Morgunblaðið - 16.08.1945, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 16. ágúst 1945.
AF SJÖNAHHÖU SVEITAMAIVNS
Framhald af 6. síðu.
vínna þarf yfir sumarið, en of
fáar hendur bjóðast til. Hins-
V'égar er nú margt starfað, sem
ígjarna mætti bíða til vetrarins
jog hentugra væri fyrir þjóðar-
jheildina. Þess er því að vænta,
að forystumenn í okkar atvinnu
'málum — oddvitar verkamanna
'og atvinnurekenda — taki þetta
'mál til vinsamlegrar athugun-
ar.
j EF FÓLKIÐ i Kaupmanna-
höin hrækti á götuna á her-
'fnámstímanum, kom þýskur
fvarðmaður í ljós og sagði: — Á
•hvern er verið að hrækja hjer?
|I áttina til okkar — eða hvað?
jÞegar stjórnarblöðin tala um
|að koma þurfi betra skipulagi
:á opinberan í-ekstur, gera starf
rækslu ríkisins einfaldari og
ódýrari, fækka bitlingum óg
'Oeggja niður lítt þörf embætti,
þá æpir Tíminn upp með
hræðslublandinni ákefð. Kom-
múnistisk ógnaröld að hefjast,
ofsókn skipulögð gegn Fram-
sóknarmönnum!
★
ÞESSAR fátkendu upphróp-
anir Tímadótsins, þegar rætt er
um fækkun embætta og sparn-
að í ríkisrekstri, sannar sekt
þess betur en nokkuð annað.
Við munum það frá valdatím-
um Framsóknar gömlu, hvern
ig allir starfsmenn, allt niður í
dyraverði og þvottakonur, voru
valdir eftir pólitískum lit ein-
göngu. Og ekki nóg með það,
ief færri komust að en flokks-
hagsmunirnir leyfðu var emb-
ættunum fjölgað, heilum stofn-
unum komið á fót til þess að
bitlingahjörðin hefði hús og
hey. Tugum og hundruðum
saman safnaðist Framsóknar-
lýðurinn utan af landsbyggð-
inni og allir fengu rúm við rík-
isjötuna. Og af því að Tíminn
veit, að þar var margur „óverð
ugur upphafinn“, af því að
hann veit skömmina upp á sig,
reynir hann nú að leyna þess-
um staðreyndum með fasistisk
um móðursýkisupphrópunum
um kommúnistiska ógnaröld.
★
ÞAÐ ER enginn hætta á að
stjómin láti svo óvandaðan mál
flutning a sig fá. Hún verður
að ganga hreint að verki og
sýna einurð og festu við það
vandasama en miður vinsæla
starf, að hreinsa til í mörgum
ríkisstofnunum. Stjórnin má
vita það, að hversu illa Sem
Tíminn lætur, þá á hún vísan
stuðning allra góðra manna við
að framkvæma það, sem þiugið
hefir nú þegar falið henni:
fækkun opinberra embætta og
alhliða sparnað í opinberum
rekstri.
Monlgomery
marskálkur hyltur
London í gærkveldi:
M( )NTG( )M E Rt marskálk-
ur var í dag gerður heiðurs-
jborgari í Lambeth, fæðingar-
borg sinni.
Svo mikill mannfjöldi hylti
Montgomery, er hann ók unx
götur borgarinnar, að bifreið
hans komst vart áfram fyrir
þrönginni.
I Lambeth Ilall ,tók Mont-
gomery við heiðursskjalinu.
Af svölurn hallarinnar ávarp-
aði hann mikinn mannfjölda,
sem safnast hafði saman. Mint
ist Montgornery einkum kvenn
anna, mæðranna, eiginkvenn-
anna og verkakvennanna, sem
borið hefðu þunga styrjaldar-
innar með hetjulund.
Reuter.
Framh. af bls. 5.
kau.pa mörinn fyrir kr. 12.70
pr. kg. til að býrja með, án þess
að hann sje okkur nokkuð verð
meiri en áður. Verðmunur á
söluverði og innkaupsverði
mörsins dregst þá frá þessum
5%, sem eftir voru. Virðist þá
verða harla lítið .eftir til að
standast venjulegan verslunar-
kostnað.
Auk þessa eru tíðar verð-
breytingar til lækkunar, sem
ætíð fylgja sumarslátrun, en
sem við vitum ekki um fyrir-
fram og eigum þá oft einhverj-
ar fcirgðir, sem við verðum að
bera verðfall á.
— Japan
Framh. af bls. 1.
sennilega af. því, að jap-
önsku hersveitirnar vita
enn ekki um uppgjöfina.
Flest útvarpstæki þeirra
munu hafa týnst eða skemst
á undanhaldi þeirra frá
Pigufjöllum. Flugvjelar
bandamanna hafa varpað
flugmáðum yfir svæðin, þar
sem Japanar berjast. Er á
þá skráð fyrirskipun keis-
arans um uppgjöf á öllum
vígstöðvum.
Bresku herirnir á þessum
slóðum hafa enn ekki feaig-
ið fyrirskipanir um að leggja
niður vopnin, en hins vegar
hefir verið lagt fyrir þá að
skjóta ekki á Japana að
fyrra bragði.
Innrás stóð fyrir dyrum.
Mountbatten lávarður hef
ir látið svo um mælt, að inn-
rás í Japan hefði alveg stað-
ið fyrir dyrum, er Japanar
gáfust upp. Segir lávarður-
inn, að alt hafi verið tilbúið
til innrásar, en sem betur
fer hafi ekki til þess komið,
að hana þyrfti að gera. —
En þótt bardögum sje nú að
mestu lokið, segir Mount-
batten, þýðir það engan veg-
inn, að hlutverki bresku herj
anna sje lokið. Á valdi Jap-
ana eru um 80.000 breskir
stríðsfangar og þúsundir
Indverja. Þessa menn þurfi
að leysa úr haldi við allra
fyrsta tækifæri og hlynna
að þeim, svo sem kostur er
á. Rauði krossinn hafi mik-
inn viðbúnað og góð tæki til
hverskyns hjúkrunarstarf-
semi.
★
Heima fyrir er japönsku
þjóðinni sagt, að hennar
bíði mikið og erfitt hlut-
verk, að endurreisa sæmd
föðurlandsins. Ekki er á það
minst, að Japanar þurfi að
bæta hörmungar þær, sem
þeir hafi leitt yfir aðrar
þjóðir. Keisarinn hafi fall-
ist á uppgjafarskilmálana,
vegna þess að honum hafi
verið ant um heimsfriðinn
og heill og hamingju þjóðar
sinnar. Þó er ekki fyrir það
synjað, að atómsprengjan
og þátttaka Rússa í styrjöld- .
inni hafi gert Japönum erf-
itt fyrir.
!\öcjnuaíclvu' Sicjurjóniion :
Píanótónleikar
PÍANÓTÓNLEIKAR Rögn-
valdar Sigurjónssonar.í Gamla
Bíó í fyrrakvöld voru einhverj-
ir þeir glæsilegustu, sem hjer
hafa heyrst lengi.
Eins og kunnugt er, hefir
Rögnvaldur undanfarin ár
stundað framhaldsnám í Amer-
íku, eftir að hafa lokið námi
við Tónlistarskólann hjer (þar
sem Árni Kristjánsson var aðal
kennari hans) og dvalið um
eins árs skeið í Paris.
Áður en Rögnvaldur kom
hingað heim í sumar, hjelt
hann tónleika í Washington,
höfuðborg Bandaríkjanna, og
hlaut hið mesta lof listdómara,
svo að ungum „debutant“ get-
ur varla betra hlotnast. Var
viðurkenning þeirra svo óskor-
uð, að ýmsum kanri að hafa
dottið í hug, hvort ekki kynni
að vera þar ofsagt, en að svo
var ekki, sýndi Rögnvaldur
með stórfenglegum tónleikum
sínum hjer í fyrrakvöld.
Tónleikarnir hófust með
Toccötu og fúgu í d-moll eftir
Bach-Tausig. Er þetta fræga
orgelverk Bachs hjer fært í
glæsilegan píanóbúning af ein-
um merkasta nemanda Litszts,
Carl Tausig. Rögnvaldur flutti
þetta verk á þróttmikinn og
myndugan hátt. Sónötur Scar-
lattis voru einnig leiknar af
ljettleik og mjög „píanistískt“.
En þá komum við að aðalvið-
fangsefni kvöldsins, sem var
h-moll sónata Liszts. Er þetta
eitt af allra þyngstu verkum,
tæknilega sjeð, sem samin
hafa verið fyrir slaghörpuna,
og ekki á færi nema hinna
allra snjöllustu píanóleikara að
gera henni full skil, enda heyr-
ist hún mjög sjaldan í tónleika
sölum. Þetta verk hins mikla
konungs slaghörpunnar gerir
fyrst og fremst kröfur til tækn
innar, og sýndi Rögnvaldur
með óþvinguðum flutningi són-
ötunnar, yfir hve geysimikilli
og öruggri tækni hann býr, og
að hún nægir honum til að
verða píanóleikari í heims-
formati. Þá hefir túlkun hans
yfirleitt náð mjög miklum
þroska og djúpum skilningi,
enda leggur hann sig fram með
Iífi og sál í list sinni. En ef til
vill er honum eiginlegast að
endurskapa nútímatónlist, eins
og fram kom í flutningi hans-
á verkum Prokofieff, sem var
með ágætum.
Efnisskránni lauk með Tocc-
ötu Schumanns, snjöllu en geysi
erfiðu verki. Var hjer sem fyr,
að alt ljek í höndum þessa unga
píanósnillings,
Listamanninum var mjög
fagnað af áheyrendum, sem
voru ófúsir á að yfirgeía hann,
og varð hann að leika tvö auka
lög þeim til þægðar. — Fjöldi
blóma barst og mátti á öllu sjá,
að áheyrendur fögnuðu hjart-
anlega beimkomu Rögnvaldar
og glöddust yfir hinum mikla
frama hans sem pianósniílings.
P. I.
Belgar krefjasl
skaðabóla af Þjóð-
verjum
Brussel í gærkveldi.
VAN ACKER, forsætisráð-
herra Belgíu, sagði í tilkynn-
ingu, sem hann gaf út í dag, að
Belgar ætluðu sjer að krefjast
af Þjóðverjum rjettlátra skaða-
bóta fyrir það tjón, sem þeir
hefðu valdið.
Ennnfremur segir í tilkynn-
ingunni, að Belgar muni taka
þátt í hernámi Þýskalands. —
Ennfremur, að Belgar muni
krefjast þess að fá sinn skerf af
hráefnum frá Þýskalandi.
íbúar Tylffareyja
heiðra Bretakonnug
London í gærkvöldi.
ÍBÚAR Tylftareyjar hafa á-
kveðið að heiðra Georg Breta-
konung í þakklætisskyni fyrir
það, að Bretar leystu eyjarnar
undan oki Þjóðverja.
Verður reist líkneski af
Bretakonungi og því valinn -
staður við mynni hafnarinnar
á Rhodes.
Efflr Roberf Slorm
OTOOLIE, VOU U5E0 TO
RUN vvnil EARO eCN'JF'í
OLD /409—WHERE CA'rJ
WE FIND
'ötooue'’ kXAZZ
!5 "INVITED" IN
FOR A CHAT WITfcl
AVI EA5TERN CITV'5
DETECTIVE9......
Co'pr. fíing J'ealurci SynJicate, ínc., World riyri.ts rcscTved.
1) Leýnilögreglumenn koma í „heimsókn“ til
„Stoolie“ Krazz. Leynilögreglumaðurinn: — „Stoo-
lie“, þú varst í kunningsskap við Eyrnalang Gonuf.
Hvar getum við fundið hann?
2) Krazz: — Hvað viljið þið með hann? Fyrsti
leynilögreglumaður: — Okkur langar til að fá okk-
ur slag í bridge og vanta: fjórða mann. Haha. ■—•
Annar leynilögreglumaður: Svor.a, leystu frá
skjóðunni. Eða eigum við að txka þig aftur fyrir
þjófnaðinn í vöruhúsinu.
3) Krazz: — Jæja, jæja, jeg hef ekki sjeð Eyrna-
lang mánuðum saman, en hann á húskofa við Troll-
eygötu. Leynilögreglumaður: -*- Jæja, þú ferð með
okkur þangað og sýnir okkur húsið.