Morgunblaðið - 28.08.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.08.1945, Blaðsíða 6
6 MÖRGUNBL & ÐIÐ Þriðjudagur 28. ágúst 1945. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriítargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. I lauaasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók, MEINLOKA ÞAÐ KEMUR stundum fyrir, jafnvel um að öðru leyti ekki illa gefna menn, að þeir eru haldnir ákveðnum mein- lokum, sem ekki verður útrýmt úr höfði þeirra, hvernig sem þeim er sýnt fram á, að um firrur sje að ræða. Þannig virðist það vera með ritstjórn Þjóðviljans. Hún heldur áfram að staðhæfa, að opinber rekstur sje eitthvert lýð- ræði á sviði atvinnumála, þótt þessi staðhæfing hafi að undanförnu verið marghrakin hjer í blaðinu. Það er sjálfsagt vonlaust um að þessi meinloka Þjóð- viljans megi læknast, en öðrum til glöggvunar mætti einu sinni enn benda á eftirfarandi: Það er ekki „hinn vinnandi f jöldi”, sem stjórnar rekstri ríkis- og bæjarfyrirtækja, heldur eru embættismenn þeir, sem þar til eru skipaðir, alveg eins og almenningur hefir engin áhrif á það, hvernig ríkisfyrirtækjum eins og t. d. Áfengis- og Tóbakseinkasölunni er stjórnað. Jafnvel þótt forstjórar þessara fyrirtækja væru þjóðkjörnir, myndi það engu raunverulegu breyta í þessu efni. Ef skipshöfn á togara stofnar hinsvegar hlutafjelag eða samvinnufjelag til þess að gera hann út, þá er það rjett hjá Þjóðviljanum, að sjúmennirnir hafa hina raunverulegu yfirstjórn fyrir- tækis síns með höndum. Við slíku er aðeins gott að segja, en því aðeins er skynsamlegt fyrir sjómennina að ráðast í slíkt og hætta sparifje sínu eða stofna til skulda í þessu skyni, að þeir eigi kost nægilega hæfrar framkvæmdar- stjórnar. Ef hinsvegar er um fjölmennt hluta- eða samvinnu- fjelag að ræða, með segjum yfir þúsund meðlimum, hefir reynslan ávallt sýnt, að „lýðræðið” verður í framkvæmd aðeins á pappírnum, aðeins tiltölulega fáir menn ráða öllu, en þorrinn er áhrifalaus. Morgunblaðið nennir ekki að fara elta ólar við þann æfagamla húsgang sósíalista, að tækniframfarir orsaki það,<4íB frjáls samkeppni mun alltaf leiða til einokunar, og því sjeu skoðanir þeirra, sem haldi fram athafnafrelsi og einkaframtaki úreltar. Það nægir aðeins að segja, að það eru verslunarhömlurnar, hverju nafni sem nefnast, sem fyrst og fremst hafa skapað einokun á svo mörgum sviðum, en versluná'rhöftin stafa ekki af framförum á sviði tækni, heldur afturför á sviði stjórnmálalegs þroska. En öllum, er með landsmálum fylgjast, er kunn stefna Sjálfstæðisflokksins í verslunarmálum, það er: Frjáls verslun, svo fíiótt, sem ytri ástæður leyfa. Erfrelsið ekki takmark? ALLIR kannast við kjörorð frönsku stjórnarbyltingar- mannanna: Frelsi, jafnrjetti og bræðralag. Ætíð síðan hafa þessi orð verið leiðarljós allra lýræðisunnandi manna um víða veröld og nú síðastliðin nær sex ár hefir verið háð í heiminum ægiieg styrjöld til þess að tryggja mannkyninu hið fyrsta þessara þriggja kjörorða: F r e 1 s i ð . Þegar þessa er minnst, kemur það manni óneitanlega dálítið spánskt fyrir sjónir, þegar hinn ungi hagfræðing- ur, sem Þjóðviijinn hefir í örvinglan sinni att fram á rit- völlinn til vamar sósíalismanum, heldur því fram, að frelsið sje í sjálfu sjer ekkert takmark. Hefir þá milljón- um mannslífa verið fórnað fyrir fánýti eitt og voru kjör- orð frönsku stjórnarbyltingarmannanna ekkert annað en glamur, eða er það svo, að hinn ungi hagfræðingur hafi ekki verið búinn að kynna sjer til hlítar blekkingar þær, sem kommúnistar beita í baráttu sinni og því óvart glopr- að út úr sjer hinu raunverulega viðhorfi kommúnista til frelsisins og þannig einmitt staðfest allt það, sem Morg- unblaðið hefir haldið fram? Nei, ungi hagfræðingur: Frelsið hefir ætíð verið bæði einstaklingum og þjóðum mikilsvert takmark og þess- vegna mun kommúnisminn aldrei ná að drottná, hvorki hjer á landi nje annars staðar í heiminum, nema þjóðun- um sje haldið niðri með ofbeldi og kúgunarvaldi — ein- mitt eíns og nasistar gerðu. ÚR DAGLEGA LÍFINU Sorgleg reynslá. FERÐAMAÐUR, sem nýlega er komirm úr ferð um Snæfells- nes, sagði mjer sorglega sögu um fátækt og illan aðbúnað fjöl- •skyldu á sveitabæ. Okkur hséttir svo við að halda, að allir hafi auðgast á stríðir.u og ekki sje til nein fátækt hjer í landi. Við sýn um hjartagæsku okkar með því að safna gjöfum fyrir fátækt og illa statt fólk erlendis, en gleym- um því ó sama tíma, eða gerum okkur ekki ljóst, að hjer við okk- ar eigin bæjardyr er stundum mikii þörf fyrir aðstoð. En það er saga ferðalangsins. Hann.og sonur hans komu að af- skektum bæ sunnudagsmorgun um 10-ieytið. Þar var hörmulegt um að litast. Torfbærinn var svo að segja niðurfallinn og þak og veggir langt frá að vera vatns- heldir. Þetta hreysi gat ekki tal- ist mannabústaður með þeim kröfum, sem nú eru gerðar til híbýla tnanna. Þarna bjuggu hjón og fimm börn þeirra og útlit fyrir, að nýr fjölskyldumeðlimur myndi bæt- ast við áður en langt líður. Fatn- aður barnanna var lítill og hús- freyjan var þreytuleg, eiginlega fremur veikluleg. A hverju þetta fólk dró fram lífið, var ekki hægt að sjá, en þrátt fyrir þetta var gestrisnin hin sama sem maður mætir hvar vetna á íslenskum sveitabæjum, sem ekki eru of nálægt „menn- ingunni". Það var boðið, sem til var, mjólk að drekka. • Ilvað tekur við, er haustar? SÖGUMAÐUR minn segir, að sjer geti ekki liðið úr minni sú sjón, er hann sá á þessum bæ. Hann geti ekki annað en hugs- að um, hvað verði um þessa fá- tæku fjölskyldu, er haustar og veður versna. Verst er að hugsa til blessaðra barnanna. Það sje ekki forsvar- anlegt að hafa börnin í þessu hreysi í vetur. En hvað á að gera? Maðurinn vill ekki þiggja af sveit, eftir því sem nágrann- ar hans sögðu, en eitthvað verð- ur að gera, að minsta kosti barn- anna vegna. Þetta er hin sorglega saga. • f berjamó. ÞAÐ virðist ætla að verða á- gætt berjasumar að þessu sinni. Hvaðanæfa berast fregnir um mikið af berjum, vel þroskuðum. Það þykir hin besta skemtun að fara í berjamó og er auk_þess gagnlegt og gott, því ber eru auðug að fjörefnum og eru hin mesta búbót á hverju heimili, þar sem þau eru til. Undanfarið hafa bæjarbúar, aðallega konur og börn, farjð í berjamó' í nágrenni bæjarins. Verði veðurlag sæmilegt á næst- unni, má búast við að berjaferð- ir aukist enn til muna. • Við höfnina. MARGIR bæjarbúar hafa af því hina mestu skemtun að fara í skemtigöngur með höfninni, eink um um helgar, þegar veður er gott. Það er jafnan gaman að sjá skipin og hin síðari ár hefir ver- ið meira um skipaferðir í höfn- inni en nokkru sinni áður. Hjer hafa sjest skip af öllum gerðum og stærðum. Herskip, lítil og stór. Herflutningaskip og vöru- flutningaskip. Setuliðin hafa haft sína eigin dráttarbáta og smá- báta. ■ Það hefir stundum margt ein- kennilegt og stundum hÖrmulegt borið fyrir augu fólks, sem ver- ið hefir á ferli með höfninni stríðsárin. Ýmislegt, sem ekki mátti tala um. Stundum mátti sjá særða menn flutta í land. Þeir voru að koma úr orrustunni um Atlantshafið, en margar orrustur í þeirri baráttu voru háðar hjer rjett við landsteinana. Sum skipin, sem leituðu hjer hafnar, voru illa útleikin. Einu sinni var dregið inn hálft skip hjer inn í Sund. Margir hafa vafalaust látið hugann hvarfla og undrast kvíðnir um, hvaða örlög biðu skips, eða skipa, sem voru að leggja úr höfn. • Breytt viðhorf. SÁ GÓÐI, gamli, reykvíski sið ur að flykkjast niður að höfn, þegar skip voru að koma eða fara, lagðist að mestu niður ó- friðarárin. Það var líka best að vita senr minst um skipaferðir. En nú er viðhorfið breytt. Menn hópast niður að höfn til að taka á móti ættingjum og vin um, sem eru að koma af hafinu, og kveðja þá við skipsfjöl. Kvíð- inn er að mestu - horfinn, því að mestu hætturnar eru hjá liðnar á hafinu. Hin fríðu skip Eimskipa fjelagsins eru ekki lengur svart- máluð, eða grá og ljót, hið fal- lega og hreinlega skipamerki fje- lagsins er komið á reykháfa skip anna á ný og það er eins og við höfum eignast ný skip. BRJEF SEND MORGUNBLAÐINU 1« Frá sjénarmiSi bresks verslunarmanns. Frá einum af forstjórum hins kunna firma Joseph Rank, Ltd., H. P. Cherry, sem ný- lega var hjer á ferð, hefir blaðinu borist eftirfarandi brjef: Herra ritstjóri! MJER HEFIR verið það mik- ið gleðiefni að heimsækja ísland aftur eftir tíu ár, sjá gamla vini mína og eignast. nýja vini. Jeg býst við, að jeg sje einn af fyrstu bresku verslunarmönnunum, sem koma til lands yðar nú eftir stríðið. Það hefir ekki farið fram hjá mjer, að miklar framfarir hafa átt. sjer stað í Reykjavík síðan jeg kom hingað síðast og jeg-sje, að margar fagrar byggingar hafa ve: ið reistar. Þið eigið nú glæsi- Jegan háskóla, sem þið hafið fulla ástæðu til að vera stoltir af. Svo cr rafmagnsstöðin við Ljósafoss, sein hlýtur að vera það fullkomn asta á þessu sviði, ekki síður en 1,'taveitan að Reykjum, og eru ha þessi mannvirki glæsileg- h- vottur framfaranna. Jeg býst við, að þið munið líká lagfæra vcgina hjá ykkur á sínum tíma. Nú þegar stríðið í Evrópu er til lvkta leitt, hefir fyrirtæki mitt Joseph Rank Limited, hveitimal- arar og framleiðendur húsdýra- og alifuglafóðurs, mikinn áhuga fyrir því að hefja aftur viðskifti við ísland eins fljótt og kring- umstæðurnar leyfa og tilgangur farar_ minnar er fyrst og fremst sá, að fá upplýsingar únrr mögu- leika á endurnýjuðum viðskift- um við land yðar. Ef þær við- tökur, sem jeg hefi fengið hjer, eru e.'nhver mælikvarði; ætti það ekki að reynast erfitt. Það er mjög athyglisvert að sjá, hvern- ig ykkur hcfir tekist að afla vista á styrjaldartímanum, en það kem ur mjer þó ekkert á óvart, að verslunarmenn á Islandi virðast vera óð.fúsir að hverfa aftur til eðlilegra verslunaraðferða svo fljótt, sem auðið verður. Jeg get sagt yður, að við í Stóra Bret- landi erum á sömu skoðun, og við erurn þcss fullvissir, að í heimálandi mínu muni einka- framtakið smám saman aftur fá að njóta- sín í þeim iðngreinum, sem á styi-jaldartímanum hefir orðið að reka undir eftirliti rík- isins til hagsmuna fyrir þjóðar- heildina. Það má búast við erf- iðleikum, en jeg er þess fullviss, að það er sameiginlegt markmið beggja þjóðanna að finna lausn vandamálanna með gagnkvæm- um skilningi og skapa ástand", sem auðveldar möguleikana á við skiftum. Jeg býst við, að okkar vandamál sjeu meiri, sjerstak- lega vegna þess, hve England varð hart úti í loítárásunum, en jeg get fullvissað yður um það, að það er verið að græða sárin, endurbvggingin er hafin og hvað Joseph Rank Limited snertir, ætti firmað að geta hafið útflutn ing á hveiti áður en margir mán uðir líða. Enda þótt hveitimöl- unariðnaðurinn hafi á styrjald- arárunum verið undir eftirliti hins opinbera, hefir hveiti ekki verið skamtað, kaupendur hafa getað fengið það ótakmarkað og okkur hefir ekki aðeins tekist að fullnægja innanlandsþörfum,held ur höfum við einnig látið nokkr- ar birgðir af hendi við sumar nýlenduc okkar og Færeyjar. Eins og stendur framleiðum við National hveiti, hveiti í kex, ger- hveiti og hveitimjöl í kjarna- brauð og er framleiðsla þessi mjög svipuð því efni, sem þið fálð hjer nú í brauðum. Áður en langt um líður vonumst við til að geta farið að framleiða Ranks Alexandra, Discie, Godetia og þær aðrar tegundir, er áður voru svo vinsælar. Mjer þykir leitt að þurfa að segja það, að ástandið hjá okk- ur, hvað snertir framleiðslu fóð- urmjöls og alifuglafóðurs, @r ekki eins gott og hvað viðvíkur fram- leiðslu mjöls. Bretland hefir ver- ið, og er enn, mjög fátækt af slík um efnum, — þau eru enn eins stranglega skömtuð, og meðan stríðið stóð yfir. Við höfum alls engan maís haft síðan styrjöldin hófst, og erum einnig mjög fá- tækir af höfrum. Samt sem áð- ur munum við reyna að hafa þess ar vörur á boðstólum eins fljótt og verða má. Þrátt fypir það, að jeg tali ekki íslensku, og hafi ekki haft að- stoð hjerbúandi fulltrúa, hefi jeg heimsótt eins marga af viðskifta vinum mínum og mjer hefir ver- ið unt, og vonast til að geta hitt fleiri af þeim, er jeg kem næst. Þegar við ráðum hinn nýja um- boðsmann okkar, vonast jeg til, Framh. á-bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.