Morgunblaðið - 08.08.1945, Side 10

Morgunblaðið - 08.08.1945, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. ágúst .1945 . eftír ytargerySltarp m:: ’m- 2 duglegar stúlkur & óskast á Ilótel í nágrenni Reykjavíkur. Nauðsynlegt , iinnur geti sjeð um bakstur sjálfstætt. Hátt kaup, Upplýsingar gefur: Cssls Csslasosi Belgjagerðinni, heirna Hverfisgötu 14 kl. 6 eftir hád. ii • (ekki í síma). 33. dagur „Hversvegna læsirðu þá ekki herbergisdyrunum?“ spurði Belinski. „Það er ekki siður að gera það á einkaheimilum“. „Það getur valdið leiðum misskilningi", sagði Belinski í umkvörtunartón. „Ef dyrnar hefðu verið læstar, hefði jeg vit anlega haldið aftur til herberg- is míns“. „Jeg kæri mig ekki um að heyra þig segja frá æfintýrum þínum á göngum gistihúsa. Jeg ætla að fara að sofa“. „Þegar þú dansaðir við mig áðan, varstu vakandi — í fyrsta sinn.“ Betty andvarpaði. Hún hafði mikið yndi af því að dansa — dansaði ætíð með lífi og sál, og þetta var ekki í fyjrsta sinn, sem karlmenn höfðu misskilið það. Hún sagði þolinmóð: „Hr. Belinski — mig langar svo sem ekkert til þess að hrópa á hjálp. En veistu hvað skeður, ef jeg geri það?“ „Ekkert. Að minnsta kosti ekkert sem —r“. ,,Ef jeg æpi“, tók Betty fram í fyrir honum, „þá verður þjer vísað á dyr þegar í stað. Það er gamall enskur siður. Hvað myndirðu þá gera?“ „Jeg ætla til Ameríku. Jeg kom hingað til þess að minna þig á það, þar eð helst lítur út fyrir, að þú hafir gleymt því. — Það er ekki víst, að þú sjáir mig framar“. „Ágætt“, svaraði Betty. Það varð stundar þögn — og það var einmitt á sama andar- taki, sem Andrjes gekk framhjá dyrunum, á leið sinni til her- bergis Belinski. — Svo mælti Belinski, alvar legur í bragði: „Ef þú vilt giftast mjer, get- um við auðvitað gift okkur. En ef jeg ætti að vera alveg hrein- skilinn, myndi jeg ráða þjer frá því; Jeg hefi engar fastar tekj ur. Jeg er útlendingur, og for- eldrar þínir myndu áreiðan- lega hafa á móti því, að þú gift ist mjer“. „Jeg held þú sjert ekki al- mennilegur! Mjer hefir aldrei svo mikið sem flogið í hug, að giftast þjer“. „Jeg sje, að þú ert vel viti borin, auk þess að vera falleg. Jeg er innilegur aðdáandi þinn. En ástin er aftur á móti dálítið annað“. „Jeg er ekki ástfangin af þjer. Það geturðu þó svei mjer verið viss um“. „Varstu það ekki einu sinni, meðan þú dansaðir við mig? Og hvernig í ósköpunum geturðu sagt um það, hvort þú ert ást- fangin af mjer eða ekki, þegar þú hefir ekki einu sinni svo mikið sem kyst mig? Slíkar stað hæfingar eru hlægilegar“.' „Hjer í Englandi er sú skoð un ríkjandi, að þið Pólverjar sjeuð lítt siðavandir í ástum“. „Jeg hefi oft furðað mig á því,“ svaraði Belinski, „hvern ig kynstofninn fer að haldast við í þessu Jandi. — Hefi jeg sagt nokkuð, sem hefir hneyksl að þig?“ „Nei“, viðurkenndi Betty. „Jeg hefi áður heyrt menn tala um þetta. En nú skal jeg segja þjer dálítið. Jeg þekki menn og konur, sem eiga í sífelldum ást- aræfintýrum. Getur verið, að fólk þetta sje að leita ástarinn- ar — þeirrar einu rjettu. En það er orðið úttaugað — þreytt — leitt á lífinu og — Belinski langaði ekkert til þess að heyra meira. Hann rjetti snöggt út höndina til þess að slökkva ljósið. En Betty varð fljótari til. — Hún hróp- aði á hjálp — af öllum lífs og sálarkröftum. ★ Þegar Andrjes hjelt aftur til herbergis síns, rakst hann á móður sína í ganginum. Þau störðu hvort á annað — bæði undrandi. „Mjer heyrðist jeg heyra ein hvern umgang“, sagði lafði Carmel. „Ert þú eitthvað las- inn, væni minn?“ „Nei. Jeg var að ná mjer í vindling“. „Farðu varlega með eldinn, góði. Prófersorinn hefir brent tvö stór göt á rekkjuvoðina. „Já, jeg skal gera það. Ætl- arðu’ ekki að fara að sofa?“ „Jú“. Hún snjeri sjer við, gekk að handriðinu og leit nið ur í anddyrið. Andrjes gekk til hennar, og þau stóðu þarna hlið við hlið, móðir og sonur, hús- freyja og erfingi og hlýddu á tifið í klukkunni. Það var eina hljóðið, sem heyrðist. ,,Andrjes“, sagði lafði Carm el alt í einu. „Þú mátt ekki selja húsið“. „Nei, mamma“, svaraði Andrjes, annars hugar. Hann hjelt áfram að stara niður í and dyrið, og bætti við: „En jeg ætla að ganga í flugherinn". Móðir hans þagði svo lengi, að hann var farinn að efast um, að hún hefði heyrt það, sem hann sagði. En þegar hann leit á hana, rjeði hann af svip henn ar, að hún myndi hafa heyrt það. „Veit faðir þinn,það?“ spurði hún loks. „Ekki ennþá. Jeg ætla að segja honum það á morgun. — Hefir þú nokkuð á móti því, mamma?“ „Néi“, svaraði lafði Carmel, ákveðinn á svip. „Þakka þjer fyrir, að þú skyldir segja mjer það núna, Andrjes. Nú skaltu fara aftur í rúmið, svo að þú fáir ekki kvef“. Andrjes hló og kyssti móð- ur sína á kinnina. Á sama and- artaki hoyrðu þau neyðaróp Betty. Andrjes þaut þegar til herbergisdyra hennar, og rakst þá á hr. Belinski, sem hrökl- aðist út um dyrnar í sama mund. — Þeíta var heldur ó- þægilegt augnablik fyrir pró- fessorinn. Hann hafði átt von á þv', að niðamyrkur væri í g'atig inum. í þess stað var allt upp- ljómað, og fólk á ferli. Andrjés þreif í andlegg hans. En iÉgl- inski, sem var snarráður, g%ip þegar í Andrjes, og ljest verða skelfdur. * Betty Cream birtist í dv’Ta- gættinni. Þegar hún kom atfga á Andrjes og móður hans, hvfiff hún aftur inn í herbergið, ^til þess að klæða sig í slopp. Clu»y Brown kom í dyrnar, sem lágu að herbergjum þjónustufólks- ins. Hún var klædd hvítum, ?íð um náttkjól, hár hennar úS8 — og hún minnti einna helst á Lady Macbeth. Þau töluðu öll í senn. „Hefir einhver verið my^- ur?“ æpti Cluny Brown. „Guð komi til! Það er Andrjes!“ hrópaði Belinski. „Brown — farðu undir eins í rúmið aftur“, sagði lafði Carmel. c „Hvað hefir komið fyrir?,(L spurði Andrjes, þungur á brúif1 ina. I Betty var nú komin fram af ur. Hún virtist alveg róleg. „Jeg verð að biðja afsökuna lafði Carmel“, sagði hún. „Je heyrði að herbergisdyrnar vo opnaðar og hjelt að það væ innbrotsþjófur. Þess vegna hró aði jeg á hjálp". „Hvað kom fyrir?“ endurtók Andrjes þrákelknislega. „Jeg fór dyravilt", sagði Bel inski. „Jeg var að koma innan úr baðherberginu. Það var þreif andi myrkur“. Þar eð þau vissu öll, að bað herbergi hans var í eystri álm- unni, við hliðina á svefnher- berginu, ljóstruðu þessi orð hans helst til miklu upp. Lafði Carmel flýtti sjer að segja: „Það var leiðinlegt að heyra. En þetta kemur iðulega fyrir menn, þar sem þeir eru ó- kunnugir. — Það er ekki að furða þótt Betty yrði skelfd. Það braust maður hingað inn í fyrra. Andrjes, jeg vil ekki að faðir þinn verði fyrir ónæði, ef hann sefúr ennþá. — Drottinn minn — þetta hefir verið við- burðarríkt kvöld! Góða nótt, prófessor. — Andrjes slekkur ljósin“. ★ Eins og góðri húsmóður sæmdi, fylgdi lafði Carmel Betty inn í herbergi hennar, til þess að sjá um, að hún kæmist heil á húfi í rúmið. Betty drap ekki frekar á söguna um inn- brotsþjófinn og Alice Carmel ætlaðist ekki til þess af henni. Þeim var báðum ljóst, að hún hafði gert sitt gagn og því ekki nauðsynlegt að halda henni lengur á lcíti. Þegar Betty var komin upp í rúmið, stóð lafði Carmel and- artak og horfði á hana. Svo mælti hún: „Jeg held að þú ættir að fara að gifta þig, góða mín“. „Já, lafði Carmel“, svaraði Betty auðmjúk. Vefnaðarvöruverslun helst í miðbænum eða við Laugaveginn, óskast til kaups. -— Tilboð, rnerkt, 1900 sendist afgreiðslu blaðs- ins fyrir föstudagskvöld 10. þ. mán. HAFMARFJÖBÐUR 1—2 herbergi og eldhús óskast sem fyrst. Tvent i heimili. Fyrirframgreiðsla eftir samkomulagi. — í síma 9168. Sníða og Saumanámskeið byrjar 20. ág. fyrir húsmæður og stúlkur. Sími 4940. Ingibj. Sigurðardóttir meistari í kvenklæðskurði. Vil kaupa hús í Hafnarfirði Tilboð sendist á Suðurgötu 51, Iíafnarfirði fyrir laug- ardag. Vanur tíma. TRESIVIIÐIJR húsasmiður getur fengið atvinnu um lengri Steíán Thorarensen Laugavegs Apóteki. Sími 1616. Tvær hjúkrunarkonur óskast nú þegar að sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Allar upp). gefur sjúkrahúslæknirinn. Einar Guttormsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.