Morgunblaðið - 16.08.1945, Side 5

Morgunblaðið - 16.08.1945, Side 5
Fimtudagur 16. ágúst 1945. MORGUNBLAÐIÖ 5 Mörg góð afrek unnin á íþróttamóti U.Í.A. Sett voru fjögur Austur- landsmet ÍÞRÓTTAMÓT Ungmenna og íþróttasambands Austur- lands fó*r fram að Eiðum sunnudaginn 5. ágúst. — í mótinu tóku þátt um 35 keppendur frá 14 sambands- fjelögum. — Komu þarna fram margir ágætir íþrótta- menn og voru mörg góð af- rek unnin. M. a. sett fjögur Austurlandsmet. Voru þau í 3000 m. hlaupi, þrístökki, stangarstökki og 50 m. sundi frj. aðferð. Helstu úrslit urðu þessi: 100 m. hlaup: 1. Guttormur Þormar, Umf. Fljótsd., 11,7 sek. 2. Ólafur Ólafsson, íþróttaf. Huginn, 11,9 sek. og 3. Ragnar Kristjánsson, Umf. Stefnir, 12,2 sek. 3000 m. hlaup: 1. Jón Andrjes son, Borgarf., 9:56,2 mín. 2. Björn Andrjesson, Borgarf., 9:58,2 mín og 3. Stefán Hall- dórsson, Umf. Hróar, 10:05,0. Jón setti þarna nýtt Austur- l.met. Fyrra metið var 10:05,7 mín., svo að þeir þrír fyrstu hlupu allir undir því. — Tím- ínn er góður, ef tekið er tillit til þess, hve aðstæður eru óhag- stæðar til kepni í slíku hlaupi. Langstökk. 1. Ólafur Ólafs- son, Huginn, 6,47 m., 2. Gutt- ormur Þormar, Fl., 6,42 m. og 3. Ragnar Kristjánsson 6,15 m. Er þetta ágætur árangur. Spjótkast. 1. Jón Bjarnason, Umf. Egill Rauði, 53,00 m., 2. Snorri Jónsson, íþrf. Þróttur, 52.75 m. og 3. Björn Hólm, Hróar. — Hjer köstuðu tveir yfir 50. m., og tók þó Austur- landsmethafinn og Austurlands meistarinn frá í fyrra, Tómas' Arnason, ekki þátt í kepninni. Þrístökk. 1. Guttormur Þorm- ar, Fl., 13,47 m., 2. Ólafur Ólafs son, Huginn, 13,18 m. og 3. Björn Hólm, Hróar, 12,70 m. — Guttormur setti þarna nýtt Austurlandsmet. Fyrra metið var 13,29 m. og setti Ólafur það 1944. — Er árangurinn mjög góður í þessari grein. Kúluvarp. 1. Snorri Jónsson, Þróttur, 11,72 m., 2. Björn Hólm, Hróar, 11,25 m. og 3. Konráð Eyjólfsson, Umf. Leikn ir, 10,95 m. Hástökk. 1. Eyþór Magnús- son, Hróar, 1,65 m., 2. Björn Magnússon, Hróar, 1,65 m. og | 3. Ólafur Ólafsson, Huginn, l,65.m. — Þrír þeir bestu stukku hjer allir sömu hæð, og er þetta góður árangur. Kringlukast. 1. Steinþór Magn ússon, S. E., 34,75 m., 2. Björn Magnússon, Hróar, 33,82 m. og 3. Jón Bjarnason, Egill Rauði. Hjer og í kúlukastinu var Þor- varðar Árnasonar, Austurlands meistara frá fyrra ári, saknað. Kastaði hann þá kringlu nær 40 m. og kúlu yfir 13 m. Stangarstökk. 1. Björn Magn ússon, Hróar, 3.09 m., 2. Björn Hólm, Hróar, 2,67 m. og 3. Sig- urður Haraldsson, Leiknir. — Afrek Björns er nýtt Austur- landsmet. Fyrra metið var 3,04 m. og átti hann það sjálfur. 800 m. hlaup. 1. Jón Andrjes- son, Bf., 2:16,2 mín., 2. Eyþór Magnússon, Hróar, 2:17,8 min. og 3. Sveinn Davíðsson, Egill Rauði, 2:19,0 mín. — Ef tillit er tekið til þess, hve aðstæður til kepninnar voi'u óhagstæðar, er árangurinn ágætur, 50 m. sund frj. aðf. 1. Har- aldur Hjálmarsson, Þróttur, 33,0 sek., 2. Valur Sigurðsson, Þróttur, 38,2 sek. og 3. Guðm. Björgúlfsson, Þróttur, 40.0 mín. Haraldur setti þarna nýtt Aust- urlandsmet. Var fyrra metið 36,0 sek. 100 m. bringusund. 1. Har- aldur Hjálmarsson, Þróttur, 1:35,7 mín., 2. Ingimar Jónsson, Vísir, 1:37,9 mín. og 3. Eyþór Einarsson, 1:45,1 mín. Mótið er stigamót, og er kept um bikar, sem K. R. hefir gef- ið. Að þessu sinni vann Umf. Hróar hann, hlaut 33 stig. íþróttafjelagið Þróttur var næst að stigatölu með 26 stig. —Af einstaklingum voru þeir stiga- hæstir Ólafur Ólafsson, íþrótta- fjel. Huginn og Guttormur Þormar, Umf. Fljótsdæla, með 13 stig hvor. Að íþróttamótinu loknu fór fram skemtun inni. Skúli Þor- steinsson, form. U. í. A., setti hana og stjórnaði henni. Þar flutti sr. Árni Sigurðsson ræðu, Þórarinn Þórarinsson skólastj. og Ármann Halldórsson kenn- ari, lásu upp, blandaður kór frá Neskaupstað undir stjórn Magn úsar Guðmundssonar, kennara söng og þeir sr. Árni Sigurðsson og Þórarinn Þórarinsson sungu tvísöng. — Dans var svo stig- inn fram á mánudagsmorgun. Fór mótið og skemtunin hið besta fram. Þ. Grísku vinstri flokkarnir reiðir ríkisstjóranum London í gærkvöldi. EAM-SAMBANDIÐ og tveir aðrir flokkar vinstri manna í Grikklandi hafa birt sameig- inlega yfirlýsingu, þar sem mjög er deilt á Damaskinos, ríkisstjóra Grikklands. Víta þeir Damaskinos meðal annars fyrir það, að hafa hall- ast um of á sveif með hægri mönnum, þegar hann fól Voul- garis að mynda nýja stjórn. Voulgaris forsætisráðherra hefir flutt útvarpsræðu, þar sem Ihann Ijet svo um mælt, að stjórnin myndi kappkosta að halda stjórnarskrá landsins í öllum greinum' og skapa frið og ró í landinu, svo að kosn- ingar gætu farið fram í haust lögum samkvæmt. Reuter. Söngvakvöld Roy Hickmans UNGUR baritonsöngvari, Roy Hickman, fjekk það hlutverk, að halda fyrsta konsertinn fyr ir hinn nýstofnaða Kammer- músikklúbb. Verður ekki ann- að sagt en að starf klúbbsins sje hafið með heiðri og sóma, og að söngvarinn hafi ekki brugðist því trausti, sem menn munu ósjálfrátt hafa borið til hans, þegar klúbbur með hátíð legu nafni, sem auk þess er erf itt að bera fram- valdi hann á sinn fyrsta konsert. Roy Hickman hefir mjög b!æ fagra baritonrödd, vel þjálfaða, einkum í veikum söng. Hanr, hefir mikla ljóðræna æð og djúpan skilning á efni textanr. Hjer er ekki á ferðinni het.iu- söngvari, sem hrífur áheyrend ur með ótrúlega háum og djúp- um tónum eða með því a5 syngja feikilega sterkt, svo að hrifning áheyrenda stafar ai' svipuðum orsökum og ópin á íþróttavellinum. Nei, hann se.-.l ist ekki til neinnn heimsméta. Fyrir honum er músíkin alvöru mál og enginn hjegómi. Þess- vegna er hann eins og skapaður til að syngja ljóð. Og þvílík Ijóð! Hann sy.ngur um blæinn í limi trjánna, um vegvilltan ferðamann, um læki og lindir, og hann töfrar fram hughrif þau, sem Schubert og Scuh- fnann urðu fyrir, þegar þeir sömdu lög sín við perlur þýskr ar ljóðlistar. Hann syngur ljóð- in eins og á að syngja þau. Auk þess er meðferð hans á þýsku máli svo örugg, að maður gléyrh ir því að hann er sjálíur Eng- lendingur. Það urðu samt greinileg þátta skil, er hann tók að syngja lög sinnar eigin þjóðar. Þar er um gagnólíkan stíl að ræða. Söngv arinn mun sjálfur skilja, þegar jeg kalla þýsku lögin ,,high- brow“, en hin bresku „low- brow“ — þau eru rislægri og óflóknari en hin þýsku. Verður samanburði ekki komið þar við. Söngur Hickmans náði há- marki sínu í túlkun núlifandi enskra tónskálda, og er mjer ekki grunlaust um að flestum hafi líkað sjóræningjasöngur Warlocks best, enda þótt John Ireland, Martin Shaw, Michael Head og Frank Bridge sjeu heldur engir aukvisar'. Loks söng hann ,,Jeg beið þín lengi“ i éftir Pál ísólfsson (úr Gullna hliðinu) sem aukalag og varð öð endurtaka það. Mátti það furðu sæta, hvernig þessi út- lendingur gat sungið það svo innilega, að fáir íslendingar hefðu það betur gert. Roy Hickman á áreiðanlega fyrir sjer mikla framtíð sem söngvari, og það er næstum grát legt að hann skuli þurfa að eyða dýrmætum tíma frá söng og þjálfun í herþjónustu. En ófrið ur spyr ekki að nauðsyn, og nú er ekki síður barist fyrir söng og ljóðum en öðrum menningar verðmætum. Kammermúsik- klúbburinn hefir sett merkið hátt, og- tónlistarunnendur munu án .efa hafa fagnað stofn unhang igj.síður en því, að hafa át ir á jafn-prýðilegji skemmt. i >g: þessari. Þeir klöppuðu ósp t og sendu blóm. Vikar. Síldarvarpan fians Asgeirs á Sólbakka J,-J^tir ^JJilmar ^J\riátjónóion MARGT BENDIR til þess, að allmikið síldarmagn sje fyrir Norðurlandi nú í sumar, þótt síldar verði lítið vart við yfir- borð sjávar. Svo mun einnig hafa verið undanfgrin síldar- leysisár. Ekki er mjer kunnugt um, að þetta hafi verið sann- reynt með vísindalegum rann- sóknum, en þéss er mikil þörf. Sje oi'angreint haft fyrir satt, þar til annað reynist, sýnist freistandi að reyna að gera sild Veoðarnar árvissari með því að hagnýta einhvej'ja þá veiðiað- lej'ð, sem hægt er að beita, þótt síldin vaði ekki. Sýnist þá síldarvarpan væn- iegust til árangurs. Vitað e'r, að síldin gengur oft í þjettum torfum skamt undir vhrborði sjávar, og er álitið að sjávarhiti og átugegnd valdi mestu um það, hve djúpt hún er. Dýpi það í sjónum, er síldin velur sjer á hverjum stað og tíma, má ákveða með hita- mælingum og með því að draga átupoka í 5 til 50 faðma dýpi. Einnig er sjálfsagt að leita uppi torfurnar með nákvæmum berg máls-dýptarmælum. Heíir það verið gert með nokkrum ár- angri víða erlendis, en er ennþá á tilraunastigi. Ekki er mjer kunnugt um að gerð hafi verið nema ein til- raun til síldvörpuveiða hjer við land. Það mun hafa verið árið 1935 iað Ásgeir Torfason, verksmiðju stjóri á Sólbakka, gerði síld- arvöi-pu, er likist mest stórri botnvörpu, nema hvað neðri vörin skagar nokkru lengra fram en sú efri; með öðrum orðum: trollið er á hvolfi. Tveir hlerar eru festir á höfuðlípuna. Halda þeir vörpunni uppi i sjónum, þ. e. togdýpinu. Fót- reipið er 90 feta langt og fram- lengist í 45 feta langa ,,franska“ vængi að toghlerunum, sem’ halda vængjunum Sundur. Vegg ir vörpunnar eru 36 feta háir eða djúpir fram við munnann. í októbermánuði 1935 fjekk Ásgeir varfiskipið ..Þór“ lánað til þess að reyna vörpuna, og aðra minni vörpu. er hann haí'ði útbúið árið áður. Stóru vörp- unni var aðeins kastað einu sinni, þar eð auðsætt var, að hún þurfti mikilla breytinga við. Hinsvegar var togað með litlu vörpunni fyrir vestur-, suður- og austurlandi, og henni breytt lítilsháttar, eftir því sem reynslan kendi: I hina íengust ýmsar tegund- ir fiska, svo sem ufsi, ýsa, ein hárneri og fáeinar sildar. Síðar var stóru .vörpunni breytt sam kvæmt fenginni reynslu, og reyndi Ingvar E.Einarsson, er þá var með togarann „Skutul“, hana lítið eitt haustið 1937. Ekki vanst tími til að kasta vörpúnni nema einu sinni, enda var „Skutull“ á herpinótaveið- úm og síldveiðí senn á enda. Þegar hjer var komið, hafði Ásgeir eytt þúsundum króna úr eigin vasa og varð að hætta við svo búið. Lauk þannig til— raun þessari, án þess að nokkur haldgóð reynsla fengist um nothæfni vörpunnar, og án þess að vaknaði skilningur op- inberra aðila ó málinu. Þetta var i gær; nú er runn- inn nýr dagur. Kreppusjónar- miðin hafa vikið fyrir stórhuga vilja til bættra framleiðslu- hátta. Síldarleysið nú í sumar hefir vakið athygli okkar enn á ný á því, hve mikið við eigum undir því, að síldin „vaði“. Hvers vegna reynum við ekki að verða því óháðir? Hvers vegna gerum við ekki tæmandi tilraun með sildarvörpuna ein- mitt nú? Gamla varpan hans Árgeirs er enn varðveitt vestur á Sól- bakka, Asgeir er enn sannfærð ur um nothæfni hennar og bíð- ur tækifæris til að reyna hana til hlítar. Þór er handbær. Það er mánuður til síldveiðiloka. Raufarhöfn, 5. ágúst 1945. Hilmar Kristjónsson. Kjötverð og kjötsalar Frá Fjelagi kjötversl- ana. í Reykjavík lief- ir hlaðinu borist eftir- farandi: SMÁGRUIN með ofanrit- aðri fyrirsögn, var í Morgun- blaðinu í gær og á auðsjáan- lega að sanna ahúenningi, að við sem höfum kjötsölu að at- vinrfu, höfúm afarmikið fyrir vinnu okkar, sem sje 13 %' brúttó, eða með því verði sera nú er ákveðið kr. 1,65 pr. kgr. Þetta virðist í fljótu bragði rjett og t.ölurnar eru rjettar, en við sem reynsluna höfum, þurfum að bæta svolitlu við. Afgangar, sem a.ltaf koma af kjöti í smásölu, eru mfnst 6% og geta að sumri til þegar verðið er hátt, aldrei verið metnir á meira en hálft verð. Þarna gerum við ráð fyrir að 3% fari í verðfall. I sundur- vigt, sag ogþanakringlur, sent flestar verslanir taka af og kasta, gerum við ráð fyrir að nemi ■V'io þar við bætist veltu skattuj' l /c'. Þetta verður saru tals 8% og eru þá eftir 5%. En ekki er alt búið enn. Undanfarin ár höfum við ver- ið neyddir til að kaupa nýrmör í mestöllu kjöti.' Þetta virðist okkur óþarfi, þegar mestalt kjöt er selt á innlendum mark- aði, en samt höfum við ekki getað fengið því b'reytt. Nú kaupum við þennan mör fyrir kr,'5.75 pr. kg. í frysta kjöt- inu og þökkum fyrir að selja hann aftur í þeildsölu fyrir kru 4.00 pr.-kg. - i En þegar nýja kjötið kemuir á markaðinn, eigum við að Framhald á 8. siðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.