Morgunblaðið - 27.03.1945, Side 5

Morgunblaðið - 27.03.1945, Side 5
ÍÞriðjudagur 27. mars 1945. MORGUNBLAÐIÐ 5 LeikSjelag Reykjavtkur: KAUPMAÐURINN í FENEYJUM Gamanleikur i 5 þáttum eftir William Shakespeare Leikstjóri: Lárus Pálsson í rjettarsalnum í 4. þætti. (Ljósm.: Vignir. ÞEIR, sem fylgst hafa með starfsemi Leikfjelags Reykja- víkur hin síðustu ar, munu all- ir vera sammála um að það sje í hraðri sókn. Því hafa á þessu tímabili bættsts ágætir starfs- kraftar og það hefir sýnt meiri stórhug og áræði í vali við- fangsefna en nokkru sinni áð- ur. Við það hafa leikendurnir fengið tækifæri til -þess að reyna krafta sína og sýna þá hæfileika, sem þeir búa yfir. En það eitt horfir til verulegra framfara í listinni, að leikend- ur fái við og við þau hlutverk, sem krefjast nokkurra átaka. svo að þeir. verði að leggja sig alla fram og að þeir finni að þeir hafi innt af hendi gott verk. Að þessu sinni hefir Leikfje- lagið ráðist í að sýna gaman- leikinn Kaupmanninn í Feneyj- um eftir William Shakespeare, Lárus Ingólfsson sem Gobbo eldri og Lárus Pálsson sem Lancelok. (Ljósm.: Vignir). „glæsilegasta og stórbrotnasta leikritaskáld allra tíma“, eins og Lárus Pálsson segir með rjettu í grein sinni um skáldið í leikskránni, og fór frumsýn- ing fram í Iðnó síðastliðið föstu dagskvöld fyrir troðfullu húsi. Skáldskapur Shakespeares mun öllum almenningi hjer lítt kunnur. Þó hygg jeg að þeir sjeu margir, sem lesið hafa sjer til óblandinnar ánægju snilld- arþýðingar Matthíasar Jochums sonar á nokkrum af stórbrotn- ustu sorgarleikjum skáldsins. Auk þess hafa verið sýnd hjer á leiksviði áður tvö leikrit eft- ir hanr., Þretlándakvöld og Velraræfintýr, og var þeim að vonum ágætlega tekið af ánorf- endum. Margt hefir verið á huldu um lífsferil Willarris Shakespeares og margir hafa orðið til þess að draga í efa að hann væri raun- verulegur höfundur þeirra mörgu snildarverka, sem hon- um hafa verið eignuð. Hafa verið skráðar óteljandi bækui um það efni með og móli, en hinn mikli bókmentafræðingur og gagnrýnandi Georg Brandes hefir að mjer virðist með ágæt- um sýnt fram á veilurnar í röksemdafærslu þeirra manna, sem hafo viljuð draga höfund- arrjett Shakespeáres í efa. Hef- ir Brandes skrifað um hann mikið rit og merkilegt, þar sem hann kemst meðal annars svo að orði um hinn mikla skáld- snilling: „Hann er jafningi Michelangelos í andriki og Cer vantes í kímni. Þetta eitt sýnir hversu frábær og víðtæk snilli- gáfa hans er“. Hina ytri. atburði leiksins hefir skáldið aðallega bygt á ítalskri sögn frá 14. öld. En snillingurinn hefir vitanlega ekki látið sjer nægja að flytja söguna eins og hún var að hon- um rjett, heldur hefir hann af skáldlegri innsýn og andagift klætt persónurnar holdi og blóði og markað þær sterkum skapgerðareinkennum, • svo að þær standa ljóslifandi frammi fyrir áhorfandanum. — Eíni leiksins verður hjer ekki rakið, en þungamiðja hans er hin miklu átök milli júðans Shy- iocks annarsvegar og hins kristna kaupmanns frá Feneyj- um, Antonios og vina hans hins vegar. Leikritið hefir að vísu verið kallað gamanleikur, en eftir þeim skilningi sem við leggjum í það orð nú á tímum, er ekki með því sögð nema hálf sagan. A þeim tímum, sem Shakespeare var uppi, eins og reyndar bæði fyrr og síður, höfðu menn mikla andúð á Gyð ingum og mjög er það líklegt að Shakcspeare hafi í því efni ver- ið barn síns tíma. En þegar hann tekur að semja leikritið, verður skáldeðli hans og mannúð öllum -fordómum yf- irstei'kari, svo að Shylock vek- ur á köflum samúð manna og barátta hans fyrir kynslofni sín um og tilverurjelti verður bæði átakanleg og stórfeld Shy- lock hefir verið leikinn með ýmsu móli og víst er það, að áður fyrr hefir hann verið hafður að háði og spotti af leik- húsgestum og þeir mikið hlegið að honum, — en sá hlátur er áreiðanlega fj'rír löngu þagn- aður. Þýska skáldið Heine (Gyðingur), segir frá því að er hann árið 1827 sá Kaupmarn- inn í Fenevjum leikinn í Lon- don, háfi meðal leikhúsgest- anna verið ung og fögur ensk hefðarmey, sem í lok 4. þáttar hafi grátið og sagt hvað eftir annað: „Þeir gera vesalings manninum rangt til!“ Frá þessu er sagt hjer til þess að sýna hve mannúðlegur og rjettsýnn Shakespeare er og hve fjarri það er að leikritið sje samið sem árás á Gvðingana eða í áróðurs- skyni Lárus Pálsson hefir sett leik- inn á svið og annast leikstjórn- ina. Hefir honum farist hvort- tveggja með þeim ágætum að þess mun lengi minnst. Konia þar fram tveir höfuðkostir Lár- usar sem leikstjóra, — mikil hugkvæmni hans og öruggur smekkur, sem birtist svo að segja í hverju smáatriði í upp- færslu leiksins. Hefir Lárus og gert þá merkilegu tilraun að nota við sýninguna sömu leik- sviðstækni sem á dögum Shak- espeares, óbrotna en þó fagra í íburðarleysi sínu og „við það verður gangur leikritsins nokk- uð með sama hætti og uppruna- lega hefir verið“, segir leik- stjórinn sjálfur. En er ekki ein- mitt hjer verið á rjettri braut? Er það ekki ávinningur fyrir leiklislina að losna við hin íburðarmiklu og realistisku leiksvið sem nærri því skyggja á leikendurna og draga athygl- ina frá því sem fram fer á svið- inu, en fá í stað þess óbrotnari svið, sem eru í samræmi við kjarna leikritsins og miða að því að efla áhrif þess sem fram fer á sviðinu? Aðalhiutverk leikritsins, Gvð- inginn Shylock, leikur Harald- ur Björnsson. Þetta er geisimik ið og vandasamt hlutverk, enda hefir það jafnan verið mjög eftirsótt af mestu snillingum leiklistarinnar. Er leikur Har- aldar afburðagóður og ber það með sjer að þarna er maður sem ber virðingu fyrir starfi sinu og leggur í það alt sem hann á til af alúð og áhuga. Sier- staklega vil jeg benda á leik Haraldar í 3. þætti þar sem Shylock flylur hina átakanlegu vörn fyrir sig og kynstofn sinn, svo og leik hans í 4. þætti fyrir dómstólnum. I þessum atriðum nær leikur Haraldar hæst, alt frá angistarópi hins þjáða og ofsótta manns til hins óslökkv- andi haturs og hefndarhuga- Teksl Haraldi svo vel að sýna þessar andslæður í sálariifi Gyð ingsins, að hvergi ber út af, /enda fylgdust leikhúsgestir með leik hans af þeiri'i athygli og ákefð að dæmafátt mun vera. Tel jeg hiklaust að þetta sje besta hlutverk Haraldar og að hann hafi aldrei sýnl stórbroln- ari leik eða þróttmeiri. Annac aðalhlutverkið, P.»rtiu, hina ungu hefðarmey frá Bel- mont, leikur frú Alda Möller. Hefir frúnni aldrei tekist belur en í þetta sinn. Hún er glæsileg og sköruleg og leikur hennar öruggur og viss, skemtilega glettinn en þó alvarlegur og virðulegur öðrum þræði. Skáld ið hefir búið Portiu flestum mannlegum dygðurn og frúnni hefir tekist að fara þannig með hlulverkið, að hinar miklu gjaf- ir skáldsins njóta sín til fulls. Þá vil jeg og geta þess að frúin fer svo vel með tektann, að til fyrirmyndar er. Jeg lít svo á, að með leik sínum í þessu hlut verki hafi frú Alda sýnt svo stórstígar framfarir i list sinni, að hún sje nú orðin ein af okkar allra fremslu leik- konum. Valur Gíslason fer með hlut- verk Antonios, kaupmannsins í Feneyjum, og ferst það ágæt- lega. Er yfir leik hans mildi sú og göfgi, sem Anlonio er bú- in af hendi skáldsins. Bassanio, vin Antonios og biðil Porliu, leikur Gestur Pálsson, glæsilegur að vanda og mikill elskhugi og er leikur hans góður og viðfeldinn eins og jaínan endranær. En þetta ! hlutverk Gests er svo líkt mörg um öðrum hlutverkum sem hann hefir haft á hendi undan- farið (þar á meðal í Álfhól), að jeg gæti trúað að hann mundi þiggja það að breyta eitthvað til á næstunni. Gratiano vin þeirra Antonios og Bassanios leikur Baldvin HaJldórsson. Er hann nýr maður á leiksviðinu er gerir hlulverki sínu hin ágætustu skil, er fjör- mikill og hvergi smeykur og mætti segja mjer að hjer sje' efni í góðan leikara. Nerissu, þernu Porliu og vin- konu, leikur frú Inga Laxness, og leysir það hlutverk prýði- lega af hendi. Væri gpman að fá að sjá frúna í vei;amiklu hlutverki, því að hún bf r áreið- anlga yfir góðum leikhæfileik- um. Jessicu, dóttur Shylocks, leik ur frú Olafía T. Hallgrímsson. Er frúin glæsileg og gædd frábærum þokka, en leikur hennar er of bragðdaufur og þungur og framsögn hennar (replik) tilbreytingarlítil. En úr þessu ætti frúin að geta bætt mikið með góðri aðstoð leik- stjórans. Ævar Kvaran fer með hlut- verk Lorenzo, elskhuga Jessicu; gerir því hin. bestu skil. enda er Ævar orðinn svo reyndur leik- ari, að hann skilar öllum hlut- verkum sínum vel og myndar- lega. { < Lárus Páisson leikur Lance- lot Gobbo, þjón Shylocks og Lárus Ingólfsson Gobbo eldra, föður hans. Er leikur þeirra beggja bráðsekmtilegur og svo fyndinn, að hlátri leikhúsgest- anna linnti ekki á meðan þeir voru á sviðinu. 0 Þorsteinn O. Stephensen ljek hertogann af Feneyjum af miklum myndugleik, Brynjólf- ur Jóhannesson furstann af Marokko og Jón Aðils furstami af Arragonin. Eru hinir tveir síðarnefndu biðlar Portiu Er leikur þeirra beggja ágætur og framsögn þeirra afbragðsgóð. Valdimar Helgason leikur Tu- bal Gyðing, -vin Shylocks og gerir það vel. Solanio og Salarino, vini Antonios og Bassanios leika þeir Gunnar H. Eyjólfsson og Róbert Arnfinnsson. Þeir eru báðir nýliðar á leiksviðinu, en. fara einkar laglega með hlut- verk sín. Haraldur Björnsson sem ] Shylock. (Ljósm.: Vignir). ‘ Leonardo þ]ón Bassanios leik ur Haraldur Adólfsson, Salerio, þ]ón Antónios leikut Mogens* Juul, en þjóna Portiu, þá Balt- hazar og Stephano leika Jón Sigurðsson og Árni Guðmunds- son. Eru þetta 'alt lítil hlutverk, sem gefa ekki tilefni til sjer- stakra athugasemda. Yfirleitt var heildarblær sýn ingarinnar afbragðs góður, og á henni meiri hraði en við eigum hjer að venjast. I leiknum kemur fram dans- fólk og hefir ungfrú Sif Þórs samið dansinn og æft hann. Var hann skemtilegur og fjörmik- ill. ^ ; Lárus Ingólfsson hefir málað leiktjöldin og teiknað búning- ana, sem eru hinir fegurstu. Á undan sýningunni ljek hljómsveit undir stjórn Þórar- ins Guðmundssonar forleik að óperunni Euristeo eftir Jóhann Adolf Hasse. Að leikslokum voru leikend- urnir kallaðir fram hvað eftir annað og ákaft hylltir af áhorf- endum, og þeim sendar ótal fagrar blómakörfur og blóm- vendir. Kaupmaðurinn í Feneyjum Framhald á bls. 12j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.