Morgunblaðið - 28.08.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.08.1945, Blaðsíða 2
2 MORGDNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. ágúst 1945. Margir síldarsjómenn hafn ekki hafft fyrir fæði — Eíldarstúlkur, sem fórii i vist Eftir Jón Jóhannesson. Siglufirði, mánudag. ÞAÐ MÁ NÚ kallast fyrir- sjeð, að síldarvertíðin bregst mjög tilfinnanlega að þessu sinni. Bræðslusíldaraflinn er nú aðeins rúmlega 450 þúsund hektólítrar. Hann var á sama tíma í fyrra tæpar tvær miljón- ir. Árið 1943 var hann 1 Va milj. og 1942 tæplega IV2 miljón. — Söltunin er nú um 45 þúsund tunnur. Auk þess er svo nokk- uð af síld, sem fryst hefir verið til beitu. Hlutur sjómanna rýr. Það er því fljótsjeð, að með- alhlutur sjómanna er mjög rýr. Vitaskuld er hástahlutur á afla Jhæstu skipunum sæmilegur, t. d. Dagný, sem hefir aflað rúm 6000 mál og tunnur. En svo eru aftur sum af veiðiskipunum með um og jafnvel undir 400 tunnur. Munu hásetar á þeim vart hafa fyrir fæðinu, og fljót- sjeð er það, að útgerðir þeirra skipa hljóta að tapa stórfje á þessari vertíð, því kostnaður þeirra er svipaður og verið hefði, þótt afli þeirra hefði ver- ið sæmilegur. Reknetaveiði er að vísu sæmi leg nú og ef hún hjeldist fram eftir september, hefði mátt gera ráð fyrir, að það bætti dálítið upp vertíðina og bætti úr skort inum á saltsíldinn. En bæði er það, að slíkt er mikið undir tíð- inni komið, og svo eru það til- tölulega fá skip, sem hafa not- hæf net til þess að stunda þá veiði. Það eru þá helst smæstu bátarnir, sem eitthvað eiga af gömlum netum, en hjá mörgum munu þau vera orðin ljeieg. Svo er það nú alltaf þannig, að rek netaveiðin er svo mikið undir veðrinu komin og það altaf und ir hælinn lagt, hvernig það reyn ist, þegar fram á haustið kem- ur. Vonin um að reknetaveiðin bæti nokkuð verulega úr hvað vertíðina snertir, er því fremur veik. Þungt áfall fyrir síldarvcrk- siniðjurnar. F.yrir síldarverksmiðjurnar er þetta aflaleysisár þungt áfall. Allar eru þær með fjölda fast- ráðinna manna, sem þær verða að greiða hátt kaup, hvort sem nokkuð er hægt að hafa fyrir þá að' gera eða ekki. Ríkis- verksmiðjurnar og raunar all- ar eldri verksmiðjurnar standa að vísu betur að vígi, því að þær hafa grætt á undanförnum árum, en fyrir Rauðku, verk- smiðju Siglufjarðarbæjar, er aflaleysið í ár þungt áfall. Allt kapp var á það lagt að koma Rauðku upp og í fullkomið stand fyrir vertíðina. — Það varð dýrt og sá kostnaður varð að greiðast að langmestu leyti með lánsfje. Af því fje þarf að greiða vexti, og eflaust að ein- hverju leyti afborganir. Þegar á það bætist svo hið dýra mannahald, sem áður getur, mÉj gera sjer til, að útkoman verði Ijeleg og aflaleysið verði þungt Frjettaritari Morgun- blaðsins á Siglufirði segir frá vertíðinni, sem brást MORGUNBLAÐIÐ bað frjettaritara sinn í Siglu- firði að segja frá síldarvcrtíðinni i sumar, sem hefir algerlega brugðist, afkomu vcrkafólks, sjómanna og útgerðarinanna. Fer grein hans hjer á eftir: áfall fyrir Rauðku fjarðarbæ. og Siglu- Yerkafólk í landi. Fyrir verkafólkið í landi er þetta aflaleysi á þessari vertíð, einnig mjög tilfinnanlegt. — Að vísu hafa þeir, sem við verk- smiðjurnar vinna, sitt fasta kaup þann tíma, sem þeir eru ráðnir við þær, en oft hefir það verið svo, þegar vel hefir geng- ið með veiðina, að eftirvinna og helgidagavinna hefir verið þeim verkamönnum drjúg tekjulind. Þeim bregst sú vinna nú alveg að kalla. Það má raunar segja, að mikið hafi verið um vinnu hjá öðrum á Siglufirði i sumar, aðallega hjá bænum við vatns- veitu og gatnagerð og við Skeið fossvirkjunina, en sú vinna eða launin fyrir hana verður að taka af bæjarbúum sjálfum. — Og hvernig muni ganga með gjaldgetu þeirra, sem þær byrð- ar eiga að bera þegar svona árar, er nokkurn veginn fyrir- sjeð. Síldarstúlkurnar. Síldarstúlkur, sem hjer eru búsettar, hafa raunar borið meira úr býtum, en mátt hefði vænta jafnlítil og söltunin hefir verið. Er það bæði, að þær eru þaulæfðar við verkið og af- kastameiri en flestar aðrar stúlkur, og svo hitt, að fremur var fátt hjer um síldarstúlkur í sumar og vinnan skiftist því á færri hendur en búast mátti við. Allmargar stúlknanna munu hafa haft frá 5 til 7 eða jafnvel 800 hundruð krónur. — Má það kallast gott, því þær unnu ekki nema fáeina daga að síldarsöltuninni. — Sumar þeirra hafa líka haft talsvert fyrir vinnu sína við frystihús- in við móttöku og frystingu beitusíldarinnár. Ljeleg afkoma aðkomnstúlkna. Afkoma aðkomustúlknanna býst jeg við að sje talsvert lak- ari framan af vertíðinni. Var hún jafnvel svo ljeleg, að þær unnu sjer ekki fyrir fæðinu og sem þær höfðu ráðist hjá í síld ina. Sumir af síldarsaltendum Ijetu þær einnig hafa eitthvað af fje vikulega til þess að þær gætu keypt sjer brýnustu nauð- synjar. Og þótt svo hafi verið til ætlast, að það síðar yrði dregið af vinnunlaunum þeirra, er víst vafasamt, hvort eftir því verði gengið eða þær sum- ar hverjar hafi unnið sjer það mikið inn, að þær hafi meira en fyrir fargjaldi sínu herm. Jeg held þó, að fullyrða megi að ekkert af því síldarfólki, sem hjer hefir unnið í sumar, hafi beinlinis liðið nokkra nauð, og er það mikill munur eða sum- arið 1935. Það er þó sannarlega nógu hart fyrir veslings fólkið, að koma heim tómhent eftir sumarið. Síðan þetta er ritað hafa bor- ist hingað (á sunnudagskvöldið og sunnudagsnótt) um 3000 tn. og var það svo til allt saltað. Þessi síld veiddist á sunnudags- kvöldið á Skagafirði. Virðist þar vera talsvert af síld. Ef gott veiðiveður helst næstu daga má svo fara, að eitthvað bætist úr, bæði skortinum á saltsíldinni og einnig hvað atvinnu síldar- fólksins snertir. En varla er að vænta þess, að bræðslusíld afl- ist þar sem nokkru nemur. — Japan Framh. af bls. 1. er við, að viðræðum vérði bráð lega lokið. Hrokagikkur gefst upp. Yamashita, sem var hershöfð ingi Japana á Malakkaskaga og Filippseyjum og kom þar fram gagnvart bandamönnum af miklum hroka, hefir nú sent yfirhershöfðingja Bandaríkja- manna á Norður-Luzon orðsend ingu, þar sem hann býðst til þess að gefast upp ásamt liði sínu. Þingið kvatt saman. Keisarinn hefir tilkynt, .að japanska þingið verði kvatt rjeðu sig jafnvel sumar hverjar J saman í þessari viku. Verður til þjónustu við húsverk til að.þar rætt um ríkjandi ástand og hafa fæði, en húsnæði munu orsakir þess, að Japanár biðu þær hafa haft frítt hjá þeim,' ósigur. Ný stjérn í Sýr- landi London í gærkveidi. •FRÁ liÁMAÁKÚS herastl þær frjettir, að ný.stjóm hafi verði iriynduð í Sýrlandi. For- sætisráðherra’nn er sá sami og áður. Stjórnarmyndunin gekk all- erfiðlega. 1’ókst ekki að mynda hana fyrr en helstu stjórnmálamenn höfðu átt, lát- lausar viðræður í finim daga. Sameining Austur- ríkís og Þýsha- lands fjarstæéa London í gærkveldi. DR. RENNER, forsætisráð-i herra Austurríkis, hefir látið1 svo um mælt, að ekki nái nokki urri átt, að Austurríki verði sameinað Þýskalandi. Slíkar ráðagerðir sjeu nú komnar ,úr móð“. — Nauðlendingin Framh. af 1. síðu. væri alveg víst hvort það var sænskt skip, eða norskt, senr bjargaði flugmönnunum. Lík- ur væru til að nafn skipsins hefði misskilist og það verið norska síldarskipið ,,Seloy“, sem bjargaði áhöfninni. Þetta er önnur flugvjelin, sem Flugfjelag íslands missir á þessu sumri, því Beacheraft- vjel fjelagsins brann 1 Borgar- firði í júlímánuði. Fwrsfi dauéadémur 1 London í gærkveldi: 1 DAG kvað breskur rjettur upp fyrsta dauðadóminn, semi upp hefir verið kveðinn á veg jum Breta í Berlín. 23 ára gamall Pólverji vap dæmdur til dauða fyrir aðí hafa leynt því, að hann áttij skotvopn í fórum sínum. REG.U.S.PAT.OFfw Sprautu- og pensillökk fyrir bifreiðir fyrirliggjandi. Einnig DUCO bdlabón og bón-hreinsir. . DU PONT vörúr halda bílnum við. aSjSasL ai Bíla- og málningarvöruverslun FRIÐRIK BERTELSEN Hafnarhvoli. Símar 2872, 3564. TILKYNNING frá viðskiftamálaráðuneytinu um aukaskamt af sykri. Ráðuneytið hefir ákveðið að frá og með 28. ágúst til 1. okt. n. k. sje heimilt að afhenda gegn stofnauka nr. 6 af núgildandi matvælaseðli 5 pakka af molasykri á 14 enskt pund hvern, eða 1133 gr. og auk þess 1 kg. strásykri. I Er því stofnauki nr. 6 af núgildandi matvælaseðli lög- leg innkaupsheimild fyrir áðurgreindu sykurmagni á t fyrrnefndu tímahili. Jafnframt skal það tekið fram, að óheimilt er að afgreiða molasykur gegn öðrum sykurseðlum en fram- angreindum stofnauka nr. 6. Yiðskiftamálaráðuneytið, 27. ágúst 1945.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.