Morgunblaðið - 16.08.1945, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 16. ágúst 1945.
eftir
Jían/en/jftartt
40. dagur
Eftirmáli.
Blaðamennirnir voru ný-
komnir um borð. Það voru
nokkrir menn með skipinu, sem
þeir þurftu að ná tali af: fræg-
ur bridge-spilari, austurlensk-
ur prins, bresk kvikmyndaleik-
kona og Adam Belinski. Þeir
reikuðu um þilfarið í hóp: fimm
karlmenn og ein kona, og gáfu
gætur að þeim, sem á vegi
þeirra urðu.
„•Þessi þama er áreiðanlega
eitthvað“, sagði ungfrú Beebee
alt í einu.
Hin litu í áttina þangað sem
hún benti. —* Hávaxin, ung
kona stóð og hallaði sjer upp
að borðstokknum. Rauður klút
ur var bundinn um dökt hárið,
og undir hendinni hjelt hún á
litlum hvolpi. Hún svaraði for-
vitnislegu augnaráði þeirra með
algjörri ró.
„Skyldi þetta vera kvik-
myndastjarnan?“ sagði ungfrú
Beebee.
„Hún er of hávaxin“, ansaði
einhver starfsbræðra hennar.
„Auk þess er kvikmyndaleik-
konan ljóshærð“.
„En hún er samt eitthvað“,
sagði ungfrú Beebee. Hún dró
sig út úr hópnum og nálgaðist
Cluny Belinski. (,Afsakið —
eruð þjer ungfrú Deirdre Fost-
er?“ spurði hún kurteislega.
„Nei“, ansaði Cluny. „Jeg er
frú Adam Belinski“.
„Viljið þjer gjöra svo vel að
fylgja mjer til manns yðar“,
sagði ungfrú Beebee. „Jeg er
hjer fyrir hönd ótal kvenna-
blaða, sem blátt áfram brenna
í skinninu eftir að fá viðtal
við hann“.
„Ö — eruð þjer fulltrúi blaða
mannanna?“ spurði Cluny.
Sannleikurinn var sá, að Bel-
inski hafði sent hana upp á
þilfar, til þess að ná í blaða-
mennina um leið og þeir kæmu
um borð — áður en kvikmynda
stjarnan, bridge-spilarinn og
prinsinn hefðu dregið að sjer
alla athygli þeirra. En hug-
niyndir sínar um bandaríska
blaðamenn hafði Cluny ein-
vörðungu úr kvikmyndum, og
þess vegna hafði hún átt von
á því, að hitta nokkra vel feita
karla, tyggjandi vindla með
hattinn aftur á hnakka.
Ungfrú Beebee, sem virti
Cluny fyrir sjer með miklum
áhuga, kinkaði kolli. Frú Adam
Belinski var vissulega merkileg
persóna. Og þessi unga kona
virtist hafa eitthvað það í fari
sínu, sem myndi hafa gert hana
eftirtektarverða, jafnvel þótt
hún hefði ekki verið gift þeim
fræga manni, Adam Belinski.
„Hann er inni í veitingastof-
unni“, hjelt Cluny áfram.
„Hann segist altaf tala við
blaðamenn í veitingastofum".
„Það er mjög skynsamlegt af
honum“, sagði ungfrú Beebee.
Hún hikaði dálítið. Svo sneri
hún sjer^að starfsbræðrum sín-
um og sagði: „Strákar — hr.
Belinski er inni í veitingasaln-
um. Jeg ætla að tala hjerna
nokkur orð við frú Belinski“.
Þeir hikuðu andartak. Þeir
báru mikla virðingu fyrir ung-
frú Beebee, því að hún var
talsvert nösk að ná í efni. En
það, sem mestu máli skifti, var
þó að ná tali af Adam Belinski,
og þeir kinkuðu því kolli og
hjeldu að stað til þess að leita
hans.
„Jeg ætla að fá að taka mynd
af yður með litla hvolpinn
þarna“, hjelt ungfrú Beebee á-
fram, og sneri sjer aftur að
Cluny. „Jeg geri ráð fyrir, að
það sje fullsnemt að spyrja um
álit yðar á bandarískum kon-
um“.
„Eru þær allar eins og þjer?“
spurði Cluny.
„Hm — jeg lít nú vitanlega
svo á sjálf, að jeg sje dálítið
fyrir ofan meðallag. En annars
getið þjer litið á mig sem gott
dæmi um bandarísku konuna“,
svaraði ungfrú Beebee.
„Þá finst mjer þær vera vel
klæddar og mjög vingjarnleg-
ar“.
„Já — þjer skulið bara halda
áfram! Og svo verðið þjer að
segja mjer eitthvað um yður
sjálía. — Hvað hafið þjer verið
giftar lengi?“
„Þrjár vikur“.
„Þetta er þá brúðkaupsferð
yðar?“ sagði ungfrú Beebee, og
brosti. „Ættum við ekki að
tylla«okkur einhversstaðar nið-
ur, þar sem við getum talað
saman í næði?“
Cluny var fús til þess. Hana
langaði einmitt til þess að tala
við einhvern — segja einhverj-
um, hve dásamlegt það væri,
að vera komin til Ameríku í
fylgd með eiginmanni sínum.
Og það var meira, sem hana
langaði til þess að segja. Nú
hafði hún loks fundið mann-
eskju, sem var fús til þess að
heyra eitthvað um Cluny
Brown. — Henni var svo mik-
ið í mun, að hún byrjaði þegar
í stað.
„Jeg hefi átt mjög skemtilega
ævi“, sagði Clúny glaðlega.
„Jeg var þjónustustúlka ..
„Guð komi til!“ hrópaði ung-
frú Beebee upp yfir sig. Þetta
virtist koma henni mjög á
óvart.
.,En jeg var fremur Ijeleg
þjónustustúlka“, bætti Cluny
við, „því að jeg gerði mjer ekki
ljósa grein fyrir því, hvað til-
hlýðilegt væri að stúlka í þeirri
stöðu gerði. — Maðurinn minn
segir, að það muni ekki koma
að sök hjer í Ameríku, þótt
maður geri sjer ekki grein fyr-
ir, hver staða manns sje í þjóð-
fjelaginu“.
„Hann hefir sennilega rjett
fyrir sjer í því“, sagði ungfrú
Beebee, og horfði með athygli
á Cluny. „Hjá hverjum voruð
þjer þjónustustúlka, með leyfi
að spyrja?“
Cluny hugsaði sig um. Þegar
öll kurl voru komin til grafar,
hafði lafði Carmel verið henni
góð. — „Jeg held að það sje
best, að jeg segi yður það ekki“,
svaraði hún. „Það er ekki víst,
að fólkið, sem jeg var hjá, kæri
sig neitt um það“.
Það var einkennilegt, hve
heimafólkið að Friars Carmel
— ásamt með hr. Wilson —
virtist nú óralangt í burtu.
Minningin um Porritt og Trump
er-hjónin virtist ekki eins fjar-
læg — en þó var hún tekin að
blikna til muna í Vitund henn-
ar. — Um leið og Cluny settist
hjá ungfrú Beebee og opnaði
hjarta sitt fyrir Bandaríkjun-
um, sagði hún hljótt: „Vertu
sæll, Porritt frændi“ — og um
leið hvarf síðasti snefillinn af
iðrun og heimþrá úr huga
hennar.
ENDIR.
Sigurgeir Sigurjónsson
nœs'.ai ettarlögmoður
Skrifstofutími 10—12 og 1 — 6.
Aðolstrœti 8
Vinna
Okkur vantar nú þegar til vinnu í Hvalfirði:
Bifreiðavigerðarmann
Meiraprófsbílstjóra
Sjáum um* húsnæði á staðnum og fæði. Ilálfsmán-
aðarlega ferðir í bæinn. — Upplýsingar ekki veittar í
síma. — Umsækjendur komi til viðtals í skrifstofu
okkar í Ilamarshúsinu.
H.f. „Shell
íí
Stríðsherrann á Mars
2), e n (j jai acja
Eftir Edgar Rice Burroughs.
2.
Hinn svarti kynþáttur, sem öldum saman hafði tilbeðið
Issus, hinn falska guðdóm Mars, hafði komist á ringul-
reið, er jeg fletti svikahamnum af gyðju þeirra, þannig
að hún kom fram eins og hún var í raun og veru. Og í seði
sínu höfðu þeir banað kerlingunni, sem drottnað hafði
lengst og með mestri grimmd og þóttist guðdómleg vera.
Og þó var þetta þungt áfall fyri-r hina stoltu svörtu
menn. Þeir höfðu verið auðmýktir ákaflega. Guðdómur
þeirra var horfinn og einnig öll hin fölsuðu trúarbrögð
þeirra. Hinn voldugi floti þeirra hafði beðið Ósigur fyrir
betri skipum og hraustari mönnum, herjum Helium.
Herskáir grænir menn frá uppþornuðu sjávarbotnun-
um utar á hnettinum, höfðu þeyst sínum viltu reiðskjót-
um yfir heilaga musterisgarða Issus, og Thars Tharkas,
foringi þeirra og sá herskáasti af þeim öllum, hafði setið
í hásæti svörtu mannanna og stjórnað þeim, meðan and-
stæðingar þeirra voru að ákveða örlög hinnar sigruðu
þjóðar.
Allur fjöldinn vildi endilega að jeg settist í hið forna
hásæti svörtu mannanna, og voru meira að segja sumir af
þeim sjálfum hlynntir því, en það vildi jeg ekki. Jeg gat
aldrei unað mjer með þeim kynflokki, sem vanvirt hafði
konu mína og son.
Jeg stakk upp á því, að ungur aðalsmaður af hinni
svörtu kynkvísl, Xodar að nafni, yrði stjórnandi þeirra.
Hann hafði gengt stjórnarstörfum áður en Issus ljet reka
hann, svo jeg var viss um hæfni hans til þessa. Var hann
því settur í hásæti hinna svörtu manna.
Þegar friðurinn í Dor-dalnum var þannig tryggður,
hjeldu bæði hinir grænu menn og við frá Helium burt
til síns heima. í Helium var mjer aftur boðið hásæti, þar
sem ekkert hafði frjettst um konunginn eða Jeddakinn
í því nki, nje heldur son hans, jed í Helium (jarl), en
báðir þeir höfðu horfið á ferð. Þeir voru faðir og bróðir
Dejah Toris, konu minnarr
Það var liðið meira en ár síðan þeir höfðu lagt af stað,
til þess að rannsaka norðurhluta hnattarins, og til þess að
Læknirinn: — (er að koma
sjúklingnum fyrir á skurðborð
inu). Jeg ætla að vera fullkom
lega hreinskilin við yður. Fjór
ir af hverjum fimm, sem skorn
ir eru upp við þessum sjúkdómi
týna lífi. Er nokkuð, sem jeg
get gert fyrir yður áður en jeg
byrja?
Sjúklingurinn: — Já, vilduð
þjer ekki hjálpa mjer úr skón-
um og sokkunum? .
★
— Jeg get ekki sofið, sagði
væluleg rödd í símanum lækn-
isins um miðja nótt.
— Slítíð þjer ekki samband-
ið, jeg skal syngja fyrir yður
vögguvísu, sagði læknirinn.
★
— Hefir maðurinn yðar far-
ið eftir ráðleggingum mínum.
Ein tafla á dag eftir mat og
svolítill whiskysjúss á eftir?
— Hann er nokkrum töflum
á eftir áætlun, en whiskeyið
er hann búinn að taka marga
mánuði fyrirfram.
ir
— Læknir, eruð þjer vissir
um, að jeg geti aftur spilað á
fiðlu, þegar þjer eruð búnir
að skera mig upp?
— Jeg vil ekki fullyrða, að
þjer getið spilað á fiðlu, en
síðasti sjúklingurinn, sem je£
hafði, var farinn að spila a
hörpu í himnaríki áður en 24
klukkustundir voru liðnar fra
uppskurðinum.
★
Jæja, læknir — sagði sjúk-
lingurinn — við höfum nú ver
ið vinir síðan í skóla og íe£
mundi ekki geta látið mJel’
koma til hugar að móðga Þ1®
með því að bjóða þjer pening3-
En jeg er búinr. að nótera Þ1^
niður í arfleiðsluskránni minn1-
— Það var fínt, biddu ann-
ars dálítið, jeg þarf að breyt3
svolítið lyfsðlinum.
★
— Ó, læknir, jeg hefi sv°
miklar áhyggjur út af maý11'
inum mínum, hann er svo mík
ið fyrir að láta hugann reika-
— Blessaðar verið þjer 10
legar, jeg þekki manninn yða1.
hann kemst aldrei langt rne
því móti.
★
Sjúklingurinn (á geðveik13
hæli): Okkur líkar betur v
þig heldur en síðasta læknú11111
hjerna.
Læknirinn: — Hvernig Þa'
Sjúklingurinn: — Þjer eru
meira eins og einn af oss.
ið