Morgunblaðið - 05.09.1945, Síða 5

Morgunblaðið - 05.09.1945, Síða 5
Miðvikudagur 5. sept 1945 MORGUNBLAÐIÐ 5 Frásögn fslendings, sem var í Berlín óíriðarárin EINN AF löndum þeim, er Esja flutti heim til föður- landsins, var ungur efna- fræðingur, Svavar Her- mannsson að nafni. Hann dvaldist í Þýskalandi um átta ára skeið, <fór þangað að afloknu stúdentsprófi hjer og lagði stund á efnafræði Við tekniska háskólann í Dresden. Þar lauk hann prófi árið 1942. Morgunblaðið hafði nýlega tal af Svavari og inti hann frjetta af dvölinni í Þýskalandi. Lítið vart við ófriðinn. — Um það bil, er jeg var að ljúka námi í Dresden árið 1942, segir Svavar, var ekki hægt að segja, að fólk þar um slóðir yrði mikið vart við styrj- öldina. Margir hinna þýsku skólabræðra minna voru þó vitanlega horfnir til herþjón- ustu, en háskólinn starfaði af fullum krafti. Menn gátu auð- veldlega aflað sjer allra lífs- nauðsynja og það má yfirleitt segja, að skortur á ýmsum svið um hafi fyrst farið að gera vart við sig eftir að styrjöldin við Rússland var byrjuð. Að loknu prófi fór jeg til Berlínar og fjekk þar stöðu við glerrannsóknastofnun og starf- aði þar alt til þess, er jeg fór úr landi. — Var þessi stofnun á veg- um hersins? — Nei. Þetta var algjörlega vísindaleg stofnun. Við höfðum það verkefni að rannsaka hrá- efni fyrir gler og möguleikana á því að nota önnur hráefni í gler en þau, sem tíðkast hefir að nota. Berlín styrjaldarárin. — Hvað viljið þjer segja mjer um lífið í Berlín á styrj- aldarárunum? — Þegar jeg kom til Berlín- ar, gekk lífið nokkurn veginn sinn eðlilega gang. Loftárásir höfðu að vísu verið gerðar, en skemdir höfðu enn orðið litlar. Þá voru mjer t. d. sýndar rústir húss, er hrunið hafði í loftárás, sem alveg einstakt fyrirbrigði. Þann 1. mars 1943 var gerð fyrsta stórárásin á Berlín. Eftir árásina var ömurlegt um að litast í borginni, mörg hverfi voru í rústum. Sprengjunum virtist vera varpað niður af hálfgerðu handahófi og urðu bæði hernaðarlega mikilvægir staðir og íbúðir einstaklinga fyrir skemdum. Síðan varð nokkurt hlje á árásum og Berlínarbúar fóru að verða nokkurn veginn ró- legir aftur. En svo hófust sum- arið eftir hinar miklu árásir á Hamborg og var þá mikill ugg- ur og ótti í mönnum í Berlín. Menn gerðu sjer fyllilega ljóst, á hverju þeir áttu von, enda var þá farið að flytja börn, konur og gamalmenni burt til örugg- ari staða. Það brást heldur ekki, að seint í ágúst þetta sama ár var byrjað að gera stórárásir á Berlín og má segja, að loftárás- irnar hafi þá byrjað fyrir al- vöru. — Hvernig tóku Berlínarbú- ar þessu andstreymi? , — Fólk var ákaflega kvíða- fult og það má segja, eftir að árásirnar fóru að verða nokk- urn veginn reglubundnar, að Borgarbúar voru orðnir sljóir og óskuðu aðeins friðar Frásögn Svavars Hermannssonar daglegt líf fólks hafi verið ein endalaus barátta til að vernda líf sitt, heimili og eigur gegn eyðileggingu. Menn vöndust loftárásunum. — En þó merkilegt kunni að virðast, vöndust menn þessu smátt og smátt. Menn pökkuðu nokkrum nauðsynlegustu hlut- um niður í töskur; sem altaf voru hafðar við hendina. Það varð smám saman eins og einn liður í daglega lífi Berlínarbúa, þegar loftvarnamerki var gef- ið, að taka töskur sínar og koma sjer fyrir í loftvarnabyrgjum. — Það væri íróðlegt að heyra lýsingu á loftárás. — Sú loftárás sem mjer er minnisstæðust, var gerð þann 3. febrúar 1945. Þá var jeg staddur, um hádegisbilið, inni í miðri borginni. Skyndilega var gefið loftvarnamerki. Jeg leitaði skjóls í kjallara, sem var mjög stór og hafði verið bygður. sem almennings loft- varnabyrgi. Þegar jeg kom að kjallaranum, streymdi fólkið að úr öllum áttum, menn og kon- ur með töskur sínar og barna- vagna. Jeg beið stutta stund fyrir utan húsið. Veður var bjart og heiðskír himinn og sá jeg greinilega, hvernig flugvjel- arnar flyktust að. Jeg kom mjer nú niður í kjallarann og leið ekki á löngu áður en fyrsta spregjan fjell. Varð sprengingin svo mikil, að húsið skalf og 'nötraði, ljósin sloknuðu, alt fyltist af reyk og kalkmylsna fjell úr veggjum og lofti. Mikill ótti var meðal fólks ins, sumir grjetu, aðrir báðust fyrir og alt var á ringulreið. 'Árásin mun hafa staðið yfir hátt á annan klukkutíma og á þeim tíma fjell hver sprengjan á fætur annari, þannig að húsið ljek á reiðiskjálfi og virtist ekki annað líklegra en það mundi # hrynja þá og þegar. Loks var gefið merki um að hættan væri liðin hjá og varð fólkið þá að nota annan útgang á kjallar- anum til að komast út meo, því að aðalútgöngudyrnar höfðu hrunið saman. Þegar út var komið, var ógur legt um að litast, hvergi sást í heiðan himinn fyrir reykjar- mekki. Tvær bifreiðir stóðu fyrir utan húsið. báðar í björtu báli. Húsið við hliðina á loft- varnabyrginu hafði orðið fyrir sprengjum, hrunið til grunna og brann nú í rústunum. Allsstað- ar blasti við sama sýnin: hrun- in og brennandi hús. Það varð ekki þverfótað á götunum fyr- ir grjótmylsnu, vatnið flóði út um alt, símaþræðir og aðrar leiðsluí; lágu .niðri. og allsstaðar var fólk að reýna að kömast til heimkynna sinna. Seinna frjetti jeg, að 28 sprengjur hefðu fallið á húsið yfir kjall- Svavar Hermannsson. aranum, sem jeg var. í, og 30 manns höfðu farist, er útgöngu- dyrnar hrundu saman. Þetta er aðeins eitt dæmi þess, hvað Berlínarbúar gátu átt von á að upplifa. Baráttuviljann brestur. — Hvernig áhrif höfðu þess- ar sífeldu árásir á baráttuvilja fólksins? — Að sjálfsögðu mjög lam- andi áhrif. Menn gengu þó að störfum sínum, eftir því sem kostur var á, með hinni venju- legu skyldurækni Þjóðverjans, og ljetu hverjum degi nægja sína þjáningu. — Gerði fólk sjer ljóst, að það mætti sjálfu sjer um kenna allar þessar hörmungar eða stjórn sinni? — Menn ræddu mikið um ástandið og gremja gegn stjórn- arvöldunum var almenn, enda var hinn óbreytti borgari löngu búinn að gefa upp alla sigur- von. Fólkið var orðið sljótt og óskaði aðeins eftir friði, hvað svo sem hann kynni að bera í skauti sínu Að vísu voru nokkrar undantekningar frá þessu, en venjulega voru það þá einhverjir opinberir starfs- menn, sem reyndu að telja kjark í fólkið — Var ekki orðið erfitt að afla sjer lífsviðurværis? — Lengst af styrjöldinni má segja, að lífið hafi verið þolan- legt, hvað mataræði snerti, en eftir að loftárásirnar byrjuðu, sköpuðust samgönguerfiðleikar, og þá versnaði ástandið mjög. En um eiginlegan sult var ekki að ræða fyrr en á árinu 1945. Mikið bar á Rússa-hræðslu. — Hvenær fóruð þier frá Berlín? — Jeg lagði af stað frá Ber- lín þann 19. apríl. Þá voru Rúss ar komnir inn í útjaðra borgar- innar. — Var almenningur ekki kvíðal'ullur vegna hins vænt- anlega hernáms? —- Það bar mjög á Rússa- hræðslu, en margir virtust fagna komu Breta og Banda- ríkjamanna. — Urðuð þjer nokkurn tíma fyrir áreitni yfirvaldanna? — Jeg vil taka fram, að mjer var í alla staði sýnd full ^kurteisi ðg fult athafnafrelsi allan þann tíma, sem jeg dvaldi í Þýskalandi. — Álítið þjer, að almenningi hafi verið kunnugt um hinar illræmdu fangabúðir nasista? •—- Jeg átti tal við fólk af öllum stigum, bæði í Berlín og annarsstaðar, sem ræddi mjög opinskátt um það, sem var að gerast í landinu og vitanlega var almenningi kunnugt um ýmsar fangabúðir í Þýskalandi, en að ástandið væri eins hrylli- íegt og síðar hefir komið í ljós, hafði það fólk, sem jeg talaði við, áreiðanlega enga vitneskju. Nöfn eins og Buchenwald og Belsen heyrði jeg ekki fyrr en jeg kom til Kaupmannahafnar. Heimferðin. — Var engum erfiðleikum bundið að komast úr landi? — Mjer gekk fremur greið- V ♦*♦ Höfum fengið enska lega að fá leyfi til að fara úr landi, en ferðin sjálf frá Berlín til Kaupmannahafnar, sem venjulega tekur 9 til 10 tíma, tók mig 5 daga. Samgöngur voru allar í hinni mestu óreiðu og ýmsar krókaleiðir varð að fara. — Hvað dreif svo á daga yðar eftir að þjer voruð komnir til Kaupmannahafnar? — Þar dvaldist jeg í fvo mán uðí og voru endurfundirnir við ættingjana þar mjög ánægju- legir. Einnig mun jeg æfinlega minnast með miklu þakklæti fyrverandi sendifulltrúa íslands í Kaupmannahöfn, Jóns Kvabbe sem aðstoðaði mig á allan hugs- anlegan hátt. Heimkoman varð mjer eins og öðrum Esjufarþegum ógleym anleg. Það skygði þó mikið á ánægjuna, að Bretar handtóku hina fimm íslendinga og eru tveir þeirra því miður enn í háldi. Var jeg eins og fleiri talsvert hugsandi er Esja var stöðvuð á höfninni í Kaup- mannahöfn þar sem jeg hafði dvalið í 8 ár í Þýskalandi, en alt fór þó vel, hvað mig snerti, enda hafði jeg aldrei haft hin minstu afskifti, hvorki af stjórn málum nje hernaði. Jeg tel heimkomuna, viðtök- urnar og endurfundi við ætt- ingja og vini eitt það besta, sem fyrir mig hefir borið á lífsleið- inni. Kvenullarfrakka og .ameríska KVENRYKFRAKKA í mörgum litum. Verslunin REGÍÓ Laugaveg 11. t •f X X t t t t t t Húsgagnasmiðir — Trjesmiðir Okkur vantar sveina á verkstæði, einnig unglings- pilt til snúninga. Ch SLL JMU. aóon. ocj Þóroddsstöðum. — Sími 1029. í:-,>,t**:,,:,*:**t**t**t*4”t**t**t~t**t**i**t,*t**í,*:,,t~t~:*,:**>*:,*>*>í'Mí**>*:M>*>4>*>*>*:~:**:**:",>":,,:",:**:**:-»>) Louis Philippe Cake Make-Up Dry Skin Creme Cold Creme Púður. : >:••:••:• 'VVVVV' J t t V X ►*:♦<♦*> AUGLÝStNG ER GULLS ÍGILDI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.