Morgunblaðið - 29.03.1945, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.03.1945, Blaðsíða 1
0 32. úrgangiir. 74. tbl. — Fimtudagur 29. mars 1945. ísafoldarprentsmiðja b.í. BARIST I DUISBURG, WIESBADEN, FRANKFURT, MANNHEIM, GIESEN. 0 Allir herir banda- manna sækja hratt fram Sjöundi her- inn samein- ast Þriðja London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins írá Reuter. Snemma í morgun gerði 7. herinn allsherjar útrás úr forvígi því, sem hann hafði unnið austan Rínar og hefir sótt stöðugt fram í allan dag og er nú kominn um 50 km. austurfyrir Rín á svæðinu gagnvart Worms, sem er í höndum bandamanna. Talið er að framsveitir sjöunda hersins sjeu nú komnar að ánni Main, norðaustur af háskólabænum fræga, Heid elberg. Ekki hafa vamir Þjóð- verja verið öflugri á þessum slóðum en annarsstaðar, og halda þeir hratt undan hvar vetna. Þýskar fregnir herma að sveitir úr sjöunda hem- um sjeu nú fyrir suðaustan Ashaffenburg og má telja það óhemju hraða sókn. Sameinast Patton. Þá hefir það verið staðfest, að sjöundi herinn hafi samein- ast þriðja hernum. Ekki er enn með vissu vitað, hvar það hefir verið, þar sem vígstaðan öll er ákaflega óljós og hvergi um samfelda víglínu að ræða aust- an Rínar, nema allra nyrst. — Herfræðingar telja, að vart geti hjá því farið, að allmargt Þjóð- verja verði króað inni í hinum ýmsu borgum. Aðsfoðarflugmála- ráðherra Breia talinn af London í gærkveldi. Aðstoðarflugmálaráðh. Breta Bradner flugforingi, er talinn af ásamt nokkrum samverka- mönnum sínum, sem voru á leið vestur um haf í flugvjel. Var þetta tilkynr# í breska þinginu í dag. Voru menn þessir í Liberatorflugvjel, sem flogið var af þaulæfðri áhöfn, og sagði Churchill forsætisráðherra, að hann sjálfur og Eden hefðii oft notað flugvjel þessa 1 langferð- um. — Bradner ráðherra var þingmaður. Hann var 33 ára að aldri og frægur flugmaður. — Reuter. Suðausfurvígstöðvarnar Á kortinu hjer að ofan sjest svæði það á Suðaustur-vígstöðv- unum, þar sem Rússar sækja fram. Hafa þeir náð aftur borginni Shekesfeherwar; nálgast Gyor og Bratislava. Rússar við landa- mæri Austurríkis Gdynia er iallin London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl frá Reuter. RÚSSNESKAR hersveitir eiga nú ekki eftir ófama nema fáeina km. til landamæra Austurríkis og hafa þeir í dag tekið tvær stórar borgir í Vestur-Ungverjalandi. Gyor og Komaron. Þá hafa Rússar nú unnið bug á mótspyrnu Þjóðverja í hafnar- borginni pólsku, Gdynia. Var borgin tekin með áhlaupi í dag af herjum Rokossowskys. - London 1 gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. í KVÖLD GEISA stórorustur í mörgum miklum þýsk- um borgum austan Rínar, þar sem herir bandamanna sækja hratt fram og ryðjast inn í hverja borgina af ann- ari. Taldir frá norðri til suðurs, eru þetta bæir þeir, sem annaðhvort hafa verið teknir, eða barist í: Emmerich, Boccholt, Duisburg, Diezen, Frankfurt. Wiesbaden og Giesen. Margar af þessum borgum eru stórar og þýðing- armiklar. Þá eru borgirnar Aschaffenburg og Hanau al- gjörlega á valdi bandamanna, og talið að skriðdrekasveit- ir sjeu komnar allmikið lengra austur og norðaustur á bóginn. Hersveitir Montgomerys sækja nú mjög bratt fram á öllu svæðinu, og er talið að flótti sje brostinn þar í lið Þjóðverja, en annars er vörnin víðasthvar á ringul- reið. ____________________________ Vígsvæði Montgomerys. Annar breski herinn braust í morgun gegnum vamir Þjóð- verja, og hefir síðan sótt ákaf- lega hratt fram. Eru skriðdreka sveitir hans nú í Emmerich og Bocholt. Norðar eru varnir Þjóð verja enn æði hárðar, en sumar sveilir hersins sækja einnig suður á bóginn. Sjötti fallhlífa- herinn breski hefir sótt. fram um fulla 20 km. og tekið ýmsa bæi. Hefir hann ruðst inn í hina miklu stáliðnaðarborg Duisburg og náð nokkrum hluta hennar á sitt vald. Þar eru verksmiðjur Theissens, og er borg þessi mjög þýðingarmikil. Sigri hrósað of snemma London í gærkveldi. Fagnað hefir verið sigri og vopnahljei of snemma á fleiri en einum stað í Bandaríkjun- um. I sakamáladómnum í Chiga go tilkynnti dómsforsetinn í gær: „Stríðið í Evrópu er bú- ið“, og frestaði síðan rjettar- höldum, en setti hann aftur tutt ugu mínútum síðar, er sannleik urinn kom í ljós. Borgarráðið í Los Angeles hjelt uppgjöf Þjóðverja hátíð- lega með veislu og’ var misskiln ingur í síma orsök þeirra há- tíðahalda, og þegar Eisenhower sagði nokkru síðar að þýsku herirnir á Rínarbökkum væru sigraðir, neituðu margir þar að trúa öðru en að stríðið væri búið. — Reuter. í dagskipan frá Stalín var skýrt frá töku borganna Kom- arnon og Gyor, en umhverfis þær hafa að undanförnu staðið ákaflega miklir bardagar. Hafa herir Malinowskys sótl fram með miklu skriðdrekaliði, en mótspyrna verið hörð- I Gdynia. Barist hefir verið iengi í hafnarborginhi Gdynia við Eystrasalt, en nú er þeirri bar- áttu lokið, svo sem áður er frá skýrl. Voru harðir götubardag- ar háðir í borginni í þrjá daga, áður setulið Þjóðverja varð yf- irbugað. Talið er að níu þúsund fangar hafi verið teknir. Nýtísku hafnarborg. Gdynia var í iok síðuslu heimsstyrjaldar lítið fiski- mannaþorp með nokkur hundr- uð íbúa. Þegar þessi slyrjöld byrjaði, voru íbúarnir 125 þús. Þjóðverjar höfðu herskip sín þar á undanförnum mánuðuni, en munu nú fyrir nokkru hafa flutt þau þaðan, sumir segja iil Noregs og Danmerkur. Þrjár ioifárásir á Japan London í gærkveldi: | Undanfarinn sólarhring hafa þrjár loftárásir verið gerðar á heimaland Japana, aðallega á eyna Kiushu. Fyrstu tvær árás irnar voru gerðar af risaflug- virkjum, en hin síðasta af flug vjelum frá flugvjelaskipum. — Eftir því að dæma eru flotar Bandaríkjamanna stöðugt á sveimi við við Japansstrend-ur. Arásunum á Ryukiueyjar held ur stöðugt áfram. — Reuter. Fyrsti og þriðji herinn. Frjettabann er nú að nokkru á skriðdrekasveitum Hodges. þar sem þær sækja fram á víg- svæði fyrsta hersins. Vitað er, að þær eru komnar mjög langt austur á bóginn, Þjóðverjar segja þær í borginni Giessen, sem er svo að segja beint norð- uraf Frankíurt og þýðingarmik il samgöngumiðstöð, og má vera að þær hafi tekið bæinn Wetzlar. Giessen er mjög göm- ul borg, og stendur hún 104 km. austan Rínar. Sumar sveitir Hodges stefna nú suður á bóg- inn. — Þriðji herinn berst enn í Frankfurt og einnig hefir hann ruðst in í borgina Mannheim, sunnar og vestar. Sókn til Niirnberg. Oljost er ástandið suðaustur af Aschaffenburg, þar sem flugufregnir herma, að skrið- drekasveitir Pattons sjeu komn ar inn í borgina Wúrtzburg. sem er um miðja vegu milli Frank- furt og Núrnberg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.