Morgunblaðið - 29.08.1945, Síða 8

Morgunblaðið - 29.08.1945, Síða 8
8 MORGUNBLAtílÐ Miðvikudagur 29. ágúst 1945. Brjef Framh. af bls. 5. hreinlæti nauðsynlegt £>g notk- un allra lyfja trúnaðarstarf. Það er líka öll matargerð — undir henni eiga heilar þjóðir líf og heilsu. Þessvegna segi jeg: Neytið ríkulega grænmet- is og mjólkur; jetið kjöt, fisk og annað kjarnfæði að gömlum og góðum sið, en gætið hrein- lætis við allan mat. Hvernig eiga tómatar að vera? Þannig spyrja ma/gar húsmæður. í garðyrkjuritinu segir svo um flokkun tómata: í. fiokkur: ‘Tómatarnir sjeu stinnir, r'eglulegir í lögun og án yfirborðsgalla. Þeir sjeu heilbrigðir og með eðlilegum lit, þó ekki alveg fullþroskað- ir. Þessi flokkur skiftist í: 1. stórir“%rá ca. 6—7 cm. í þver- mál, og „1. meðalstórir" frá 4-6 cm. í þvermál. Þess skal gætt að hafa tómatana sem jafnasta í kössunum (stórir merkist A, meðalstórir B). II. flokkur: Smá yfirborðsgall ar og nokkur mismunur á lög- un og lit er leyfilegt. Þessi flokkur skiftist í II. flokk stór- ir, meðalstórir og litlir (ca. 3-4 cm. í þvermál). í þriðja flokk koma allir ætilegir tómatar, sem ekki geta talist til I. eða II. flokks. Stærð, litur og lög- un má vera mismunandi, en þó mega þeir ekki vera of þrosk- aðir“. Þetta segja reglurnar og ættu allar húsmæður að kynna sjgr þær. t •„Indælt er við Austurvöll, anga fögur blómin“, raulaði myndarleg frú í gær — hún sat á bekknum og virti fyrir sjer handaverk Sigurðar ráðunauts og húskarla hans. Já, það er fallegt núna víða í görðunum. Trjen og blómin gefa bænum hlýjan þokkablæ'. En þið eig- ið að rækta meira af birki, Reykvíkingar. Birkið er bæði fagurt og. ilmríkt og miklu harðgerðara við þau kjör, sem hjer eru, heldur en reynirinn. Hann á aðeins heima á bestu stöðum í frjóum jarðvegi og skjóli. Þar getur hann notið sín. Vindamir og umhleyping- arnar eiga illa við hann, eins og altof víða má sjá hjer í Reykjavík. Á Akureyri þrífst hann víðast ágætlega. Þar eru líka meiri staðviðri en hjer — hálfgert meginlandsloftslag þarna við fjarðarbotninn. I. D. „Verkfall kjöt- kaupmanna4 TÍMINN birtir leiðara undir þessari fyrirsögn s.l. þriðjudag. Er þar farið með villandi upp- lýsingar. Sagt að deilan hafi verið leyst á þann hátt, að for- maður Kjötverðlagsnefndar hafi slakað til og látið undan. Á öðrum stað segir: Heildsölu- verðið var lækkað og gengið á rjett bænda. Þannig er málfærsla Tímans. Þeir sem lásu tilkynningu Kjöt verðlagsnefndar í Morgunblað- inu 21. ágúst og bera hana sam- an við áðurnefndan leiðara Tímans, munu sannfærast um að leiðarinn er skrifaðúr með það fyrir augum að blekkja, eins og flest, sem kemur í því blaði. í tilkynnjngunni er tekið fram, að nefndin muni ekki gefa fyrirmæli um afslátt frá heildsöluverði, en að hún hafi ekkert við það að athuga, frem ur en áður, þótt það sje gert og að hún mæli með því, að 2%, sem oft hafa verið áður gefin, verði gefin nú, meðan sumar- slátrun helst. Þetta kallar Tíminn að lækka heildsöluverðið. Sannleikurinn er sá, að kjötverðlagsnefnd lækkaði ekki heildsöluverðið á dilkakjöti. 4 Hun gerði ekkert annað en að sýna lipurð í viðtali við samn- inganefnd, sem kjötsalarnir sendu á fund formanns Kjöt- verðlagsnefndar og gefa út til- kynningu eins og um samdist, að Kjötverðlagsnefnd Ijeti af- skiftalaust þau, sem hún hafði ekki áður látið til sín taka. Þeir, sem.telja sig málsvara bænda, hefðu átt að vera á- nægðir með þá lausn á málinu. En Tíminn er það ekki. Senni- lega hefði hann helst viljað að deilan væri enn óleyst. Því blaði er ekkert um það gefið, að núverandi landbúnað- arráðherra fái hrós fyrir það, að hafa gert það mögulegt með lægni sinni og lipurð, að sum- arslátrun hófst í stórum stíl. Það er umhyggja Tímans fyr ir bændum, sem veldur því, að hann óskar þess, að alt standi fast og bændur losni ekki við vöru sína með sæmilegu verði. MiMIMIMG Kristins Elínssonar í DAG (29. ágúst) er til graf- ar borinn frá Þingeyrarkirkju í Dýrafirði vinur minn Krist- inn Elíasson, sem andaðist á Landakotssjúkrahúsi 9. ágúst eftir stutta en stranga legu. Kristinn heitinn var fæddur 1. okt. 1895 og átti því skamt eftir ólifað til 50 ára afmælis síns. Þeir, sem þektu Kristinn heitinn í lengri eða skemri tíma, komust fljótt að raun um mannkosti hans og gæði, sem hann gtti í svo ríkum mæli og þó var hann að eðlisfari dulur og hljedrægur, alvörugefinn en samt fjelagslyndur - og kátur meðal sinna. Hvort sem Kristinn gekk að vinnu á sjó eða landi, sem hann og gerði jöfnum höndum, lengst af, þótti hönd hans gjörf til verka, enda eftirsóttur til vinnu. Bókhneigður var Krist- inn alla tíð og góðum gáfum gæddur. Jeg, sem þessar línur rita, vil ógjarnan rita oflof um vin minn látinn, ^líkt var hon- um eigi að skapi, því full ljós var honum mannlegur vanmátt ur sinn og ófullkomleiki, sem hver maður hlýtur að kannast við og þá ekki síst hann, sem ávalt kappkostaði manndygð og kærleiksverk til þeirra er minni máttar voru. Jeg veit að margir og allir, er þektu þig best, sakna þín, vinur, en eðli- lega mest og sárast eftirlifandi kona þín og börnin þín 5, 2 enn- þá í bernsku. Fyrir þau öll hefðurðu eflaust viljað lifa leng ur, þeim til styrktar og gleði, samt barstu sjúkdómsbölið til enda sem hetja, vitandi fyrir- heitin, sem Jesús gaf okkur öll- um. „Jeg lifi og þjer munuð lifa“. „I dag skaltu vera með mjer í Paradís“. Til konu þinn- ar og barna tek jeg orð skálds- ins mjet í munn: „Hann ekkjum ásjá veitir. Hann annast nauðstödd börn. Hans ást sjer aldrei breytir. Og engin bregst hanS vörn. Hann sjér í lagi segir til sín að koma þeim, sem þyngstu þrautir beygir á þeirra vegferð heim“. í guðs friði, vinur. Þ. J. E. - Alþj. vellv. afvopnuðust. Núna ljet Chiang lesa upp í útvarp þessa orðsend- ingu til Mao Tze-tung: „Mætti jeg gerast svo djarfur að biðja yður að koma til Chungking hið bráðasta? Heill þjóðar okkar er í veði. Gerið svo vel að koma sem allra fyrst“. í tvo daga barst ekkert 'svar frá Yenan, en svo kom svar frá Mao: Orðsendingu Chiangs yrði ekki sint, fyrr en kommúnistar hefðu fengið aðild í uppgjafarsamningunum. Chungkingstjórnin beið með að senda hersveitir til Kanton, Shanghai og annara mikilvægra borga. En 21. ágúst var Japön- um í Chihkiang í Hunanhjeraði skipað að gefast upp fyrir Ho Ying-chin, yfirmanni herforingja ráðs Chungking-stjórnarinnar. (Úr ,,Newsweek“). Timburhús á góðum stað í bænum til sölu. Nánari uppl. gefur Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar og Guðlaugs Þorlákssonar, Austurstræti 7. Símar 2002 og 3202. —Flugmennirnir Framh. af 1. síðu. vera sænska skipið „Silva“ og ensko togarinn „Avonstar“. — Ekki tókst okkur að ná sam- bandi við þessi skip. Bensínið á þrotum. Við vorum nú orðnir von- daufir um að okkur myndi tak- ast að sjá land og bensín að þrotum komið. Við ákváðum þá að nauðlenda flugvjelinni sem næst þessum skipum. Þeg- ar vjelin lenti stakkst hún.á kaf að framan, en flaut fljótlega upp og gripum við þá strax til gúmmíbátsins, og rferum að skipunum. Nokkru eftir að við vorum lagðir af stað í bátnum sökk flugvjelin. Vorum við þá staddir um 40 sjómílur. suð- austur frá Langanesi. Skipverjar á sænska skijúnu settu út bát frá skipi sínu og var okkur tekið mjö vel um borð í „Silva“. Þareð „Silva“ var á leið til útlanda, vorum við settir um borð í enska tog- arann, sem flutti okkur til Seyð isfjarðar. Áhöfn flugvjelarinnar voru tveir menn, Skúli Petersen flugmaður og Kristján Mikaels- son, aðstoðarflugmaður. Far- þegi var Árni Árnason. — Japan Framh. af bls. 1. einnig að fara könnunarferðir yfir landssvæði Japana. — Að samningum undirrituðum risu fulltrúar Japana úr sætum og hneygðu sig. Bandamenn Ijetu sem þeir sæju ekki þessa kurt- eigi hinna gulu mannaa. Floti lengi við Japan. Nimitz flotaforingi tilkynti í dag, að mestallur Kyrrahafs- floti Bandaríkjanna, undir for- ustu Turners flotaforingja, myndi verði lengi á verði við strendur Japans, eftir að her- inn sje kominn á land. •Japanar sátu á tali í dag við yfirmenn bandamanna á orustu skipinu Missouri, en það liggur fyrir utan Tokioflóa. Fangar hrynja niður LONDON: Fregnir frá París herma, að mjög sje krankfelt meðal franskra herfanga, sem komnir eru frá Þýskalandi. Als hafa um 50 þús. dáið, og er það um 2,5% af öllum föngunum. X°9 Efllr Roberi Stonn MIND TEUUlNð A\E WMAT THI$ /tiA&K I1? P0IN6 MERE ■? AND WHEN VCU LA'JT WORE IT1 PHIL CORRIöAN ! MIND > TELLINO //£ WHAT VOU ARc DOINÚ HD-RE ? mKm JSl*. 1) Wilda kemur heim, rauland c : lag. 2) Wilda: — Heyrið þjer, hver .... X-9: Wilda. 3) X-9: — Kannske þú vildir segja mjer,. hvers með hana síðast? Wilda: •— Phil Corrigaii! Kann- Sæl, vegna þessi gríma er hjerna, og hvenær þú varst ske þú vildir segja mjer, hvað þú ert að gera hjer? 111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.