Morgunblaðið - 16.08.1945, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 16. ágúst 1945.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands.
I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Síldarvertíðin
FLESTIR MUNU TELJA fullvíst orðið, að síldarver-
tíðin bregðist þetta ár. Aflinn er tæpl. Í/2 í hlutfalli við
aflann á sama tíma í fyrra, og hófst þó aðalveiðin í seinna
lagi þá.
Margra ára reynsla hefir sannað, að aðalsíldveiðitíminn
er 20. júlí til 20. ágúst. Frá þessu eru að sönnu undan-
tekningar; en aðeins undantekningar. Fyrir 20. júlí er
síld oftast gisin og mögur, eftir 20. ág. er tíðarfar venju-
lega svo óstöðugt, að teljast verður tilviljun, ef langvar-
. andi gæftir eru á þeim tíma. Hjer eftir er því ekki nema
um það tvent að ræða: hvort vertíðin bregst alveg, eða
aðeins að verulegu leyti.
Sjálfsagt gera ekki allir sjer það ljóst, hvert feikna áfall
þetta er fyrir þjóðarbúskapinn. En ljóst má þetta þó vera,
ef menn athuga að s. 1. ár seldist sá hiuti síldaraíurðanna,
sem út var fluttur, fyrir kr. 42 miljónir og 852 þúsundir.
Og þegar það er einnig'athugað, að allar síldarafurðirnar
eru seldar fyrir fram fyrir mjög hagstætt verð, verður
tjónið ennþá augljósara og tilfinnanlegra.
Það kostaði langvarandi strit að fá íslendinga til að
viðurkenna, að síldveiðar væru heilbrigður atvinnurekst-
ur. Heill flokkur í landinu linti ekki ópi gegn honum
meira en tug ára. Taldi síldveiðarnar árás á landbúnað-
inn, og síldarútvegsmennina glæframenn og braskara.
Svo langt var gengið í áróðrinum gegn síldveiðunum, að
krafa kom fram um að banna þær með öllu, en aðrir
vildu. leyfa mjög takmarkaða veiði. Nú hafa „glæfra-
mennirnir" hrimdið af sjer að mestu fordómunum og of-
sóknunum, og eftir standa naktar staðreyndirnar: Að
framleiðsla síldarafurða er næst mesta framleiðsla íslend-
inga og gefur nú þegar ca. 50 miljónir kr. í þjóðarbiiið á
ári. Og getur þó enn aukist stórlega eða jafnvel marg-
faldast. Þó er líklegt, að Skotta sje ekki dauð með öllu,
og að einhverjir gráti enn þurrum tárum þótt síldarver-
tíðin bregðist.
Hætt er við, að enn vefði dómur margra sá, eftir þetta
sumar, að síldveiðarnar sjeu óviss atvinnurekstur. En
það er nú svo, að í fáum framleiðslugreinum „taka menn
hlut smn á þurru landi“. Hvernig er það með þorskveið-
arnar? Hjer eru þorskveiðar árið um kring á sumum fiski-
miðum. Á öðrum miðum er vertíð ekki nema 2—3 mánuði.
En svo bregðast þessar vertíðir oft að meira eða minna
leyti, stundum sjálf fiskigangan, stundum tíðarfarið —
gæftirnar. — Og hvernig er það með heyskapinn? Stund-
um bregst sprettan, og enn oftar nýtingin, vegna dutlunga
tíðarfarsins.
Þessar staðreyndir raska ekki mikilvægi atvinnuveg-
anna. En þær ættu að opna augu Íslendinga fyrir nauð-
syn þess, að þekkja þá náttúru, sem þeir sækja hin
jarðnesku gæði til, og eiga jafnframt í höggi við.
Hafrannsóknir. og fiskirannsóknir eru á bernskustigi
hjá ísiendingum, þjóðinni, sem að langmestu leyti byggir
lífsafkomu sína og framtíð á fiskveiðum. Við eigum þó
allmarga vel hæfa menn til þessara rannsókna. En málið
hefir ekki átt nægum vinsældum að fagna til þessa hjá
Alþingi og ríkisstjómum. Einkennandi fyrir blindni ís-
lendinga í þessum málum er það, að þegar fyrst kom fram
tillaga á Alþingi um hafrannsóknir og fiskirannsóknir,
hlaut flutningsmaður látlausar skammir á Alþingi fyrir
tiltækið, og var tillagan tætt í sundur, þótt atkvæði eða
einurð brysti til að fella hana. Og ekki var við það kom-
andi að fiskifræðingar landsins (sem þá voru B. Sæm. og
Á. Friðriksson) mættu þar nærri koma, svo sem ráð var
fyrir gert í tillögunni, heldur skyldi „Rauðka“ leggja til
vísindin. ÞcJr var samt búinn tækjum til rannsóknanna.
En Framsókn sætti fyrsta færi, sem gafst, til að kasta
öllu því dóti í land, og búa skipið til annara þarfa.
Eú /hvað. sem fortíðinni líður, þá verða fiskveiðarnar,
svo síldveiðar sem þorskvéiðar, að fá í framtíðinni öflugri
stuðning yísindalegra rannsókna en hjer til hefir verið í
tje látinn.
F SJðNÁRHðLI SVEITAMANNS
ÞEGAR ÞETTA er ritaS,
stendur túnaslátturinn sem
hæst. Það er verðmætasti tími
bóndans og mesti annatími alls
sveitafólks. Þurkdagarnir á
túnaslættinum eru dýrustu dag
ar ársins. Það væri alveg ómet-
anlegt gagn fyrir bóndann að
hafa þá sem mestan vinnukraft.
Enn eru tengslin milli sveita
og kaupstaða það góð (þrátt fyr
ir allan Tímaróginn) að ætt-
ingjar óg kunningjar ýmsra
bænda láta þá njóta góðs af
því, að kaupstaðarbúar fá frí
sitt á mesta annatíma sveita-
fólksins og rjetta því þá hjálp-
arhönd við heyskapinn.
★
Samt, þarf þetta að verða í
langtum stærri stíl en nú tíðk-
ast. Það er tæpast von, að fólk,
sem fær 10—15 daga frí frá sín
um skyldustörfum allan ársins
hring, fari að leggja nokkuð að
ráði að sjer rjett á meðan. Þátt
ur kaupstaðarfólks í heyskapn
um verður að verða miklu rík-
arif og hið opinbera þarf að
stuðla að því með markvissum
aðgerðum. Það þarf að setja lög
um það, að þau störf, sem ekki
standa í beinu sambandi við
frumframleiðslu landsmanna og
eru ekki nauðsynleg fyrir gang
hennar, sjeu alls ekki rækt yf-
ir hábjargræðistímann. Þá á að
einbeita allri starfsgetu þjóð-
arinnar að heyskapnum og síld-
veiðinni og öðru því, sem nauð
synlegt er að leysa af hendi á
besta og bjartasta tíma ársins.
★
AUÐSJEÐ er að við þetta
mundi vinnast tvennt: Undir-
stöðuatvinnuvegir landsins
yrðu tryggari og verksmiðju-
fólk og iðnaðarmenn bæjanna
yrðu hraustari við að reyna á
sig við útistörf yfir sumarið, eft
U. júlí
ir kyrrseturnar inni allan vet-
urinn. Jeg tel því miður ólík-
legt, að hægt sje að koma þessu
á nema fyrir atbeina löggjaf-
ans. Meðan verksmiðjueigand-
inn græðir, vill hann halda at-
vinnurekstri sínum í gangi all-
an ársins hring án tillits til
þeirra þarfa, sem aðrar
atvinnugreinar kunna að hafa
fyrir vinnukraftinn. Jeg veit
heldur ekki til, að nokkur hafi
orðið við þeirri áskorun Tím-
ans að gefa sig beinlínis fram
í kaupavinnu í sumarfríinu,
nema þá vegna vináttu eða
vensla. Samt tók jeg undir
þessa áskorun hjer í pistlum
mínum á sínum tíma og lagði
til að Framsóknarforkólfarnir
gengu á undan og færu með
„sitt fólk“ á vettvang.
★ .
VIÐ ÞURFUM ekki að líta
■ ♦
langt til baka til að sjá að verka
skipti milli sveita og sjávarsíðu
var allmikil. FjTÍr nokkrum
áratugum fjölmenntu sveita-
menn í verstöðvarnar yfir vetr-
arvertíðina. Aftur á móti reið
fólkið úr þorpum og tómthús-
plásum á suðurlandi í hópum
norður í land í kaupavinnu og
margt gamalt fólk hefi jeg þekt
sem minntist þessara ferða með
ánægju. Nú verða þessi verka
skipti með nokkuð öðrum
hætti. Sveitirnar myndu fá fólk
sem lítt eða ekki væri vant lík
amlegri vinnu, og margir halda
að þeim yrði að því lítið gagn.
Ekki tel jeg mikla hættu á því,
enda hefi jeg nokkra reynslu
fyrir því gagnstæða. Heyvinna
með vjelum er yfirleitt ekki
mikið erfiði. Til þess að hún
gangi vel þarf lægni og lipurð
engu síður en krafta. Og ef
bændur landsins fylgjast að
sínu leyti eins vel, með í tækn-
inni eins og sjávarsíðan, hætta
þeir hvað líður að biðja um
góða sláttumenn eða roskar
rakstrarkonur, heldur menn,
sem kunna að fara með trak-
tora og aðrar vinnuvjelar. Til
þess ætti verksmiðjufólk úr
kaupstöðum að vera jafnfært
og aðrir.
★ _____________
VONANDI fer verkalýðurinn
eða forystUmenn hans ekki að
taka þessa skipun þannig að
hjer sje um þvingun eða þræla
lög að ræða, þótt' reglur um
slíka verkaskiptingu væru sett
ar. Þeir hljóta að sjá að þessi
skipan yrði verkafólki til holl-
ustu og hagræðis og atvinnuveg
upum nauðsynleg. Nýlega var
þess getið í útvarpfrjettum, að
þúsundir verksmiðjufólks hefðu
farið úr borgum Ráðstjórnar-
ríkjanna út í sveitirnar til að
hjálpa til við uppskeruna, enda
Ijet Stalin bóndi vel af búskap
sínum og var ekkert að berja
sjer þótt herskarar Hitlers
hljóti að hafa valdið honum
mikilla búsifja. íslenskir verka
menn virðast í mörgu vilja taka
Rússa til fyrirmyndar, skipulag
þeirra og stjórnarháttu og er
vonandi að í þessu fyrrnefnda
dæmi vilji þeir fúsir fylgja
dæmi sinna gersku stjettar-
bræðra, hvað sem Hermann úr
Hafnarfirði, Iðju-Björn og aðr-
ir slíkir kunna um það að
segja.
★
JEG HELD að allir hljóti að
sjá, að sú skipan á atvinnu-
rekstrinum, sem hjer hefir ver
ið drepið á, er alveg nauðsyn-
leg. Hjer er svo margt, sem
Framh. á bls. 8.
Á INNLENDUM VETTVANGi
I Morgunblaðinu fyrir 25 árunt
FYRIR 25 árum var Skóla-
varðan nokkurskonar útsýnis-
turn Reykvíkinga. I blaðinu 1.
ág. 1920 segir m. a.:
„Svo sem sjeð verður á aug-
lýsingu borgarstjóra annarsstað-
ar í blaðinu, hefir sú nýbreytni
verið tekin upp, að opna Skóla-
vörðuna fyrir fólk, sem vill fá
góða útsýn yfir borgina og ná-
grehnið. Áður fyrr þótti það góð
skemtun að njóta útsýnisins það-
an á fögrum og björtum sumar-
kvöldum og þykir oss líklegt, að
margjr noti tækifærið til þess
nú“.
★
EFTIR heimsstyrjöldina 1914
—’18 var mikið af rekduflum
víðsvegar um höfin og við strend
ur landa þeirra, sem að. þeim
liggja. Var af þessu hin mesta
hætta. Uln tundUrdufl við íslánd
segir m. a. í Mbl. 11. ág. 1920:
„Símfregn frá Seyðisfirði í
morgun segir frá sögu eftir Fær-
eyingum, sem komið hafa af
fiskveiðum, að þeir hefðu sjeð
einhverskonar hylki á floti í
sjónum fyrir Norð-Austurlandi
suður af Langanesimg torðið var-
ír'.við 10 alls. Hugðu þeil- þetta
vera sprengjudufl og styrktist
skipsbómu, sem þeir hjeldu vera
leifar af skútu, sem farist hefði.
— Enn fylgir það sögunni, að
einhverjir hefðu gerst svo djarf-
ir að draga á land við Langanes
eitt af duflum þessum, og annað
hefði komið á land í Bjarnarey
fyrir sunnan Vopnafjörð. Þá
hefir einnig rekið á Séyðisfirði,
fyrir utan Vestdalseyri einhvers-
kpnar hylki, sem mönnum þyki
grunsamlegt, en hvað þó vera
miklu minna en menn hvggja
venjuleg sprengidufl vera“.
★
I blaðinu 12. ágúst er rætt
áfram um rekduflin. Þar segir:
„Frá Skálum á Langanesi hef-
ir einnig borist sú fregn, að fiski-
skip hafi orðið vör við tundur-
dufl á sveimi undan Langanesi.
Hefir vitamálastjóri sent út til-
kynningu og aðvarað sjómenn
og aðra að koma við duflití, þó
þau reki á land.
Að tilhlutun landsstjórnarinn-
ar fór varðskipið Beskytteren,
sem er við strandgæslu fyrir
Norðurlandi nú um síldveiðitím-
ann, áleiðis frá Siglufirði í gær-
morgun snerrtma. til þess að
granda duflunúm. Hefir ekki
frjgtst um för skipsins enn, en
vonandi tékst að eyða þeim öll-
„MANNASIÐIR" hjet. bók, sem
þá var gefin út. Um hana segir
13. ág. 1920:
„Það var þörf á slíkri bók, sem
Jón Jakobsson landsbókavörður
nú hefir gefið út. Ekkert til hjer
á landinu um þetta efni, en hins-
vegar ekki hægt að neita því, að
mörgum er mjög ábótavant hvað
hegðun og góða siði snertir. Er- .
lendis eru slíkar bækur mikið
keyptar, t. d. er „Takt og Tone“,
eftir Emmu Cad, komin út í
mörgum endurprentunum í Dán
mörku á síðustu missirum.
í fyrsta kafla bókarirtnar spyr
hÖfundurinn: Hvað eru manna-
siðir? Og hann svarar því þann-
ig, að það sje það, sem hjá ment- :
uðum þjóðum er skiJið kurteisi1
og háttprýði, vitaskuld méð ýms-
um hættí hjá þjóðunum, en æf-
inlega ýmislegt sameiginlegt hjá
öllum prúðum mönnum meðal-
allra þjóða. .
■— Er kurteisi og háttprýði •
nauðsynleg? er næsta spurning-
in, og svarið er þetta: Já, því að
þær eru einkaskilyrði upptöku
í samfjelag siðaðra manna og sam
vistir með þeim. — Hver er líf-
æð; kurteisinnar? Það er smekk-
vísin, j-segir höf. Smekkvísin er
móðir, allrar prúðmensku, allrar'
hæverskú og háttprýði“.
grunur þeirra við það, að þeir j um, því stórhætta ér siglingunum
sáu á reki í sjónum lifrarföt og | þar nyrðra eins og nú er ástatt"