann Friðrik í þriðja sinni í DÖð og þar með til eígnar. Á- Iferrendur voru nokkrir áhuga- eamir Badminton-iðkendur og fik.emtu þeir sjer prýðilega. Kosning forsefa og íasfra nefnda bæj- anijómar Akureyr- ar Akureyri, miðvikudag. Frá frjettaritara vorum. Á FUNDI bæjarstjórnar Ak- ureyrar 6. þ. m. fór fram kosn- ing forseta og fastra nefnda. Forseti var kosinn Árni Jó- hannsson og varaforseti Indriði Helgason, báðir endurkosnir. í fjárhagsnefnd voru kosnir: Ól- afur Thorarensen, Jakob Frí- raannsson og Steingrímur Að- alsteinsson. f rafveitunefnd: Indriði Helgason. Jónas Þór, Brynjólfur Sveinsson, Erlingur Friðjónsson og Áskell Snorra- $on. I hafnarnefnd. Jak. Karls- son, Arni Jóhannsson. Zophon- >as Árnason og Erlingur Frið- jóxisson. í byggingarnefnd: Ind riði Helgason, Ámi Jóhanns- son, Ólafur Ágústsson cg Tryggvi Jónatansson Endur- skoðendur bæjarreikninga: — Brynjólfur Sveinsson og Páll Ili :son, báðir endurkosntr. BANDARÍKJAMÖNNUM þótti ekki lítill fengur í því, er þýsk svifsprengja kom svíf- andi að flugveHi einunt í Frakklandi, sem var á valdi bandatnanna og lenti þar mjög laglega, án þess að springa. Var spreng'an flutt vestur til Bandaríkjanna til rannsóknar, og eru Banda ríkjamenn nú t'arnir að framlelða svifsprengjur. — Myndin var tekin af sprengjunni nýlentri. Þriðji herinn hyrjaði sókn í gærmorgun London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ÞRIÐ.II BANDARÍKJAHERINN, undir stjórn Pattons, hóf sókn í morgun yfir landamæri Luxemburg og Þýskalands. og hafði seint í kvöld sótt fram allt að 1 km sumsstaðar, og er nú barist í Siegfriedvirkjakerfinu. Nox'ðar verða fyrsti og níundi herinn að berjast um hvert fótmál í virkjakerfinu, en suður í Elsass er kreppt fast að Þjóðverjum við Colraar. A ein rennur á landamærum Luxembux'g og Þýskalands, og var í miklum vexti, er menn Pattons lögðu til atlögu. Fóru þeir yfir ána á gúmmíbátum, en margir þeirra voru skotnir í kaf af Þjóðverjum, sem höfðu ramger virki á árbakkanum hinum megin, og skutu þaðan af vjelbyssum. Margir aðrir bátar Bandá- ríkjamannf, skemdust einntg, og syntu hermennii'nir þá yfir ána. Var svo seinna brúm sleg- ið yfir fljótið og eftir það fóru flutnmgar að ganga greiðar. — Varnir Þjóðverja voru mjög mis harð&r. Skærur á Frakklandsströndum. Skærur eru nú allmiklar á Fx-akklandsströndum, einkum við Dunkii'k og Lorient, en í kvöld taldi einn foringi úr her- ráði bandamanna í viðtali við frjetlaritara, að Þjóðverjar hefðu alls um 60.000 manns enn á Frakklandsströndum. — Hafa þeir nægar birgðir, fá póst loftleiðis einu sinni á viku að minsta kosti. skotfæri með flugvjelum og kafbátum. Oft Iíða langír tímar, án þess að barist sje nokkuð að ráði þarna á stróndunum. Innbrot og þjófnaður upplýstur RANNSÓKNARLÖGREGL- UNNI hefir tekist að koma upp um innbrot og þjófnað þann, er framinn var aðfaranótt 2. febr. í Skrautgripaverslun Jóns Sig- jmundssonar, Laugaveg 8, •— Voru það tveir ungir menn, er þjófnaðinn frömdu. Við nánari rannsókn kom í ljós, að stolið hafði verið 12 armbandsúrum. einum gull- hring og tveim kvenarmbönd- um. — Allir munirnir, að und- anteknu einu úri, eru nú komn ir fram. Annar mannanna er ekki nema 19 ára og hinn 21 árs, og hafa þeir ekki áður komist und- ir manna hendur. Baldur Guðmunds- son ófund- inn RANNSÓKNARLÖGREGL- AN hefir nú spurt ferðír Bald- urs Guðmundssonar, Garðastr. 2, er hvarf þann 1. febr. s.l.— Tvö vitni telja sig hafa sjeð Baldur á gangi hjer í bænum eftir hádegi s.l. laugai'dag. ■— Rannsóknarlögreglan vinnur stöðugt að þessu máli og vill enn á ný biðja þá, er kynnu að geta gefið einhverjar upplýs- ingar, að tala við sig hið fyrsta. Fimtudág’ur 8, febrúar 1945, Mmæli Ingim. Arnasonar Akiireyringar gáfu Geysir 26 þús. krónur. Frá frjettaritara vorum. Akureyri, miðvikudag. FIMTÍU ÁRA afmælis Ingi- mundar Ámasonar, söngstjóra Geysis, er í dag minst á hinn veglegasta hátt. Óslitinn straum ur fólks hefir lagt leið sína til heimilis hans, Oddeyrargötu 36. Um miðjan dag kom sendi- nefnd bæjarbúa og færði hon- um skrautritað ávarp ásamt 26 þúsund króna gjöf, í húsbygg- ingaisjóð Geysis. Klukkan 5 e. h. kom Geysir fylktu liði og kallaði söngstjóra sinn út, og stjórnaði hann einu lagi, er kór inn söng. Formaður kórsins, Tómas Steingrímsson færði Ingimundi skrautritað ávarp I foi'kunnar fagurri leðurmöppu, silfur- og gullbúinni, með eig- inhandar undirskrift allra með lima Geysis, og tilkynti, að hing að myndi koma Gunnlaugur Blöndal Ustmálari frá Reykja- vík og mála mynd af söngstjór- anum. Sigurður Waage verksmiðju- eigandi færði Ingimundi kveðj ur karlakórsins Fóstbræður í Reykjavík og afhenti honum fagran silfurbikar að gjöf frá Fóstbræðrum. Gamlir Geysis- menn sendu Ingimundi útskor- inn lampa, hinn 'vandaðasta grip. Margar aðrar gjafir bár- ust og mesti sægur heillaóska- skeyta, víðsvegar að af land- ínu. Afhending seluliðs- bíla hafin AFHENDING á bifreiðum frá setuliðinu er nú hafin, og hafa begar verið afhentir þrír bílai', er allt voru vörufluln- ingabílar 2V2 tons. Hið opin- beia ráðstafaði bifreiðum þess- um og mun Skóerækt ríkisins hafa fengið einn, sandgræðslan annai. og búið á Sámsstöðum hinxx þriðjr. Fórst á Ben Nevis. LONDON: Mikið hefir verið leitað að átján ára gömlum stú dent, sem nýlega ætlaði að klífa á hæsta fjall Skotlands, Ben Nevis. Fór hann einn, og hefir ekkert til hans spui'st síðan. — Margir hafa hrapað til bana á Ben Nevis. — Átti að reka hann. LONDON: Bx’eska knatt- spyrnusambandið hefir sam- (þykt, að reka formann fjelags- (ins, Crystal Palace úr samband .inu og svifta hann leyfi til þess að skipta sjer af íþróttinni fram ar. Hann hefir áfrýjað og eru I af orðin hin hörðustu málaferli. Mr. Cecil Kirk í Fleeiwood látinn ÞAÐ sviplega slys varð í Englandi 5. þ. m., að Mr. Ceeil Kirk, framkvæmdastjóri hjá fiimanu Boston Deep Sea Fishing & Ice Company, Ltd., Fleetwood, fórst í járnbrautar- slysi. Mr. Kirk fór lil London síð- astliðinn mánudagsmorgun, meðal annai-s til þess að fá leyfi til að skreppa hingað til Reykjavíkur, að hitta viðskifta vini sína hjer. Hann var á heim leið frá London, þegar slysið varð. Frá stríðsbyrjun hafði hann á hendi afgreiðslu margi'a ísl. fiskiskipa í Fleetwood og Hull og ávann sjer traust og vináttu fjölda íslenskra sjómanna og útgerðarmanna, fyxár framúr- skai'andi dugnað og velvild í slarfi sínu- Mr. Kirk hafði mikinn áhuga fyi'ir málum okkar íslendinga, og hlakkaði til þess að sjá land og þjóð. Hann var alltaf boð- inn og búinn til þess að hjálpa íslenskum útgerðai'mönnum og sjómönnum, og það var honum mikið gleðiefni, ef hann vissi að hjálp hans hafði orðið að verulegu liði. Mr. Kirk var aðeins 40 áx-a Verðlagssljóri ákveður verð á leigu bifreiða VERÐLAGSSTJÓRI hefir ákveðið hámarksverð á akstri 5 til 6 manna fólksbifreiða. —■ Samkvæmt tilkynningu verð- lagsstjóra má gjaldið vera 35 aurar fyrir hverja mínútu frá því að bifreiðin kemur á þann stað er um hefir verið beðið og þar til leigjandinn fer úr henni, auk þess fastagjald kr. 3.00, sem bifreiðarstjóri fær fyiir að aka frá og til stöðvar sinnar, í nætur og helgidagaakstri er fastagjáld hið sama, kr. 3.00, en mrnxitugjald er 45 aurar. —■ Næturakstur telst frá kl. 7 að kvöldi til Sd. 7 að morgni. Innanbæjarakstur telst þeg- ar ekið er innan þessara tak- marka: Á Laugarnesvegi við Fúlalæk, Suðurlands- og Reykjanesbraut við Kringlu- mýrarveg og á Seltjarnarnesí við Koibeinsstaði. Sje bifreið leigð til lengri ferða, er fastagjald hið sama, en fyrir hvem ekinn km 90 aura, þessi leiga takmarkast við alcstur frá fýrneíndum stóð- um og í nætur- og helgidaga- aksti'i kr. 1.10. Sje sjerstak- lega beðið um 7 manna bifreið má gjaldið vera 25% hærra, en að ofan greinir. LONDON: Síðast í janúar fæddust tvennir fjórburar í Portúgal, aðrir í höfuðborg- inni, Lissabon, hinir í- boi'g einni nyrst í landinu. -— —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.