Morgunblaðið - 06.06.1945, Síða 6

Morgunblaðið - 06.06.1945, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIB Miðvikudagur 6. júní 1945. Útg.: H-f. Árvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. p.t. J^is Benediktsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Ógeðsleg skrif “ BLAÐ fyrv. ríkisstjórnar hefir að undanförnu leikið ógeðslegan leik. Það hefir aldrei látið undir höfuð leggj- ast að gera núv. ríkisstjórn alt til miska, sem það hefir getað, en þó brostið kjark til að tjá sig í fullri and- stöðu við stjórnina. Ástæðan fyrir þessari framkomu er án efa sú, að það er ekki líklegt til fylgis hjer í Reykjavík — og þá sjerstaklega ekki fyrir blað, sem sækir til Sjálf- stæðismanna alt sitt viðurværi — að játa opinn fjand- skap við ríkisstjórn, sem nál. óskift æðsta stjórn Sjálf- stæðisflokksins beitti sjer fyrir að mynduð yrði og for- maður flokksins veitir forstöðu. Morgunblaðið hefir eftir fremsta megni reynt að leiða þessi skrif hjá sjer. En í gær birtist forystugrein undir fyrirsögninni: „Ógeðsleg skrif”, sem ber með slíkum sóma rjettnefnið, að ekki verður orða bundisti Þar segir m. a.: „Stuðningsblöð ríkisstjórnarinnar hjer í bænum hafa að und- anförnu háð ritdeilur sem teljast mega einstæðar meðal siðaðra manna, enda hafa þær vakið viðbjóð almennings'*.-----„Morg- unblaðið og Þjóðviljinn annars vegar, en Alþýðublaðið hins- vegar. vegast nú með vopnum sem slá vansæmd á núverandi ríkisstjórn, en eru út á við þjóðinni til minkunnar“.--- — — „Þessi blöð vita vel að allur heimurinn horfir með hryllingi þá þau grimdarverk sem framin hafa verið á vegum nasismans á slyrjaldarárunum og þessi stefna er nú í flestra augum ímynd alls þess sem er andstætt mannúð, lýð- frelsi og mannrjettindum. Heimurinn lítur á nasista sem varga í vjeum, er ekki eigi samleið með neinu siðuðu þjóðfjelagi“. — — „En svo lágt leggjast stjórnarflokkarnir íslensku, að þeir reyna að koma nasista-stimplinum hver á annan“. — — Ályktanirnar, sem Vísir dregúr af þessu, hníga svo vitanlega að því að lítilsvirða ríkisstjórnina. ★ ÚR DAGLEGA LlFINU Auða stöngin og fallna stöngin. „Á EIÐSVELLI stöngin auða yfir angandi limið ber“, kvað Nordahl Grieg þann 17. maí 1940, þegar Noregur var í hers höndum, og enginn iáni blakti við hún á frægustu fánastöng þess lands. Það eiga fleiri þjóðir velli en íslendingar, og fánastöng Norðmanna á Eiðsvelli og fán- inn á henni hefir alla tíð verið æðsta tákn sjálfstæðis Noregs. Og eftir öll hernámsárin stendur stöngin enn, — er auðvitað ekki auð lengur, aftur blaktir fáninn þar við hún, en er það nú ekki hálfundarlegt, að stöngin skyldi hafa fengið að standa í fimm ára nasistaharki? En hjer uppi á ís- landi er fánastöngin, sem átti að vera tákn lýðveldisins á Þing- velli, fallin í svaðið. Hún liggur brotin niðri í gjá, þessi stöng, sem hefði getað átt sjer hliðstæða sögu og stöngin á Eiðsvelli, — og ekki er annað vitað með vissu, en að frekar kyrrlátt hafi verið á Þingvelli síðan stöngin var reist. Kannske hefir hún fokið. En það átti bara að koma henni þannig fyrir, að hún gæti ekki fokið, hún átti að vera ævarandi tákn þess atburðar, sem gerðist, er fáninn var dreginn við hún á henni 17. júní í fyrra. — Berum nú saman sögu þessara tveggja stanga, á Þingvelli og Eiðsvelli, óg hugsum svo ofurlítið í góðu tómi um málið. Það getur verið, að við sjáum einkennilegar myndir. — • Ómaklegur óhróður. ÁRNI ÓLA skrifar: „í sam- bandi við frjettir af heiðarbrun- anum á Þingvöllum hafa öll blöð in og útvarpið farið með þann mjög ómaklega óhróður um Val- hallargesti, að enginn þíirra hafi fengist til þess að hjálpa við að slökkva eldinn, og er orðum víða svo hagað, að Valhallargestir hafi sem stærstan ósóma af. Jeg var á Þingvöllum þetta kvöld ásamt mörgu fleirá fólki, og fjekk enginn minsta ávæning af því að maður hefði verið send ur þangað í liðsbón. Sje það rjett að "maður hafi komið til Valhall- ar í þeim erindum, þá hefir hann rekið það erindi mjög slælega, | svo að ekki sje meira sagt. Jeg fullyrði það, að úr okkar hópi hefði 8—10 karlmenn þegar verið reiðubúnir að hjálpa til við slökkvistarfið, ef þeir hefði vit- að að þess var þörf og að voði var á ferðum. Ef svo ólíklega hef- ir viljað til, að við höfum ekki verið heima við þegar sendimað- ur kom, þá hefði hann átt að biðja skrifstofuna fyrir skilaboð til okkar, og þykist jeg viss um að þau myndi hafa komist til skila, En við fengum ekkert að vita um þenan mikla bruna fyr en hingað til Reykjavíkur er komið og því er slett framan í okkur í blöðum og útvarpi, að við höfum reynst óþokkar. Fyrir hönd okkar Valhallar- gesta þetta kvöld, vísa jeg þeirri ásökun heim til föðurhúsanna“. • Óhófleg vatnseyðsla. MENN HAFA, og ekki að ó- fyrirsynju, kvartað yfir því við mig, að jafnframt því, sem hinn sárasti vatnsskortur væri í sum- um hlutum bæjarins, væri höfð um hönd hin ákaflegasta óhófs- eyðsla á vatni annarsvegar. Nú mun vera bannað með öllu að vökva garða með slöngum, en hinsvegar leyft að nota til þess garðkönnur. Og vissulega er það hálf hart, að sjá menn standa og sprauta óhemju vatnsbunum í garða sína, meðan húsmæður annarsstaðar í bænum vita varla, hvernig þær eiga að fá vatns- dropa til matar eða drykkjar. Þetta er ákaflega mikil ónær- gætni. Almenningur veit mæta vel, hvernig ástatt er um vatns- magnið í bænum sem stendur, og er það næsta einkennilegt, að fólk skuli ekki geta sýnt þegn- skap í þessu máli. Svo er nú iíka annað, sem hjer kemur til greina, að það sem vökva á, hefir yfir- leitt ekkert gott af of miklum vatnsaustri. Trjáplöntur nægir að vökva við rótina, og það er öidungis óþarfi að dæla fleiri tugum lítra af vatni á grasbletti til dæmis. Fólk verður að sjá þetta, og ef það er ekki hægt, verða forráðamenn Vatnsveit- unnar að taka hart á slíkri óhófs eyðslu sumra, meðan aðrir vita ekki, hvar þeir geta fengið vatns dropa til brýnustu þarfa, því ýms hús eru vatnslaus frá hádegi og fram á nótt. íslendingar eru und- arlegir menn. S. SKRIFAR: — „Hr. Vikar! Jeg þakka yður orð þau, er þjer ljetuð falla um Guðmund Kamb- an í þáttum yðar nú á dögunum. — ísiendingar eru undarlegir menn. Þegar eitt af höfuðskáld- um þeirra fellur fyrir morðingja hendi í framandi landi, þegja hjer allir og telja þetta eitthvað eðli- legt. En er erlendur höfundur, eins og Kaj Munk er myrtur, fyll ist þjóðin vandlætingu, og eins er Norðmaðurinn Nordahl Grieg fellur, er einskonar þjóðarsorg á Islandi, og útvarpskvöld eru haid in til minningar um báða þessa ágætu menn. — Nú man eng- inn Guðmund Kamban. Útvarp og blöð keppast við að þegja hann í hel og æfilok hans. Það er eitthvað þýlindislegt við þetta. — Islenskir leikarar hafa gleymt honum, og er hann þó tvímæla- laust eitt.af okkar langsnjöllustu .leikritaskáldum, er aukið hefir hróður íslands víða um lönd. Hefði verið úr vegi að leika eitt af leikrítum hans, þó ekki væri nema í útvarpið, — eða er þáð lokað? Hvað veldur þögninni? — ís- lendingar eru undarlegir menn". Morgunblaðið vill að þessu sinni alveg sjerstaklega beina máli sínu til Sjálfstæðismanna. Eins og kunnugt er. hafa Tíminn og' þó einkum Alþýðu- blaðið haft í frammi það ódæði að gera tilraun til að klína því orði á Sjálfstæðisflokkinn, að hann hafi fram á síðustu stundu verið mjög elskur að nasistum. Að sjálf- sögðu vita ritstjórar þessara blaða — eins og allir ís- lendingar — að þetta eru bein og vísvitandi ósannindi. Yarðandi baráttuna inn á við skiftir þetta litlu máli. Þar er þetta bara ein lygin til viðbótar á Sjálfstæðisflokkinn. En þegar þetta er sagt meðan athygli erlendra þjóða beinist venju fremur að íslandi og einmitt þá stundina, sem íslendingar eiga mest í húfi um það, að hin sanna þátttaka þeirra í baráttunni fyrir frelsinu verði rjett metin og viðurkend, þá er þessi rógur ekki bara íygi. heldur landráð. Það er vegna þýðingu málsins út á við, að Mbl. taldi rjett að virða þessi níðskrif svars. Mbl. gerði hreint fyrir sínum dyrum og skoraði jafnframt á andstæðingana að reyna að leiða líkur fyrir máli sínu. Þeir gugnuðu og þar með átti þeirri sögu að vera lokið. En viti menn. Nú kveður nýr liðsmaður sjer hljóðs. Það er Vísir litli. Hann kveður upp dóminn og leggur alla að jöfnu. Sjálfstæðismenn! Nasistarógnum var ekki beint gegn Morgunblaðinu, heldur Sjálfstæðisflokknum. Morgun- blaðið bar hönd fyrir höfuð flokksins og þjóðarinnar. Vísir ber hönd fyrir höfuð ró'gberanna. ★ Nú vita Sjálfstæðismenn hvar Vísir hefir valið sjer sess. Nú vita menn að úlfúð Vísis í garð ríkisstjórnarinnar er svo megn, að þrátt fyrir hræðslu hans við að brjóta af sjer fylgi. ræðst hann aftan að þeim flokki, sem hann þykist styðja, og þar með — í þessu máli -r- að þjóðarhagsmunum í heild, eingöngu til þess að reyna að ná sjer niðri á þeirri-ríkisstjórn, sem Sjálfstæðisflokk- urínn veitir forstöðu. Á INNLENDUM VETTVANGI I ■ ■ Þankabrot af Morðurslóðum Eftir Rannveigu Schmidt LITLU BÖRNIN fara upp í Lystigarð á eftirmiðdögunum; þau hafa nestið sitt með sjer í smátöskum og jeg man alt í einu eftir litlum, brúnum brúsa með mjólk í, sem við krakkarn- ir fengum að hafa með í berja- mó í gamla daga. Sá sem fjekk að bera brúsann, var altaf stór hrifinn, því brúsinn var það, sem mestu skifti, einhvernveg- inn, þegar við fórum í berja- mó. „Sveimar sól yfir Norðurslóð", sagði Jónas . . . Það er hlýtt á Akureyri í dag og sólin glampar á hvítu gaflana á Sunnuhvoli. Þeir segja annars, að þessi bær í Vaðiaheiðinni heiti Veigastaðir, en jeg læt mig það engu skifta og hvítu gaflarnir í grænu tún- inu eru gaflarnir á Sunnuhvoli — og einmitt núna glampa þeir í sólinni. ★ Upp brekkuna ganga skólapilt- arnir til prófs; margir laglegheita pijtar . . . en hversvegna eru þeir svona langhærðir? Skólameistarinn gengur fram- hjá og er á leiðinni niður í bæ; hánn er snár í hreyfingúnum eins óg úngiingur og það er altaf fart á honum, því hann héfir nú í 'tnöt'gu að snúast svona í miðju prófinu, en frú Halldóra vinnur sí og æ í garðinum sínum, sem er að klæðast sumarskrúðanum. Akureyrarbúar hafa mikla unun af garðyrkju; þeir hlúa áð hverj- um kvisti og hverri smájurt. Hjer hamast nítján ára gámall, þriggja álna risi 1 garðinum hennar mömmu sinnar og sýnir alúð og nærgætni hverju blómi . . . það er ekki á honum að sjá, þegar hann er að sinna garðyrkj- unni, að hann í rauninni er mesti bardagamaður. ★ Sælulundur ■ Akureyrarbúa, Lystigarðurinn, hefir dafnað vel þessi ár og þegar við göngum um garðinn með frú Schiöth og hlustum á hana segja frá, þá verður okkur ljóst, þvílíkt þrek- virki það er, að fá blóm og trje til að þróast hjer í útnorðrinu. Mjer dettur í hug garðarnir í Santa Barbara, þar sem lítil planta verður að stæðilegu trje á fáum mánuðum. Hvað hún frú Schiöth eiskar garðinn. „í þess- ari laut er altaf logn“, segir hún og brosir út undir eyru og augun ljóma af ánægju yfir tveim birki trjám, sem hún flutti úr einum stað í annan í garðinum í háust sem leið, én þáú dafna nú þrýði- lega. Hugsið þið ýkkur ástina á verkinu, úthaldið og trúnaðar- traustið, sem frú Schiöth og að- stoðarfólk hennar hefir haft til að bera, en Lystigarðurinn stend ur líka sem minnisvarði þess. Hversvegna látum við ekki gamla franska máltækið okkur að kenningu verða: „ef þú vilt vera hamingjusamur í klukku- tíma, drektu þig fullan; ef þú vilt vera hamingjusamúr í þrjá daga, giftu þig; ef þú vilt vera hamingj usamur í viku, þá slátr- aðu kúnni þinni og jettu; en ef þú vilt vera hamingjusamur að eilífu — gefðu þig að garðyrkju". ★ Hún Brynja er indælisstúlka og veitir lyfjabúð Kaupfjelags ins forstöðu með miklum dugn- aði, en svo er hún líka formaður fyrir skátastelpunum og í hjá- verkum málar hún snotrar vatns- litamyndir. Ekki er að spyrja að kraftinum í íslenska kvenfólkinu, segi jeg, sem hefi verið að athuga annara landa konur síðustu þrjá- tíu árin. Sundlaugin dregur ungviðið að sjer og mikið var þar um dýrðir á sunnudáginn var. í sól og sum- arblíðu var kappsuncþ háð milli íþróttafjelaga bæjarins; litlu krákkarnir voru sjer í lagi dug- Framhald á 8. giðu, *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.