Morgunblaðið - 13.09.1945, Qupperneq 2
2
morgdnblaðið
Fimtudagur 13. sept. 1945
Nýju togararnir irá Engiandi
verða 170 íet með guiuvjel
Nýtísku dieselskip til
I
Ameríku-flutninga
ÞAÐ HEFIR nú verið á-
kveðið, að togaranir 30, sem
smíðaðir verða fyrir nkkur í
Bretlandi, verði 170 fet og
allir með gufuvjel, að þrem
undanteknum, sem verða
dieselvjelskip og heldur
minni. Varð ríkisstjórnin að
ákveða stærð og gerð skip-
anna að nokkru leyti, fyrir
6. þ. m. Þá er farin nefnd
sjerfræðinga til Englands
til að gera fullnaðarsamn-
inga um smíði togaranna. 1
nefndinni eru: Helgi Guð-
mundsson, bankastjó'ri,
Gísli Jónsson, alþingismað-
ur og Aðalsteinn Pálsson,
skipstjóri.
í tilkynningu frá ríkisstjórn-
inni um togarasmiðina segir á
þessa leið:
Forsagan.
..Með skírskotun til fyrri yf-
irlýsinga varðandi smíði þrjá-
tíu togara í Englandi handa Is-
lendingum, vill ríkisstjórnin
" skýra frá eftirfarandi:
Eftir að nefnd þeirri, er í sum
ar fór út á vegum nýbyggingar
ráðs til að leitast fyrir um skipa
smíði fyrir Islendinga í ná-
grannalöndunum, hafði tekist
að afla tilboða frá fimm helstu
skipasmíðastöðvum í Bretlandi
um smíði 30 togara, með því
skilyrði þó, að af Islendinga
hálfu yrði aðeins einn aðili
þessa máls, og eftir að ríkis-
stjórnin hafði með aðstoð sendi
ráðsins í Lundúnum og tjeðrar
nefndar. fengið heimild bresku
stjórnarinnar til þessara skipa
smíða, var ákveðið, að ríkis-
stjórn Islands gerðist aðili máls
ins. Aflaði hún sjer heimildar
í því skyni með bráðabirgðalög
um. Að því búnu var nefnd-
inni falið, að gera bráðabirgða-
samning um smíði skipanna.
Þegar bráðabirgðasamning-
ur þessi hafði verið gerður,
kom nefndin heim og gaf ríkis
stjóminni skýrslu um störf sín.
Þurfti ríkisstjórnin að ákveða
fyrir 6. september stærð skip-
anna og hvort þau skyldu knú,-
in með gufuvjelum eða diesel-
vjelum.
TiIIögur sjerfræðinga.
Ríkisstjórnin fól þegar í stað
nefnd kunnáttu- og áhuga-
manna að gera tillögur um
þessi tvö meginatriði og enn-
fremur að benda á æskilegar
breytingar, miðaðar við ís-
lenska staðhætti sjerstaklega,
frá þeim frumtillögum, sem fyr
ir lágu.
Að fengnum tillögum þessum
ákvað ríkisstjórnin, að öll hin
nýju skip skyldu vera 170 fet
á lengd og knúin gufuvjel. Þó
áskildi hún sjer rjett til að á-
kveða siðar, að þrjú skipanna
skyldu vera nokkru minni og
knúin dieselvjel. Einnig ljet rík
isstjórnin í ljós, að ef unt væri
að ná um það samkomulagi við
ski'pasmíðastöðvarnar, teldi
hún æskilegt að skipin yrðu
stækkuð upp í 175 fet, en svo
sem áður greinir, var í önd-
verðu gert ráð fyrir, að togar-
arnir yrðu eigi stærri en 170 fet
á lengd.
Að öðru leyti skyldi gengið
Nefnd sjerfræðinga
farin til Englands til
fullnaðarsamninga
frá fullnaðarsamningum hið
bráðasta og nefnd sjerfræðinga
gjöra þá fyrir hönd Islendinga.
Nefndin.
I samræmi við þetta hefir rík
isstjórnin nú falið þeim Helga
bankastjóra Guðmundssyni, —
Gísla alþingismanni Jónssyni og
Aðalsteini skipstjóra Pálssyni,
fullt umboð til þess að gera
fullnaðarsamninga við skipa-
smíðastöðvarnar um þessi efni,
þar á meðal að semja um brevt-
ingar á fyrirliggjandi teikning
um og viðbætur við þær.
Fór nefnd þessi áleiðis til Eng
lands í gær.
Nýbyggingarráð hrekur
rógskrif
Frá Nýbyggingarráði hef-
ir Morgbl. fengið eftirfar-
andi greinargerð til birt-
ingar:
ÚT AF árásum á Nýbygging-
arráð í Tímanum, blaði Fram-
sóknarflokksins, þann 7. og 11.
september síðastliðinn í sam-
bandi við veitingu ráðsins á
gjaldeyris-. og innflutnings-
leyfi fyrir vjelskipinu Haukur,
sem sökk á leið til íslands frá
Bretlandi þann 31. ágúst síðast-
liðinn vill Nýbyggingarráð laka
fram það, sem hjer fer á eftir:
Þegar kaupendur Hauks leit-
uðu til Nýbyggingarráðs vegna
fyrirgreiðslu til skipakaupanna
var þeim þegar sagt, að tryggt
yrði. að vera, að skipið væri
byggt eftir reglum og undir eft-
irliti viðurkennds skipaflokkun
arfjelags. Þeir lögðu og síðar
fram símskeyti frá umboðs-
manni Bureau Veritas í Halifax
er staðfesti að skipið væri byggt
eftir reglum og undir eftirliti
Bureau Veritas.
I brjefi sínu 12. mars þ. á.
til Viðskiftaráðs er hefur með
höndum útgáfu gjaldeyris- og
‘innflutningsleyfanna eftir með
mælum Nýbyggingarráðs, tók
Nýbyggingarráð það fram
ásamt öðrum skilyrðum fyrir
útgáfu leyfisins, að skipið yrði
að vera byggt eftir reglum
Baureau Veritas.
Vottorð frá trúnaðarmanni
Bureau Veritas, dags. í Hali-
fax 17. maí þ. á., er staðfestir
áð skipið hafi verið byggt eftir
reglum og undir eftirliti Bur-
eau Veritas, var afhent skipa-
skoðunarstjóra ríkisins, þegar
skipið kom hingað til lands, og
í haffærisskírteini skipsins, út-
gefnu í Reykjavík 6. júlí þ. á.,
segir, að skipið fullnægi ákvæð
um laga nr. 93 frá 3. maí 1935
um eftirlit með skipum.
Telur Nýbyggingarráð, að
framanritað ætti að nægja til
þess að sýna það, að ásakanir
Tímans á hendur ráðinu vegna
leyfisveitingu fyrir þessu skipi
eru á engum rökum reistar. |
Skrif Tímans um það, að Ný- ,
byggingarráð „virðist láta al-
gerlega eftirlitslaust hverskon-
ar skip sjeu flutt til landsins
heldur láti hvern sem vill fá
gjaldeyri til skipakaupa“ og
,,að hingað sjeu keypt gömul
skip, sem aðrar þjóðir vilji ekki
nota lengur“, munu eiga við
nokkur sænsk fiskiskip, sem Ný
byggingarráð hefur samþykkt
að veita gjaldeyri fyrir.
Út af þessu skal það tekið
fram, að Nýbyggingarráð hef-
ur við allar slíkar leyfisveiting-
ar gert það að skilyrði, að styrk
leiki og gerð skipanna fullnægði
kröfum þeim, sem gerðar eru
af Skipaeftirliti ríkisins.
Einnig hvað þétta snertir, eru
því ásakanir Tímans úr lausu
lofti gripnar.
Reykjavík, 12. sept. 1945.
Jóhann Þ. Jósefsson. Lúðvík
Jósefsson. Steingrímur Stein-
þórsson. Óskar Jónsson.
Vopnasali
handtekinn
FRITZ MANDL, austurríski
miljónamæringurinn og vopna-
salinn, sem oft hefir verið get-
ið í frjettum undanfarin ár og
sem einu sinni var giftur Hedy
Lamar kvikmyndaleikkonu,
var nýlega tekinn fastur í
Uruguay í Suður Ameríku,
eftir að honum hafði Verið vís-
að úr landi í Argentínu.
NÝLEGA VAR FRÁ því skýrt, að íslendingum væri trygður
skipakostur frá Ameríku og í tilkynningu, sem ríkisstjórnin
sendi út í gær segir að þau skip, sem sendiherra Islands í
Washington útvgaði til íslandsferða verði nýtísku dieselvjel-
skip. Þá er Guömundur Vilhjálmsson, forstjóri Eimskip far-
inn til Englands á vegum ríkisstjórnarinnar til að semja við
Breta um flutninga milli íslands og Bretlands og ennfremur að
leita fyrir sjer um kolakaup í Englandi.
Það var allflókið mál, að út
vega skip til flutninga hingað
til lands og er það skýrt í eft-
irfarandi frjettatilkynningu
frá ríkisstjórninni, sem Morg-
unblaðinu barst í gær:
Fyrir nokkru komu Banda-
menn á fót stofnun, er hafa
skyldi öll umráð kaupskipa-
og fiskiskipaflota hinna sam-
einuðu þjóða í því skyni að
tryggja hina fullkomnustu hag
nýtingu skipastólsins. Stofnun
þessi, er nefnist United Mari-
time Authority (UMA) hefir
skrifstofur bæði í London og
Washington.
Að undanförnu hefir íslenzka
ríkisstjórnin haft til athugun-
ar, hvort íslendingar ættu að
gerast aðilar í þessum samtök-
um, en af því hefði leitt, að
UMA hefði orðið að á umráða-
og ákvörðunarjett um notkun
islenskra skipa, en aftur á móti
tryggði íslendingar sjer um
leið nægilegt skipsrúm til flutn
inga að og frá landinu. Fyrir
milligöngu íslenska sendiráðs-
ins í Washington tókst þó mjög
bráðlega að útvega þann skipa-
kost, er þurfti til flutninga
milli íslands og Ameríku, án
þess að íslendingar gerðust
þátttakendur í UMA, og stóð
við svo búið fram í miðjan s.
1. mánuð. En þá bárust ríkis-
stjórninni skilaboð um, að
öll þau skip, er hún hefði haft
á leigu frá stjórn Bandaríkj-
anna, yrðu af henni tekin og
og engin ný skip myndu fást í
staðinn, nema íslendingar
yrðu þáttakendur í UMA.
Thors Thors útvegar skip.
Sendiherra íslands í Was-
hinton var staddur hjer á landi
urrt þetta leyti. Varð það að
ráði milli hans og ríkisstjórnar-
innar, að málið skyldi liggja í
þagnargildi uns hann kæmi
aftur vestur um haf. Skömmu
eftir heimkomu hans til Was-
hington barst ríkisstjórninni
símskeyti um, að að sönnu
stæði við það, sem áður hafði
Verið tilkynnt, að skipin, sem
íslendingar nú hefðu á leigu,
yrðu tekin úr Íslandsíerðum,
en í stað þeirra hefði sendiherr
anum tekist að tryggja allan
þann skipakost, er íslendingum
væri nauðsynlegur til flutning-
anna, og myndum við nú fá ný
tísku dieselskip. Fjell stjórn
Bandaríkjanna frá þeirri kröfu,
að íslendingar þyrftu að gerast
aðili í UMA.
Flutningar milli íslands og
Bretlantls.
I Bretlandi standa sakir
þannig, að málinu hefir enn eigi
verið ráðið til lykta að því er
varðar flutninga milli íslands
og Bretlands og annara Evrópu
landa, og hefir íslenska stjórn-
in nú, samkvæmt bendingu frá
bresku stjórninni og að ráðí
sendiráðsins i Lundúnum, falið
framkvæmdastjóra h.f. Eim-
skipafjelags íslans, herra Guð-
mundi Vilhjálmssyni, að fara til
Englands til að ráða þessu máli
til lykta og reyna að semja um
það endanlega við bresk stjórn
arvöld. Er framkvæmdastjór-
inn nú farinn utan þessara er-
inda.
Jafnframt fól ríkistjórnin
Guðmundi Vilhjálmssyni að at
huga í samráði við sendiráðið
í Lunduúnum, um útvegun
kola frá Englandi, því að nú
nýverið bárust ríkistjórninni
þau skilaboð, að íslendingar
myndu ekki fá fá nein kol frá
Bretlandi á þessu ári, umfram
þau kol, sem hingað mundu
flutt í þessum mánuði sam-
kvæmt áðurgefnu loforði.
Spænskur prins sesi
að í Róm
ZURICH í gær: — Það hefir
vakið töluverða athygli, að Don
Jaimo, elsti núlifandi sonur Al-
fonso fyrrverandi Spánarkon-
ungs og fjölskylda hans er á
förum til Rómaborgar.
Spænskir konungssinnar hafa
látið svo ummælt, að prinsinn
muni ætla að búa í Róm þar til
bróðir hans, Don Juan, hefir
tekið við konungdómi á Spáni.
— Reuter.
(Grein um Don Juan er á> 7.
síðu blaðsins í dag).
Danskf skip ferst
í áreksfri
LONDON í gær: — Danska
skipið Marianne (2232 smálest-
ir) frá Kaupmannahöfn, sökk í
dag við eyna Man eftir árekstur
við skipið „Cornelius Ford“.
10 manns af áhöfninni, þar á
meðal skipstjórinn, Eriksen að
1 nafni, hafa ekki enn komið
fram og er talið að þeir hafi
farist. — Reuter.
Dæmir nú kvikfje
LONDON: Lowatt lávarður,
yfirmaður strandhöggssveita
Breta, verður einn aðaldómar-
inn á hinni árlegu argentínsku
kvikf j ársýningu, sem haldin
verður í Buenos Ayres innan
skemms.
Vinna við járnbrautir
LONDON: Nýlega var háðtíð
legur haldinn í Rússlandi, dag-
ur járnbrautarverkamanna. •—i
Helmingur af öllu því fólki, sem
þar í landi vinnur við járnbraut
ir, er kvenfólk.