Morgunblaðið - 06.04.1945, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.04.1945, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIb Föstudagur 6. apríl 1945 14 ÁSAMA Eftir Louis Bromfield 13. dagur „Er ungfrú Parsons uppi?“ spurði Savina og þegar Henry jánkaði því, sagði hún: „Segðu henni að koma hingað niður eft ir dálitla stund og færðu okk- ur heitt púns inn í dagstofuna •og farðu svo að hátta“. Það brakaði og brast ískyggi- lega í stiganum, þegar hún kjagaði af stað upp. Hektor gamli hafði sagt henni, að það væri hættulegt að treysta á þessa gömlu stiga, þeir gætu brotnað þegar minnst varði og hún ætti að fá sjer lyftu í hús ið. En ótti hennar við að lyftan kynni að bila og sitja föst milli hæða, var miklu meiri en hræðslan við að stiginn brotn- aði, svo að hún átti ekkert við að fá sjer lyftuna. Þegar hún kom upp í svefn- herbergi sitt, beið Lizzie, kona Henry, þar eftir henni, til þess að hjálpa henni að afklæða sig. Savina gat sig nefnilega varla hreyft meðan hún var í líf- stykkinu. Eftir ótrúlega mikið erfiði, hafði Lizzie tekist að klæða hana úr kjólnum og skónum, og losa hana úr líf- stykkis-prísundinni. — Siðan hjálpaði hún henni í dökkan karlmannsslopp og inniskó, eins og þjónustufólkið notaði við vinnu sína. Savina andaði ljett ar, gekk að speglinum, ýfði hárið dálítið í vöngunum, kveikti sjer í vindlingi, og gekk aftur niður. í dagstofunni sat Alida við arininn. Eldurinn varpaði ann- arlegum bjarma á andlit henn- ar, svo að hún virtist nærri því falleg. Hún var hvít fyrir hær- um, andlit hennar smágert en reglulegt, alsett örsmáum hrukkum. Hún var klædd í bleikan silki-slopp, sem var skreyttur kniplingum, með skinn af bláref um hálsinn. Við hlið hennar lágu tveir hundar, Tit og Tat og nokkur blöð, vand- lega samanvafin, sem hún hafði lesið gaumgæfilega fyrr um kvöldið, í leit að dauðsföllum, giftingum og fæðingum, en fyrst og fremst í yon um, að rek ast á einhverjar frjettir af glæp um, þar sem ástríður afbrýði og ástar höfðu ráðið mestu um. I æsku hafði hún dvalið í París og síðan hafði hún talað mállýsku, sambland af ensku og frönsku, sem ljet dálítið kyn lega í eyrum. Hún kallaði allt af slíka glæpi „crimes passion- els“. Stundum var hún jafn til- gerðarleg og Savina var blátt áfram, en Savina var sú eina, sem vissi, að tilgerð hennar var eingöngu sprottin af feimni. — Flestum fanst hún kjánaleg og þreytandi. I herberginu var daufur la- vender-ilmur. Alida brendi alt- af ilmjurtum á kvöldin og Sa- vina elskaði þennan ilm. Þegar hún opnaði dyrnar, og sá Alidu sitja þarna, kvenlega og fallega, varð hún gagntekin kyrrlátum unaði. Henni fanst hún alt í einu vera gömul og þreytt, þrá hvíld, sem var að finna í þessari hlýlegu stofu. Þegar Alida heyrði, að dyrn- ar voru opnaðar, leit hún upp, og skaut loníettunum dálítið lengra fram á nefið. Savina sagði: „Iivernig stendur á því, að Kata er ekki farin að sofa?“ Kata var páfagaukur, geymd í rammbyggilegu búri í einu horni stofunnar. „Það hvein svo mikið í henni inni í bókaherberginu áðan, að jeg hjelt að henni væri kalt, og tók hana hingað inn“. Savina gekk að búrinu, og Kata teygði fram hausinn, í von um eitthvert góðgæti. „Þú ert spillt af eftirlæti, kerli min“, tautaði Savina og hugsaði með sjer, að Alida hefði flutt páfa- gaukinn hingað inn, vegna þess að hún hefði kennt í brjósti um hann, að vera einan inni í dimmu bókaherbergin. „Jæja?“ sagði Alide óþolin- móðlega. „Hvernig var sam- kvæmið?“ Sjálf fór hún aldrei út fyrir dyr, en krafðist þess, að Savina tæki á móti öllum heimboðum, svo að hún gæti þannig fylgst með því, sem var að gerast í samkvæmislífinu. „Það var hræðilegt“, ansaði Savina. „Hræðilegt!“ Hún sagði henni, hverjir hefðu verið þar, og hvernig Fanney Towner hefði hegðað sjer. „Þú ættir að tala við Fanneyju, Alida. Það stendur þjer næst. Þú ert frænka hennar. Hún hegðaði sjer blátt áfram eins og fífl, í kvöld. Jeg er ekkert hissa á því, þótt Jim vesalingurinn hafi leitað á náðir Bakkusar“. Alida ansaði engu, en gaf í skyn með þögn sinni, að Par- sons-fjörskyldan væri hafin yf ir alla gagnrýni, væri vamm- laus með öllu. Henry kom nú inn með rjúkandi púnsið, og Savina settist í djúpan hæginda stól við arininn, og lagði þreytta fæturna á annan stól. Hún bað Henry draga gluggatjöldin frá útskotsglugganum, sem sneri út að St. Barts-kirkjugarðin- um. Það var svo gaman að horfa á fjúkið úti. Húnihellti púnsinu í glas, hjelt því að vitum sjer andar- tak og andaði djúpt að sjer. — Þetta voru guðaveigar! — Alida spurði: ,,Hver er þessi frú Wintringham?“ „Hefi ekki hugmynd um það. Hún á forngripaverslun og skemtir sjer mikið, að því er sagt er, en jeg veit ekkert, hverra manna hún er eða hvað- an hún er ættuð“. Hún fjekk sjer vænan sopa af púnsinu, og Alida sagði: „Nú virðist það ekki lengur skifta neinu máli, af hvaða bergi menn eru brotnir, ef þeir líta aðeins sæmilega út og hafa lag á því að skemta sjer. Það er enginn að setja það fyrir sig, þó að þeir komi kannske beina leið úr fangelsi“. „Frú Wintringham bíður af sjer mjög góðan þokka. — Jeg bauð henni í kaffi hingað á morgun“. Alida svaraði engu og Savina hjelt áfram: „Jeg held, að Hektor sje 'eitthvað lasinn. — Hann lítur út eins og hann væri á grafarbakkanum, karlaum- inginn, og hann er áreiðanlega orðinn eítthvað rugfaður í höfð inu. Það hefði engum manni, með fullu viti, dottið í hug, að bjóða þessu fólki saman til kvöldverðar“. „Þetta hefi jeg ’altaf sagt“. „Það er annað en gaman, fyr- ir kornungan pilt, eins og Filip, !að búa hjá honum. Jeg held, að I Hektor hafi ill áhrif á alla heil- vita menn, sem koma i nám- unda við hann. Filip ætti að fara að koma sjer. til þess að jkvænast og flytja frá honum“. I „Jeg er viss um, að Hektor kærir sig ekki um, að hann kvænist“. i „Það er eitthvað óhugnanlegt í fari Hektors“. „Hvernig þá?“ ,.Jeg veit það ekki. Það er ekki hægt að skýra það. Maður finnur það, þegar maður horfir I á hann. Jeg hefi stundum ver- ið að hugsa um, að i raun rjettri ætti hann hvergi heima, ncma á geðveikrahæli“. | H.ún fann, að Alida virti hana fyrir sjer með athygli, og skildi, að hún hafði talað með of mikilli ákefð um Hektor, | rjett eins og henni stæði ekki ' á sama um hann. Hún flýtti sjer að segja: „Jeg hygg, Alida, j að konurnar hafi haft betri stjórn á tilfinningum sínum, þegar við vorum ungar. Nú virðist þeim standa gjörsamlega ' á sama um, hvað þær gera eða til hvaða ráða þær grípa, þegar I karlmaður er annarsvegar". „Ef til vill“, ansaði Alida, og var ekki laust við háðshreim í | röddinni. Savina roðnaði og hugsaði með sjer: „Það er kjánalegt af Alidu, að vera enn- þá afbrýðissöm í garð Hektors. j lllllllllllllllllllllllllillllllll!llllllll|||||||||||||||||||||||||| Síldartunnur = nýjar og notaðar, og þótt i 1 vanti botna eða gjarðir á f I þær, eru keyptar fyrir hátt § H verð og sóttar heim til § | fólks. Eins má afhenta þær f ! i á Beykisvinnustofunni í = t i kjallaranum, Vesturgötu = ) 1 6. Allar nánari upplýsing- 1 = ar þar eða í síma 2447. = anniiimiiiiniiiiiiiiiiiiiiiMiiiiimmmiiiiiiiiimiiiiiiiti Það er vegna þess að þessi fæða er svo holl, og örðugt mun að fá aðra kornvöru sem byggir jafn vel upp líkamann. Og það er áreið- anlegt að engin kornvara hefir jafn gott bragð nje jafn góðan keim eins og 3-mínútna hafraflögurngr. 3-minute QAT FLAKES Æfintýr æsku minnar dftir JJ. C. JJL erien 40. Um þessar mundir var Dahlén að semja Ballet, sem hann kallaði Armida og þar átti jeg að leika púka og vera með afskræmilega grímu. Frú Jóhanna Lovísa Hei- berg var þá smástelpa og var líka í leik þessum, og er það í fyrsta skifti að jeg man eftir henni, og í leik- skránni yfir Armida er nafn hennar prentað í fyrsta skifti eins og nafn mitt. Það var merkilegt augnablik er jeg sá nafn mitt á prenti í fyrsta sinn, mjer fanst jeg sveipaður dýrðarljóma ódauðleikans. Allan daginn var jeg að lesa nafnið í leikskránni, og jeg hafði hana við hendina, þegar jeg' var háttaður, og lá lengi og starði á prentstafina í nafninu, lagði svo plaggið frá mjer, en greip það strax aftur. Hyílík ótrúleg hamingja! Jeg hafði nú verið nokkuð á annað ár í Kaupmanna- höfn. Peningar þeir, sem jeg hafði frá Guldberg og' Weyse, voru nú uppeyddir. Jeg hafði elst mikið á þessu ári, að minsta kosti hvað óframfærnina snerti, og þjáðist nú af að þurfa að minnast á skort minn við nokkurn mann. Jeg var nú fluttur til skipstjóraekkju, þar sem jeg aðeins fjekk kaffisopa fyrir hádegi, auk húsnæðisins. Þetta voru dimrhir og erfiðir dagar, konan hjelt að jeg borðaði hjá einhverri fjölskyldu, en þá sat jeg á bekk í einhverjum skemtigarðinum og borðaði svolitla hveiti- köku, — einstöku sinnum dirfðist jeg inn í einhverja sóðalegustu krána og settist þá altaf við borð úti í dimm- ustu hirnunum. Skórnir mínir voru gatslitnir, þegar blautt var um, var jeg alltaf votur í fætuma. Jeg átti engin hlý föt til þess að vera í, þegar kalt var, jeg var ákaflega einmana, jafnvel vfirgefinn, en fann ekki svo mikið til þess, þar sem jeg hjelt að hver manneskja sem við mig talaði væri vinur minn. Guð var hjá mjer í litlu kompunni minni og margt kvöldið, þegar jeg var búinn að lesa kvöldbænirnar, þá bætti jeg við með barnslegu trausti: Þetta batnar bráðum. Jeg trúði þessu af öllu hjarta að þannig' myndi það verða. Af Guði gat jeg ekld sleppt. ' Frá því jeg var barn, trúði jeg því altaf, að eins og' manni vegnaði á nýársdag, svo myndi manni og vegna Móðirin kallaði árangurslaust á son sinn. Hún leitaði um alt húsið og endaði með að fara upp á þak. Þar kallaði hún: „Ertu þarna, Jón?“ „Nei, mamma, en þú ættir að leita í kjallaranum". 'ée — Já, frú mín, sagði gamli jsjómaðurinn. — Jeg fjell fyrir borð á skipinu, sem jeg var einu sinni á, og þá kom hákarl og beit í fótinn á mjer. — Hamingjan hjálpi mjer. sagði frúin, og hvað- gerðuð þjer? | — Jeg sagði náttúrlega, að rjettast væri, að hann fengi lapparskarnið, jeg stæli aldrei við hákarla, sjáið þjer til. ★ — Hver er refsingin við tvíkvæni? — Tvær tengdamæður. ★ — Geturðu spilað við mig bridge í kvöld? — Nei, því miður, jeg ætla á Wagner-hljómleikana. ) — Hvað er að tarna, jeg hjelt, að þú værir ekki mikið fyrir svoleiðis lagað. | — Satt að segja er jeg það nú ekki, en hinsvegar hefi jeg það eftir prýðilegum heimild- um, að tónverk Wagners sjeu miklu betri en maður skyldi halda, þegar maður heyrir þau. ★ — Jæja, Gunna mín, sagði móðirin við dóttur sína, skammastu þín nú ekki fyrir það, sem þú hefir gert? — O, ekki gerði jeg það nú, svaraði döttirin, en það er "nú eins og mjer finnist það hálf- partinn, þegar þú nefnir þetta við mig. ★ Bóttirin: — Hann segir, að jeg sje.fallegasta stúlkan í öll- um bænum. A jeg að bjóða hon um heim? Móðirin: — Nei, elskan mín, láttu hann bara halda áfram að standa í þeirri trú. ★ . — Af hverju slitnaði upp úr trúlofuninni ykkar Margrjetar? — Af því, að jeg stal kossi, — Það er hlægilegt af trúlof- aðri stúlku, að verða vond, þótt kærastinn hennar steli af henni kossi. — Já, en sjáðu til, jeg stal honum ekkí frá henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.