Morgunblaðið - 14.08.1945, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 14.08.1945, Qupperneq 5
iÞriðjudagur 14. ágúst 1945 IORGUNBLABIÐ Tveir sænskir blaðamenn komnir tii landsins Taka myndir og skrifa greinar fyrir 16 blöð og fímarit FYRRA SUNNUDAG KOMU hingað til landsins tveir Sænskir blaðamenn, sem ætla að dveljast hjer um tveggja mán- aða bil og skrifa greinar um ísland og taka myndir hjeðan fyrir 26 sænsk blöð og tímarit. Að lokinni dvölinni hjer, fara þeir ef til vill til Grænlands. Menn þessir eru Bohman ritstjóri og Gey ljósmyndari. Þeir komu hingað með vjelbátnum Skeggja, sem keyptur var í Sví- þjóð. Blaðamaður frá Morgunblað- jnu átti í gær stutt viðtal við þá Bohman og Gey. Þeir hafa ihug á því að taka myndir af Forseta íslands og rita um hann. Þá ætla þeir sjer norður til Siglufjarðar og kynna sjer sildveiðarnar, til Heklu, inn í óbygðir, ■ út um sveitir lands- ins, til jarðhitasvæðanna og á fleiri staði, eftir því sem ástæð- Ur verða. Ennfremur ætla þeir að taka myndir af verkum Ein- ars Jónssonar. Þá hafa þeir í hyggju að fá myndir af glím- unni, þjóðaríþrótt íslendinga. Þeir ætla sjer yfirleitt að reyna að draga upp fyrir sænskum lesendum heildarmynd af ís- landi, eins og það er í dag. Áhugi, en þckkingarleysi. Bohman og Gey sögðu, að í Svíþjóð hefðu menn mikinn á- huga á því, að kynnast íslandi og íslendingum, en alþýða manna vissi yfirleitt ekki ann- að um Island en að þar veidd- ist síld og að hús væru hituð upp með hveravatni. Þeir sögðu, að Svíar tækju yfirleitt málstað íslendinga, þegar rætt væri um sambands- slitin, og menn þar í landi væru flestir þeirrar skoðuriar, að sam bandsslitin hefðu verið eðlileg og sjálfsögð. Það hefði einnig tengt íslendinga og Svía traust- ari böndum, að aðstaða land- anna var svipuð á styrjaldar- árunum. Báðar þjóðirnar vildu varðveita hlutleysi sitt og hefðu skilið hvor stefnu ann- arar á því sviði. Líst vel á sig. Þeír Bohman og Gey hafa ekki dvalist hjer nema tvo daga eins og fyrr segir, en þeir hafa þegar sjeð flest markvert hjer í bæ, og list vel á sig hjer. — Þeim finnst stúlkurnar hjer lag legar, eins og fleirum, og silki- sokkarnir fara þeim vel. —1 En dýrtíðin finnst þeim ótrúlega mikil og ósambærileg við nokk- uð, sem þeir þekki til. 16 blöð og tímarit. Bohman og Gey munu vera fyrstu sænsku blaðamennirnir, sem hingað hafa komið síðast- liðin 9 ár. Eins og áður segir, muriu þeir taka myndir og skrifa greinar fyrir 16 sænsk blöð og tímarit, fyrst og fremst Se, sem er stærsta myndatíma- ritið, sem út er gefið í Svíþjóð. Hin eru: Vecko-Journalen, Vár Bygd, Husmodern, Hela Varlden, Nu, Folket í Bild, Vi, Reformatorn, Dagens Nyheter, Expressen, Göteborgs-Postén, Göteborgs Handels- och Sjö- fartstidning, Till Rors, Sánings- mannen og Svenska-Journalen. Verkamannaflokk- urinn hjeit þing- sætinu London í gærkveldi. ÚRSLIT hafa verið birt í kosningum í Mið-Hull. Þar var kosningu frestað vegna þess að frambjóðandi Verkamanria- flokksins andaðist skömmu áð- ur en kosning átti að fara fram. Úrslit urðu þau, að frambjóð- andi Verkamannaflokksitts hlaut kosningu, en þingmaður kjördæmisins fyrra kjörtíma- bil var eirinig úr Verkamanria- flokknum. Bráðlega fara fram aukakosn ingar í 3—4 kjördæmum i Bret landi, vegna þess að þrír þing- menn hafa andast, en einn ver- ið aðlaður. II miangsmikið verslunariyrirtæki hjer í bæritim vantar eftirtalið stárfsfólk: 1) Fulltrúa, sem getur veitt fyrirtækinu forstöðu í fjarveru eiganda. Þarf að vera vel að sjer, hafa reynslu í innflutningsverslun og góða kunnáttu1 í ensku. 2) Duglegan sölumann. 3) Hraðritunarstúlku. % Umsóknir sendist Mbl. f 'rir' Jielgi, merkt „Fulltrúi", o r „Sölumaður", „Hraðritunar ' 'ca‘‘. Endurtekningar Bern harðs Steídnssonar ÞAÐ er haft eftir einum meiri háttar Framsóknarmanni fyrir nokkrum árumsíðan: að með því að endurtaka ósanna sögu sex sinnum á prenti, þá, Væri allur alnveriningur farinn að trúa. llvað satt er í þessari kenningu verður ekki rökrætt hjer. Hitt er víst, að margir Frainsóknannenn hafa . hagað sjer í samræmi við hana og hersýnilega trúað því, að hún sje óyggjandi. Þetta hefir ver- ið reynt með persónulegum á- rásum, oft tilhæfulausum. og ýmiskonar rökvillum öðrunv Bernha-rð Útefánsson er sýni íega inn-á þessari flokkslíuu í okkar ritdeiliv. þó ekki hafi hann enn vaðið niður í dýpsta' svaöið. llann er búinn að end- Urtaka finim eða sex sinnum: sömu blekkingarnarf um að tveggja í'lokka kerfi hljóti að leiða til einveldis, að Fram- sóknarfiokkurinn sje mið- flokkur og að núverandi rík- isstjórn sje á einræðisvegi. Alt þetta. endurtekur Bern- harð í sinni síðustu grein í Degi 26. jvilí s.l., en svo ein- kennilega bregður nú við, að hann ríflvr þó niðUr í öðru orðinu það sem hann segir í hinu. Bestu sönnunina fvrir ein- ræðishættu af tveggja flokka kerfi telur hann nú unvmæli úr Morgunblaðinu 20. jvilí s.l. }>ar sem haft er eftir Chur- shilí forsætisráðherra Breta: „að sigur „sósialismans" mundi leiða til einveldis" og vitnar til kommúnistanna í Rússlandi. Nokkru síðar í greininni segir þó Bernharð orðrjett: ..Jeg álít að sigur sósialistaflokks, sem fylgir hóf legri stefnu eins og t. d. Yerka mannaflokks Bretlands og Só- sial-demókrata á Norðurlönd- um þyrfti als ekki að boða einræði, nema því aðeins að þjóðin væri orðin svo ófrjáls- lynd að hún skifti sjer aðeins í tvær fylkngar". Er nú hægt að tvístíga öllu greinilegar ? f öðru orðinu lætur maður- inn svo sem tveggja flokka kerfi geti ekki átt sjer stað nema að kommúnistar s.jeú atinars vegar eit Nasistar hins vegar, en í hintt orðinu á eng- in hætta að stafa af einlitum meirihluta sigri eins flokks eins og nýlega átti sjer stað í Bretlandi. Slíkar mótsagnir eru svo augljósar, að ekki ger ist mikil þörf að svara. Svarið liggur fyrir frá höfundinum. Þetta er líka eðíilegt, því þann ig fer æfinglega þegar menn fara að verja rangan og von- lausan málstað. öll röksemdafærslan byggist á- þeirri undarlegu villu að öll vörnin gegn einræði meiri hlutaflokks, felist í því- siúall- ræði, að þeir sem móti sianda Svar írá Jóni Pálmasyni skifti sjer í nógu marga flokka og berjist sjálfir. Kenningin um miðflokks- hæfileika Framsóknarmanna er enn að þvælast í höfðinu á aumingja Beniharð. En hon- um gengur öröuglega að rök- styðja hana, sem ekki er að furða, ]>egar flokkurinn er á tvístringi, en meginhlutinn hef ir skipað sjer hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn. Það eina, sem Bernharð heblur dauðahaldi í er að ])enna dá- samlega miðflokk!!! þurfi * þjóðin að efla og helst að láta1 hann fá hreinan meiri híuta. M á segja, að í ]>essu efni eigi við hið fornkveðna: — „Svo mæla börn sem vilja". Raunar hafði jeg ekki að óreyndu bú- ist við að geta líkt Bernharð ^ við börn í rökvísi, en hann, kallar á þá samlíkingu svo greinilega sem verða má. | Enn lætur Bernharð svo, sem hann skilji ekki þann höfuðmun sem er á núverandi ríklsstjórn, sem bygð er á friðsamlegri samvinnu atvinnu rekendanna og verkamanna og hinni fyi'irhuguðu vinstri stjórn sem átti að mynda á árunum gegn stærsta flökki þjóðarinnar, SjálfStæðisflokkn um, og þar með gegn öllum atorkusömustu og fyrnrhyggju mestu atvinnurekendum lands ins til sjós og "lands. Að láta svo íavíslega þýðir Bernharð ekki neitt. Jeg og aðrir kunn- ugir vita, að það eru látalæti ósæmileg fyrir allvel greind- an mann. Það er líka alveg þýðingarlaust, að bera annað eins og það á borð fyrir al- menning að Kommúnistar sjeU aðalflokkurinn í núverandi stjórn. Bernharð veit sjálfur að þetta eru ósannindi og þó vera kunni að fáfróðustui menn Tímaliðsins taki það trú anlegt, þá gagnar það ekkert, því þeir eru alt af vísustu kjósendur þess flokks hvoi't) sem er. í næstu grein á undan þeirri sem hjer er til andsvara, var Bernharð flúinn frá kenning- unni um einræðislnettuna af niverandi ríkisstjói'n. Nú reyn ir hann aftur að klóra ofur- lítið í þann moklarbakka, en stígur annað sporið upp en hitt niðpr. Hestu sönnun um einræðis- vilja stjórnarinnar á nú að vera grein sem birtist í Morg- unblaðinu í vor undir fyrir- sögninni ,.Kengálumarkið‘.‘. Þar sje lagt til: „að berja stjórnarandstöðuna niður með ofbeldi og afnenra ritfrelsi og málfrelsi stjórnarandstæðinga,, og láta þá jafnvel sæta refs- ingum vegna skoðana sinna‘‘. Ekkért af þéssu er í unrræddri grein. Bernharð hefir sviðið undan þeim sannleika sem ]>ar er sagður, eins og fleiri Framsóknarmenn, og því flyt- ur hann þessi staðlausu ósann- indi. Síðar segir svo Bernharð, að sjer sje ánægja aö tónninn í stjórnarblöðunum, eiukum Morgunblaðinu, sje mikið far- inn að skána síðan hann fór að skrifa greinar sínar. Er helst að skiíja, sem nú sje ein- valdshættan af núv. stjóru úr sögunni, þrátt fyrir hina voðalegu „Keng’álugrein' ‘. Er því alt spjallið á eina leið: upp og niður, aftur og fram, ein málsögnin eftir aðra. Alt er það Framsóknarlegt. Eldri hjón vantar íbúð nú þegar, 3 herbergi og eldhús, með nú- * tíma þægindum, róleg og góð umgengni. Fyrirframgreiðsla eftir samkomulagi. Tilboð, sendist blaðinu, merkt, „Tvent í heimili". Húseign í Hafnarfirði Húsið Vesturbraut 19 í Hafnarfirði er til sölu. 1 húsinu er laus 3 lierbergja íbúð nú þegar. Verðtilboð í húsið óskast soíid til Guðna Þórðarsonar hjá Vjel- smiðjunni Kléttur, Hafnarfirði, sem gefúr nánari upp- X J lýsingar. — Rjettur áskilinn til að táka hvaða til- boði sem er, eða hafna öllum‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.