Morgunblaðið - 21.06.1945, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.06.1945, Blaðsíða 5
Fimtudagur 21. júní 1945. MOEGUNBLAÐIÐ 5s Fylking skáta í skrúðgöngunni 17. júní. Flokkur ÍR í skrúðgöngunni FRÁ 17.-JÚNÍ-MÓTI ÍÞRÓTTAMANNA ÞAÐ BLANDAÐIST engum hugur um eftir fyrsta frjáls- íþróttamót sumarsins, KR-mót- ið, að þau myndu æðimörg ísl. metin, sem slegin yrðu á þessu ári. Þegar hafa þau verið bætt í fimm greinum og mettími náðst í þeirri sjöttu (þrjú sett á KR-mótinu og tvö á 17. júní- mótinu). 17. júní-mótið er nýafstaðið. Hefir hjer í blaðinu verið skýrt frá úrslitum í einstökum grein um mótsins, en verður nú ör- lítið nánar sagt frá keppninni. Gunnar Huseby KR, bætti hið glæsilega kúluvarpsmet sitt um 7 cm., kastaði 15.57 m. Var það besta afrek mótsins og hlaut hann „Konungsbikar- inn“ fyrir. Sá bikar er sem kunnugt er, gefinn af Kristjáni konungi tíunda. Er það farand- gripur, sem veittur er fyrir besta einstaklingsafrek 17. júní mótsins, samkv. finsku stiga- töflunni. Afrek Gunnars er einnig besta afrek, sem íslend- ingur hefir unnið í frjálsum í- þróttum, gefur 985 stig. Og loks er þetta besti árangur, er náðst hefir í kúluvarpi hjer í Evrópu það sem af er sumr- inu, eftir því sem vitað er. — Megum við una vel við afrek Husebys, þótt við yonum, að hann eigi enn eftir að bæta met sitt. — Jóel Sigurðsson, IR, varð annar í kúluvarpi, kastaði 13,23, sem er nokkuð ljelegri árangur en hann náði á KR- mótinu, þótt aírekið sje hins- vegar gott. Bragi Friðriksson, KR, varð þriðji, kastaði 13,18 m. Er það 6 cm. lengra en besta afrek hans í fyrra. Má gera ráð fyrir, að hann verði Jóel mun erfiðari keppinautur enn þá. Sigurður Sigurðsson, ÍR, varð fjórði, kastaði 12,56 m. Er það rúmum hálfum m. lengra en hann kastaði s.l. sumar, 1000 m boðhlaup. Þar sló sveit ÍR íslandsmetið, sem KR setti 1937 og hafði til þessa reynst erfitt viðureignar, enda gott. Nýja met ÍR-ing- anna er 2:04,1. Methafarnir eru: Haukur Clausen, Hallur Símonarson, Finnbjörn Þor- valdsson og Kjartan Jáhanns- son. Fyrra metið var 2:05,4 mín. A-sveit KR var önnur á 2:05,9 mín. A-sveit Árnjanns hljóp á 2:08,3 min. og B-sveit KR á 2:10,5 mín. Tími Ármanns er sami og besti tíminn í fyrra (ÍR átti hann). Á því má að nokkru marka þá framför, sem orðið hefir. — Keppnin var mjög skemtileg. Eftir 100 m og 200 m sprettinn var ÍR sveitin heldur á eftir báðum hinum (KR leiddi), en Finnbjörn, er hljóp 300 m fyrir ÍR gaf Kjart- ani, sem hljóp síðasta sprettinn nokkuð forskot, og hann var of. sterkur fyrir Brynjólf (KR) og Sigurgeir (Á). Hástökk. Skúli Guðmundsson, KR, stökk 1,92 m, sem er næst besta afrek mótsins. Skúli var nú mun Ijettari en á KR-mótinu, enda varð árangurinn betri. — Hann reyndi við 1,96, en tókst ekki að stökkva þá hæð. En ef það hefði tekist, hefði hann ekki einungis bætt met sitt, heldur slegið Huseby út, hvað afrek snertir og hlotið „Kon- ungsbikarinn". En hvað um það, Skúli er í fremstu röð há- stökkvara álfunnar og keppn- in milli hans og Husebys.um besta íþróttaafrek hjer á landi hlýtur alltaf að vera hörð. Jón Ólafsson, KR, kom næstur Skúla, stökk- 1,75 m, sem er lægra en hann stökk á KR- mótinu, enda átti hann nú í tveimur keppr.um samtímis, þ. e. hástökki og kringlukasti. — Þriðji varð Orn Clausen, IR, stökk 1,65 m. Tvíburahróðir hans, Haukur, og Árni Gunn- laugsson, FH, stukku einnig 1,65 m. Þeir bræður Örn og Haukur eru aðeins 16 ára, báð- ir mjög efnilegir íþróttámenn. 800 m hlaup. Þar sigraði Kjartan Jóhanns son, ÍR á mettímanum, 2:00,2 mín. — Ólafur Guðmundsson, KR, sem á metið, setti það i Svíþjóð, svo þetta er besti tími, sem hlaupið hefir verið á hjer- lendis. Næstur Kjartani var Brynjólfur Ingólfsson', KR. — Hljóp hann á 2:01,2 mín, sem er næstbesti tími, sem hlaupið hefir verið á hjerlendis. Sigur- geir Ársælsson, Á, varð þriðji á 2:01,6 mín., sem er sami tími og Kjartan hljóp á bestum í fyrra og- þriðji besti tími sem hjer hefir verið hlaupið á. — Fjórði var Óskar Jónsson, IR á 2:03,0, fimti Hörður Hafliðason Á, 2:03,2 og sjötti Þórður Þor- geirsson, Umf. Vaka, á 2:03.4 mín. — Má á þessu sjá, að keppnin hefir verið afar hörð og'. „spennandi". Nú hlaupa 6 menn undir 2:04,0 mín., en að eins tveir í fyrra. Kjartan hljóp þá á 2.01,6, eins og áður getur, Brynjólfur á 2:05,1, Sigurgeir á. 2:05,8, Óskar 2:05,6 og Hörð- ur 2:03,0. — Þá er vert að veita athygli, hvað utanbæjarmað- urinn, Þórður- Þorgeirsson, nær góðum tíma, þótt hann yrði að sætta sig við sjötta sætið. — Kjartan leiddi hlaupið alla leið ina. Brynjólfur var annar, en Sigurgeir byrjaði í fimta sæti, en vann sig síðan upp í þriðja. 100 m hlaup. Finnbjörn Þoi-valusson, ÍR, vann þar Ijett á 11,3 sek. Bar hann greinilega af keppinaut- um sínum. Næstir honum voru hnífjafnir, Sævar Magnússon, FH og Guttormur Þormar UÍA, á 11,7 sek. — Þeir voru látnir keppa aftur um annað sætið. Vann Sævar á 11,6, en Gutt- ormur hljóp á 11,8. Fjórði var Árni Kjaríansson, Á, á 11,8 sek. Langstökk. Methaíinn Oliver Steinn, FII vann þar greinilega, stökk 6.75 m„ Magnús Baldvinsson, ÍR, varð annar. stökk 6,51 m. — Guttormur Þormar, UIA, stökk 6,15 og varð þriðji. Fjórði var Þorkell Jóhannesson, FFI, stökk 6,06 m. Kringlukast. Gunnar Huseby, KR, kastaði lengst, 42,23 m. í ógildu kasti kastaði hann yfir 44 m„ og hefði þá sett met, ef kastið hefði verið gilt. Gefur þetta góðar vonir um, að nú loksins takist að slá met Ólafs Guð- mundssonar, IR (43.46), sem hefir verið afar lífseigt, þó höggvið hafi verið mjög nærri því undanfarin ár. Jón Ólafs- son KR, kastaði 40,12 m. og var annar. Þriðji var Friðrik Guð- mundsson, KR, kastaði 37,93 m. Friðrik er ungur kringlu- kastari, sem auðsjáanlega á mikla framtíð fyrir sjer. Fjórði var Gísli Kristjánsson, IR, kast aði 33.90 m. 5000 m hlaup. Þar voru aðeins þrír kepp- endur. Sigurgísli Sigurðsson, ÍR, varð langfyrstur á 17.01,8 mín. Annar varð Steinar Þor- finnsson, Á, og þriðji Helgi Óskarsson, Á. Það er tvímælalaust nýtt líf að færast í frjálsu iþróttirnar hjer á landi, í flestum greinum að minsta kosti, og er það ánægjulegt. Þ. Frjettir (rá í. S. í. Kosin hefir verið sjerstök stjórn fvrir Bókasjóð I. S. í. og er hún skipuð þessum mönn- um: Formaður Pjetur Sigurðs- son háskólaritari, gjaldkeri Kristján L. Gestsson verslunar- stjóri, og ritari Ólafur Sveins- son vjelsetjari. Stjórn sjóðsins hefir ráðið Jóhann Bernhard sem framkvæmdastjóra bóka- sjóðsins. Badminton og Tenn- iáreglur eru nýkomnar-út, og munu fleiri íþróttareglur og bækur koma út á næstunni, eins og Handknattleiksreglur og Arbók iþróttamanna. Það hefir orðið að samkomulagi, að bókasjóðurinn taki að sjer út- gáfu hennar. Er í ráði að Ár- bókin nái í framtíðinni til allra íþrótta, sem iðkaðar eru á Is- landi. .i4LÍó.,1. J4 P , l * ff ’ ” g \ 'I ( i ( KR-flokkurinn í skrúðgöngunni. o Flokkur Ármenninganna (Ljósm.: Sig. Guðmundsson ljósm.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.