Morgunblaðið - 06.06.1945, Side 10

Morgunblaðið - 06.06.1945, Side 10
10 !■'' i h ; t morgunblaðib MiSvikudagnr 6. júní 1945. Á SAMA SÓLARHRING Eftir Louis Bromfield 60. dagur — Nú kom Filip inn í her- bergið. Hann læddist á tánum, til þess að vekja hana ekki. Þegar hún sá hann, karlmann- legan og myndarlegan, varð henni aftur ljett í skapi. Hún sagði ekkert. Hún var hrædd um, að hún myndi aðeins end- urtaka eitthvað af þeim utanað lærðu setningum, sem hún hafði þulið yfir honum nóttina áður. Hún var hrædd um, að hljómblærinn á rödd hennar væri falskur og flár. Hún brosti aðeins við honum var eðlilegt — átti ekkert skylt} við bros það, sem hún töfraði leikhúsgesti með — og ef til vill var það í fyrsta sinn á æv- inni, sem hún brosti þannig. Það var óblandin gleði í bros- inu — og í senn var ekki laust Húi> er hvorki læs nje skrif-j það við sig að fara frá Janie, andi, svo að hún kemst aldrei j kom þettá fyrir — og Victoria að því sanna“. Hún horfði á : leit ólíkt bjartari augum á tilver hann — virti fyrir sjer fallegt J una þennan morgun en áður. andlitið, hrein, djúpblá augun. I Elskendurnir voru vart sælli Hann var svo góður — miklu en hún. — Hún var sífelt á betri en hún gæti nokkru sinni stjái í kringum þau, meðan þau orðið. „Jeg elska þig“, hvíslaði sátu að snæðingi, þar til Janie hún. „Jeg elska þig. í fyrsta sagði loks: „Náið í morgunblöð- sinn á ævinni er jeg hamingju- söm“. — Svo spurði hann: „Hverja ættum við að biðja um að verða svaramenn?“ „Jeg hefi ekkert hugsað um það. María Willets, unga stúlk- an, sem leikur með mjer, er og brosið(ágæt. Og hvern vilt þú fá?“ „Jim Whittaker. Við erum '! skólabræður frá Harward — og höfum altaf verið góðir vin- ir“. „Þá er best að rísa úr rekkju. Það er ótal margt, sem við þurf- um að gera“. Hún settist upp í við, að vottaði fyrir auðmýkt 'rúminu, og spurði alt í einu: í því. Það var eins og hún bæði1 „Hefir þú lesið leikdómana? hann fyrirgefningar á ein- hverju — sem hann gat ekki fyrirgefið, því að hann vissi ekki, hvað það var. Hann kom til hennar, kysti hana og sagði: „Líður þjer vel, ástin mín?“ Hún vafði hand leggjunum utan um háls hans og kysti hann — aftur og aftur. Með kossum sínum reyndi hún að segja honum það, sem hún gat ekki sagt með orðum — að hún elskaði hann heitt og inni- lega — hann hefði vakið í brjósti hennar tilfinningar, sem hún hafði ekki ætlað sig eiga. Hún tók utan um höfuð hans með báðum höndum og horfði 1 augu honum. „Hefi jeg ekki hneykslað þig? Blygðast þú þín ekki fyrir mig —- vegna þess, að jeg bað þig um að verða hjer í nótt?“ í stað þess að svara, kysti hann hana — og það var svo innilegur sælusvipur á andliti hans, að hún gat ekki efast.* Hún sagði: „Það var vegna þess, að jeg elska þig svo mikið“. Hún hafði sagt þessi sömu orð í gærkvöldi. Þá höfðu þau ekki verið sönn. Nú voru þau sönn. Hann strauk blíðlega yfir dökt hár hennar og sagði: „Blöðin eru komin og þjónustu- stúlkan segir, að morgunverð- urinn sje reiðubúinn“. Hann roðnaði dálítið, og hjelt síðan áfram: „Hvað skyldi hún hafa haldið, þegar hún mætti mjer í ganginum áðan?“ Janie hló. „Victoria lítur á það sem sjálfsagðan hlut, að karlmenn og kvenfólk sofi sam- an — þótt það sje ekki gift“. „Já — en því er öðruvísi farið með þig“. „Já — vitanlega. Hún held- ur líka, að jeg sje eitthvert ver- aldarinnar furðuverk, af því að jeg hefi aldrei haft karlmenn hjá mjer“. „Segir hún ekki frá þessu?“ „Ekki ef jeg bið hana að þegja. En það má einu gild.a, þar eð við giftum okkur í dag“. Hann varð alvarlegur á svip- inn. „Já — jeg kæri mig bara ekki um, að fólk sje að tala um þig“. - „Jeg skal segja Victoriu, að við höfum gift okkur í gær. Eru þeir góðir?“ „Jeg hefi ekki lesið þá. Mjer datt í hug, að þú myndir ef til vill vilja lesa þá fyrst“. Filip var yndislegur! Hvern- ig í ósköpunum gat hann vit- að, að henni var illa við, að aðrir læsu leikdómana á undan henni? „Það eru engar ýkjur, þótt sagt sje, að þú sjert dásamleg ur maður, elskan“, sagði hún brosandi. 2. Victoria bar morgunverðinn á borð fyrir þau. Andlit henn- ar Ijómaði eins og sól í hádeg- isstað — og í augum hennar brá fyrir skilningsríkum glampa, í hvert sinn, sem hún leit á hjónaleysin. Hún var rómantísk sál — og oft hafði hún furðað sig á því, hvers vegna eins falleg stúlka og ungfrú Janie skyldi ekki eiga fleiri aðdáendur en raun var á. Hún taldi það ekki, þótt karl- menn heimsæktu hana annað veifið, er altaf voru farnir frá henni fyrir miðnætti. Victoria var stór og biksvört negrakerling frá Georgiu. Hún vildi helst vinna hjá fólki, sem eitthvað var viðloðandi á Broadway, því að þar var f í tuskunum — þar var sífelt eitthvað að gerast, sem hún gat sagt frá heima hjá sjer. Eitt sinn hafði hún bjargað konu — sem þá var húsmóðir hennar — frá bráðum bana. Mexíkanskur elskhugf hennar hafði ætlað að stytta henni ald- ur með hníf. Öðru sinni hafði- hún horft á konu fleygja sjer út um glugga á sjöundu hæð í Grand Alcazar gistihúsinu. Hún hafði mætt sem vitni í rjettin- um, í víðtæku morðmáli — hafði yfirleitt reynt sitt af hverju um dagana, og var þess vegna mikils metm meðal negr- anna í Harlem. En nú, í því nær þrjú ár, hafði ekkert komið fyrir hana, er máli skifti — er hún gæti talað um, og það hafði hvarfl- að að henni, oftar en einu sinni, að segja upp vistinni hjá Janie, sem lifði altof rólegu og til- breytingarlausu lífi, að því er henni fanst. — Og einmitt nú, þegar hún hafði því nær ráðið in, Victoria. Jeg skal svo hringja, ef jeg þarf eitthvað á yður að halda. Victoria færði henni blöðin. Janie lagði þau við hliðina á disknum, án þess að líta í þau. Hún vildi vera ein, þegar hún læsi leikdómana — ef þeir væru slæmir. — Filip reis á fætur og sagði: „Það er best jeg komi mjer af stað og reyni að Ijúka af einhverju af því, sem jeg á ógert. Jeg kem aftur og sæki þig um hádegisbil, og svo för um við til Greenwich“: Hún bað hann að kaupa ekki of dýran hring, því að henni , fanst, að hún gæti með því bætt dálítið fyrir undirferli sín. Hún sagði: „Jeg kæri mig ekki um að fá neinn trúlofunarhring — og aðeins mjög sljettan og lát lausan giftingarhring“. En hún vissi, að hann myndi kaupa handa henni fallegasta hring- inn, sem þann fengi. Hún fylgdi honum fram á ganginn og hjálpaði honum í frakkann. Svo tók hún alt í einu í hönd hans og sagði: „Þú ætlar aldrei að fara frá mjer, Filip — hvað svo sem fyrir kemur?“ Hann brosti. „Nei — aldrei. Hvers vegna spyrðu svona?“ „Jeg veit það ekki. En þú mátt aldrei fara frá mjer. Lof- aðu mjer því“. „Já — auðvitað fer jeg ekki frá þjer“. Þegar Filip var farinn, gekk hún aftur inn í dagstofuna. Hún kallaði á Victoriu og bað hana að bera fram af borðinu, sett- 'ist síðan við árininn, kveikti sjer í vindlingi og tók blöðin. Um leið datt henni í hug, hve undarlegt það væri, að hún skyldi hafa meiri áhuga á ein- hverju öðru en lesa leikdóma blaðanna. Hún fletti þeim ekki einu sinni í sundur. Hún sat með hendur í skauti og ein- blíndi út í loftið. Dreymið bros ljek um varir hennar. Hún var að hugsa um Filip. Hún tók eftir því, að Victoria var eitthvað að sýsla í herberg- inu. Hún vissi, að gamla konan brann í skinninu eftir að tala um Filip, og þar eð hún hafði raunar ekkert á móti því sjálf, að minst væri á hann, sagði hún: „Þjer megið óska mjer til hamingju, Victoria“. Viðlegan á Felli ■JJa (Ljrún J/óníion 3. Vindhani var á bæjarbustinni, og snerist hann eftir áttum. Bæjarnafnið var útskorið í væng vindhanans. — Hestasteinn stóð á hlaðinu. Stór járnhringur var festur í hann, en í járnhringinn var dreginn kaðall. Þarna voru bundnir heimahestar og hestar gest§. II. Mjaltir. Sunnudaginn 13. ágúst var fótur og fit uppi hjá hverju mannsbarni á Felli. Það átti að flyjta í dalinn á mánu- daginn. „Ætlar enginn til kirkju í dag? spurði Elli pabba sinn á sunnudagsmorguninn, þegar verið var að mjólka. „Við látum okkur nú nægja með húslesturinn í dag, drengur minn, hestarnir fá líklega nóg næstu viku, þó ekki sje farið að þeysa á þeim til kirkju í dag”, sagði faðir hans. „Megum við Kalli sleppa ánum í dag? Kalla langar svo dæmalaust mikið yfir að Brekku, hann hefir ekkert fengið að fara, síðan hann kom, og okkur hefir aldrei vantað úr hjásetunni í sumar”, sagði Elliði. „Þekkir hann nokkurn þar?” spurði Jósef. „Já, hann þekkir smalann á Brekku, þeir voru samferða að sunnan, Karl og Brekkusmalinn”. „Það stendur svo illa á að lofa honum að heiman í dag, það er svo mikið að gera, þó að þið sleppið nú ánum. Jeg er nú ekki alveg viss um, að þið hafið þær allar í kvöld, svona í fyrkta skifti, þótt þær sjeu ekki margar“, sagði Jósef og settist á kvíavegginn. „Og jeg held þær sjeu nógu margar, ærnar hjerna”, sagði Elliði og ljet hurðina fyrir kvíarpar. Karl rendi spýtunni fyrir hurðina að innanverðu. Endarnir gengu inn í holur veggjanna. „Ætli nú það! Já, jeg held þær sjeu nógu margar til þess að mjólka þær, þegar hver einasta skepna er tvímjólkuð alt sumarið. Það er ljóta uppáfindingin að vera að hreyta hverja á”, sagði Sigríður kaupakona. Radíógrammó- | fónn 1 10 lampa D. E. C. Skiftir = i 12 plötum. Til sýnis Berg- § | þórugötu 33, milli kl. 6—7 1 ÍDiiiiiniiiciiiiiuuumnininniuuuimiiniimiimiir Ef Loftur ^etur það ekki — þá hver? Læknirinn: ■— Hvað hafið }>jer verið þyngstur? Sjúklingurinn: 154 pund. Læknirinn: — Og hvað haf- ið ]>jer verið ljettastúr? Sjúklingurinn: — 13 merkur ★ Skotasögur. Einu sinni var betlari í Ab- erdeen. ★ Einu sinni var dvergur. Fað- ir hans var Skoti. ★ Þjóðverji, Norðmaður og Englendingur veðjuðu ein- hverju sinni um það, hver þeirra gæti sagt ótrúlegustu lygasöguna. Þjóðverjinn byrjaði þannig: „Það var einu sinni þýskur sjentilmaður — —“. Lengra komst hann aldréi, því hinir tveir gáfust upp þeg- ar í stað. ★ Ur skólastíluni. Kurteisi er framkoma, sem maður temur sjer að beita við ókunnugar konur. ★ Maðurinn er vera, sem er klofin í tvent öðru megin og gengur á klofna endanum. Vilhjálmur Tell skaut ör í gegnum epli, meðan hann stóð á höfðinu á syni sínufti. ★ Gullhamrar er það, þegar þú segir eitthvað við mann, sem hæði hann og við vitum, að er ekki satt. ★ Pipármey er kona pipar- sveins. ★ Gagnsær merkir það, sem hægt er að sjá í gegnum, eins og til dæmis skráargat. ★ Dynamor er maskína, sem framleiðir dynamit og aðrar sprengingar. ★ Arfgengi er það, að ef afi þinn á engin börn, þá á pabbi þinn sennilega engin heldur, og sama er að segja um þig, ★ Herkænska er það, þegar þú lætur óvininn ekki vita, að skot færabirgðirnar sjeu þrotnar, en heldur bara áfram að skjóta. ★ Játvarður III. mundi hafa verið konungur í Frakklandi, ef móðir hans hefði verið karl- maður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.