Morgunblaðið - 02.08.1945, Side 10
30
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudag'ur 2. ágúst 1945.
29. dagur
Engin þjónustustúlka hafði
nokkru sinni dirfst að snúast
andvíg gegn þessari venju og
írú Maile átti heldur ekki von
á, að Cluny gerði það, þegar
röðin kæmi að henni. Það eina,
sem hún var dálítið smeyk við,
var Wilson. Hinir biðlarnir
höfðu flestir verið daglauna-
menn eða vinnumenn af bæj-
unum í kring, sem hún hafði
óhrekjanlega yfirburði" yfir.
Það hafði engin af stúlkunum
náð í jafn efnilegan og hátt-
settan mann og Cluny. En frú
Maile var skyldurækin og þeg-
ar Cluny Brown færði ijenni
þær furðufrjettir, að lyfsalinn
, æskti þess að fá að tala við
hana, kvaðst hún fús til þess.
— Þau heilsuðu hvort öðru
með gagnkvæmri virðingu,
Wilson og frú Maile.
Frú Maile gat þess, að það
liti út fyrir, að veðrið væri að
versna.
„Já — sennilega verður rign
ing í nokkra daga“, svaraði
Wilson. „Hvernig líður yður af
hóstanum?11
Frú Maile hóstaði dálítið, til
þess að sýna honum það. Ekk-
ert hefði verið henni meira
ánægjuefni, en ræða dálítið
veikindi sín. En hún var svo
háttvís kona, að hún ljet það
ekki eftir sjer. í stað þess sagði
hún, til þess að gera Wilson
auðveldara fyrir: „Það er mjög
fallegt af yður að bera svona
mikla umhyggju fyrir Cluny
Brown. Hún er Lundúnabúi,
eins og þjer vitið, og það er
oft erfitt fyrir þá að una sjer
í sveitinni“.
,Aeg hefi mikið álit á henni“,
sagði Wilson. „Jeg vona, að
þjer hafið það líka“.
Frú Maile þagði andartak.
Aður fyrr hafði það verið hún,
sem krafði biðlana sagna — ep
ekki þeir hana. En því var
dálítið öðruvísi farið með Wil-
son.
Cluny er góð stúlka“, sagði
hún. „Ungfrú Postgate, stúlkan,
sem rjeði hana hingað, sagði
mjer, að hún væri af góðu fólki
komin“.
„Vesalings litla stúlkan!“
sagði Wilson.
Frú Maile starði á hann. Hún
trúði vart sínum eigin eyrum.
Það var stórmerkilegt, að Cluny
Brown, sem var fimm fet og
átta þumlungar á hæð og hafði
alt of mikið sjálfsálit, skyldi
vera „lítil, vesalings stúlka“ í
augUm lyfsalans!
„Hún er mjög hugrökk —
þótt hún sje munaðarleysingi“,
hjelt Wilson áfram.
„Já — algjörlega óttalaus“,
sagði frú Maile þurrlega. En
svo þagnaði hún,- því að það
var augljóst mál, að lyfsalinn
ætlaði að kvænast stúlkunni,
og frú Maile var of góð kona
til þess að vilja spilla fyrir því.
„Hún er mjög dugleg til allrar
vinnu. Það er ef til vill ekki
beinlínis hægt að segja, að hún
sje samviskusöm, en það á senni
lega rætur sínar að rekja til
þess, að þetta er í fyrsta sinn,
sem hún vinnur hjá vandalaus-
um“.
„Frændi hennar er pípulagn-
ingarmaður", sagði Wilson.
„Jeg get þess, vegna þess að
margar ungar stúlkur hefðu
reynt að fara í launkofa með
það. Cluny Brown sagði mjer
það þegar í stað. Hún er mjög
hreinskilin'og opinská. Það er
vart hægt að segja að hún sje
vel mentuð ...“.
Frú Maile, sem var fegin því,
að Cluny skyldi þó ekki alveg
hafa blindað hann með dygð-
um sínum, flýtti sjer að segja,
að það væri alveg rjett, — að
ýmsu leyti væri hún eins fá-
fróð og sex ára barn.
„Hún er ung“, sagði Wilson,
og umburðarlyndisbros ljek um
varir hans. Hann reis á fætur.
Frú Maile var einnig á því,
að nú væri nóg sagt. Hún hafði
gert skyldu sína og hafði ekki
í hyggju, að hvetja Wilson frek-
ar í þeSsu máli. í raun rjettri
hallaðist hún fremur að því,
að vernda bæri Wilson gegn
því, að flækja sjer í einhverja
vitleysu — en Cluny.
„Jeg er ekki í nokkrum vafa
um það, að pípulagningarmenn
eru síst verri en annað fólk“,
sagði hún. „E’n jeg efast um
það, hr. Wilson, að við getum
átt margt sameiginlegt með
þeim“.
„Við erum öll menn“, sagði
Wilson, alvarlegur í bragði. „Og
auk þess er jeg engin höfðingja
sleikja".
— Þegar Cluny kom niður í
eldhúsið, eftír að hafa skift um
föt, sagði Hilda henni, að WiJ-
son væri ennþá inni hjá frú
Maile. — Cluny rak höfuðið i
inn um dyrnar, til þess að bjóða
honum góða nótt, og þá loks
varð henni ljóst, hvað um var
að vera.
„Komdu inn fyrir andartak“,
sagði Wilson.
„Jeg má ekki vera að því“,
svaraði Cluny glaðlega. „Það er
kominn tími til þess að bera
á borð“.
„Jeg skal ekki tefja þig lengi.
Jeg ætlaði aðeins að segja þjer,
að jeg er að hugsa um að bregða
mjér til Lundúna".
„Jæja? í frí?“ spurði Cluny
undrandi.
„Til þess að fara í heimsókn",
sagði Wilson. „Jeg verð ekki
meira en sólarhring að heim-
an“. Hann brosti til hennar —
þessu einkennilega, fjarræna
brosi. „Þú verður að segja mjer,
hvert heimilisfangið er. Jeg var
að hugsa um að líta inn til
frænda þíns“.
Cluny var sem þrumu lostin.
Hún gat ekki mælt orð af
munni. Hún gat ekki einu sinni
hugsað. — Lyfsalinn náði í blað
og blýant, og leit spyrjandi á
hana. Hún vætti varirnar og
muldraði: „String-götu 15“.
„Paddington?“
„Já“.
Hann skrifaði það hjá sjer.
„Þig langar ef til vill til þess
að senda honum einhverja smá-
gjöf? Það kemur sjer t. d. altaf
vel að fá ný egg“.
Cluny sá þegar, að það myndi
mjög skynsamlegt. — Eggin
myndu gefa honum átyllu til
þess að heimsækja Arn.
„Það er til þess að vera viss
um, að vel verði tekið á móti
mjer“, sagði Wilson og brosti.
Hann var glaðlegri en Cluny
hafði nokkru sinni sjeð hann
áður. En hún gat ekki brosað
á móti. Lyfsalanum fanst ekk-
ert athugavert við það. Honum
fanst aðeins tilhlýðilegt, að hún
væri alvarleg, á þessari stundu.
Andartak leit út fyrir að hann
ætlaði að segja eitthvað meira
— en svo hætti hann við það.
Það var þersýnilegt, að hann
var þegar búinn að skipuleggja
þetta alt — og ætlaði að breyta
eftir því.
„Hvenær ferðu?“ spurði
Cluny. Hún var dálítið óstyrk
í málrómnum.
„Sennilega á laugardaginn.
Jeg geri ráð fyrir, að þú hafir
getið mín í brjefum þínum til
frænda þíns?“
„Já — jeg mintist rjett að-
eins á þig“, viðurkendi Cluny.
Það var líka alt og sumt, því
að eftir því sem hún hitti Wil-
son oftar, hafði hún, af eðlileg-
um ástæðum, getið hans sjaldn-
ar. „Hann verður mjög undr-
andi, þegar hann sjer þig“,
sagði hún.
Wilson samsinti því — en
virtist hvergi smeykur. Og
hvers vegna skyldi hann vera
það? Hann hlaut að vita það,
maðurinn, hvers virði hann var.
Það talaðist svo til með þeim,
að hann keypti eggin 1 þorpinu,
og Cluny greiddi fyrir þau síð-
ar — og síðan var samtalið á
enda.
nillllllllllUlllilllllllHIUIlurjIUlilIinililllllllUIIIIUlIV
i Asbjörnsens ævintýrin. —
Sígildar bókmentaperlur.
Ogleymanlegar sögur
barnanna.
niinnBinninuuuiiuaiiuummmnnmmiuiinnuMi.
| Alm. Fasteignasalan |
f er miðstöð fasteignakaupa. |
i Bankastræti 7. Sími 6063. =
Viðlegan á Felli
^ónóion
49.
„Ertu vitlaus, barn. Heldurðu að nokkur maður geti
þetta?“
„Jeg held ekkerí um það, jeg veit það“.
„Hvar hefirðu sjeð það?“
„Jeg hefi hvergi sjeð það, en jeg hefi lesið um það“.
„Já, það hefir verið í skáldsögu. Það er ekkert að marka
skáldsögurnar“.
„Jeg hefi ekki lesið um það í sögum, jeg hefi lesið um
það í fræðibókum, og svo hefir mjer verið sagt það í
skóla”.
„Og í hvaða löndum á þetta að vera gert?“
„í ýmsum löndum, Noregi, Englandi, Ítalíu og SvisS, til
dæmis að taka“.
„En ætli þetta sje nú satt, í alvöru að tala?“
„Satt? Já, það er jafnsatt og það, að við erum hjerna
á leiðinni heim“.
„Nei, sjáðu nú, Karl, það er komið alt fram á makka
á honum Brodda. Það tollir aldrei heim svona“, sagði
Elliði.
„Hvað eigum við nú til bragðs að taka?“ spurði Karl.
„Við verðum að taka rófustagið af honum og lofa öllu
að velta“. ^
„Það er ekki ófagurt, þá er farið ofan af þremur“.
„Leystu rófustagið af honum, jsg ætla a5 taka hann af
klakki“. *
Karl leysti rófustagið, og Elliði tók Brodda aí klakki.
Klárinn laut og hristi sig og setti alt fram af sjer, bæði
reiðing og bagga.
„Við skulum nú teyma sína 4 hestana hvor, þeir eru
nú ekki orðnir nema 8 undir böggum. Jeg er alveg hissa,
hvað okkur gengur hörmulega. Góði Kalli, við skulum
nú reyna að láta ekki fara ofan af þessum. Ætli það sje
ekki dæmalaust gaman að vera í útlöndum, Kalli?“
„Jú, það er víst fjarskalega gaman. Þar eru menn
ákaflega ríkir. Og þar er miklu betra veður en hjer“.
„Það eru víst mikil ber þar?“
„Það er áreiðanlegt. En þar vaxa óteljandi ávextir
aðrir. Þar vaxa epli, glóaldini, perur, vínber og margt
fleira“.
Dóttirin: — Mamma, þú
manst eftir postulíns vasanum,
sem þú sagðir að hefði gengið
frá einum ættlið til annars í
mörg hundruð ár?
Móðirin: — Já.
Dóttirin: — Já, jeg ætlaði
bara að segja þjer, að síðasti
ættliðurinn er búinn að brjóta
hann.
★
—• Helmingur þingmannanna
eru bjánar — skrifaði æfareið-
ur ritstjóri í blað sitt.
Hann var dæmdur til að taka
aftur orð sín og í næsta blaði
birtist svohljóðandi kausa: —
Helmingur þingmannanna eru
ekki bjánar.
it
— Veistu hvað er líkt með
honum bróður þínum og Tars-
an?
— Nei.
— Þeir eru báðir apabræður.
★
Húseigandinn: — Segið þjer
mjer, hvenær hafið þjer í
hyggju að borga húsaleiguna?
Rithöfundurinn: — Undir
eins og jeg fæ tjekkinn, sem
útgefandinn sendir mjer, ef
hann kaupir söguna, sem jeg
ætla að byrja á, þegar jeg er
búinn að koma mjer niður á
gott efni og er orðinn nægjan-
lega upplagður.
★
Það voru nokkrir strútar sam
ankomnir 1 hóp. Alt í einu
heyrðu þeir einhvern hávaða
og grófu óðara hausana niður
í sandinn.
Einn hafði dregist aftur úr
hópnum, en þegar hann náði
hinum, varð hann þrumu lost-
inn og sagði: — Hvar eru allir
strútarnir, sem jeg var með?
★
Eiginkonan: — Síðasta vinnu
konan mín hefir beðið mig að
gefa sjer meðmæli. Jeg sagði,
að hún hefði veríð óstundvís
og hortug. Finnst þjer jeg geta
sagt nokkuð gott um hana?
Eiginmaðurinn: — Þú gafetir
náttúrlega sagt, að hún hafi
prýðilega lyst og sje ekkert
svefnstygg.
★
— Hvenær, sem jeg lít á þig,
kemur mje” frægur maður í
hug.
— Þú eít að slá mjer gull-
hamra. Hvern meinarðu?
— Darwin.