Morgunblaðið - 05.09.1945, Page 16

Morgunblaðið - 05.09.1945, Page 16
16 66 wf 11® wjcisiMpiiJ „HAUKUR sekkur Kannbjörg varð SÁ SJOSKAÐI varð 31. f. m., að vjelskipið ,.Haukur“, eign hlutafjelaganna ,,Haukur“ og ,.Baldur“, sökk, er það var á leið hingað til lands með sem- entsfarm frá Bretlandi. Ekk- ert tjón varð á mönnum. Blaðið átti í gærkvöldi tal við framkvæmdastjóia skips- ins, Pjetur Bóasson. Kvaðst hann hafa fengið skeyti frá skipstjóranum, Lárusi Blöndal, s.l. mánudagskvöld, sent frá Sandvík í Færeyjum, þess efn- is, að skipið hefði sokkið 90 sjómílur suð-vestur af eyjun- um kl. 5 síðdegis 31. ágúst. — Ennfremur var sagt i skeytinu, að allri áhöfjajpui..liði.vel og að hún færi til Þórshafnar. Ekki hafa enn neinar frekari frjettir borist um það, af hvaða völdum skipið hafi farist, eða hvernig mannbjörg varð, en sýnilegt er, að áhöfnin hefir ver ið tvo sólarhringa á sjó frá því að skipið sökk og þar til hún kom til Sandvíkur í Færeyj- um. ,.Haukur“ var nýtt skip, smíðað í Kanada. Var það bú- ið öllum nýjustu tækjum. Leit það út fyrir að vera hið traust- asta í alla staði, og keypt hing- að sem fyrsta flokks skip. Fór skipið hjeðan áleiðis til Eng- lands 6. júli s.l. Á leiðinni ut- an laskaðist það nokkuð og var sett til viðgerðar í Englandi. Var það nýkomið úr þeirri við- gerð, er það lagði af stað hing- að heim 27. f. m. Það skal tekið fram, að í Englandi var skipið fermt und- ir eftirliti vátryggingafjelags- ins, sem það var trygt hjá. Hjcr fsnnst heldur ekhi neiti Rausnargjbf lil Áfiiáriunguhirkju RAUSNARLEG GJÖF, hefir Álftártungukirkju á Mýrum borist nýlega. Er það altaris- klæ'ði mjög vandað og fagurt, saumað úr rauðu silkiflosi, með ísaumuðum" gulum krossi með fjólubláum rósum, og fylgir því altarisdúkur vandaður. Grip- irnir eru gefnir sem áheit af frú Jónínu Jónsdóttur, Lauf- ásveg 2 A í Reykjavík, og börn- um hennar, en frúin er alin upp í Áltártungusókn Fyrir þennan fagra vinsemdarvott og ræktar- semi við gamla sóknarkirkju, vill sóknarnefnd Álfártungu- kirkju hjer með tjá sínar bestu þakkir. flnfianháfliisti ..... V(9e9waða0«a%jtðti9i öíWjs í kmmWffútt STJÓRN Iþróttasambands íslands hefir ákveðið að veita ekki þriðja flokks drengjum undanþágu til þess að keppa í fyrsta flokki í knattspyrnu, eða fjórða flokks drengjum með öðrum flokki. TALIB var að Hitler og Eva Braun hefðu verið brend, og líkamsleifarnar grafnar á stað þeim, sem sjest hjer á myndinni að ofan, fyrir framan inngöngudyrnar að kjöllurum kansl- arahallarinnar. — Nú hafa Rússar látið grafa á staðnum, — en ekkert fundið. Útvarpshúsið nýja verður ein glæsilegasta bygg- ing landsins Á FUNDI, sem menta- málaráðherra og húsbvgg- ingarnefnd útvarpshúss hjelt með sjer fyrir skömmu var ákveðið, að fallast á í höfuðatriðum teikningar þær að útvarpshúsi, sem ameríski húsameistarinn William Lescaze hefir teikn- að. Var samþykt að fela hin- um ameríska húsameistara að fullgera frumteikninguna og óska eftir því, að húsa- meistarinn geri bráðabirgða útlits teinkningu að húsinu. Þetta nýja útvarpshús, sem reist verður á Melunum, skamt frá, eða við íþrottavöllinn, verð ur ein stærsta og sjerkennileg- asta bygging, sem hjer hefir verið reist og verður væntan- lega byrjað á verkinu á næsta vori. — I tilkynningu um þetta frá ríkissttjórninni, segir m. a. á þessa leið: ,,Er þess vænst, að þetta verði ein sjerkennilegasta og veglegasta bygging þessa lands og að öllu leyti gerð samkvæmt nýjustu tækni. Með bygging- unni. verður sjeð fyrir húsnæð- isþörf Ríkisútvarpsins um langa frarntíð, en stofnunin á nú við mestu þrengsli að búa, sem staðið hefir henni mjög fyrir þrifum að undanförnu. Tvö hús. Utvarpsbyggingunni hefir verið ætluð lóð sunnan Hring- brautar vestan íþróttavallarins og á norðvesturhluta hans. — Frumteikning byggingarinnar hefir þó verið miðuð við það að skerða ekki notagildi íþrótta- ’ vallarins. Gerir hún ráð fyrir j að sú útvarpsbygging, sem nú á að reisa, feli eiginlega í sjer tvö hús með brú á milli. í því húsinu, sem nær er Hringbraut, verða almennar skrifstofur út- varpsins, frjettastofa, viðtækja verslun, viðgerðarstofa, viðgerð arsmiðja; og ýmislegt fleira. — Þetta hús verður fimm hæðir. 11 útvarpssalir. í hinu húsinu. sem er mun lægra, verða 11 útvarps- og æfingasalir og einn sjónvarps- salur, ennfremur tæknileg starfsemi útvarpsins, skrifstof- ur útvarpsráðs, tónlistadeiid og annað tilheyrandi framkvæmd dagskrár. Einn útvarpssalurinn er langstærstur og tekur 600 áheyrendur, hefir sv’ð fyrir stóra hljómsveit og fjölmenn- an kór, og á salurinn að vera búinn tækjum til kvikmynda- sýninga. Gert er rá'ð fyrir að einhvern tíma í framtíðinni verði reist þriðja húsið fyrir víðtækari sjónvarpsstarfsemi og annað, er ekki verður sjeð fyrir nú. Er því húsi ætlaður staður á norð- vestur hluta íþróttavallarins. Búist er við að Ríkisútvarpið sjálft geti borið kostnaðinn við bygginguna, bæði með bygging arsjóði sínum, sem er IV2 milj. kr., og með lántökum, svo og með árlegum tekjuafgangi og tekjuöflun á annan hátt“. Miðvikudagur 5. sept 194"» Chrisfmas Möller skilur ekki andúð Dana á íslendingum Khöfn í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins. CHRISTMAS MÖLLER, ut- anríkisráðherra Dana, flutti ræðu á fundi norræna fjelags- ins í Oslo, en þar er hann nú staddur og sagði meðal annars: Jeg hef aldrei getað skilið hvers vegna ýmsir Danir hafa lastað Islendinga fyrir það, að þeir sögðu upp sambandslagasamn- ingunum áður en Danmörk varð frjáls. Skyldúm við Danir ekki hafa gert hið sama, ef við hefðum verið í sporum íslend- inga. Ennfremur sagði ráðherrann: „Samningar þeir, sem nú fara að hefjast milli Dana og íslend- inga, veita báðum þjóðum tæki færi til þess að sýna norræna samvinnu á raunhæfan hátt, eins og hún getur verið til fyr- irmyndar, og gefa með því ror- dæmi fyrir norrænni sam- vinnu“. Umtnælum Chrisl- illa K. R. vann lands- mót I. flokks. SÍÐASTL. mánudagskvöld fór fram iírslitaleikurinn í landsmóti 1. flokk's. Kepptu þá KR og Hafnfirðingar. Leik- ar fóru þannig, að KR sigraði með 2:0. Að leikuum loknum afhenti forscti ÍSÍ sigurvegur- Linum bikar þann, sem keppt var um. Landsmót I. flokks var út- sláttakepjmi að þessu sinni.j Tóku þátt' í J»ví auk bæjarfje- j laganna, KR, Vals, Fram, og Víkings bæði Hafnfirðingar og Akrnesingar. Sketntiferð Heim- dailar um helgina HEIMDAI.LUR, Fjelag ungra Sjálfstæðismanna efnir til skemtiferðar til Þingvalla um næstu helgi. Lagt verður af stað hjeðan úr bænum kl. 5.30 á laugardag. Sameiginlegt borð hald hefst í Valhöll kl. 7 e. h, — Undir borðum verða ýms skemtiatriði og ræðuhöld, síð- an verður stiginn dans. Sjálfstæðismenn ættu að tryggja sjer þátttöku í ferðinni sem allra fyrst í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, sími 2339. Gera má ráð fyrir mikilli þátt- töku þar sem hinar árlegu Þing vallaferðir Heimdallar eru mjög vinsælar. Frá frjettaritara vorum í Kaupmannahöfn. BERLINGSKE TIDENDE skrifar í tilefni af ummælum Christmas Möller í Osló, þar sem hann sagði, að ekki væri hægt að álasa íslendingum fyr- ir sambandsslitin við Dani: „Það er tilgangslaust að vera að ýfa upp gömul sár. Danir hafa sætt sig við það, sem skeð hefir. Konungurinn hefir ósk- að Islendingum til hamingju og þar með er málið út úr þessum heimi, hvað Dani snertir. En úr því að Christmas Möll- er rifjar málið upp, þá má e£ til vill segja, að Christmas Möller er sennilega eini mað- urinn utan íslands, sem ekki skilur tilfinningar Dana. Svíar voru vafalaust ein- dregið á máli Dana. . íslendingar, sem búsettir voru í Danmörku, voru sam- mála Dönum. Buhl forsætis- ráðherra beindi þeim tilmæl- um af festu og virðuleik til ís- lendinga, að þeir frestuðu upp- sögninni þar til við gætum sam ið, eftir góðri og gildri nor- rænni venju. Það voru ekki að eins noklcrir Danir, eins og Christmas Möller vill vera láta, heldur öll þjóðin, sem var með frestun. Það var sárt, undir [ auðmýkjandi kringumstæðum, j sem Danir áttu þá í, að íslenska ! þjóðin skyldi einhuga segja upp aldagömlu ríkjasambandi. j Það er leiðinlegt, að Christmas Möller skuli ekki skilja þetta, og kannske ennþá leiðinlegra, : að hann skuli draga fram dcilu j mál, sem best væri fyrir Dan- ' mörku og ísland, að væri úr sögunni. — Páll. RÓM í gær: — Sforsa greifi, senr kunnastur er fyrir baráttu sína gegn fasistum á Italíu, var : í dag kjörinn forseti ráðgef- 1 andi þings, sem á að koma sam an á Ítalíu til að vera stjórn- inni til aðstoðar í vandamáium ! þeim, er nú steðja að ítölum. (

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.