Morgunblaðið - 27.03.1945, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐlt/
ÞriðjudagTir 27. mars 1945.
A SÓ
HRING
Eftir Louis Bromfield
8. dagur.
Við Lexington Avenue nam
hann alt í einu staðar. — Hann
hafði rjett að segja rutt gam-
alli konu um koll. Hann stóð
andartak og starði á hana. Hann
var ekki á því hreina með,
hvort hann var vakandi, eða
hvort hann var aðeins að
dreyma. Þetta var gömul kona
og hún var ekkert frábrugðin
öðrum gömlum einstæðings-
konum. Hún var bogin í baki,
andlitið lítið og holdskarpt og
því nær alveg hulið bak við rif
ið, óhreint sjal, sem hún hafði
vafið um höfuðið. Hún var að
róta í öskutunnu. Hún var að
leita að einhverju nýtilegu. —
Hún leit ekki einu sinni upp,
jpegar hann rakst á hana. Hugs
un hans skýrðist smám saman
og hann stakk hendinni í vas-
ann, af gömlum vana. Þegar
hann stóð andspænis einhverj-
um vesalingum, sem lífið hafði
leikið grátt, kenndi hann í
brjósti um þá og fanst hann
verða að gefa þeim ölmusu, ef
til vill vegna þess, að það var
það eina, sem hann gat gefið.
Ef til vill fann hann einnig til
blygðunar yfir því, hvernig
hann hafði sóað og sólundað
þeim verðmætum, sem lífið
hafði lagt honum í hendur, án
þess hann hefði nokkuð til
Jpeirra unnið, meðan í kringum
hann úði og grúði'af fólki, sem
átti ekki málungi matar, án
þess það hefði nokkuð af sjer
gert, annað en vera til. Hann
dró tíu dollara-seðil upp úr
vasa sínum. Gamla konan var
svo niðursokkin í að róta í ösku
tunnunni, að hann varð að kalla
tvisvar í hana, til þess að vekja
athygli hennar á sjer. Hann
rjetti henni peningana og var
um leið gripinn ákafri löngun
til þess að hlaupa burt, eins og
fætur toguðu. En gamla konan
tók ekki strax við peningunum.
Hún horfði fyrst tortryggnis-
lega á hann stundarkórn, en
þreif síðan utan um hönd hans
og hjelt dauðahaldi í hana og
tautaði fyrir munni sjer: „Guð
blessi yður, herra — guð blessi
yður!“ Það var ótrúlegt, að svo
gömul kona skyldi geta verið
svona sterk. Hann hafði als
ekki afl til þess að rífa sig laus
an, þótt hann hefði feginn
viljað.
Loksins sleppti hún honum.
Hann sagði loðmæltur: „Það er
ekkert að þakka, kona góð“,
sneri sjer snögt frá henni og
skundaði á brott. Hann blygð-
aðist sín fyrir, að standa leng-
ur auglitis til auglitis við
hana.
Hann hjelt áfram göngu sinni
og hugsaði um það, hve gæð-
um veraldar væri ójafnt skipt
milli mannanna. Það þyrfti
eiginlega að gera eitthvað!
Hann ætlaði að tala við Savinu
á morgun. Það var altaf hægt
að treysta Savinu gömlu. Hann
hefði átt að spyrja gömlu kon-
una að heiti og fá heimilisfang
hennar, en ef til vill átti hún
ekkert heimili og ekkert nafn.
Hann sneri við, tii þess að
tala betur við hana, en þegar
I hann kom aftur að öskutunn-
unni, var hún horfin. í henn-
ar stað var kominn stór, svart-
ur köttur, sem skaut upp krypp
| unni og hvæsti, þegar hann kom
auga á Jim.
Jim rölti af stacf á ný, en
nam staðar, eftir að hafa geng-
,ið nokkur skref, og hallaði sjer
upp að húsveggnum. Hann
'mundi ekki lengur, hvert hann
jvar að fara. Það var komin yf-
| ir hann einhver deyfð, og það
jeina, sem gat hrakið hana á
brott, var að hann fengi sjer
í staupinu. Hann hrestist til
muna við að hugsa um brenni-
|vínið, og mundi nú, að hann
! var á leiðinni til „Rosa’s Place“.
Hann bretti frakkakraganum
| upp fyrir eyru og hjelt enn einu
jsinni af stað. Þegar hann var
jkominn á Fifth Avenue, beygði
hann í suður. Fáir voru á ferli,
og það greip hann undarlegur,
hrollkendur geigur, þegar breið
gatan blasti við honum, auð og
mannlaus. Jim þoldi ekki ein-
veru og undi sjer aldrei nema
, þegar hann var innan um
; margt fólk. Hann var ekki einn
jþeirra heppnu manna, sem eru
sjálfum sjer nógir. Hugheimur
hans var mjög takmarkaður —
í raun rjettri enginn. Líf hans
alt mótaðist af yfirborðs áhrif-
um og hann braut aldrei heil-
ánn um sál sína eða skapgerð,
því að hann leit svo á, að það
hvorttveggja — eins og raun-
ar alt annað í tilveru sinni —
hefði verið ákveðið löngu áður
en hann fæddist. Hann hafði
I því ekki önnur úrræði en
| drekka eða sofa, þegar hann
j var einn. Onotakend sú, sem
hafði gripið hann, kom því til
, leiðar, að hann fór, gegnt vilja
sínum, að hugsa um það, sem
honum tókst oftast að hrinda
frá sjer og gleyma. Það fór að
renna upp fyrir honum, að líf
hans væri ömurlegur hræri-
grautur. Hann hafði í raun
rjettri vitað það lengi, en ekki
j viljað viðurkenna það fyrir
sjálfum sjer. Hann vissi, að
eitthvað varð að gera — en
hann vissi bara ekki, hvað hann
ætti helst til bragðs að taka.
Skipbrotið hafði tekið jafn-
^ langan tíma og þegar skip lið-
ast sundur í sandkviku, svo að
hann hafði ekki orðið þess var,
hvernig komið var, fyrr en um
seinan. Hann reyndi að telja
sjálfum sjer trú um, að þetta
j væri alt sjer að kenna. Sannur
! sjentilmaður átti altaf að. taka
j sökina á sig — en hvernig sem
; hann reyndi, tókst honum það
ekki.
j Hann viðurkendi að vísu, að
i hann hefði vanrækt Fanneyju
nú í mörg ár. En við hverjp var
| hægt að þúast af manni, sem
. kvæntur var konu, er hafði það
j fyrir sið að bjóða heim til sín
I alls konar fólki — rithöfund-
I um, sem urðu fullir af því að
j lykta af vínglasi, montnum
I leikurum, ljelegum málurum og
: fleira fólki af því sauðahúsi,
! sem ræddi um list, heimspeki
og aðra vitleysu af litlu viti.
Þessu fólki geðjaðist ekki að
honum, og ekki gat hann láð
því það. En það var heldur lak-
ara, að því geðjaðist einnig illa
iað Fanneyjú, gerði gys að
henni og kom á heimili hennar
einungis vegna þess, að þar var
nógan og góðan mat að fá, og
þrátt fyrir alt sitt heimspki-
tal voru þetta hjegómagjarnar
j höfðingjasleikjur, sem vildu
gjarna koma á heimili frú
Towner í Park Avenue. Það
myndu flestir skilja, aðrir en
Fanney.
Jim tók að ræða hátt við
sjálfan sig. Honum fanst heili
sinn þrunginn visku, er yrði
að fá einhverja útrás, og var
! hann svo niðursokkinn í þær
samræður, að hann gekk beint
■ á hornið á St. Thomasar-
kirkjunni. Hann nam staðar
j andartak og neri á sjer höfuð-
! ið, en hjelt síðan áfram. Hann
'spurði sjálfan sig að því, hvað
hefði eiginlega komið fyrir
jFanneyju. Hún var ekki lengur
eins og þegar þau giftust. Und-
anfarið hafði hún sífelt verið
að tala um tómleik tilveru sinn
ar, eins og börn hennar tvö,
eiginmaður hennar og vinir
væru henni einskis virði.
Þessir þankar hans trufluð-
ust af því, að einhver kallaði:
„Komdu sæll, Jim!“ Hann
sneri sjer við og sá engan, en
svo kom hann auga á mann á
gangstjettinni hinum megin,
sem gekk hratt í öfuga átt við
hann. Hann reyndi að greina
manninn, en fjúkið var svo
mikið, að honum tókst það
ekki.
— Þau urðu að reyna að
! finna hvort annað aftur, hann
1 og Fanney, annars voru þau
bæði glötuð. Hann var á því,
að Fanneyju væri nú þegar
farið að standa á sama um, hvað
fólk sagði um hana.
— Maðurinn, sem hafði heils
að honum áðan, myndi senni-
lega básúna það út um alt á
morgun, að hann hefði enn einu
sinni mætt Jim greyinu Town-
er þreifandi fullum. — En jeg
'er alls ekkert drukkinn, sagði
Jim við sjálfan sig. Jeg finn
! varla á mjer. — Það er furðu-
legt, hvernig fiskisagan flýgur
í jafn stórri borg og New York
er. En það vissi enginn um Rósu
ennþá. Hann gat a. m. k. ver-
ið þakklátur fyrir það. Rósa
var góð stúlka. Hún vissi, hvern
ig fara átti að því að láta karl-
manni líða vel, og hún elskaði
mann, eins og ekkert í heim-
inum væri eðlilegra. Hún var
ekki eins og Fanney, sem hegð-
aði sjer eins og ástin væri eitt-
hvað, sem maður þyrfti að
blygðast sín fyrir.
! Hann gekk nú hægar en áð-
ur og athugaði vandlega fram-
hliðarnar á húsunum. í einum
glugganum var spjald, sem á
stóð: Madame Elline, Modes.
Þar nam hann staðar. Hann
þurfti nauðsynlega að fá sjer
hressingu.
j Hann hringdi dyrabjöllunni.
Meðan hann beið eftir því, að
einhver ansaði, hallaði hann
sjer upp að járngrindunum,
sem voru fyrir glugganum, og
tók hann þá eftir því, að það
voru blettir í snjónum fyrir
framan dyrnar. . . .
Ef Loftur í^etur bað ekto
™ bi hver?
'Mwsrn.
Æfintýr æsku minnar
8/Ur J4. C. jU.
ersen
35.
En jeg, sem með fögrum orðum og hrifningu hafði lýst
fyrir móður minni þeirri hamingju, sem mjer hafði hlotn
ast, átti nú að snúa heim aftur og verða þar að athlægi.
Jeg varð ákaflega sorgmæddur, en samt býst jeg við því,
að það hafi verið sorgin, sem benti mjer á lausn málsins.
Og þegar jeg stóð þarna einn og yfirgefinn og var að
brjóta heilann um, hvað jeg' ætti að gera, og hvert að snúa
mjer, þá mundi jeg alt í einu eftir því að hjer í Kaup-
mannahöfn bjó skáldið Guldberg, bróðir ofurstans í Od-
ense, sem hafði verið mjer svo góður. Jeg komst fljótt að
því, að hann bjó nærri Assistens-kirkjugarðinum, sem
hann hefir lýst svo fagurlega í kvæðum. Jeg skrifaði hon-
um, þar sem jeg var feiminn yfir að tala við menn um á-
stæður mínar og þrár, en eftir að hann hafði fengið brjef-
ið, fór jeg til hans og var fullt af bókum og reykjarpípum
inni hjá honum, hann var enn hinn ernasti maður, heils-
aði mjer mjög vingjarnlega, og þar sem hann hafði sjeð
á brjefinu frá mjer, hve ljelegur jeg var í rjettritun, lof-
aði hann að segja mjer til í dönsku, og þegar hann svo
reyndi mig í þýsku, sem jeg sagðist hafa talað töluvert hjá
Siboni, þá fannst honum ekki vanþörf á því að jeg fengi
einhverja tilsögn í því máli líka og tók það að sjer. Tekj-
urnar af riti, sem hann gaf út, jeg held það hafi verið ræða
flutt á afmælisdegi Friðriks sjötta, ljet hann renna í minn
vasa. Ýmsir komust á snoðir um það, og jók það sölu rits-
ins, jeg held að komið hafi inn meira en 100 ríkisdalir.
Weyse hjelt líka áfram að sýna áhuga sinn á mjer, hann
og fleiri gáfu mjer smáupphæðir mánaðarlega, og þar á
meðal voru báðar vinnukonurnar hjá Siboni, sem komu
og lofuðu að gefa níu mörk af kaupi sínu ársfjórðunglega.
Jeg fjekk nú aldrei nema fyrir fyrsta ársfjórðunginn, en
þær vildu mjer vel, síðan hefi jeg misst sjónar á þeim
báðum. Einnig tónskáldið Kuhlau, sem jeg talaði aldrei
við á æfinni, skrifaði sig fyrir nokkrum skildingum, hann
þekkti líka, hvað það er að vera fátækt barn. Hann hafði
alist upp á sveitinni, og mjer er sagt, að hann hafi orðið
að fara í sendiferðir hvernig sem viðraði og eitt kvöldið
datt hann með stóra ölflösku, sem hann var að sækja í og
missti sjónina á öðru auga af glerbrotunum.
Hagskýrslur sýna að, Banda-
ríkjamenn eru mestu kjötætur
í heimi. Að meðaltali boraði
hver maður í Bandaríkjunum
73 kg. af kjöti á ári fyrir styrj-
öldina. Englendingar komu
næstir með 54 kg. og Þjóðverj-
ar með 51 kg. á mann á ári.
★
í ríkinu Tennessee gilda þau
lög, „að uppboðshaldari skuli
tala svo skýrt mál, að hver
meðalmaður skilji hann“.
★
Menn halda ef til vill, að
Reykjavík sje eini bærinn, sem
hefir orðið rafmagnslaus af
völdum rottu. Þetta er þó ekki
svo. Fyrir stríð kom nákvæm-
lega það sama fyrir í norska
bænum Skien.
★
Dýr geta lifað miklu lengur
matarlaus en menn. Dæmi eru
til þess, að hestar hafi lifað í
70 daga án þess að fá næringu,
og í dýragarði í París var-eitt
sinn slanga, sem var ekki gef-
inn matur í tvö áy og lifði það
af.
'k
Indíánar seldu nokkrum Hol-
lendingum eyjuha, sem New
York-borg stendur á árið 1668
fyrir 10 milliskyrtur, 80 pör a£
sokkum, 5 kg. af tóbaki, nokkr
ar byssur og steikarpönnu.
Indíánum fannst, að þeir hefðu
gert góð kaup.
★
— Hann fær gott veður í gröf
ina, hann Jón.
— Já, hann hefir altaf haft
heppnina með sjer, karluglan.
Faðirinh fór með litlu dóttur
í leikfangaverslun.
— Jæja, Elsa mín, sagði hann,
hvernig brúðu langar þig helst
til að eiga?
Elsa: — Tvíbura.
Atvinnulaus maður hringir
dyrabjöllunni.
— Er það hjer, sem auglýst
var eftir týndu peningaveski
og lofað háum fundarlaunum?
— Já. Hafið þjer fundið
veskið?
—, Nei, en jeg hafði hugsað
mjer að leita að því og ætlaði
að vita, hvort jeg gæti ekki
fengið hluta af fundarlaunun-
um greiddan fyrirfram.