Morgunblaðið - 30.08.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.08.1945, Blaðsíða 6
6 MOKÖONBL 4 f) I Ð Fimtudagur 30. ágúst 1945. róðttttMfoftife Ötg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Kröíur Búnaðarþings ÞESS var getið hjer í blaðinu eftir að Búnaðarþingið lauk störfum á dögunum, að sennilega þætti ríkisstjórn- inni í sumum kröfunum „fullhátt stefnt”. Þetta Jþykir Tímamönnum grálega mælt í garð bænda, eins og venju- lega, þegar ekki er allt talið ágætt, sem þeir sjálfir standa að. Ein af kröfum Búnaðarþirfgs er á þessa leið: „Búnaðar- þing beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar, að hún stuðli að því, að bændur fái það verð fyrir vörur sínar á hverjum tíma, sem sexmannanefndarálitið gerir ráð fyrir og að ríkissjóður bæti upp verð á útfluttum land- búnaðarvörum meðan hið óeðlilega verslunarástand er ríkjandi í viðskiftalöndum okkar erlendis, ef það er nauð- synlegt til þess að bændur geti fengið hið umrædda verð“. Þessi krafa þýðir, að ríkisstjórnin ábyrgist fyrir hönd ríkissjóðs, að bændur fái hið umrædda verð hvort sem vörurnar seljast eða ekki og hvort sem þær seljast fyrir h.átt verð eða lágt. Útfluttar vörur skal bæta upp meðan „hið óeðlilega verslunarástand er ríkjandi“, þ. e. meðan helst eru líkur til að hægt sje að selja þær fyrir hátt verð. Hvort svo á að hætta, þegar fallið kemur, er ekki beint sagt, en helst er svo að skilja, þó eigi sje það í samræmi við það, að þetta skuli gilda „á hverjum tíma“. ★ Önnur krafa Búnaðarþings er sú, að væntanlegt fram- kvæmdarráð stjettasambands bænda fái löggildingu til að fara með verðlagsmál. Þetta er ekki fram sett sem nein varakrafa og kemur því nokkuð í mótsögn við hitt, því hvað á að gera með slíkt ráð til að fara með verðlags- mál, ef sexmannanefndarverðið á að ráðá hvað sem skeður?, Sennilega dygði þá að láta Hagstofuna reikna verðið út. Allt þetta er samþykt af sömu mönnum, sem í fyrra- haust töldu hag bænda best borgið með því, að gera ekki kröfu til þeirrar verðhækkunar, sem ætlast var til sam- kvæmt dýrtíðarlögunum. Þá samþykt gerðu fulltrúar bænda af þeim eðlilegu ástæðum, að þeir vissu að það var hagfeldasta leiðin eins og á stóð. Síðan hefir sú breyting orðið, að heimsstyrjöldinni er lokið, sexmannanefndarlögin eru fallin úr gildi, ein aðal- framleiðslugrein þjóðarinnar, síldveiðin, hefir brugðist, og annað stefnt í þá átt, að hagur atvinnuveganna við sjóinn verði örðugri. En það hefir líka annað breyst: Tímamenn eru komn- ir í stjórnarandstöðu. Þá er ekki hirt mikið um slíka smá- muni sem samræmi og rökrjetta hugsun. Aðalatriðið er nú, að gera kröfur, sem ekki er hægt að fullnægja og enginn getur í alvöru búist við að verði fullnægt. Síðan á að rægja stjórnina við bændur! * Það vita allir kunnugir, að aðstaða bænda er örðug. — Þeir þurfa að fá hátt verð fyrir sínar ágætu vörur og verða að fá það. En tryggingu ríkissjóðs er ekki hægt að fá áfram, þó hún hafi verið látin í tje s.l. þrjú ár. Framhald hennar nú myndi leiða af sjer hliðstæðar kröfur frá öll- um öðrum stjettum. Leiðin er að vísu hin fljótfarnasta sem hægt er að fara til allsherjar þjóðnýtingar. En hve margir vilja fara hana? Ætlast meiri hluti Búnaðarþings til þess? Það myndi líka kalla á nýja skatta, ef halda ætti núverandi uppbótum áfram og bæta 10—15 miljónum við, en hætt er við, að þeir kveinuðu undan, sem hafa mán- uðum saman vælt undan ekki hærra skattgjaldi en veltu- skattinum, sem átti að gilda aðeins eitt ár. En eins og kunnugt er, hafa Tímamenn sí og æ verið að kveina undan yeltuskattinum og kallað hann „ranglátasta skattinn'ý vegna þess að kaupfjelögin eru sett þar við sama bprð og.kaupmenn. Slíkt jafnrjetti í skattaálögu geta Tímamenn ekki þolað. \JiLuerji sLriJar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Ferðafólki illa borin sagan. UM SIÐUSTU HELGI fór hjeðan úr bænum 600 manna hópur í skemtiferð upp í Hval- fjörð. Það er ánægjulegt til þess að vita, að bæjarbúar skuli hafa fengið tækifæri til að „lyíta sjer upp“ og- heimsækja hinn undur- fagra Hvalfjörð, en hitt er verra, að með ferðafólkinu hafa verið menn, sem ekki hafa aðeins kom ið óorði á samíerðafólk sitt, held u ' á Reykvíkinga í heild. Eftiriitsmaðurinn í Hvítanesi," en þar kom íerðafólkið að landi, ber því illa söguna og |>ó vafa- laust sje ekki um að ræða nema lítinn hóp manna, sem hefir hag að sjer ósæmilega, þá sýnir það best, að ekki þarf nema einn gikk í hverri veiðistöð. Jeg tel rjett að birta hjer frá- sögn eftirlitsmannsins í heild, því fari hann rjett með, sem ekki er ástæða íil að efast um, þá ættu þeir atburðir, sem þarna gerð- ust, að vera öðrum til viðvörun- ar, þegar bæjarbúar fara næst í hópferðalag í önnur hjeruð. Og hjer er frásögnin af Hvíta- neskomu fei'ðafólksins á sunnu- daginn var: • Stríðsmenn eyðilegg- ingarinnar. „JEG STÓÐ á bryggjunni við Hvítanes kl, að ganga fjögur e.h. í gær. M.s. Esja var að leggjast þar að. Helgi Hjörvar var að lesa Harðar sögu, með sinn skýru, þróttmiklu karlmannsrödd. Eng- inn virtist taka eftir þvi. Var þó nýbúið að sigla í kringum Harð- arhólma. Mannösin tróð sjer að borðstokknum til þess að vera viðbúinn að stíga á bryggju jafn skjótt og hönd festi þar á, og um leið og skipið kom að, þusti þessi sægur í land, um sex hundruð farþegar, var mjer sagt. — Jeg spurði strax eftir fararstjóran- um, og von bráðar náði jeg tali af Sigurjóni Ólafssyni. Aðspurð- ur sagði hann mjer, að sölunefnd setuliðseigna hefði leyft þessa heimsókn í Hvítanes, og lánað skála til að dansa í, og væri hann, Sigurjón, einn í sölunefndinni. Þetta var nógu gott, svo langt sem það náði, en það eru bara margar fieiri en sölunefndin, sem hjer eiga eignir og haf,a sinna hagsmuna að gæta“. • Skemdarverk. „MANNFJÖLDINN dreifði sjer á lítilli stundu um alt skálahverf- ið, og er það fyrir sig, að fólkið taldi sjer heimilt að vaða um alt, þar sem það kom að opn- um dyrum, en hitt var verra, að þau tiltölulega fáu hús, sem hjer eru lokuð, voru undantekningar- lítið brotin upp, rúður brotnar, jeg held segja megi í hundraða tali, rótað í öllu, sem hönd á íesti, og mikið brotið og eyði- lagt. Aðfarirnar voru því líkar, sem ærslafullum nautum væri hleypt í nýtt heysæti, eða mink- ur kæmi í hænsnabú. Þetta var skrílsæði í fullum algleymingi. Auðvitað voru hjer fjölmargar undantekningar, en því miður ótrúlega margir, er höguðu sjer þannig, sem þeir væru stríðs- menn eyðileggingarinnar. Hjer Ehefði þurft öflugan iögreglu- vörð“. Múgmenskan. „ÞAÐ VAR leiðinlegt og at- hugunarlaust af þeim, sem stóðu fyrír þessari ferð að velja þenn-- an stað til að hafa samkomu, þar sem svo mikið verðmæti er samankomið, opið fyrir öllum, sem ekki hafa nægilega mikið siðgæði til að haga sjer eins og menn. Það má ekki meta fjöld- ann eftir einstaklingunum. Múg- urinn er gjarn til að leiðast af þeim siðlausustu, þeir gefa tón- inn, aðstæðurnar eru æsandi, og keppir svo hver við annan um að haga sjer sem verst, og þyk- ir sómi að skömmunum. Og það er þessi siðlausi múgur, sem set- ur allan svip á leiðangurinn. Vel siðað og skikkanlegt fólk, sem þrátt fyrir alt er þó meiri part- urinn, hefir svo ekki nema skap- raun af öllu saman, í stað þess að fá að njóta glaðrar stundar í góðum fjelagsskap. Jeg vildi svö áð endingu beina því til allra þeirra, sem ein- hverra hagsmuna eiga að gæta hjer, hvort þeir vilji ekki koma sjer saman um að banna allar hópferðir í Hvítanes. Hvítanesi 27. ág. 1945. Þ. St. A ALÞJÓÐA VETTVANGI BryntjaidiS fyrir Auritrr-Evrópu. ÞEGAR breska þingið var sett, tók Chufchill sjer sæti á bakk með stjórnarandstæðing- um, enda er hann leiðtogi þeirra i neðri deildinni. Maðurinn, sem á undanförnum árum hafði tek- ið hinar örlagaríkustu ákvarð- anir, hafði nú einungis aðstöðu 1 til þess að ráðleggja og gagn- rýna. En engu að síður var það ræða hans, en ekki ræða Attlee forsætisráðherra, sem blöðin gerðu að aðalumræðuefni sínu. Því að nú fanst forsætisráðherr- anum fyrrvarandi hann geta, frjáls og óbundinn, rætt eitt mesta vand.amál Evrópu í dag: Það, sem er að gerast í Austur- Evrópu, eftirlitssvæði Rússa. -r- Hjer á eftir fer útdráttur úr ræðu Churchills: — Sú ráðstöfun, að ákveða vesturlandamæri Póllands til bráðabirgða þannig, að iandið tekur nú yfir fjórðung ræktan- legs landssvæðis Þýskalands, spáir ekki góðu um lausn Ev- rópumálanna í framtíðinni. Við í samsteypustjórninni vorum því altaf fylgjandi, að Pólland fengi fuliar bætur í vesturvegi fyrir það land., sem það ljet af hendi við Rússa fyrir austan Curzon- línuna. ★ Jeg álít, að hjer hafi mistök átt sjer stað, sem pólska bráða- birgðastjórnin hefir átt. drjúgan þátt í. Hún gekk miklu lengra en góðu hófi og sanngirni gegndi. Pólverjar eru mörgum góðum dygðum prýddir, en mörg glappa skot hafa þeim orðið á. En það, sém mjer finst skifta mesfu fnáii fyrir okkur, er broft- flutríingúr ínanna af þessu lands- svæði, sem lagt hefir verið und- ir Pólland. Fyrir stríð bjuggu þar 8—9 miljónir manna. Pólverjar segja, að enn sje þar eftir hálf önnur miljón manna. Af þessum miljónum, sem reknar hafa ver- ið burt, hafa flestir sest að á her- námssvæði Breta og Bandarikja- manna. Kemur slíkt matvæla- ástandinu þar í enn verra horf. Menn vita ekkert um, hvað orð ið hefir af fjölda íbúa á þessu svæði. Hvert fóru þeir, og hver urðu örlög þeirra? Svipaðra spurninga mætti spyrja viðvíkj- andi Súdetum og öðrum Þjóð- verjum, sem reknir hafa verið burt úr Tjekkósióvakíu. ★ Það hafa síast hingað sögu- sagnir um það, sem gerst hefir og er að gerast, og ekki er óhugs- andi, að einhver umfangsmikill harmleikur fari fram að baki þeirra bryntjalda, sem skifta Ev- rópu í tvent. Áhyggjuefnin eru fleiri. Jeg get ekki hugsað mjer, að fleiri deiluatriði sjeu upp komin á Baikanskaga. Engu að síður munu fáir þingmenn vera ánægð ir með það ástand, sem ríkt hef- ir í þessum stjórnlitlu iöndum. I þessum löndum, sem bera ljót ör eftir langa styrjöld, verður á næstu mánuðum þörf styrkrar stjórnar. Annars myndi verða þar stjórnleysi, og það er engin sanngirni í því að ætlast til þess, að þar verði á svipstundu hægt að koma á lýðræðisstjórnum, svipuðum þeim, sem nú eru í Bretlandi og Barídaríkjunum. í þessum löndum eru stjórn- mál tekin mjög'alvarlegá. Vinur minn, sem Var þar, þegar tírslit urðu kunn í kosningunUm í Eng- landi; sagði mjer, að hefðarkona hefði sagt við sig: „Aumingja Churchill. Ætli hann verði nú ekki skotinn?" ★ Þegar fjölskylda í einhverju þessára landa situr við arininn á heimili sínu og er að neyta á- vaxtanna af erfiái sinu, getur verið, að barið sje og logreglu- maður, rækilega vopnaður, birt- ist í dyrunum. Verið getur,- að heimilisfaðirinn, sonur eða vinur sje kvaddur út og farið sje með hann út í næturhúmið, og eng- inn veit, hvort hann kemur nokkurn tíma aftur eða hver örlög hans yfirleitt verða. ' Hið eina, sem fólkið veit, er, að það á einskis að spyrja. Á miljónum heimila í Evrópu — í Póllandi, Tjekkóslóvakíu og Júgóslavíu — ríkir ótti við eitt- hvað þessu líkt. Roosevelt for- seti setti fram yfirlýsinguna um „fernskonar frelsi“ og hún er tekin upp í Atlantshafssáftmál- ann, sem við gengum frá. „Frelsi án ótta“ hefir verið skýrt þann- ig, að þar væri einungis átt við án ótta við innrás erlends rík- is. En óttinn við innrás er ekki það, sem mestu máli skiftir í aug um alþýðu manna. Þar verður föðurlandsástin að vopni. Það er ekki þetta, sem fjöl- skyldurnar í Evrópu óttast í dag. Þær óttast, að lögregiumaður drepi á dyr. Þetta er ekki ótti um föðurlandið. Allir menn geþi sameinast og barist sem einn maður fyrir fcðurland sitt. Hjer er um að ræða óttann um iif og frelsi einstaklingsins, um grund- valíarrjetííndi manna, seríi nú er ógnað ‘i svo mörgúm löndum, þar sehi fólkið skelfur. (,,Newsweek“).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.