Morgunblaðið - 14.08.1945, Síða 8

Morgunblaðið - 14.08.1945, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. ágúst 1945 Frú Vilborg Einars- dóttir, sjötug i í DAG verður frú Vilborg íinarsdóttir frá Krossgerði, nú |il heimilis á Barónsstíg 63, sjö tug. Vilborg er fædd 14. ágúst Í875 að Hamarsseli í Geithellna ftreppi. Fyrstu ár ævinnar ólst hún þar upp með foreldrum sín- um. Nítján ára gömul fluttist hún með þeim að Geithellum cíg dvaldi þar með þeim og ^ystkinum sínum fram undir aldamót. Meðan hún dvaldist þar, kyntist hún Tryggva Daní- elssyni barnakennara. — Feldu J>au hugi saman og ætluðu sjer að reisa bú. Það heimili varð þó aldrei stofnað, því örlögin tóku þar hastarlega í taumana. Tryggvi, unnusti hennar, fór ásamt fleiri mönnum á báti til Djúpavogs, en á heim- leið vildi það slys tíí, að bát- urinn fórst. Missti Vilborg þar á sviplegan hátt bæði unnusta sinn'og bróðir, Þormóð að nafni. Um sumarið fæddist Vilborgu dóttir, er skírð var Þóra Tryggvína. Ólst Þóra til ferm- ingaraldurs upp með móður sinni, en síðar hjá Þórhalli Daníelssyni, föðurbróður sín- um. Hún várð barnakennari. Giftist Jóhanni Jóhannessyni bankamanni. Hún ljest árið 1935. Þrem árum eftir að Vilborg missti unnusta sinn, var hún ráðskona á Vattarnesi við Reyð arfjörð hjá bróður sínum, Sig> urði Malmquist, útgerðar- manni. Þar kyntist hún Gísla Sigurðssyni frá Krossgerði á Berufjarðarströnd. Giftust þau og reistu bú í Krossgerði. Þeim varð sjö barna auðið, en á lífi eru aðeins fjögur þeirra: Guð- finna, gift Eiríki Þorvaldssyni fra Karlsstöðum (hann drukkn aði 1941), Málfríður, gift Gunn ari Jóhannessyni póstmanni, Björgvin, giftur Gósu Gísladótt ur bóndi í Krossgerði, og Að- alsteinn barnakennari. Ekki hefir Vilborg, frekar en margar aðrar íslenskar mæður, farið varhluta af sorgum og and- streymi þessa jarðneska lífs. — Fyrstu dóttur sína, Guðfinnu, sem hún eignaðist með Gísla, manni sínum, mistu þau á 1. ári. Síðan fekk maður hennar lömunarveiki síðari hluta vetr- ar 1905, sama dag og hann kom frá greftrun móður sinnar. — Hann náði sjer aldrei og and- aðist í Krossgerði árið 1937. — Tvo sonu mistu þau um tvítugs aldur, Sigurð og Ingólf. Þeir voru að koma úr skeljafjöru. Voru þeir komnir upp undir land og aðeins fáir faðmar voru eftir í Krosgerðishöfn, er bát- ur þeirra fórst. Lík þeirra fundust aldrei. Gamalt spakmæli segir, að það þurfi sterk bein til að þola góða daga. En hversu margfalt sterkari bein og þolnari taugar og viljakraft þarf ekki til að bera þau áföll, sem Vilborg hef ir hlotið um ævina. Það eru aðeins hinar þróttmiklu konur, sem færar eru að bera slíkt. Ein þessara þróttmiklu — ein þeirra þróttmestu, er Vilborg Einars- dóttir. Hún hefir borið harm sinn í hljóði, gegnt störfum sín- um mqð sæmd og prýði og ver- ið sönn fyrirmynd í hvívetna sem móðir og húsfreyja. Mættu íslensk heimili eignast sem flestar slíkar. Jeg, sem þessar línu rita, var smali hjá þeim Vilborgu og Gísla á fyrstu búskaparárum þeirra í Krossgerði. Minnist jeg þeirra hjóna ávalt með ástúð og þakklæti. Það er oft óþægi- legt að vera smali á Austfjörð- um þegar þokan er sem dimm- ust. Þetta var húsfreyjunni í Krossgerði vel Ijóst — )jósar-þn flestum öðrum húsfreyjum þar um slóðir. Enda var það ekki ósjaldan að hún lánaði mjer úr- ið sitt í hjásetuna, svo að jeg gæti vitað hvað tímanum liði. Jeg óska þjer, Vilborg, allra heilla með þeijnan merkisdag í lífi þínu. í dag munu þjer berast bestu árnaðaróskir frá skyldmennum þínum og vinum, sem kynnst hafa þjer á lífsleið- inni. / Jón Þórðarson. Tatarescu kosinn formaður LONDON: — M. Tatarescu, utanríkisráðherra Rúmeníu, hefir verið kosinn formaður national-liberala flokksins í Bukarest. Leiðfogi kommún- isfa í Bandaríkj- unum rekinn fyrir „villu" KOMMÚNISTAFORINGI Bandaríkjanna, Earl Browder, sem breytti kommúnistaflokki Bandaríkjanna í svonefnda „Communist Political Associ- a4ion“, hefir vérið gerður á- hrifalaus í^lokknum, en við for ustu bandarískra kommúnista hefir tekið William Z. Foster, sem þrisvar sinnum hefir verið í forsetakjöri fyrir kommúnista í Bandaríkjunum. r Browder var gefin að sök ,,villa“. Fyrsta árásin á Browd- er kom fyrir þremur mánuðum síðan, er franski kommúnista- leiðtoginn og kunnur Stalinisti, Jaques Duclos, rjeðist heiftar- lega á Browder fyrir að hafa leyst upp kommúnistaflokk Bandaríkjanna. Browder hafði gefið í skyn, að kommúnismi og kapitalismi gætu unnið saman. Það var Browders ,,villa“, sem kostaði hann for- ystuna í kommúnistasamtökum .Bandaríkjanna. Fyrir nokkrum dögum rjeð- ist Foster, sem fyrr er nefndur, harkalega á Browder í mál- gagni kommúnista, „Daily Worker“. Sagði Foster, að Brow der væri postuli „hinnar kapí- talisku Etiopiu“. Forster bætti við: „Slík þjóðareining, bygð á stjettafriði við einkaframtak- ið, væri hin mesta hörmung fyr ir verkalýðinn“. Earl Browder áskaði Foster fyrir „erki anarkisma“, — „hálf gerðan Trotsky-isma“, en sagði að lokum, að enn „mætti búast við því versta“. Upp úr öllu þessu var Brow- der rekinn ásamt Robert Minor fyrverandi skopmyndateiknara og negranum James W. Ford, er 3var hefir verið í kjöri sem varaforsetaefni fyrir kommún- ista í Bandaríkjunum. Foster endurreisti kommúnistaflokk- inn og hóf á stjettarbaráttu og áróður fyrir Stalin. (Samkv. „Time“ 6. ágúst). Manntjón S.-Afríku LONDON: Til maíloka s. 1. var manntjón S.-Afríkumanna í styrjöldinni 37.962, þar af 23.269 fallnir, særðir og týndir, og 14.693 herfangar. Tito um afnám konungssfjórnar í Júgóslafíu London í gærkveldi. TITO marskálkur átti í dag tal við blaðamenn í tilefni til- lagna þeirra, sem hann hefir lagt fyrir þing Júgóslavíu, um afnám konungdóms í landinu. Blaðamennirnir spurðu Tito, hvernig hann hygðist koma þessum breytingum á, en hann svaraði, að úr því myndi stjórn lagaþingið, sem saman kemur á hausti komanda, skera um leið og það tæki stjórnarSkrána til endurskoðunar. Tito sagði, að PjeturJronung ur hefði engan rjett til þess aþ setja ríkisstjóra af, því að hann hefði selt honum konungsvald í hendur og væri því sjálfur valdalaus. — Reuter. Effirlifsnefnd með Austurríki London í gærkveldi: SKIPUÐ hefir nú vcrið af hálfu bandamanna eftirlits- nefnd með málefnum Austur- ríkis. Eiga í henni sæti full- trúar frá Bandaríkjamönnum, Bretum og Rússurn. — Mun landinu verða skift í eftirlits- svæði, þanirig að Rússar hafi austurhlrlta landsins, Bretar suðurhlutann, en Bandaríkja- nrenn vesturhlutann. Takmark ið mun A'era ]rað, að Austur- ríki' verði aftur sjálfstætt land og skilji algerlega við Þýskaland. - Alþj. vettv. Framhald af 6. síðu. Bandalíkjamanna, ekki eins óút- reiknanlegt eins og hjá rómönsku þjóðunum, og þeir ekki eins hlje- drægir og Bretarnir. Einnig eru hermennirnir hrifn ir af tæknilegri fullkomnun í Þýskalandi. Eins og Þjóðverja þykir þeim vænt um allskonar vjelar og verkfæri og nýtísku hús. Á bensínstöð, sem ameríski herinn nú notar, sýndi liðsfor- inginn, sem þar yfir rjeði, allan útbúnaðinn og var mjög hrifinn. „Jeg get sagt þetta um Þjóð- verja“, sagði hann. „Þégar þeir byggja, þá byggja þeir rjett“. Frá Búnaðarþingi Á FUNDI búnaðarþings nýl. voru samþyktar tvær tillögur er fram voru bornar af alls- herjarnefnd. — Fyrri tillagan fjallar .um skiftingu Búnaðar- sambands Vestfjarða, en hin þingsályktun um rannsóknir á búfjársjúkdómum. Tillög-urnar eru svohljóðandi: „Búnaðarþing felst á, að sam- þykkja skiftingu Búnaðarsam,- bands Vestfjarða, þannig að Strandasýsla verði sjerstakt samband, enda fari kosning full trúa til Búnaðarþings, fyrir bæði sambandssvæðin eftir fyr irmælum laga Búnaðarfjelags Islands, 9. eða 10. grein. Ennfremur samþyki Búnað- arfjelag íslands . lög hins ný- stofnaða sambands“. „í sambandi við stofnun þá, er nú mun ákveðið að reisa á vegum Háskólans, til þess a.ð rannsaka sjúkdóma þá, er herja islenskt búfje, vill Búnaðarþing lóta þá skoðun í ljós, að það hafi talið að öllu leyti eðlilegast að stofnun þessi hefði stárfað í fullum tengslum við Atvinnu- deild Háskólans (landbúnaðar- deildina). Þó leggur Búnaðarþingið á það sjerstaka áherslu, að við stofnun þessa starfi fyrst og fremst menn með fullkomna dýralæknismentun og auk þess nauðsynlega þekkingu á stofn- rannsóknunum og að viðfangs- efni stofnunarinnar á hverjum tíma sjeu ákveðin í nánu sam- starfi við dýralækna landsins, búfjárræktarráðunauta Bf. ísl. og Tilraunaráð búfjárræktar. Vill Búnaðarþing hjer með vekja athygli ríkisstjórnar og Alþingis á þessu og væntir það an fullkomins skilnings á þessu mikilsverða máli landbúnaðar- ins“. DDT reynisl vel gegn taugaveiki í FRJETTUM frá Oslo segir, að formaður nefndar, sem skip uð hefir verið af Bandarikja- stjórn, til þess að vinna að því að hefta útbreiðslu taugaveiki, sje nú staddur þar í borg. Hefir hann skýrt blaðamönn um frá ýmsu, sem gert hefir verið til þess að hefta útbreiðslu taugaveikinnar á ýmsum stöð- um í Evrópu. Segir hann, að hið nýja skordýraeitur DDT hafi reynst afbragðsvel í bar- áttunni gegn taugaveikinni. 1) Á flugVellinum skammt frá Cctla ls: X-9: - Mjer var sagt á lögreglustöðinni í Wa. hington, að þjer væruð með böggul til mín, kapteinn. Jeg er Phil Corrigap. Kapteinninn: — Já, hjerna er hann! 2) Morguninn'eftir: X-9: — Janie, athugaðu nú þessar myndir og segðu njjer, ef þú kannast við ein- hvern mannanna. ,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.