Morgunblaðið - 16.08.1945, Side 2

Morgunblaðið - 16.08.1945, Side 2
s MORGUNBLAÐTÐ Fimtudagur 16. ágúst 1945. samfögnum af lægu hjarta“ ein „Jeg hefði gert það sama, ef jeg hefði verið íslendingur“ FORSETI ÍSLANDS, hr. Sveinn Björnsson, flutti í gærkveldi ávarp til þjóðar- innar í tilefni af því, að nú hefir friður verið saminn í þeim ægilega hildarleik, sem háður hefir verið undanfar- in ár. Fer ávarp forsetans hjer á eftir: Fyrir rúmum þrem mánuð- um fögnuðum við ásamt mörg- um öðrum þjóðúm friðnum í Evrópu. Þann dag sagði jeg, að þótt vinaþjóðir okkar ættu enn þá í baráttu á fjarlægum Kyrrahafsslóðum, þá væri það trú okkar og von, að þeirri bar- áttu slotaði mjög bráðlega. Nú er sá dagur upp runninn, máske fyrr en margir þorðu að vona. Og um leið er kominn vopnafriður í öllum heiminum. Því hlýtur fögnuður okkar að vera mikill á þessari stundu. Eftir sex ára ógnir og meiri og víðtækari hörmungar én þekst hafa áður í nokkurri styrjöld mannkynssögunnar, er þessum hildarleik nú lokið með fullum sigri þeirra, sem barist hafa heijubaráttu fyrir hugsjónum frelsis og lýðræðis gegn veld- um einræðis og kúgunar á flest um sviðum. Við minnumst þeirra, sem fórnað hafa lífi sínu í þessari baráttu. Og við samfögnum af einlægu hjarta þeim þjóðum, sem barist hafa hinni góðu baráttu til sigurs. Hversvegna er samfögnuður okkar svo mikill? kann einhver að spyrja. Við höfum ekki tek ■ ið þátt í styrjöldinni. Fvrst. og fremst má um það deila. Fórnir höfum við fært. I öðru lagi hlýtur hver mað- ur með heilbrigðri hugsun að fagna því, að þeim manndráp- um, pyndingum og tortíming- um, sem slík styrjöld hefir í för með sjer, er nú hætt. í þriðja lagi boða styrjaldar- lokin öllum mofgunroða nýrra og betri tíma. Einræðisþjóðir eru að velli lagðar af þjóðum, sem hafa þær sömu skoðanir sem við, að þjóðirnar sjálfar eigi að ráða sjer, að öll þjóðin og ekki einstakir einræðissinn- ar eigi að ákveða, hverjum hún vill fela það vald, sem þarf til að skipa málum hennar með hagsmuni allra fyrir augum. Við vonum og trúum því að alt eiiiræði sje með þessum styrj- aldalokurrf úr sögunni um ald- ur og eilífð, einræði ríkja, ein- ræði hernaðarvalda, einræði fárra manna, einræði stjetta og hagsmunasamtaka. Þessvegna er þessi stund ó- umræðilega mikil stund, sem hlýtur að kalla fram í brjósti okkar allra tilfinningar og hugs anir líkar þeim, sem felast í þessum ljóðlínum þjóðskálds- ins: Nú finst mjer það alt svo lítið og lágt, sem lifað er fyrir og barist er móti Við hverja smásál jeg er í sátt Nú andar Guðs kraftur í Ijóss- ins ríki. ★ Víð minnumst um leið góðr- j4* Avarp forseta Isiands ■ tiiefni af ófriðarlokum ar sambúðar við þær þjóðir, sem hafa átt herlið hjer í landi á ófriðarárunum. Að loknum fögnuðinum yfir stvrjaldarlokunum koma vinmi dagar, sennilega erfiðir, sem ly'a til hvers einstaklings um að hlífa sjer ekki og leggja að mórkum alt sem hann megnar. Við óskum að samvinnan við vinaþjóðir okkar megi halda áfiam. Við erum fús til þeirrar samvinnu, til þess að tryggja framtíðaffrið og öryggi í heim- inum, á þann hátt, sem okkur er fært. Og fögnuður okkar í dag, og samfögnuður, yfir sigrinum og friðnum, kemur frá dýpstu hjartarótum okkar. SÓLSKIN (EYJUM UM HELGINA — secfír Þorst. J. Sigurðsson ÞAÐ hefir ekki blásið byr- lega fyrir ferðafólki nú að und- anförnu. Stórrigningar dag eft- ir dag svo að' ófært hefir ver- ið gangandi og ríðandi fólki, og við sjálft liggur að bílferðir hætti, vegna þess, að allir veg- ir eru að verða ófærir sökum bleytu. Ekki hefir heldur ver- ið hægt að fljúga sökum dimm- viðris. Tryggustu ferðalögin eru því með skipunum. Núna um helgina gengst Um dæmisstúkan fyrir hópferð Templara til Vestmannaeyja. — Verður farið með varðskipinu „Ægi“. Blaðið átti tal við fararstjór- ann, Þorstein J. Sigurðsson lcaupmann í gær og spurði hann hvort honum litist illa á ferðaveðrið. Engin hætta, sagði hann, það verður sól og sumar í Vest- mannaeyjum um helgina. Og þetta verður skemtilegasta hóp ferðin í þessum mánuði. — Er fólk ekki tregt til þess að ákveða sig á meðan veðrið er svona? — Nei, það er enginn vafi á því, að miklu færri komast með heldur en vilja. Og þetta er eðli legt. Vestmannaeyjar erú ein- kennilegasti staðurinn hjer á landi. Náttúrufegurð er þar stórbrotin og á hvergi sinn líka. Auk-þess eru Vestmanna- eyjar nokkurs konar ríki í rík- inu. Er undarlegt, að Reykvík^ ingar skuli ekki gera meira ’að því að ferðast þangað sjer til skemtunar. — Ferðafjelögin hjerna, sem sjá um ótal skemtí ferðir, hafa aldrei gengist fyrir hópferð til Eyja. En þar er sann arlega margt nýstárlegt að sjá. Sendiherrar stórveldanna ganga áfund íorseta í gærmorgun gengu sendi- herrar Bandaríkjanna, Bret- lands og Sovjet-Rússlands á fund forseta íslands. — Bar forseti fram árnaðaróskir ís- lensku þjóðarinnar vegna sig- urs hinna sameinuðu þjóða og styrjaldarlokum. „Iðrunarkapella“ LONDON: — Faulhaber, karináli í Miinchen fór þess nýlega á leit við Eisenhower hershöfðingja,' að hann leyfði að reist yrði í Dachau kap- liella til þess að rnenn gætu farið þangað í iðrunargötigur. Viðtal við (hrisimas Mðller ulanríkis- ráðherra Dana Frjálslyndur stjórmnálamaður. ÞAÐ eru nú liðin rjett 25 ár síðan jeg talaði fyrst um stjórn mál við núverandi utanríkis- málaráðherra Dana, Christmas Möller. Danska stúdentafjelag- ið hafði þá nýlega átt 100 ára afmæli og í tilefni af því feng- ið sem gjöf, fagurt ávarp, frá stúdentafjelaginu í Reykjavík, en það var mjög haglega skorið í trjé og rist rúnum. Christmas Möller sýndi mjer gjöfina og við fórum að tala um stjórnmála- leg viðfangsefni. Jeg tók strax eftir skilningi hans á málefn- um íslendinga og frjálslyndi hans í stjórnmálaskoðunum yf- irleitt. Hið frábæra frjálslyndi hans í stjórnmálum hefir oft síðan komið í ljós í störfum hans, meðal annars í hinni þrot lausu baráttu hans fyrir endur- bættri stjórnarskrá á árUnum fyrir stríðið. Hann hefir alltaf verið hinn óþreytandi talsmað- ur lýðræðisins. Skilningur hans á afstöðu íslendinga hefir hvað eftir annað komið greinilega fram, m. a. í samtali hans við Morgunblaðið, þegar hann heimsótti Reykjavík rjett fyrir stríðsbyrjun og sömuleiðis í ýmsum af rájðum þeim, er hann hjelt í útvarp frá London með- an hann dvaldist þar. Christmas Möller hefir æfin- lega haft mikið að gera og er nú ef til vill sá maður í Dan- mörku, sem mest annríki hefir. En hann hefur þó gefið sjer tíma til að svara nokkrum spurningum mínum viðvíkjandi sambandinu milli Danmerkur og íslands. Skilur afstöðu íslendinga. Margir Danir fá ekki skilið, hvers vegna íslendingar vilja hafa sinn eigin þjóðhöfðingja og sendiherra í öðrum löndum. Fyrsta spurning mín lýtur að því, hvernig utanríkisráðherr- ann lítur á skilnað íslendinga við Dani, án tillits til þess, á hvaðá tíma og á hvern hátt upp sögn sambandslaganna fór fram — en þetta atriði hefir, sem kunnugt er, sætt allmikilli gagn rýni. Þessari spurningu svarar ráð- herrann: — Jeg hefi alltaf, frá því jeg var ungur, getað skilið, að ísland óskaði þeSs, að vera sjálfstætt og það fullkomlega sjálfstætt. Jeg hefi alltaf álykt- að sem svo: — Hvað hefðir þú viljað sjálfur, ef þú hefðir ver- rð íslendingur? Og það er eng- inn vafi á því, hvað jeg hefði viljað —. Það hefir verið dregið í efa, hvort uppsognin væri formlega lögleg og jafnvel talað um samn ingsrof íslendinga og athafnir, sem ekki gætu samrýmst nor- rænum samvinnuanda. Hvaða álit hefur ráðherrann á þessum málum? — Jeg álít, að það sje eng- inn vafi á rjetti íslendinga til sambandsslita og að mínu áliti er fjarstæða að tala um samn- ingsrof og athafnir, sem ekki samrýmast norrænum sam- vinnuanda, svarar ráðherrann. Álit flestra Dana. -—• Finst ráðherranum óheppi legt, að sambandsslitin skyldu fara fram á styrjaldarárunum?, — Það er skoðun mín, svarar hann, að menn muni skilja mig, þegar jeg segi, að Danir hljóti að álíta, að á þeim tíma, sem við höfðum Þjóðverja í landi vóru, Norðmenn höfðu Þjóð- verja í sínu landi og öll Ev- rópa þjáðist, þá hefðu íslend- ingar kamlske getað beðið í nokkra mánuði, en sem sagt, skil jeg persónulega mjög vel, sjerstaklega þegar jeg hugsa um tímabilið fyrir 1918 og öll þau mistök, sem áður höfðu ver ið gerð, að þessi afstaða var tekin, og jeg ér ekki viss um, að jeg héfði ekki gert nákvæm- lega það sama, hefði jeg vérið Islendingur. j — Mundi frestun ekki hafa' leitt það af sjer, að ísland og Danmörk eftir stríð hefðu feng- ið sameiginlegan konung me£S Dönum og sameiginlega utan- ríkisþjónustu, þangað til end- anlega hafði verið gengið fra sambandsslitum? 1 — Jú, að sjálfsögðu, að minsta kosti hvað konunginn snerti, segir ráðherrann. — ÞaíS hefði ef til vill ekki verið nauð- synlegt með tilliti til sendiherr- anna, það mál hefði sjálfsagt verið hægt að leysa á auðveld- an hátt, en allir íslendingar dást jafn mikið að hinumt danska konungi og Danir sjálf- ir. 4 ♦ Áframhaldandi saamvinna við Norðurlönd. j — Hvaða skoðun hefir ráð- herránn á sambúð og gagn- kvæmum skilningi milli Is- lendinga og Dana í framtíðinni, sjerstaklega með tilliti til hinn- ar útbreiddu beiskju Dana S garð íslendinga vegna sam- bandsslitanna? — Það er ekki um neinai beiskju Dana í garð íslendinga að ræða og jeg vonast eftir og trúi á fullkominn skilning millj þjóðanna. Það eru til menn í Danmörkn sem halda því fram, að íslandl sje að fjarlægjast Norðurlönd- in. Hvernig lítur ráðherrann a það mál og þátttöku íslands J norrænni samvinnu í framtíð- inni? " — Jeg er þess fullviss, að ís- lendingar vilja taka þátt í nor- rænni samvinnu í sem ríkust- um mæli og jeg hefi enga tru á, að þeir sjeu að fjarlægjast Evrópu. ' » — Danir á íslandi njóta eni} jafnrjettis við íslenska ríkis- borgara og öfugt. Vill ráðherr- ann, að þetta ástand haldist? — Jeg vildi gjarna láta þettaí ástand haldast. Á þeim tímum, Frambald á bls. 11]

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.