Morgunblaðið - 29.03.1945, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.03.1945, Qupperneq 12
Siíídentaráð sksttir ym stjórn SlÐASTLIÐINN þnðjudag j»erðust þau tíðindi r HáskÖl- íiuuin, að vantraust var borið frarit á formann Stúdentaráðs^ ftem er úr fjelagi róttíekra «túdenta (kommúnista), og var það samþykkt. Síðan kaus ráðið sjer nýja stjórn og er formaður hennar úr Vöku, fjelagi lýðræðissinnaðFa stúdr «enta. Meiri hlutinn, sem var í 8tú<ientaráðr, var skipaður í»reumr fulltrúum frá róttæ-k- wrT. -einum frá frjáislyndnm. (framsóknarmönnuTrr)'' og ein- ttnr frá Aiþýðtrfl, Samkomn fitgið virðist ekki háfá verið wjeelega haidgott i þessari „viristri stjórn“, þvf að fuil- trúi Alþýðufl. bar fram van- traust á formann ráðsins, sem var samþ. með f» atkv'. gegn 3 og Frartisóknamraðurin sat fcj’á-'við átkvreðagreiðslrmav Hafa Yökumenn nú tekið við stjórnartaumunum í Stúd- entaráði, og verður ekki talið ésenuilegt, að stúdentar hafi Tiiig á við næstu Stúdentaráðs kosningar að skapa ráðinu ör- tugga stjórn með því að senda þangað fimm fulitrúa frá Vökn — fjelagi lýðræðissinn- aðra stúdenta. Hina nýju stjórn Stúdenta- ráðs skipa: Guðm. Vignir Jós- efsson, formaður, frá Vöku, iAsgeir Magnússon, ritari, frá Vöku og Jóhannes' Elíasson, gjaldkeri, frá Fjelagi frjáls- lyndra. orannWutiö lívikmyndafjelagið „Saga tekur til starfa í sumar Byrjar þá kvikmyndatökur KVIKMYNDAFJELAGIÐ Saga, er stofnað var á s. 1. ári mun taka til starfa á þessu sumri, sagði Sören Sörenson, í 'stuttu viðtaii við tíðindamann Mbl. í gær. | Kvikmyndafjelaginu hefir verið úthlutað mjög góðri lóð fyrir kvikmyndahús sitt, er það hprnlóðin Hafnarfjarðarvegur og Mikiabraiit. | Við getum ekki sagt -með neinni vissu, hvenær hafist verður handa um byggingu hússins, en gera má ráð fyrir, að bygging þessi mun taka alt að tvö ár. I Verður húsið eingöngu notað til kvikmyndasýninga? Nei, Það verður jafnframt notað sem ieikhús og verður IeiksviS þess alt að helmingi minna því, sem verður i Þjóð- leikhúsinu. — Þá verða auðvit að búningsklefar, herbergi fyr- ir leiktjaldagerð. Og að sjálf- sögðu vinnustofur hverskonar í sambandi við kvikmyndatöku. Húsið verður 1000 •ferm;, og á að geta rúmað 600 manns í sæti. Ekki get jeg sagt nánar um fyrirkomulag hússins nú, en verið er að gera teikningar að. þvi. Það gera arkitektarnir Gunnlaugur Halldórsson og Sig valdi Þórðarson. j — Þjer sögðuð áðan að starf- semi fjeiagsins hefðist á þessu ári. — Já, við höfum getið fengið VAKA fjeiag lýðræðíssinnaðra stúdenta TÍU ÁRA VAKA — fjelag lýðræðissinn aðra stúdenta — efnir til tíu ára afmælisfagnaðar að Hótel Borg annan páskadag. — Hóf- *ð hefst kl. 10 að kvöidi með fjölbreyttri skemmtiskrá. —• Verða þar fluttar ræður, söng- ur, gamanvísur og loks stiginn dons, Vaka er og hefir verið lang- stærsta stjórnmálafjelag innan Háskólans og hefir átt að fagna sívaxandi fjelagatölu. Vaka hefir ávralt barist dyggilega fyr n - lýðræði og lýðræðishugsjón- um og barist markvisst gegn öfga- og einræðisflokkunum, sem fyrir tíu árum voru alls ráð andi í fjelagslífi stúdenta. Væntir stjóm fjelagsins, að oldrí sem yngri „Vökumenn“ fjolmenni á afmælisfagnað þennan og verða miðar teknir frá fyrir eldri „Vökumenn", laugardaginn 31. mars kl. 1— 3 e. h. í síma 3556; Greinargerð íslenskra frá Fjelagi rithöfunda □- -□ MORGUNBLAÐTÐ kemur næst út xniðvikudaglnn 4. apríl. Skrifstofur biaðsins og afgreiðsla verður lok- að laugardaginn 31 b. m. □- Ilinn 22. mars 1945 var tii íulis gengið frá stofnun Fje- lags ísienskra rithöfunda, og voru stofnendur 18. Samþykt voru á fundinum iög fjelagsins og kosin stjórn þcss og endur- skoðendur reikinga. Stjórnina skipa: Formaðnr (Juðmundur Gíslason Ilagalín, ritari Sig- .urður Ilelgason. gjaldkeri Jakob Thorarensen og með- stjórnendur Kristmann Guð- mundsson og Gunnar M. Magn úss. Endurskoðendur eru El- inborg Lárusdóttir og Kjartan Gíslason. Samþykt var að birta eftir- farandi tilkynningu í blöðum, sem út cru gefin í Keykjavík, á Akureyri og Isafirði: i’eir stofnendur Fjelags ís- lenskra rithöfunda, sem sögðu sig lir Rithöfundafjelagi ís- lands á aðalfundi þess hinn 18. mars s.l. vilja láta þess getið, sem hjer greinir: Undanfarið hafa risið all- miklar deilur í Rithöfundafje- lagi Islands. Deilt hefir verið úm starfshætti, aðstöðu ein- stakra manna og úthJutun rit- höfundastyrkja, — rjett og sjónarmið. í deilum þessum hefir geng- ið á ýmsu og margt verið með þeim hætti, að það hefir ekki aðeins verið okkur ógeðfelt, heldur einnig svo mengað ein- sýni og hlutdrægni, að við böfum talið okkxir skylt að risa til andstöðu, þar eð við teljum ekki ísienskum rithöf- undum annað sæma í fjeiags- málum sínum en óhlutdræga bg frjálsiega starfsemi, án til- lits til stjórnmálaafstöðu cða stefmi í bókmentum. Fyrir síðasta aðalfund Rit- hofundafjelags Islands bárust því allmargar (11) umsóknir um fjelagsrjettindi. Flestar voru þessar umsóknir frá mönnum, sem hafa mjög vafa- saman rjett til að gerast fje- lagar og leggja alJs ekki stund á þau ritstörf, sem ætlast er til að launuð sjeu af fjárveit- ingu Alþingis til skálda og rit- höfunda. Ilins vegar mundu Jiessir nýliðar hafa hlotið úr- slitavald um val á mönnum í úthlutunarnefnd fjclagsins, en taeðan ]>að hefir veg og vanda af úthlutun rithöfundastyrkja, er eðlilegast, að þeir menn, sem styrkhæfir gætu talist, ráði sem mestu um val nefnd- arinnar. Þá var þáð augljóst mál, að flestum þeirra, sem bárust fjelagsrjettindi, mundi vera ætlað að tryggja sigur þeirra stefnu í starfsháttum fjelags- ins, sem við teijum lítt sam- boðna íslenskum rithöfundum, Smölun nýliðanna og ein- hliða kösning í fjelagsstjórn sýnir það glögglega, að þeir, sem höfðu valdið mestum erf- iðieikum á starfsenii fjelagsins hjeldu enn uppteknum hætti, og töldum við nú með öllu vonlaust, að stefna og starfs- hættir mættu breytast þannig, að við gætum við unað. Okkur virðist því, að sá einn kostur væri fyrir hendi að stofna nýtt fjelag, þar sem við gætum óháðir unnið að nauð- synjamálum íslenskra rithöf- unda á Jiann bátt, sem okkur þykir sæmandi þeim mönnum, sem eiga aðstöðu sína til starfa og árangurs fyrst og fremst undir því, að fullt frelsi s.je ríkjandi um starfsaðferðir, viðhórf og viðfangsefni. Stjórn F. t R, irá Ameríku ágætar kvikmynda vjelar og hugsum okkur, að byrja nú í sumar. Við höfum hugsað okkur að byrja að kvik mynda sjávarútveginn. Höfum við þá helst í huga að byrja á Akranesi. — Þessi kvikmynda- vjel tekur ekki inn á sig hljóð, en við munum setja hljóðið inn á eftir. Það er víst rjett að geta þess áð hjer er um að ræða mjó filmuvjel 16 m. m. Á vegum fjelagsins stundar nú maður nám i kvikmynda- skóla í Ameríku, er það Gunn- ar Rúnar Ólafsson frá Hafn- arfirði. j Fjelagið hefir i hyggju, að hefja fræðslukvikmyndástarf- j í mjög náinni framtíð og hefir jfjelaginu þegar borist tilboð um :að taka að sjerumboð fyrir eitt hið stærsta kvikmyndaútlána- fjelag í Ameríku. — Mun Saga gefa fjelögum og ábyrgum ein- staklingum tækifæri til að fá kvikmyndir lánaðar. — Þá hef ir stjórn Sögu það og í hyggju að stofnaðir verði „kvikmynda klúbbar“, en tilgangur slíks fjelagsskapar er að gefa með- limum sínum kost á að sjá fræðslu- og menningarkvik- myndir, sem ekki er hægt að sýna í almennum kvikmynda- húsum. Þá hefir og verið ákveðið, að svo fljótt sem unt er verði kvik mynduð mjög þekkt íslensk saga, en um það vildi Sören Sörenson ekki ræða að svo komnu máli. í stjórn Sögu eru þessir menn: Haraldur Á. Sigurðsson, sem er formaður, en meðstjórn endur eru Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri, Jónas B. Jónsson, fræðslufulltrúi, Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri og Sören Sörenson, verslunarmað- ur. Eftirfektarverð Ijósmyndasýning KJARTAN O. BJARNASON prentari, sýnir næslu daga í skemmuglugga Haraldar Árna- sonar 19 ljósmyndir. Myndir þessar eru landslags- myndir, dýramvndir, bartia- myndir o. fl. Myndir þessar eru mjög fallegar og vinna þeirra í hvívelr.a mjög vönduð. Kjartan hefir unnið þessar myndir að öllu leyti sjálfur, þó . hann sje ekki atvinnumaður, eins og margir munu álíta. — jTil þess að fyrirbyggja þennan j misskilning, stendur undir I mvnd af honum sjálfum Kjart- (an Ó. Bjarnason ekki Ijós- .myndari. I Sýningin hefir vakið mikla eftirtekt og var mikill fjöldi manna við Skemmugluggann i allan gærdag. Fimtudag’ur 29. mars 1945, Minningaraihöfn í New York MINNINGARATHÖFN vegna „Dettifoss4* slyssins var haldin á vegum Eimskipafjelagsins £ Lútersku Kirkju Heilagrar þrenningar i New York, föstu- daginn 23. þ. m. kl. 6 e. h. Pjet- ur Sigurgeirsson cand. theol. flutti aðatræðuna í kirkjunni. en auk þess töluðu þeir Thor Thors sendiherra og Jón G uð- brandsson fulitrúi Eimskipafje lagsins. Steingrímur Arason flutti minningarljóð er hann hafði ort af þessu tilefni. Frú María Markan Östlund - og Gunnar Pálsson sungu einsöng. Að öðru leyti annaðist sönginn 15 manna ístenskur kór. Viðstaddir voru þvinær alíir íslendingar í New York og ná- grenni. alls um 300 manns. Samúðarkveðjur ,j vegna Oeftifoss- slyssins | AUK ÞEIRRA samúðár. kveðja, sem áður hafa liorist vegna Uettifoss slyssins, hafai eftirtaldir menn og stofnanir’ sent Eimskipafjelaginu og| franikvæimiastjóra Jiess, sam- úðarkveðjur í brjefi eða sím-i skeyti. R. Cairns & Co„ Leith, Hall! dór Kjartansson stórkanpm, Hannes Kjartansson stórkanp- niaður, Garðar Gíslason stóri kaupm., Ottarr Möller, allifl staddir í New York. Stjórn Ekknasjóðs Reykja* víkur, Fjelag íslenskra botn-. vörpuskipaeigenda, Erlendup Pjetursson f. h. Sameinaðai gufuskipafjelagsins, EJding Trading Campany, Landssam- band íslenskra útvcgsmanna, SigurðuT Ólafsson, rakaram, Hvannbergsbræður, Sláturfjel, Suðurlands, Slysavarnafjelagj Islands, Viðskiftaráðið, Krist- ján Bergsson framkvæmdastj, Hrímfaxi h.f., Sviði h.f., CommJ ander A.W. Watchlin og Commander W.C. Dolmage, sem báðir störfuðn hjer áður, eu eru nú staddir á Italíu, Öli gerðin Egill Skallagrímsson, Slcipstjórafjelag íslands, Ólaf« ur Gíslason & Co. Il.f., Sænslc, íslenska frystihúsið h.f. Lesbókin í dag í dag fylgir Lesbók blaðinu, vegna þess að blaðið kemur ekki út um páskahelgina. Efni hennar er sem hjer segir: Magn ús Jónsson prófessor skrifar þætti um Ludvig Harboe. Þá er þýdd grein úr „The Norse- man“, „Fyiir hverju berst Eng- land“, eftir Noel F. Newsome, grein um Ráðgátur Kyrrahafs- ins, guðamyndir á Páskaeyjum o. fl„ framhaldsgrein eftir S. K. Sleindórs inn Ásælni kon- ungsvaldsins, og grein um landa liðskepni skákmanna. Sextugur er í dag Páll Guð- mundsson, Hofsvallagötu 18, —> starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu, 75 ára er í dag Gísli Jónsson, fyrv. kennari, Skólavörðustíg 4. ... .díl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.