Morgunblaðið - 21.06.1945, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.06.1945, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐ10 Fimtudagur 21. júní 1945. JHwgutiMðMfr -Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. p.t. Jens Benediktsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10 00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. .,Sjaldan launa kálfar ofe!di“ ÞEGAR ríkisstjórnin tók við völdum sumarið 1934, þótti það undrum sæta, hverja Framsóknarmenn völdu til ráðherfadóms. Hermann Jónasson hafði aldrei fyrr á Alþing komið og var að litlu góður þektur. Eysteinn Jó'ns- son var 27 ára gamall og hafði setið eitt aukaþing. Þegar þetta skeði, vjek eitt blaðið því til Jónasar Jóns- sonar, aðalleiðtoga flokksins, að hann mundi fá að kenna á þeim sannleika, sem felst í hinu forna spakmæli: „Sjaldan launa kálfar ofeldi“. í síðasta hefti „Ófeigs“, gerir Jónas nú eftir tæp 11 ár, rækilega grein fyrir viðskiftum sínum við þessa menn í langri grein, er hann nefnir: „Brjef til samvinnumanna“. Nokkuð af því sem þar er lýst er áður kunnugt, og hjá mörgu er eflaust enn sneytt, en sumar lýsingarnar eru þess eðlis, að ástæða er til að vekja á þeim athygli. Þar segir meðal annars: „Meðan jeg var önnum kafinn að sinna áhugamálum flokksins og þjóðarinnar allrar, beittu þeir og fylgismenn þeirra gagnvart mjer sams konar áróðri eins og komm- únistar í KRON við aðalfundarsókn í apríl s. 1. Engin baráttuvopn voru látin ónotuð. Þegar ekki fjekkst ráð- herradómur, ljet annar þeirra „fjelaga“ sjer nægja að gerast formaður í þingflokknum, en hinn tók á sama hátt við umboði miðstjórnar. Menn voru settir í prent- smiðjurnar til að athuga handrit, sem jeg sendi Tím- anum og Degi, og ef þar gætti gagnrýni á hendur komm- únistum sem þeir „fjelagar“ væntu að gera að banda- mönnum sínum, þá var beitt ritbanni gagnvart mjer. Launaðir farandsveinar fóru um landið til gamalla sam- herja og lýstu á átakanlegan hátt, hvílík nauðsyn væri að láta mig ekki koma nærri þjóðmálunum. Voru ýms rök færð fram svo sem það, að jeg gerðist mjög vanheill sökum aldurs, æðakerfið væri „kalkað“ og auk þess væri jeg í hættulegri kynningu við slæma menn Sjálf- stæðisflokksins. Allar þessar röksemdir áttu að sannfæra Framsó'knar- menn um, að það væri sjerstaklega mjer að kenna, að þeir „fjelagar“ hefðu ekki náð að mynda samfylkingu með kommúnistum. Þessi frjettaburður var rekinn með svo góðum árangri fyrir flokksþing Framsóknarmanna í fyrra vor, að margir af fulltrúunum töldu það vera hið eina nauðsynlega sökum hagsmuna flokksins og föður- landsins, að láta mig hverfa frá þátttöku í þjóðmálum“. Síðar í sömu grein segir svo: „Margir Framsóknarmenn voru haldnir vinstri stjórnar sjúkleika, sem var í eðli sínu sambærilegur við áfengis- eitrun. Þeir skeyttu ekki um tvöfalt bann flokksþinganna 1937 og 1941 eða um innlenda og erlenda reynslu í þessu efni. Þeir vildu ná sjer niðri á Morgunblaðsmönnum með því að komast í stjórnaraðstöðu móti þeim með komm- únistum“. Til frekari árjettingar kemur svo þetta síðar í sömu grein: „Kommúnistar sögðu þeim bak við tjöldin, að alt mundi lagast milli flokkanna ef Framsóknarmenn losuðu sig við mig og mín persónulegu áhrif. Eftir það hófu þeir „f jelagar“ skipulega herferð gegn mjer og var ekkert til sparað. Höfðu þeir leynilega ritskoðun við Tímann á greinum mínum og um áramútin ’42—’43 byrjuðu þeir að beita ritbanni. Til að fylgja málinu betur eftir komust, með vitund þeirra, eftir leynivegum nákvæmar fregnir úr blaðstjórn Tímans, í blöð kommúnista og Alþýðuflokks- ins. Var þar sagt sem vendilegast frá aðgerðum þeirra „fjelaga“.um hver sókn væri hafin gegn mjer og sam- starfsmönnum mínum. Hjelst þessi siður allan veturinn og var ekki sparað að segja frá umræðum og atkvæða- greiðslum sem snertu þetta mál, þó að blaðstjórn, þing- flokkur og miðstjórn ættu að vera harðlokaðar samkomur“ Skyldu engir Framsóknarmenn fara að hugleiða þá spurningu þegar þeir lesa þetta: Hvers mega andstæð- ingar og þjóðin öll vænta af mönnum sem fara þannig að við sinn pólitíska föður og mesta velgerðarmann? ÚR DAGLEGA LÍFINU Umferðaslysin. HJER í Reykjavík hafa nú þrír menn beðið bana á fjórum dög- um af völdum umferðaslysa. Það er nokkuð mikið. Þetta er alvar- legt mál. Eftir að slysin eru orð- in, er ekkert hægt að gera, ann- að en refsa þeim, sem reynast hafa borið ábyrgðina, og er það að vísu sjátfsagt. En það, sem er aðall þessa máls, er að koma í veg fyrir slysin, forðast slysin. — Það vita allir, að bifreiðaum- ferð er hjer óhemju mikil í hlut- falli við stærð bæjarins og breidd gatnanna ekki síst. Það er því mikill vandi, sem hvílir á herð- um allra, sem um bæinn fara, ekki síst þeirra, sem ökutækjum stjórna. Og þeir verða að gæta fylstu varúðar og eins hinir, sem fótgangandi eru. Þó mun enginn krefjast þess, að menn, sem eru á gangi uppi á gangstjettum, sjeu sífelt á verði fyrir ökutækjum, en hitt ekki ótítt, að bifreiðar fari, að minsta kosti með tvö hjól, upp á gangstjettirnar að nauð- synjalausu. Það má ekki líðast, þar eru fótgangandi menn algjör lega friðhelgir. — Þá verður það ekki nógsamlega brýnt fyrir fólki að fara varlega, þegar það fer yfir götur, líta vel í kringum sig, en ana ekki blindandi út á akbrautina, ábyrgðarlaust. Lítil börn, sem ekki hafa annan stað að vera á en götuna, eru venju- lega komin undir varfærni bif- reiðastjóranna, en oft er erfitt að afstýra slysum, þegar þau eiga í hlut. En hvað sem þessu öllu líður, verða allir að leggjast á eitt um það, að mannfall af völd um slysanna haldi ekki áfram. Það verða allir að hafa það hug- fast, að reyna eftir megni að forð ast slysin, bæði akandi menn og gangandi, og sýna altaf fylstu varfærni. • Hvar er nú Godt- fredsen? T. T. SKRIFAR: „Herrá Vík- ar! Þjer munið náttúrlega eftir manni, sem heitir Godtfredsen, og sem skrifaði skammagreinar um okkur íslendinga í bresk blöð, þegar okkur kom verst. Þessi maður hefir búið hjer ár- um saman og víst ekki haft það neitt sjerstaklega slæmt, og svona launaði hann landvistina. Nú komst alt upp um þenna mann og hann fjekk sinn dóm — dóm fyrir landráð — sem mörg- um fanst víst heldur vægur, og var skrifað um þetta í blöð á sín- um tíma, að mig minnir í Sjó- mannablaðið Víking, sem var skeleggt og skorinort. Svo frjetti jeg það fyrir þó nokkuð löngu, að Godtfredsen hefði verið náð- aður, og að það skilyrði hefði fylgt náðuninni, að hann færi af landi brott með fyrstu ferð eftir að friður væri kominn á. Jeg hefi ekki sannanir fyrir þessu, en hitt hefi jeg líka frjett, að Godt- fredsen vilji helst vera kyrr hjer. — Nú er Esjan farin, og ekki sást nafn Godtfredsens með- al þeirra, sem fóru með því skipi. Nú spyr jeg: Ef það er rjett, sem jeg hefi heyrt, og hefi enga á- stæðu til að rengja, að maðurinn hafi átt að fara úr landinu, þeg- ar ferð fjelli, hversvegna var hann þá ekki sendur? Mjer finst hann ekki hafa nokkurn skap- aðan hlut að gera hjer lengur, og finst líka einkennilegt, ef nokkrum íslending finst það. Jeg vildi bara vekja athygli á þessu, og vona, að þjer, hr. Víkar, fá- ið ekki nafnlaust skammabrjef á dönsku eða ensku, þótt þjer birtið þessar línur“. • Skrifað 17. júní. GÖMUL KONA hefir beðið mig að birta eftirfarandi, sem hún skrifaði 17. júní: „Nú er 17. júní í dag. Hvað ritar penninn þá? Fyrst og fremst lofgjörð til skapara míns og föður á himnum, sem hefir náðarsamlegast leitt oss gegnum torfærur og þrek- raunir að settu marki, til sigurs, frelsis og dáða. Og þökk sje þeim mætu mönnum þjóðar vorr ar, sem hafa unnið þar best að með festu og hugprýði, og jeg vil segja öllum, því jeg vona, að hver og einn hafi lagt sig fram með drengskap eftir sínum kröft um, fyrst og fremst með endur- nýjuðu hugarfari, og þar af leið- andi margskonar ávöxtum, sem af því spretta. Og jeg er svo hug fangin af því, hvernig það hefir tekist, að jeg segi í einlægni hjartans: Guði sje lof, sem oss hefir þenna sigur gefið, og hann einn er fær um að leiða okkur og stjórna á þeim vegi. Fyrir ári síðan bað jeg, að áhugaeldurinn til frama í þjóðarsálinni mætti aldrei slokkna. Þá var jeg kvíð- in í huga. En nú finst mjer eins og alt, sem fagurt er og gott, sje að vaxa og þroskast og við skul- um öll vera vonglöð og í öruggu trausti fela Guði vort föðurland, vort elskaða ísland“. • Þannig hugsar gamla fólkið. ÞANNIG HUGSAR gamla fólk ið um sjálfstæði vort og lýðveld- . ið unga. Sú hugsun kann að vera orðin framandi sumum þeirra ungu. En það á hún ekki að vera. Það er engin vanmetakend í því að bera virðingu fyrir þeim, sem heiminum ræður, og enginn möguleiki til annars, en við sjá- um, að það erum ekki við sjálf, sem öllu stjórnum. Brjefið gömlu konunnar er fallegt og hugsanir hennar eru fagrar. Af slíkum hugsunum mun margt gott spretta fyrir fósturland vort og framtíð. Og sem betur fer veit jeg, að það voru margir ungir, margir á öllum aldri, sem hugs- uðu líkt og gamla konan gerði á ársafmæli íslenska lýðveldisins. Gamla Bíó sýnir þessa dagana bráðskemmtilega mynd „Æfin- týrakonu" („Slightly dangerous") Aðalhlutverkin leika Lana Turn er og Robert Young. FRÁ FRÆNDÞJÓÐUNUM 8. maí í Kaupmanniháífn í SÆNSKA blaðinu „Dagens Nyheter“, sem hingað hefir bor ist, frá 8. maí s. 1., er sagt frá atburðum í Danmörku í sam- bandi við uppgjöf Þjóðverja. Þar segir m. a. eftir frjetta- ritara blaðsins í Höfn: í dag er mánudagur. En ekki er hægt að sjá að ný vinnu- vika sje byrjuð. Mannþröngin á Kóngsins Nýjatorgi er eins mikil í dag, eins og hún var í gær, þar sem frelsisvinir koma með hvern hópinn af öðrum af quislingum, er þeir hafa tekið fasta. Farið er með þá inn í lista- háskóla Hafnar, Charlotten- borg, þar eru þeir leiddir í stutta yfirheyrslu. Síðan er far- ið með þá í Vestra fangelsi. Pólitískir fangar, er þar voru, eru nú leystir úr haldi. ★ Fyrir utan Charlottenborg er mannþröngin mest. Þar klifra menn upp á tunnur og ölkassa, til þess að fá sem beSt útsýni. Þegar bílar koma með „þef- ara“, heyrist ys um mannþröng ina. Sjeu frelsisvinir einir á ferð, þá er þeim fagnað. Inni í húsagarði Charlotten- borgar verða fangarnir að standa upp við veggi, með and- litið að veggnum og upprjettar hendur. Þarna stóð 18 ára stúlka með inniskó á fótunum, götustelpa, með málaðar augabrýr. Sokka- laus er hún. En það er ekki vegna fjeleysis. Því hún hefir 13.000 krónur af Júdasarfje á sjer. Og götusláni, sem þarna var, var ennþá ,,múraðri“, því hann var með 17 þús. krónur. Kvensnpt ein var með ávísun upp á 1.500 krónur, með undir- skrift dr. Bests, sem einu sinni var í miklu gildi í Danmörku. ★ Þarna í hallargarðjnum eru ungir og gamlir, unglingar og húsfeður með konur sínar. All- ir þefarar? Ekki er hægt að fullyrða um það. Dómstólar verða að skera úr því. Því nú á að vera komið rjettaröryggi í landinu. Tveir menn voru þó skotnir í gær úti í Hellerup, vegna þess að þeir voru of seinar að rjetta hendurnar upp yfir höfuð sjer. ★ Piltur einn, sem ók um bæ- inn með frjettaritaranum er sendi frásögn þessa til hins sænska blaðs, sagði frá því, að I hann hefði daginn áður verið með þeim, er tóku ritstjórann Helge Bangsted fastan. Hann var ritstjóri nasistablaðsins 1 „Fædrelandet“. Hann gekk undír dulnefni. i Við hringdum dyrabjöllunni, sagði pilturinn og höfðum skammbyssurnar til. Kona, er opnaði hurðina, rak upp hljóð. I Við ýttum henni til hliðar og ruddumst inn. Þar sat Helge Bangsted og 5—6 konur. Þau spruttu á fætur. Bangsted var ! náfölur og sýndi engan mót- þróa, enda þótt hánn hefði i hlaðna skammbyssu á borðinu hjá sjer. Konurnar fengu að kveðja hann. Þær eru allar gift ar mönnum er haft hafa sam- band við blaðið. Síðan var Bangsted látinn ganga niður tröppurnar með skammbyssu- Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.