Morgunblaðið - 05.09.1945, Page 12

Morgunblaðið - 05.09.1945, Page 12
12 MORGUNBLauIÐ Miðvikudagur 5. sept 1945 Minningarorð um Solveigu Eiríksdóttur í DAG er til moldar borin Sólveig Eiríksdóttir Hólm. Sól- veig er fædd 4. mars 1884 að Akurhúsum í Garði. 10 ára gömul fiuttist hún til Hafnar- fjarðar og ólst þar upp hjá hjónunum Þórkatli Snorrasyni og konu hans, Jóhönnu Hall- dórsdóttur. Árið 1912 giftist Sólveig Guðmundi Guðmunds- syni Hólm og bjuggu þau allan sinn búskap í Hafnarfirði. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en ólu upp Þorstein Eyvinds- son, sem nú er stýrimaður og dvelur í Grimsby í Englandi. Síðastliðið ár misti Sólveig mann sinn og hafði hann þá átt við þunga vanheilsu að stríða. Þannig er æfisaga Sólveigar vinkonu minnar í stórum drátt- um, en saga hennar er þar með ekki öll sögð. Við, sem áttum því láni að fagna að þekkja Sólveigu vel, vitum best hver mannkosta mað ur hún var og trygð hennar og vinfesta var slík að vart mun finnast önnur eins. Sólveigu tókst að skapa sjer yndislegt heimili og naut hún þar aðstoðar manns síns, en þau hjón vopu alla tíð mjög sam- hent. Henni mun hafa fundist að á þeim vettvangi nyti hún sín best. Þó heimilið væri ekki stórt eða ríkmannlegt, var þó sá blær yfir því, sem andaði frá sjer friði og farsæld og við vinir hennar þektum svo vel. Sólveig elskaði alt sem var fagurt. Þessi fegurðarþrá henn- ar fjekk fullnægju í starfi henn ar við blómarækt. Strax á fyrstu búskaparárum sínum ( kom hún sjer upp blómagarði við hús sitt. Þennan garð jók hún og prýddi ár frá ári og þar mun hún hafa lifað sínar bestu stundir. Henni fanst að blóm- in, sem uxu upp að vorinu, blómguðust um hásumarið og fölnuðu að haustinu, — en skutu frjóöngum við fyrstu kossa næstu vorsólar, gefa sjer fyrirheit um eilíft blómstrandi líf, þar sem enginn dauði er til. Sólveig var hugsjónamaður og kom það skýrt fram í starfi hennar í Góðtemplarareglunni. Hún trúði á mátt mannsandans * til meiri fullkomnunar og þroska og það var henni vissa, að sú leið yrði einungis farin undir merkinu: ,,Trú, von og kærleikur“. Sólveig starfaði einnig mikið í öðrum fjelagsskap, Kristilegu fjelagi ungra kvenna, enda var hún trúkona mikil og einlæg í trú sinni. Trúin var henni ekki form ákveðinna kennisetninga, heldur lifandi uppspretta trún- aðar og trausts og kom það skýrt fram í sorg hennar, er hún misti mann sinn og hinum þungu veikindum hennar síð- ustu missirin. Sólveig! Að síðnstu þak.ka jeg þjer alt s.em þú hefir verið mjer og mínum. Við að kynnast þjer finst mjer jeg betur skilja en áður, það sem stórskáldið sagði: „Þar sem góðir menn fara, eru Guðs vegir“. Hcrdís Guðmundsdóttir. Hóielvandræði í Slokkhólmi SENDIRÁÐ ÍSLANDS í Stokkhólmi tilkynnir að það hafi sýnt sig að ómögulegt sje að útvega ferðafólki hótelher- bergi þar í borg fyrstu 14 dagana eftir að það kemur. Fólk, sem til Stokkhólms kemur, verður að búa í Söd- ertálje eða Saltsjöbaden. (Samkv. tilkynningu frá ríkisstjórninni). - Alþj. veflv. Framhald af bls, 8 Kunnir jafrtgðarmenn eins og Giuseppe Saragat og rithöfund- urinn Iganzio Silone (höfundur Fontamara) vildu ekki hafa neitt með samfylkingu að gera. Saragat hrópaði úr ræðu- stóli: ,,Það er engin tilviljun, að hvatt er til samfylkingar frá Noregi til Ítalíu . .. Rússar revna að tryggja sig og sína stefnu með landvinningum og með því að tryggja sjer lepp- ríki. Ef jafnaðarmenn ganga inn á slíka stefnu, þá þýðir það, að jafnaðarmenskan verður að víkja og hagsmunir verkelýðs- ins þar með, fyrir hagsmunum ríkisins. Samfylkingarhjalið er ekki neitt annað en tilraun til að sprengja jafnaðarfnanna- flokkana“. En þrátt fyrir stuðning sinn við samfylkingarstefnuna var Pietro Nenni ekki neitt ákafur að framfylgja henni strax. Er þinginu lauk, ljet hann um mælt á þessa leið: „Það liggur ekkert á. Fyrst verðum við að tryggja, að kommúnistar gleypi ekki jafn- aðarmannaflokkinn“. Skattar lækka. London: — Ástralska stjórn- in hefir lagt fram frumvarp í þinginu, þess efnis, að skattar í landinu verði lækkaðir veru- lega, eins fljótt og unt er. - Sunnukórinn Frh. af bls. 6. íslendinginn S. K. Hall, en Hall er náfrændi Jónasar. Vanda- samasta verkefnið á þessum hljómleikum er líklega lagið Vorljóð, eftir Mendelshon- Bartholdy, en þar hvílir mest- ur vandinn á einsöngvaranum frú Jóhönnu. Til þess að gera því lagi góð skil, þarf mikla leikni þjálfaðrar raddar (Há- sópran). Öll eru verkefnin flutt á ís- lensku, nema danska lagið Der var en Svend med sin Pigelil. Sunnukórinn er svo heppinn að hafa í sínum hópi ágætan hag- yrðing — Harald Leósson og alþekt skáld Guðmund Geirdal. Hefir Haraldur þýtt eða frum- ort 4 af sönglögunum, en Guð- mundur Geirdal 7 þeirra. Stjórn kórsins. Fararstjóri kórsins er Elías J. Pálsson, kaupm. ísafirði. — Hann hefir verið formaður kórs ins síðan sjera Sigurgeir flutti þaðan. Með honum eru í stjórn: Frú Margrjet Finnbjarnardótt- ir, Ólafur Magnússon, skrif- stofustjóri, Páll Jónsson, kaup- maður og sjera Sigurður Krist- jánsson, sóknarprestur. BUKAREST í gær: — For- sætisráðherra Rúmena er far- inn til Moskva til að ræða við rússneska stjórnmálamenn. í för með honum er utanríkis- ráðherrann. ! Saumakona óskast Saumakona, sem kann að sníða og máta, óskast strax, eða 1. október. Herbergi getur komið til mála. Tilboð merkt „Saumakona" sendist blaðinu. Barnaskóli Hafnarfjarðar Kensla getur að þessu sinni ekki hafist fyr en eftir miðjan september. Síðar verður auglýst hvenær börnin skuli mæta. SKÓLAST J ÓRINN. Fimlugur: Einar Guðmundsson sfór- kaupmaður FIMMTUGUR er í dag Einar Guðmundsson stórkaupmaðuf, Garðastræti 47, Reykjavík. Hann er fæddur þann 5. sept. 1895, að Hreinsstöðum á Fljóts- dalshjeraði. — Foreldrar hans voru hjónin Ragnhildur Ólafs- dóttir frá Mjóanesi og Guð- mundur Hallsson, frá Bessa- staðagerði í Fljótsdal. Rúmlega ársgamall misti Einar föður sinn, en ólst síðan upp hjá móður sinni og seinni manni hennar, Stefáni Ásbjarn arsyni, er lengst af bjó á Bónda stöðum, á Fljótsdalshjeraði. — Þegar Einar var 11 ára gamall, hætti móðir hans og seinni mað ur hennar búskap, á Bóndastöð um og fluttu til Seyðisfjarðar, Seytján ára gamall fór Einar til náms í Gagnfræðaskólann á Akureyri stundaði þar nám í þrjá vetur, en settist síðan að í Suður-Þingeyjarsýslu, og giftist þar Önnu Iiaraldsdótt- ur frá Einarsstöðum í Reykja- dal og bjó þar í sex ár, þar til hann misti konuna vorið 1921. Árið 1925 fluttist Einar til Reykjavíkur og ^erðist þá versl unarmaður og hefir hann stund að verslunar- og skrifstofustörf síðan og nokkur síðastliðin ár rekið umboðssölu og heildversl- un. — Árið 1928 giftist Einar Jóhönnu Hallgrímsdóttur, dótt- ur Hallgríms Þorsteinssonar söngkennara í Reykjavík og eiga þau fjögur börn, en áður átti Einar þrjár dætur og er ein þeirra búsett hjer í Reykja- vík, en hinar tvær eru búsett- ar á Norðurlandi. \ 19 UH-(4UH.,.T0A10RR0\N NlöHT, PRAINVm.IT'LL BE 6TA6, EXCEPT POR ME AND R4I6 GIRL I WANT ALL OF VCU TO M£ÉT.... ^AeOUERADE/ ÉHT ^9 VEPV INTRIóUINö... | I OON'T CAF-E HOW LOVELV THc 6IRL 16 — IT^ VOU I WANT Roberf Storm ! I'LL 3£ THERE, WILO.A'. WHO 15 O'AE- BQME HOLLVWOOD BABE? BV THS WAV, TME ADVANCE CRDERö ON VOUR B00K AR£ TERKlPIC'. IT'LL £ELL LIK£ CIÖARETTE&... 1-2) Wilda: — Annað kvöld, Bfainy. Það verða eintómir karlmenn, nema jeg og þessi stúlka, sem mig langar til að þið hittið allir. Brainy : — Grímu- ball, það var ekki svo vitlaust. Mjer er sama, hvað hún er snoppufríð þessi stúlka. Þgð ert þú, sem mig langar til að hitta. 3) Bókaútgefandinn: — Jeg kem, Wilda. Hver er hún, — kannske einhver Hollywood-stelpa? — Meðal annara orða. Það er komin aragrúi af pönt- unum á nýju.bókinni þinni. Hún selst eins og sígar- ettur. 4) Wilda: — Fínt! Þeir koma báðir, Phil! X-9: — Ágætt: Grímurnar verða tilbúnar og allt verður í himnalagi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.