Morgunblaðið - 02.08.1945, Side 2
2
SíORG ÖNBIiAÐIÐ
Fimtudagur 2. ágúst 10 ío,
Millibilsástand milli styrjaldar og friðar
UM LEIÐ og jeg tek nú við
starfi sem þjóðkjörinn forseti
lýðveldisins um næstu fjögur
ár, læt jeg í ljós innilegt þakk-
læti mitt fyrir það traust, sem
rryer hefir verið sýnt með því
að fela mjer þessa vandasömu
virðingarstöðu. Það mun verða
mjer styrkur í starfinu.
En jeg kenni enn meira þakk
lætis í hjarta mínu fyrir eining
. una, sem varð um þetta fyrsta
þjóðkjör forseta íslenska lýð-
veldisins. Ekki sjálfs míns
vegna, heldur vegna íslensku
þjóðarinnar. Það mun verða til
að treysta hið unga lýðveldi,
■ bæði inn á við og út á við. Jeg
marka það meðal annars á brjef
um og skeytum, sem mjer hafa
, borist og öðrum ummælum, sem
hníga ákveðið í þá átt.
Nú kemur til kasta okkar
allra, íslendinga, að auka ör-
yggi hins íslenska ríkis með
bverjum þeim hætti, sem í okk
ar valdi stendur. Ætti hverjum
Islendingi að verða það metnað
armál og ábyrgðar, að færa
jþær fórnir á því altari, sem með
þarf, og láta ekki ágreining um
mál sem minnu skipta,. verða
að þröskuldi á þeirri b-raut.
Vinsamleg samvinna við
aðrar þjóðir.
Öryggi lýðveldisins verður
•ekki tryggt án vinsamlegrar
í5amvinnu við aðrar þjóðir. Þess
vegna á það við, að gera sjer
jgrein fyrir afstöðu íslands til
annara ríkja eins og hún er nú
og mun sennilega verða í fram-
tíðinni.
Um leið og lýðveldið var
atofnað, IV- júní 1944, hlaut það
-viðurkenningu margra okkur
vinveittra ríkja. Meðal þeirra
dremstu í þeim flokki voru stór
veldin Bandaríkin og Stóra-
IBretland. En eins og kunnugt
er, gáfu einmitt þessi tvö stór-
veldi þá yfirlýsingu, með At-
ilantshafssáttmálanum 1941, að
nver þjóð ætti rjett á að ráða
isjálf og ein stjórnarformi sfnu.
IHikuðu þau ekki við að standa
við þá yfirlýsingu gagnvart Is-
landi. Við hljótum að bera þakk
arhug í brjósti fyrir þetta, bæði
i;il þessara tveggja stórvelda og
annara velda sem þá strax og
isíðar sýndu okkur sömu viður-
jkenningu.
Það er kennt í þjóðarrjetti, að
iil þess áð ríki geti tekið þátt í
alþjóðastarfsemi sem fullgildur
aðili, þurfi viðurkenningu ann-
ara ríkja. Ennfremur, að ef eitt
oða fleiri stórveldanna veiti
wlíka viðurkenningu, muni að
jafnaði ekki standa á viðurkenn
ángu annara ríkja. En rjettar-
ríki munu gæta þess að veita
]pví aðeins viðurkenninguna, að
talið sje í samræmi við alþjóða-
2ög.
Með þessUm viðurkenning-
-um, sem jeg hefí minnst á, hef-
dr þannig fengist traustur grund
völlur fyrir íslenska lýðveldið
að byggja á.
•Sambandsslit við
Norðurlönd.
Fyrir rúmuiti fjórum árum
Aók jeg fyrst við ríkissíjórastarf
tnu. Við það tækifæri Ijet jeg
i'alla orð um, að það væri nú,
*iem fyrr, eindreginn vilji og
iósk íslendinga, að þótt við ósk-
Forseti Islands ræðir um fram-
tíðina og vandamál þjóðarinnar
í hópi frjálsra Norðurlanda-
þjóða, mættum við einnig í
framtíðinni eiga heima í hópi
þeirra annara lýðræðisþjóða,
sem vilja byggja líf sitt, fram-
tíð og gagnkvæm viðskipti á
grundvelli rjettarins. með gagn
kvæmri virðingu fyrir rjetti
bver annarar og orðheldni. Þau
ummæli voru í samræmi við
stefnu stjórnar og þings ,þá,
eru það nú, og jeg hygg að yfir-
gnæfandi meirihluti íslensku
þjóðarinnar hafi verið þeirrar
skoðunar þá, sje það enn í dag
og' muni verða í framtíðinni. —
Þetta samrýmist að öllu fyrri
atburðum í þjóðlífi okkar, og
atburðum, sem orðið hafa síðan.
I sambandi við afgreiðslu lýð
veldismálsins, gerði Alþingi þá
ályktun vorið 1944, að það
teldi „sjálfsagt, að íslenska
þjóðin kappkosti að halda hin-
um fornu frændsemi- og menn-
ingarböndum, er tengt hafa
saman þjóðir Norðurlanda,
enda er það vilji Islendinga, að
eiga þátt í norrænni samvinnu
að ófriði loknum“. Þessi yfir-
lýsing markar ákveðið óskir
okkar um nána frarhtíðarsam-
vinnu við hinar Norðurlanda-
þjóðirnar. Eitt af táknum um
einlægni íslensku þjóðarinnar í
þessu efni tel jeg vera þá inni-
legu samfagnaðaröldu, sem reis
meðal alls almennings hjer í
landi, er Danmörk og Noregur
fengu aftur frelsi sitt. Og það,
sem gerst hefir síðan, sýnir að
samvinnan er nú þegar hafin.
Danir og Islendingar.
Það hafa borist frjettir, eftir
að samband er aftur komið á
milli landanna, þótt slitrótt sje
enn, um óánægju sem gert hafi
vart við sig í Danmörku, vegna
þess að við frestuðum ekki lýð-
veldisstofnuninni fram yfir ó-
friðarlok. í stað þess að gera of
mikið úr þessum frjettum, ætti
okkur að vera ljúft að minnast
þeirra hlýju kveðja frá konungi
og stjórn Dana, sem borist hafa
eftir lýðveldisstofnunina, og
annara vinsemdarvotta af hálfu
danskra manna.
Því miður var samgöngu-
teppa af völdum ófriðarins, er
sá tími var kominn, að heimilt
var að slíta fyrra sambandi,
samkvæmt samningum þeim,
sem þjóðirnar höfðu gert með
sjer af fúsum og frjálsum vilja.
Vegna óvissunnar taldi yfir-
gnæfandi meirihluti þjóðarinn-
ar ekki rjett að láta þetta óvið-
ráðanlega ástand, valda frest-
urr lýðveldisstofnunarinnar.
Tilfinningar manna eru stað-
reynd engu síður en lögmætar
athafnir. Okkur hefir verið
ljóst að hörmungar þær, er Dan
ir hafa orðið að þola undanfarin
ár, hafa hlotið að valda dönsku
þjóðinni með hinn aldraða og
hugprúða konung í broddi fylk
ingar mikilla sársauka. Slíkt
gerir tilfinningarnar enn næm-
ari. Með fullum skilningi á
þessu, ættum við að forðast
?uðum fyrst og fremst að teljastað mæta óánægju með óánægju
þar sem hún kann að gera vart
við sig. Nú standa fyrir dyrum
samningar við Dani. Það er von
okkar og ósk að þeir fari fram í
andrúmslofti vinsemdar og
gagnkvæms skilnings. Að því
viljum við vinna. Við trúum því
að vinsamleg samvinna verði
j einnig í framtíðinni milli okkar
' og þessarar fyrri sambandsþjóð
ar okkar. Og það er okkur á-
nægjuefni, að vita að ýmsir
merkir áhifamenn meðal Dana
bera einnig þessa trú í brjósti.
Afsíaðan til ágengni
Þjóðverja.
Misseri áður en styrjöldin
hófst, eða snemma á árinu 1939,
neituðu Islendingar að verða
við þeim tilmælum Þjóðverja
að þeir fengju flugstöðvar, og
aðrar stöðvar í sambandi við
þær, hjer á landi, þótt boðin
væru á móti freistandi friðindi.
Þá höfðu margar aðrar þjóðir
undanfarið sýnt þeim undanláts
semi á ýmsan hátt. Mjer er það
minnisstætt, að erlendur maðuf
samfagnaði mjer þá vegna þjóð
ar minnar, að ísland, sem væri
meðal minnstu ríkja Norður-
álfunnar, skyldi hafa tekið
þessa ákveðnu afstöðu gegn
ágengni Þjóðverja.
Hvað sem annars má um
þetta segja, hafði ísland þannig
þegar fyrir styrjöldina neitað
samvinnu við Þjóðverja, sem
afdrifarík hefði getað orðið er
til styrjaldar kom. Enda er það
haft eftir einum aðalráðamanna
Þjóðverja þá, að þeir hefðu
haft áform um að hernema ís-
land snemma í styrjöldinni, en
hætt við þau áform vegna þess
að hjer voru engir flugvellir.
Eins og kunnugt er, háðu lýð
ræðisþjóðirnar nær 6 ára blóð-
uga baráttu í Norðurálfu, á At-
lantshafi og víðar, uns einræðis
vald ráðamanna Þjóðverja var
að velli lagt. Við höfðum að
vísu lýst yfir ævarandi hlut-
leysi og höfðum ekki enn fallið
frá þeirri yfirlýsingu. En öll ó-
friðarárin áttum við slíkt sam-
starf við andstæðinga Þjóðverja
í baráttu þeirra fyrir frelsi og
lýðræði, að ekki gat leikið vafi
á því hverju megin væri samúð
stjórnarvaldanna og alls þorra
þjóðarinnar í þeirri baráttu.
Arekstralítil sambúð við
Breta.
Jeg vil í því efiji minna á það,
hve árekstralítil var sambúðin
við breska setuliðið, þótt það
kæmi hingað gegn mótmælum
okkar. Mjer er ekki kunnugt að
Islendingar gerðu tilraunir til
þess að gera því erfitt fyrir, því
síður um skemmdarverk. Er til
tals kom, sumarið 1941, að
Bandaríkin tækju að sjer her-
vernd Islands, gerðum við hik-
laust samninga við þau um það.
Sambúðin við bandaríska setu-
liðið var góð frá byrjun og virt
ist ganga æ betur fram ásíðustu
stundu. Þó mun hjer hafa verið
í landi óvenjumikill fjöldi her-
liðs þeirra, er mest var, saman-
’ borið við fólksfjölda í landinu.
Við hjeldum áfram þrotlaust að
flytja bandamönnum björg í
bú, þrátt fyrir miklar hættur og
hlutfallslega óvenjumiklar
mannfórnir og skipstapa, sem
^ við máttum illa við. Gat vopn-
laus þjóð sýnt virkari samúð
með ■ bandamönnum ?
Jeg minnist þessá ekki í því
1 skyni, að'jeg álíti að okkur beri
J að miklast af því. En þar fyrir
rpá það ekki gleymast. Við
1 gleymum heldur ekki þakklæt-
isskuld okkar við þessar vina-
þjóðir, bæði fyrir það hve ant
ráðamenn þeirra ljetu sjer um
að gera sambúðina sem besta
og fyrir margskonar aðra sam-
vinnu og góða aðstoð þeirra.
Islendingar samvinnuþjóð
bandamanna.
Sameinuðu þjóðirnar notuðu
aðstöðu sína hjer á landi með
beinu og þegjandi samþykki
okkar, til hernaðaraðgerða, sem
voru þeim væntanlega ekki lít-
ilsvirði í baráttunni við öxul-
veldin. Við vissum, að þær háðu
baráttu sína fyrir hugsjónum,
sem við metum öllu ofar. Af
greindum ástæðum munum við
hafa verið taldir- samvinnuþjóð
þeirra („associated nation“).
Því höfum við og verið boðnir
og búnir til þátttöku í ýmis-
konar alþjóðastarfsemi, er þess
ar þjóðir stofnuðu til og okkur
var gefinn kostur á að taka þátt
í. Því erum við og boðnir og
búnir til áframhaldandi sam-
vinnu við þessar þjóðir til þess
að tryggja framtíðarfrið og ör-
yggi í heiminum, á þann hátt
sem okkur er fært.
Þótt hjer sje um staðreyndir
að ræða, sem hvorki eru neín
nýjung nje leyndarmál, tel jeg
rjett að rifja þær upp, vegna
afstöðu okkar út á við. Sú af-
staða hefir jafnan verið óbreytt
öll styrjaldarárin og óháð vopna
láni þjóðanna í styrjöldinni.
Enda á hún rætur sínar í sams-
konar þjóðræknishugsunar-
hætti, sem ríkir meðal lýðræð-
isþjóðanna. Við trúum á farsæld
þess stjórnskipulags, að þjóð-
inni sje stjórnað með hagsæld
allrar þjóðarheildarinnar fyrir
augum af stjórn sem þjóðin
ræður sjálf, eins og Abraham
Lincoln orðaði það fyrir tæpri
öld.
Um þessa stefnu vona jeg að
haldast megi eining meðal is-
lensku þjóðarinnar hjer eftir
sem hingað til. ►
Margir þeirra íslendinga, sem
nýkomnir eru heim eftir
margra ára fjarveru í ófriðar-
eða hernámslöndum, hafa lýst
undrun og ánægju yfir breyt-
ingum, sem hjer hafa orðið til
bóta í fjarveru þeirra og yfir
því, hve fólki líði hjer alment
vel samanborið við líðan Jólks
í löndum þeim, sem þeir hafa
dvalið í. Þeir hafa gleggra
auga, sem getur gert saman-
burð, er byggist á eigin reynslu.
Jeg efast ekki um að við ber-
um öll þá ósk í brjósti, að þessl
vellíðan megi haldast og að við
eigum framundan miklu meiri
breytingar til bóta.
Millibilsástand.
En — enginn má gleyma því,
að undanfarin ár hafa vcrið
óvenjuleg ár á margan hátt. Við
erum nú að byrja millibils-
ástand, sem hlýtur að verða,
milli óvenjulegra styrjaldar-
tíma og öruggari friðartima.
Sem betur fer, er mannlífiö svo
auðugt af tilbrigðum, að ekk-
ert er til sem mætti neína
„venjulega tíma“. Ymsir eru
bölsýnir á það, sem framundan
er, aðrir bjartsýnir. Hvort-
tveggja getur gengið úr hófi
fram, frekar en sennileg rök
liggja til. Ástin á föðurlandinu
byggist mjög á trú á landi og
þjóð, Þá trú getum við tæp-
lega varðveitt nema nokkurar
bjartsýni gæti. Bjartsýni og' trú
á landi og þjóð var uppistaðan
hjá Jóni Sigurðssyni, samherj-
um hans og þeim sem tóku við
af þeim í baráttunni uns full-
komið sjálfstæði fjekst. Sama
hefir verið uppistaðan hjá þeim
þjóðum, sem hafa þolað hvers-
konar hörmungar stýrjaldar-
innar í baráttunni fyrir nýjum
og betri heimi.
Þekking er nauðsynleg.
■ En hjer kemur meira til.
Smátt og smátt er verið að lyfta
blæju leyndarinnar af ýmsum
átökum styrjaldarþjóðanna.
Hugkvæmni, þol og þrek, og’
síðast en ekki síst staðgóð
þekking hefir gert að veruleika
margt, sem áður mundi hafa
verið talið annað hvort hreinir
draumórar eða framtíðardraum
ar, sem ættu mjög langt í land
að rætast.
Það mætti verða okkur lær-
dómsríkt, hve miklu þessi stað-
góða þekking hefir orkað um
örlög þjóðanna í þessum mikla
hildarleik, og á eftir að orka í
því, sem framundan er. Það
er lögð mikil áhersla á mikil-
vægi þekkingarinnar í áform-
um þeim, sem eru, um að búa
öllum þjóðum betra lít en áð-
ur.
Sú fræðilega þekking, sem
öll vísindi vinna með, hlýtur að
verða hjer á landi sem annars-
staðar, sá grundvöllur sem öll
þróun byggist á, jafnt á verk-
legum sviðum sem öðrum. Nið-
urstöður vísindanna vísa leið-
irnar. En þörf er aukinnar þekk
ingar á mörgum öðrum sviðum,
svo sá leiðarvísir komi að not-
um.
„Það er eitthvað sjerstakt við
hvaðeina og ekkert verk er svo
lítilfjörlegt eða auðvelt, að mað
ur verði ekki að læra það“,
sagði danskur bóndi við ungan
Islending fyrir mörgum árum.
íslendinginn langaði til að
fylgjast með samstarfsmönn-
um sínum við fremur óbrotna
sveitavinnu en gat það ekki,
vegna þess að hann kunni ekki
nógu vel til verksins. Ætli þetta
geti ekki átt við um nokkuð
marga íslendinga nú í dag?
Aukin þekking á öllum sviðumi
ætti að vera markvisst takmark
okkar. í því munu felast fjár-
sjóðir, sem hvorki mölur nje
ryð fær grandað.
Framh. á bls. 8.